Morgunblaðið - 03.11.2006, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. NÓVEMBER 2006 45
✝ Álfheiður Óla-dóttir fæddist á
Ísafirði 11. apríl
1919. Hún lést í
Holtsbúð í Garðabæ
23. október síðast-
liðinn. Foreldrar
hennar voru hjónin
séra Óli Ketilsson, f.
26. sept. 1896 á Ísa-
firði, d. 25. mars
1954 á Ísafirði,
prestur í Ögurþing-
um, og María Tóm-
asdóttir, f. 4. nóv.
1896 á Ísafirði, d.
24. maí 1978 í Reykjavík. Álfheið-
ur var elst í hópi fimm systkina.
Hin eru: Ingibjörg, f. 2. sept. 1920;
Katrín, f. 12. mars 1926, d. 29.
okt. 1965; Bolli, f. 10. mars 1929;
og Gunnar, f. 30. okt. 1921, d.
1997. Einnig tóku foreldrar henn-
ar að sér fósturson, Lúðvík Magn-
ússon, f. 25. ágúst 1918, d. 12. júní
1994.
Álfheiður giftist 15. nóv 1942
Kolbeini Kristóferssyni lækni og
prófessor, f. 17. febr. 1917, d. 6.
mars 2004. Börn þeirra eru: 1)
Þórunn, f. 23. ágúst 1943 í Rvík,
hjúkrunarfræðingur á Akureyri,
m. 30. okt. 1965 Gísli Jónsson, f.
28. júní 1945 á Akureyri, fram-
kvæmdastjóri. Börn þeirra eru: a)
Kolbeinn, f. 29. júlí 1964. Hann á
a) Hjalti, f. 2. sept. 1973, sambýlis-
kona Þóra Hlíf Jónsdóttir, f. 14.
mars 1980. b) Kristófer, f. 7. júní
1982. c) Álfheiður Björg, f. 5. maí
1983.
Álfheiður ólst upp í föðurhúsum
þar til hún fór til Reykjavíkur til
að læra kjólasaum og í vinnu hjá
föðurbróður sínum Axel Ketils-
syni kaupmanni. Í Reykjavík
kynnist hún verðandi eiginmanni
sínum Kolbeini Kristóferssyni
lækni. Hún tók að sér heimili
þeirra feðga, Kristófers og sona
hans Egils og Kolbeins en kona
Kristófers og móðir bræðranna
var fallin frá. Eftir að Kolbeinn
lauk námi fylgdi hún honum fyrst
til Akraness þar sem hann var við
læknisstörf og síðan til Þingeyrar
við Dýrafjörð. Þar sat Kolbeinn í
embætti héraðslæknis frá árinu
1946 til seinniparts árs 1949. Þar
fæddist þeim dóttirin Þórdís 1947.
Á Þingeyri eignuðust þau vini til
æviloka og skipaði Þingeyri alltaf
sérstakan sess huga Álfheiðar.
Haustið 1949 var aftur haldið til
Reykjavíkur þar sem Kolbeinn
hafði fengið stöðu læknis við
Landspítalann. Þau bjuggu á
Vesturgötu 52 á æskuslóðum Kol-
beins með smá hléi til ársins 1968
er þau fluttu í Garðabæ þar sem
bjuggu til dauðadags. Álfheiður
var í basarnefnd Kvenfélagsins
Hringsins hátt í þrjátíu ár.
Útför Álfheiðar verður gerð frá
Vídalínskirkju í Garðabæ í dag og
hefst athöfnin klukkan 13.
eina dóttur, Báru.
Barnsmóðir hans er
Hjördís Nanna Jón-
asdóttir, f. 29. apríl
1961. b) Margrét, f.
29. des. 1969, maki
Guðjón Rúnar Guð-
jónsson, f. 21. des.
1966. Börn þeirra
eru: Þórunn Ósk, Jón
Kristinn og Gísli
Freyr. Þau skildu. c)
Jón Egill, f. 8. jan.
