Morgunblaðið - 03.11.2006, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 03.11.2006, Blaðsíða 20
20 FÖSTUDAGUR 3. NÓVEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ MAGNAÐUR KVEÐSKAPUR! Eyfirsk skemmtiljóð koma öllum í gott skap. Álftanes - Ákveðið hefur verið að kanna möguleika á því að reisa menningar- og náttúrusetur á Álfta- nesi og hafa sveitarfélagið Álftanes og þróunarfélagið Þyrping hf. und- irritað samning þess efnis. Enn- fremur hafa þau ásamt Samtökum áhugafólks um menningarhús (SÁUM) undirritað viljayfirlýsingu um að skoða uppbyggingu á slíku setri í sveitarfélaginu. Sveitarfélagið Álftanes hefur um árabil haft mikinn áhuga á því að efla menningar- og náttúrutengda starfsemi á Álftanesi og hafa fjöl- margir möguleikar verið skoðaðir í því sambandi. Nýlega kom upp sú hugmynd að reisa þar menningar- og náttúrusetur og leggja áherslu á fjölbreytta starfsemi með alþjóð- legu yfirbragði. SÁUM fengu styrk frá forsæt- isráðuneytinu og Álftanesi til að gera frumathugun á slíku setri og með hliðsjón af niðurstöðum athug- unarinnar telur sveitarfélagið fulla ástæða til þess að kanna betur grundvöll slíks seturs á Álftanesi. Það hefur fengið Þyrpingu til sam- starfs og verði niðurstaða verkefn- isins jákvæð eru áform um að reisa sérstæða og metnaðarfulla 2.000 fermetra byggingu á stóru helgun- arsvæði þar sem hægt væri að taka á móti 60.000 til 100.000 ferðamönn- um sem árlega heimsækja Bessa- staði. Gert er ráð fyrir að í bygging- unni yrði sýning tengd sögu staðarins og Álftaness, vettvangur menningar- og listviðburða, fé- lagsstarf, ráðstefnuhald og aðstaða til veitingasölu. Húsið gæti jafn- framt orðið miðstöð friðaðs strand- svæðis við Skerjafjörð. Skoða byggingu á menn- ingar- og náttúrusetri Morgunblaðið/Ómar Samningur G. Oddur Víðisson, framkvæmdastjóri Þyrpingar hf, Sigurður Magnússon, bæjarstjóri Álftaness, og Hilmar Örn Hilmarsson, formaður stjórnar Samtaka áhugafólks um menningarhús, að undirskrift lokinni.             (&                ) #   &   &  *   &  +  & Í HNOTSKURN »Álftanes er þekkt fyrirnáttúrufegurð og er dýra- og fuglalíf hvergi fjölbreytt- ara á höfuðborgarsvæðinu. Í fjörum Bessastaðahrepps er fjölbreytt lífríki og þær gegna mikilvægu hlutverki sem án- ingarstaður farfugla. »Bessastaðir voru um langtskeið miðstöð valds á Ís- landi, en þar sátu umboðs- menn Danakonungs. Við stofnun lýðveldis urðu Bessa- staðir aðsetur forseta Íslands. LÍFRÍKI Rauðavatns er grósku- mikið og miklar vatnsborðssveiflur einkenna vatnið, að því er fram kemur í niðurstöðum rannsóknar á lífríki Rauðavatns, sem kynntar eru í nýrri skýrslu. Náttúrufræðistofa Kópavogs gerði rannsóknina fyrir Umhverfissvið Reykjavíkurborgar en rannsóknin var unnin á tíma- bilinu júní til nóvember 2005. Meg- inmarkmið hennar var að afla upp- lýsinga um lykilþætti í efnabúskap og lífríki vatnsins, m.a. í því skyni að meta hugsanleg áhrif fram- kvæmda vegna fyrirhugaðs íþrótta- svæðis við norðvestanvert vatnið. Í helstu niðurstöðum rannsókn- arinnar segir að Rauðavatn sé af- rennslislaust en miklar vatnsborðs- sveiflur einkenni það. Bendi þær til þess að vatnsbúskapurinn sé háður litlu vatnasviði. Svokallaður Mos- fellsheiðarstraumur, sem er einn af fjórum stórum grunnvatns- straumum á höfuðborgarsvæðinu, virðist ekki setja mark sitt á vatnsbúskap Rauðavatns. Rafleiðni í Rauðavatni sé há og einnig styrk- ur uppleystra efna. Í skýrslunni segir að þegar á heildina er litið sé lífríki Rauða- vatns gróskumikið. „Mikil gróska er í vexti síkjamara og er hann sennilega mikilvægur í að koma í veg fyrir að Rauðavatn verði fúlt og gruggugt vegna botnróts og ofauðgunar. Botnlægar vatnaflær ásamt augndílum, rykmýslirfum og sundánum eru algengustu smá- dýrahóparnir í Rauðavatni.