Morgunblaðið - 03.11.2006, Blaðsíða 68

Morgunblaðið - 03.11.2006, Blaðsíða 68
68 FÖSTUDAGUR 3. NÓVEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ WWW.HASKOLABIO.ISSTÆRSTA KVIKMYNDAHÚS LANDSINS HAGATORGI • S. 530 1919 Varðveit líf mitt fyrir ógnum óvinarins KVIKMYND EFTIR BALTASAR KORMÁK 20% AFSLÁTTUR FYRIR VIÐSKIPTAVINI Í GULLVILD OG PLATÍNUM GLITNIS, EF GREITT ER MEÐ GREIÐSLUKORTI FRÁ GLITNI BESTA MYND MARTINS SCORSESE TIL ÞESSA SJÁIÐ EINA BESTU MYND ÁRSINS. BETRI LEIKHÓPUR HEFUR EKKI SÉST Í KVIKMYND Í LANGAN TÍMA „THE DEPARTED ER EÐAL GLÆPAMYND EINS OG ÞÆR GERAST BESTAR OG ER ENN EIN RÓSIN Í HNAPPAGAT SCORSESES.“ eeeee V.J.V. TOPP5.IS eeee T.V. KVIKMYNDIR.IS Munið afsláttinn eee H.J. MBL eeee Davíð Örn Jónsson – Kvikmyndir.com eeeee Hallgrímur Helgason – Kastljósið eeee H.S. – Morgunblaðið eeee DV eeeee Jón Viðar – Ísafold HEIMURINN HEFUR FENGIÐ AÐVÖRUN.BÖRN KVIKMYND EFTIR RAGNAR BRAGASON MÝRIN kl. 5 - 7 - 9 - 10:30 B.i. 12.ára. THE LAST KISS kl. 5:30 - 8 - 11:10 B.i. 12.ára WORLD TRADE CENTER kl. 10:30 B.i. 12.ára THE QUEEN kl. 5:50 B.i. 12.ára. THE DEPARTED kl. 6 - 9 B.i. 16.ára. BÖRN kl. 8 B.i.12.ára. FRÁ HANDRITSHÖFUNDI „MILLION DOLLAR BABY“ OG „CRASH“ Vel gerð og rómantísk með þeim Zach Braff („Scrubs“, „Garden State“), Rachel Bilson („The O.C.“) ofl. SÝND KL. 8 Á SUNNUDAG burði í Mið-Aust- urlöndum. Víkverji hitti fyrir stuttu einn af yf- irmönnum hinnar nýju rásar Al-Jazeera og sá sagðist aðallega hafa áhyggjur af því að stöð- in væri búin að ráða til sín of marga fyrrver- andi starfsmenn BBC og CNN; nýja rásin kynni að verða of lík þeim. x x x ÍViðskiptablaðiMorgunblaðsins í gær er svo sagt frá því að í desember fari send- ingar alþjóðlegu fréttasjónvarps- stöðvarinnar France 24 í loftið. Þar á að byggja á „frönskum gildum“, ekki engilsaxneskum. Stefnt er að því að 250 milljónir manna nái útsending- unum, sem eiga að verða bæði á ensku og frönsku. Víkverja finnst afar jákvætt að CNN og BBC fái nú samkeppni og sjónvarpsáhorfendur víða um heim fái fréttir frá mismunandi sjón- arhornum. Það er auðvitað stað- reynd að þótt fréttamenn geri sitt bezta til að gæta hlutleysis, litast fréttaflutningur þeirra ævinlega af þeim menningarheimi, sem þeir koma úr. Víkverji vill byrja áað biðja lesendur sína innilega afsökunar á skelfilegum mál- villum, sem voru í upp- hafi pistils hans í gær. Margar pestir ganga þessa dagana og ljóst að þágufallssýkin stakk sér niður hjá Víkverja. Hann á sér í raun eng- ar málsbætur, en lofar að taka meira mark á eigin málfarsumvönd- unum héðan í frá. x x x Engilsaxneska sí-byljan í alþjóð- legum sjónvarpsfréttum fær ljóslega samkeppni á næstunni. Á menning- arsíðum Morgunblaðsins var í gær sagt frá því að enskumælandi rás ar- abísku sjónvarpsstöðvarinnar Al- Jazeera hygðist hefja útsendingar innan skamms. Markmið stöðv- arinnar er að ná til 30–40 milljóna heimila. Al Jazeera hefur getið sér orð fyrir vandaða fréttamennsku, en sjónarhornið er vissulega annað en hjá CNN og BBC. Fréttirnar eru sagðar út frá arabískum menning- arheimi og viðhorfum og fréttamenn stöðvarinnar hafa miklu betri sam- bönd í arabaheiminum, sem sýnir sig oft í því hvernig þeir fjalla um at-            víkverji skrifar | vikverji@mbl.is MORGUNBLAÐIÐ, Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. SÍMI: 569 1100. SÍMBRÉF: ritstjórn: 569 1181, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 569 1118, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: ritstjorn@mbl.is, / Áskriftargjald 2.800 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 