1972, maki Erla
Hrönn Matthías-
dóttir, f. 12. apríl
1972. Börn þeirra eru Kristófer
og Katrín. 2) Þórdís, f. 15. des
1947 á Þingeyri við Dýrafjörð,
meinatæknir í Garðabæ. Barns-
faðir Ingólfur Arnór Guðjónsson,
f. 23. febr. 1946 í Rvík, sálfræð-
ingur. Barn þeirra Kristinn Kol-
beinn, f. 12. des. 1967, d. 30. júní
1991. Maki 29. maí 1971 Hafsteinn
Sæmundsson, f. 31. okt. 1946,
læknir. Þeirra börn: a) Hafsteinn
Þór, f. 21. ágúst 1972, maki Heið-
björt Kristjánsdóttir, f. 25. ágúst
1974. b) Álfheiður Hrönn, f. 3. júní
1979. c) Hörður Logi, f. 26.
nóv.1982. 3) Egill, f. 16. maí 1951 í
Rvík, tannlæknir í Hafnarfirði.
Maki 6. júlí 1974 Guðbjörg S.
Hólmgeirsdóttir, f. 13. ágúst 1951,
hjúkrunarfræðingur. Börn þeirra:
Álfheiður Óladóttir, tengdamóðir
mín, er látin. Við áttum samleið í 42
ár, eða frá því að ég varð tengdason-
ur hennar og Kolbeins Kristófers-
sonar, læknis. Hann lést fyrir tveim-
ur árum. Nú er Álfheiður farin líka.
Hún náði 87 ára aldri, sem er vissu-
lega langur tími. Þrátt fyrir það
fannst mér tengdamóðir mín aldrei
verða gömul.
Ég hitti tengdaforeldra mína fyrst
árið 1964. Þá komu þau hjónin norð-
ur til að líta á piltinn, sem þá var
heitbundinn Þórunni, dóttur þeirra.
Það var mitt lán, að hluti af hennar
hjúkrunarnámi fólst í starfsþjálfun á
Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri.
Ég skal viðurkenna, að ég var með
svolítinn skrekk þegar ég sá verð-
andi tengdaforeldra mína nálgast.
En þegar við höfðum heilsast og tek-
ið upp léttara hjal, fannst mér þau
hjón vera eins og gamlir kunningjar.
Hún var að vestan, en fluttist ung
til Reykjavíkur að læra kjólasaum.
Eftir það starfaði hún um árabil í
Soffíubúð, sem á þeim árum var ein
þekktasta fata- og vefnaðarvöru-
verslun Reykjavíkur.
Álfheiður hafði snemma vakið eft-
irtekt á æskuheimili sínu fyrir
myndarskap við heimilisstörf – þau
féllu henni betur en útiverkin í sveit-
inni. Þetta fylgdi henni alla tíð, því
að eftir að hún giftist Kolbeini og
þau stofnuðu heimili og eignuðust
börnin þrjú, þá kaus hún að vera
heima og sinna sínu heimili. Það
gerði hún líka vel, því að heimilið bar
vott um fágaðan smekk og snyrti-
mennsku. Hún var líka snillingur við
eldamennskuna og óhrædd við að
reyna nýtt. Hún hafði unun af því að
veita gestum og gangandi, en hún
vildi einnig að fólk gerði sér grein
fyrir, að heimilið var hennar ríki.
Þetta virtu allir, eiginmaðurinn líka.
Álfheiður og Kolbeinn voru ein-
staklega fjölskyldurækin og fylgust
vel með börnum sínum, barnabörn-
um og ekki síst barnabarnabörnun-
um, allt fram á síðasta dag. Þeim var
mjög í mun að afkomendurnir
gengju menntaveginn og þau hjónin
voru ólöt að hvetja þau með einum
eða öðrum hætti. Það var líka ein-
stakt hvað Álfheiður átti auðvelt
með að ná til barnanna og skapaði
sér sess í hug þeirra og hjarta strax
og þau höfðu vit og þroska til.
Fyrsta heimili Álfheiðar og Kol-
beins var á Vesturgötunni í Reykja-
vík, en þaðan fluttu þau vestur á
Þingeyri, þar sem Kolbeinn var hér-
aðslæknir í fjögur ár. Þaðan lá leiðin
aftur suður, fyrst á Vesturgötuna, en
síðan í Garðabæinn, þar sem þau
bjuggu lengst af. Eftir lát Kolbeins
bjó Álfheiður á Dvalarheimilinu
Holtsbúð í Garðabæ.