“ Lauslegar athuganir á fuglalífi gefi tilefni til að ætla að Rauðavatn kunni að gegna nokkuð mikilvægu hlutverki sem uppeldisstöð fyrir ungviði nokkurra tegunda. „Í ljósi aðstæðna er mikilvægt að fyrirhugaðar framkvæmdir við íþróttasvæði hafi sem allra minnst áhrif á þætti sem snerta efnafræði vatnsins og vatnsmagn. Í þessu sambandi þarf einkum að varast að ofanvatn, t.d. af bílastæðum, renni óhreinsað beint út í vatnið,“ segir í skýrslunni. Gróska í Rauðavatni Morgunblaðið/Ásdís Gróskumikið lífríki Vatnaflær og rykmýslirfur eru meðal þeirra dýrateg- unda sem þrífast í Rauðavatni. Myndin er tekin á sólríkum sumardegi. BJÓRINN Kaldi frá Bruggsmiðj- unni á Ársskógsströnd er uppseldur og verður ekki fáanlegur aftur í verslunum ÁTVR fyrr en 13. nóvem- ber. Agnes Sigurðardóttir, annar eigendanna, segir viðtökur við fram- leiðslunni hafa verið ótrúlegar. Bruggsmiðjan hóf starfsemi í byrjun október, síðan hafa verið framleiddar á milli 17 og 18 þúsund flöskur og segir Agnes að varan klár- ist nánast jafnharðan. Kaldi er seld- ur í tveimur verslunum ÁTVR í Eyjafirði; á Dalvík og Akureyri, og í Heiðrúnu og Kringlunni í Reykjavík. „Verksmiðjan var ekki alveg tilbú- in þegar við byrjuðum, tækjafram- leiðandinn kom í þarsíðustu viku til að ganga frá þeim smáatriðum sem voru eftir og um miðjan nóvember verður framleiðslan komin á fullt aft- ur,“ segir Agnes. Bruggsmiðjan hefur líka selt dökkan bjór; boðið var upp á hann í hófi við opnun brugghússins og vegna góðra viðbragða var ákveðið að setja hann á markað. Hann verð- ur einungis seldur í veitingahúsum, að sögn Agnesar, og ekki verður framleitt meira af honum fyrr en eft- ir áramót vegna mikillar spurnar eft- ir ljósa pilsnernum. Bjórinn Kaldi verður ófáanlegur næstu daga AKUREYRI FORSETI heilbrigðisdeildar Há- skólans á Akureyri gleðst vegna ákvörðunar mennta- og fjármála- ráðherra þess efnis að fjölgað verði um 10 nemendur í hjúkrunarfræði við skólann á næsta ári. Í frumvarpi til fjárlaga fyrir 2007 er gert ráð fyrir því að nemendum á fyrsta ári í hjúkrunarfræði verði fjölgað um 25 og að fjölgunin verði öll innan Háskóla Íslands. „Af þessu tilefni vilja mennta- og fjármálaráðuneyti greina frá því að ráðuneytin munu leggja til við aðra umræðu um frumvarp til fjárlaga að fjölgunin skiptist þannig að fjölgað verði um 10 nema á ári í hjúkrunar- fræði í Háskólanum á Akureyri og um 15 nema í Háskóla Íslands. Er það í samræmi við það sem fram fór á milli menntamálaráðuneytis og Háskólans á Akureyri sl. sumar og umræður í ríkisstjórn um sérstakar ráðstafanir til að fjölga útskrifuðum hjúkrunarfræðingum,“ segir í til- kynningu menntamálaráðuneytis- ins. Hermann Óskarsson, forseti heil- brigðisdeildar Háskólans á Akur- eyri, segir nemendur skólans hina raunverulega sigurvegara í þessu máli. „Við fögnum þessu sérstak- lega og teljum að nemendur okkar hafi unnið gott verk því þeir tóku þátt í þessu af heilum hug.“ Nemendur við skólann ályktuðu um málið og um 30 nemendur á höf- uðborgarsvæðinu, sem eru í fjar- námi í hjúkrunarfræði við HA, gengu á fund fjármálaráðherra, Árna M. Mathiesen, eftir að fjár- lagafrumvarpið var lagt fram og ráðherra tilkynnti hópnum, að sögn Hermanns, að málinu yrði kippt í liðinn þegar í stað. „Fjármálaráð- herra hefur þegar hringt í [Þorstein Gunnarsson] rektor og staðfest þetta og formaður fjárlaganefndar einnig. Þessir 10 nemendur verða teknir af þeim 25 manna hópi sem hafði verið úthlutað til HÍ. Við fögn- um auðvitað fjölguninni hér en ég hefði ekkert haft á móti að HÍ hefði fengið sína 25, enda ekki vanþörf á því að fjölga hjúkrunarfræðingum,“ sagði Hermann. „Næsta verk verður að leggja til við háskólaráð Háskólans á Akur- eyri að fjölgað verði um þessa 10 nemendur strax. Háskólaráð kemur saman í næstu viku, 10. nóvember, og þar verður sú tillaga væntanlega samþykkt,“ sagði Hermann Óskars- son við Morgunblaðið. Fjölgað verður um 10 nemendur í hjúkrun Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Gleðitíðindi Þorsteinn Gunnarsson rektor brosti ásamt nemendum við brautskráningu í vor. Háskólamenn nyrðra brosa án efa líka í þessari viku. Nemendur HA sagð- ir raunverulegir sig- urvegarar í málinu Í HNOTSKURN »Í frumvarpi til fjárlaga ergert ráð fyrir fjölgun nema í hjúkrun í HÍ um 25. »Nú er ljóst að fjölgað verð-ur um 15 í HÍ og 10 í HA. »Forseti heilbrigðisdeildarHA fagnar fjölgun hjúkr- unarfræðinema þar á bæ.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.