220 kr. eintakið mánudaga til laugardaga. Sunnudaga 350 kr. dagbók Orð dagsins : Vaknið því, þér vitið eigi, hvaða dag Drottinn yðar kemur. (Matt. 24, 42.) Í dag er föstudagur 3. nóvember, 307. dagur ársins 2006 velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is Herjólfur í óveðri við Vestmannaeyjar FÖSTUDAGSMORG- UNINN 27. október sigldi Herjólfur frá Þor- lákshöfn til Vest- mannaeyja. Um borð voru meðal annarra far- þega 200 börn á leið á handboltamót í Eyjum. Mikill vindur var, nánast fárviðri og var vindhrað- inn 25–35 metrar á Stór- höfða kl. 10 um morg- uninn. Ölduhæð sögð hafa verið 7,7 metrar utan Surts- eyja. Myndir birtust af Herjólfi þegar hann er að komast í höfn í Vest- mannaeyjum og hallast skipið mikið og stingst mikið ofaní öldurnar. Um borð voru einnig bílar litlir og stór- ir. Hvað ef bílarnir hefðu losnað?. Ef skipið hefði lagst á hliðina þarf ekki að spyrja að leikslokum. Mig langar að spyrja eru til regl- ur um það hvenær er í lagi að leggja af stað þegar vindur er svona mikil og ölduhæðir í þessum mæli sem var í þessari ferð. Er hægt að treysta að fylgstu varúðar sé gætt Rut Rebekka Sigurjónsdóttir. Vandamál í Hádegismóum? MORGUNBLAÐIÐ hefur verið auglýst sem „blað allra lands- manna“. Sumir kalla það hinsvegar „málgagn forystu Sjálfstæðisflokks- ins“. Morgunblaðið hefur fylgt her- skárri stefnu gagnvart Írak. Til að mynda studdi blaðið þá sér- kennilegu ákvörðun að íslenska þjóðin færi á lista yfir „viljugar og fúsar þjóðir“ við hernað í Írak – í andstöðu við 85% Íslendinga. Helsta röksemd Morgunblaðsins var sú að við eigum að styðja stefnu Bandaríkjanna eins og hún er hverju sinni. Nú stefnir allt í það að Banda- ríkjamenn kjósi nýjan þingmeiri- hluta sem ekki styður stríðið í Írak. Þá getur komið upp erfið staða þar sem ríkisstjórnin nýtur ekki þingmeirihluta. En þau vandamál eru smámunir miðað við þau vanda- mál sem af þessu geta skapast á Hádegismóum. Hugsanlega er þarna komið nýtt atvinnutækifæri fyrir Ragnar Rey- kás? Jens Guðmundsson, skrautritari. Slæm símaþjónusta ÉG þurfti að hringja í Trygg- ingastofnun og Skattstofuna og lenti þá á bið í símanum. Þegar svarað er hjá þessum stofnunum segir símsvari að svarað sé í rétti röð en ekki tiltekið hvað margir séu á bið og þarf maður oft að bíða í hálftíma. Þetta er sama og að hafa enga símaþjónustu. Ellilífeyrisþegi. Armband týndist í miðbænum ARMBAND, gamalt með hlekkjum, týndist aðfaranótt 29. október í miðbænum, við Ingólfstorg og upp á Laugaveg. Skilvís finnandi hafi samband í síma 696 9683 og 567 5579. árnað heilla ritstjorn@mbl.is 60 ára afmæli. Í dag, 3. nóv- ember, er Ragn- ar Ólafsson á Selfossi sextug- ur. Hann dvelur á Spáni á afmæl- isdaginn og fagnar tímamót- unum með sinni stóru fjölskyldu. Brúðkaup | Gefin voru sam- an 12. ágúst sl. af sr. Írisi Krist- jánsdóttur í Kópavogskirkju þau Dagný Ás- geirsdóttir og Jens Matthías- son. Heimili þeirra er að Há- holti 21, Hafn- arfirði. MORGUNBLAÐIÐ birtir til- kynningar um afmæli, brúðkaup, ættarmót og fleira lesendum sín- um að kostnaðarlausu. Tilkynn- ingar þurfa að berast með tveggja daga fyrirvara virka daga og þriggja daga fyrirvara fyrir sunnudags- og mánudags- blað. Samþykki afmælisbarns þarf að fylgja afmælistilkynn- ingum og/eða nafn ábyrgð- armanns og símanúmer. Fólk getur hringt í síma 569-1100 eða sent á netfangið ritstjorn- @mbl.is. Einnig er hægt að skrifa: Árnað heilla, Morgunblaðinu, Hádegismóum 2 110 Reykjavík. AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.