Ég vil fyrir hönd aðstandenda
þakka gott atlæti og ummönnun í
þau tvö ár sem hún dvaldist í Holts-
búð.
Það var ljúft að vera samvistum
með Álfheiði og við náðum vel sam-
an. Við sögðum stundum í glensi í
fjölskylduboðum, að við værum svo
einstök í þessum hópi! Ástæðan var
einfaldlega sú, að eiginmaðurinn,
börnin og tengdabörnin, að mér und-
anskildum, höfðu menntað sig til
þess að koma sjúkum til heilsu. Við
vorum líka sagðir ýkjumeistarar
fjölskyldunnar, enda höfðum við
bæði gaman af að segja góðar sögur.
Stundum var ef til vill örlítið ýkt, ég
neita því ekki nú, enda má góð saga
ekki gjalda sannleikans! Við Álfheið-
ur vorum alla tíð sammála um það.
Það var gott að heimsækja þau
hjón, viðmótið hlýtt og veitingar
ekki skornar við nögl. Sem betur fer
gafst oft tækifæri til að endurgjalda
móttökurnar, því að þau heiðurshjón
voru dugleg að ferðast, innanlands
sem utan. Þau komu því oft norður
og voru ekki síður vinir okkar en for-
eldrar og tengdaforeldrar, afi eða
amma. Þannig vil ég minnast þeirra,
sem jafningja og góðra vina.
Farðu í friði kæra tengdamóðir.
Drottinn gefi þér ró, hinum líkn sem
lifa.
Gísli Jónsson
„Andinn er reiðubúinn, en holdið
veikt.“ Þessi orð frelsarans áttu vel
við Álfheiði, ömmu mína, sem nú hef-
ur yfirgefið þennan heim. Það eru
margar minningarnar sem koma
upp í hugann, þegar hugsað er til
baka, og sérstaklega stundirnar á
Sunnuflötinni með Öllu ömmu og
Kolla afa. Að koma að dúkuðu borði í
hverju hádegi, þegar ég var í barna-
skóla í Garðabæ voru forréttindi sem
ég vildi að börn fengju að upplifa í
dag. Stundum var barátta við að fá
matinn ofan í okkur ungana, en hún
gaf sig ekki, og oftast fór allt niður.
Það hafði hins vegar ekkert að gera
með matargerðina því amma kunni
sannarlega að elda góðan mat, held-
ur var það matvendni og þrjóska.
Alla amma fylgdist vel með upp-
eldi barnabarnanna og var áhugi
hennar á velferð okkar allra mikill.
Við vorum alltaf velkominn á heimili
afa og ömmu, sama hvernig á stóð,
það stóð alltaf vel á – og við vorum
aldrei fyrir, það vissum við þegar við
komum í heimsókn, hvort sem var
um lengri eða skemmri tíma. Og allir
voru velkomnir. Ósjaldan fengu fé-
lagarnir að gista á Sunnuflötinni
þegar við áttum erindi til Reykjavík-
ur og var þá ættfræðin helsta um-
ræðuefnið við eldhúsborðið. Og ekki
komum við að tómum kofanum. Allt-
af var hægt að finna einhvern sem
var skyldur einhverjum og ósjaldan
eignuðumst við frænkur eða frænd-
ur, að vestan, austan, norðan og
sunnan. Og það sem meira var; allt
var þetta ágætist fólk.
Amma elskaði að horfa á bíó-
myndir og lesa bækur og ekki var
það verra ef spennan var mikil. Síð-
an var hægt að rökræða efni mynd-
arinnar fram og aftur. Alla amma
var stolt, ákveðin og glæsileg kona.
Þannig minnumst við systkinin
hennar og við söknum hennar mikið.
Legg ég nú bæði líf og önd,
ljúfi Jesús, í þína hönd,
síðast þegar ég sofa fer
sitji Guðs englar yfir mér.
(Hallgrímur Pétursson)
Kolbeinn, Margrét, Jón Egill
Í dag er kvödd föðursystir mín
Álfheiður Óladóttir á áttugasta og
áttunda aldursári. Alla, eins og hún
var kölluð frá barnæsku, var elsta
barn prestshjónanna á Hvítanesi við
Ísafjarðardjúp, sr. Óla Ketilssonar
og Maríu Tómasdóttur. Hún fæddist
á Ísafirði eins og foreldrar hennar en
á þeim tíma stundaði faðir hennar
þar verslunarrekstur ásamt Helga
bróður sínum. Þegar Alla var á öðru
aldursári innritaðist faðir hennar í
guðfræðideild Háskóla Íslands þá
tuttugu og fjögurra ára að aldri og
tveggja barna faðir enda hafði þeim
hjónum þá fæðst annað barn, Ingi-
björg. Var á þeim tíma nánast fá-
heyrt að fjölskyldumaður færi í lang-
skólanám þó svo að algengt sé nú á
tímum enda var þetta fyrir tíma
námslána eða annarra tækifæra. Óli
afi minn hafði lokið stúdentsprófi frá
Menntaskólanum í Reykjavík vorið
1915 og stundaði hann verslunarnám
í Kaupmannahöfn frá 1915–1916. Á
meðan á námi hans stóð leigði fjöl-
skyldan á Bergstaðastræti en dvald-
ist á Ísafirði á sumrum þar sem afi
gat unnið sér inn tekjur í síldarút-
gerð bróður síns, Axels Ketilssonar,
kaupmanns þar, síðar í Reykjavík.
Árið 1925 útskrifaðist hann úr guð-
fræðideild og var sama ár vígður
sóknarprestur til Ögurþingapresta-
kalls vestur í Djúpi. Fyrstu árin bjó
fjölskyldan í Súðavík en síðar bjuggu
þau á Dvergasteini þar innar í Álfta-
firði. Allt þar í kring voru minjar eft-
ir veru norskra hvalveiðimanna en
þeir sjálfir horfnir af sjónarsviðinu
hér norður frá og farnir að eltast við
hvali í Suðurhöfum.
Alla lýsti fyrir mér ævintýraheimi
þeirra systra á Dvergasteini, leikj-
unum kringum hvalbeinin og sjó-
sundi þeirra út í gamalt norskt
skipsflak þar á firðinum. Bernskuár
Öllu voru því í Álftafirði og hún því
komin á unglingsár þegar fjölskyld-
an fluttist að Hvítanesi í Skötufirði
vorið 1933 en jörðina hafði ríkissjóð-
ur keypt sem prestsetur. Á Dverga-
steinsárunum bættust þrjú yngstu
systkinin í hópinn en öll voru þau
systkin fædd á Ísafirði. Snemma
kom í ljós að Alla hafði mikla sköp-
unargáfu sem glöggt kom fram í
hannyrðum, matargerð sem og fata-
hönnun og -saumi. Hún fékk senda
efnisstranga úr Soffíubúð og saum-
aði á sig og systur sína kjóla eftir
eigin sniði því enga tilsögn hafði hún
fengið. Árið 1936 hleypti Alla heim-
draganum og fluttist til Reykjavík-
ur. Lærði hún kjólasaum hjá frú
Goldstein á saumastofu Gullfoss en
lengst starfaði hún í Soffíubúð,
verslun Axels Ketilssonar föður-
bróður síns.
Í Reykjavík bjó Alla hjá Theodóru
móðursystur sinni á Bræðraborgar-
stíg en þar steinsnar frá á Vestur-
götu 52 bjó þá bráðvel gefinn og efni-
legur læknastúdent, Kolbeinn
Kristófersson ásamt föður sínum
Kristófer Egilssyni járnsmíðameist-
ara og bræðrum. Slógu hjörtu unga
fólksins í takt og hinn 15. nóvember
1942 voru þau gefin saman af föður
hennar heima á Hvítanesi.
Vesturgata 52 var vinsæll sam-
komustaður leigjenda, skyldfólks og
annarra gesta og voru því mörg
handtökin fyrir hina ungu húsfreyju.
Eftir að Kolbeinn lauk námi dvöldu
þau skamma hríð á Akranesi þar
sem Kolbeinn var í afleysingum en
árið 1946 fluttust þau til Þingeyrar
þar sem Kolbeinn var héraðslæknir
fram til hausts 1949. Það ár fluttust
þau til Reykjavíkur en Kolbeinn
hafði þá fengið læknisstöðu við
Landspítalann. Bjuggu þau á æsku-
heimili Kolbeins á Vesturgötu 52 allt
til ársins 1968 að þau byggðu sér hús
á Sunnuflöt í Garðabæ. Seinustu ár-
in bjuggu þau á Garðatorgi 7 þar í
bæ.
Í hugskotssjónum mínum stendur
heimili þeirra hjóna – það var menn-
ingarheimili. Þau hjón voru sann-
kallaðir unnendur fagurra lista og
höfðu unun af myndlistarsýningum
og tónleikum og sjálf voru þau list-
ræn. Um það ber vott fatahönnun,
fatasaumur og matargerð húsfreyj-
unnar og smíðagripir húsbóndans
hvort sem voru úr silfri eða járni.
Alla var í hópi Hringskvenna í ára-
tugi þar sem hæfileikar hennar nýtt-
ust vel. Hún var húsmóðir af gamla
skólanum en jafnframt nútímakona
ef svo má að orði kveða. Venslakona
ein sagði nýlega að Alla hefði aldrei
verið gömul, hún hefði bara lifað
lengi. Þetta er góð lýsing. Ég minn-
ist föðursystur minnar sem glað-
lyndrar dugnaðarkonu og minning
mín um hana er björt. Frændfólki og
tengdabörnum sendum við feðgar
kveðju okkar.
Gunnar Bollason.
Álfheiður Óladóttir
Elskulegur frændi okkar,
KÁRI KÁRASON
til heimilis á Dalbæ,
Dalvík,
lést þriðjudaginn 31. október.
Jarðarförin verður auglýst síðar.
Aðstandendur.
PETRONELLA S. ÁRSÆLSDÓTTIR,
Ella frá Fögrubrekku,
sem lést á Landspítala Fossvogi mánudaginn
30. október, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju
þriðjudaginn 7. nóvember kl. 13.00.
Börn hinnar látnu,
Laufey, Birna Kristín, Kristján
og Ásta Gunna Kristjánsbörn.
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
ERLA GUÐLAUG MAGNÚSDÓTTIR,
áður til heimilis á
Ásvegi 21,
Akureyri,
lést á dvalarheimilinu Hlíð miðvikudaginn 1. nóv-
ember.
Antonía Lýðsdóttir, Sigurður Hermannsson,
Elín Margrét Lýðsdóttir, Atli Sturluson,
barnabörn og langömmubarn.
Morgunblaðið birtir minningar-
greinar alla útgáfudagana.
Skil | Greinarnar skal senda í gegn-
um vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is –
smella á reitinn Senda efni til Morg-
unblaðsins – þá birtist valkosturinn
Minningargreinar ásamt frekari
upplýsingum.
Skilafrestur | Ef birta á minningar-
grein á útfarardegi verður hún að
berast fyrir hádegi tveimur virkum
dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á
mánudegi eða þriðjudegi). Ef útför
hefur farið fram eða grein berst ekki
innan hins tiltekna skilafrests er
ekki unnt að lofa ákveðnum birting-
ardegi. Þar sem pláss er takmarkað
getur birting dregist, enda þótt
grein berist áður en skilafrestur
rennur út.
Lengd | Minningargreinar séu ekki
lengri en 3.000 slög (stafir með bil-
um - mælt í Tools/Word Count).
Ekki er unnt að senda lengri grein.
Hægt er að senda örstutta kveðju,
HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur, og
votta þeim sem kvaddur er virðingu
sína án þess að það sé gert með
langri grein. Ekki er unnt að tengja
viðhengi við síðuna.
Formáli | Minningargreinum fylgir
formáli, sem nánustu aðstandendur
senda inn. Þar koma fram upplýs-
ingar um hvar og hvenær sá, sem
fjallað er um, fæddist, hvar og hve-
nær hann lést, um foreldra hans,
systkini, maka og börn og loks hvað-
an útförin fer fram og klukkan hvað
athöfnin hefst. Ætlast er til að þetta
komi aðeins fram í formálanum, sem
er feitletraður, en ekki í minningar-
greinunum.
Undirskrift | | Minningargreina-
höfundar eru beðnir að hafa skírn-
arnöfn sín en ekki stuttnefni undir
greinunum.
Minningargreinar