Morgunblaðið - 03.11.2006, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 03.11.2006, Blaðsíða 48
48 FÖSTUDAGUR 3. NÓVEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Sigurður Snæ-björnsson fædd- ist 23. apríl 1934 að Hólshúsum í Eyja- fjarðarsveit. Hann lést á Fjórðungs- sjúkrahúsinu á Akureyri fimmtu- daginn 26. október sl. Foreldrar hans voru Snæbjörn Sig- urðsson, f. 22. ágúst 1908, d. 17 nóvember 1991, og Pálína Jónsdóttir, f. 4. apríl 1907, d. 21 mars 1982. Þau bjuggu á Grund í Eyjafjarð- arsveit. Systkini Sigurðar eru: Hólm- fríður, f.1936; Sighvatur, f. 1938; Jón Torfi, f. 1941; Ormar, f. 1945; Sturla, f. 1945. Sigurður ólst upp í foreldra- húsum í Hólshúsum í Hrafnagils- hreppi í Eyjafirði allt þar til for- eldrar hans kaupa hálfa jörðina Grund í sömu sveit og fjölskyldan flyst þangað árið 1948. Sigurður fór í skóla að Laug- um í Þingeyjarsýslu og stundaði þar nám við smíðadeild í tvo vet- ur. Að því loknu, eða vorið 1954, fór Sigurður til Bandaríkjanna og dvaldi á búgarði í New York- fylki í eitt ár. Sigurður kvæntist Rósu Árna- dóttur 23. apríl 1955. Rósa fædd- ist 11. desember 1929 að Jódísar- úar 1965. Börn þeirra eru: Axel Ingi, f. 1989, og Rósa f. 1992. e) Ingólfur, f. 15.október 1965. Maki hans er Bryndís Lúðvíks- dóttir, f. 18.september 1965. f) Elín Kristbjörg, f. 6. júlí 1967. Maki hennar er Hafþór Hreiðars- son, f. 29. júní 1963. Dætur þeirra eru Halla Marín, f. 1988, Heiðdís, f. 1994, og Lea Hrund, f. 2002. g) Margrét, f. 13. desember 1968. Fyrri maki hennar var Jó- hann Valur Ævarsson, f. 4. sept- ember 1968, barn: Helga, f. 1994. Seinni maki hennar er Eiríkur Baldur Hreiðarsson, f. 19. febr- úar 1942, látinn 4. mars 2003. Synir þeirra eru: Aron, f. 2001, og Eiríkur Anton f. 2003. h) Pál- ína Stefanía, f. 2. janúar 1973. Maki hennar er Freyr Að- algeirsson, f. 17. apríl 1971. Börn þeirra eru: Sara, f. 1999, og Óðinn Arnar, f. 2004. Sigurður og Rósa hófu þau bú- skap á Grund hjá foreldrum Sig- urðar. Bústofn þeirra var 25 gimbrar, sem voru brúðargjöf frá Snæbirni og Pálínu, og 12 kýr. Vorið 1956 flytja þau Sig- urður og Rósa að Jódísarstöðum í Öngulsstaðarhreppi og fengu ¼ jarðarinnar, hlut Elínar tengda- móður Sigurðar, og byggðu ný- býlið Höskuldsstaði. Sigurður og Rósa fluttu í Hösk- uldsstaði vorið 1956 ásamt Snjó- laugu elsta barni þeirra og Elínu móður Rósu og hafa búið þar síð- an. Sigurður var alla tíð mikill áhugamaður um íslenska hestinn og kunnur hrossaræktandi. Útför Sigurðar er gerð frá Akureyrarkirkju í dag og hefst athöfnin kl. 13.30. Jarðsett verð- ur að Munkaþverá. stöðum í Eyja- fjarðarsveit. Foreldrar hennar voru Elín Kristjáns- dóttir frá Jódísar- stöðum í Önguls- staðarhreppi, fædd 8. september, 1899 látin 25 júlí 1983, og Árni Friðriksson frá Brekku í Önguls- staðarhreppi, fædd- ur 17. júlí 1902, lát- inn 14. janúar 1993. Börn Sigurðar og Rósu eru: a) Snjó- laug, f. 7. ágúst 1956. Maki henn- ar er Matthías Henriksen, f. 26. mars 1955. Börn þeirra eru Rósa, f. 1975, og Sigurður Steinn, f. 1985. Sonur Rósu er Guðbjörn, f. 1997. b) Rósa Sigríður, f. 14. júlí 1957, látin 13. september 1957. c) Snæbjörn, f. 11. október 1958. Fyrri maki hans var Auður Árna- dóttir, f. 7.desember 1957. Börn þeirra eru: Kolbrún, f. 1974, maki hennar er Hlynur Kristins- son, f. 1971, börn þeirra eru: Auðunn Freyr, f. 1997, og Andr- ea Björg, f. 2004. Steinunn, f. 1980, og Sigurður f. 1987. Seinni kona Snæbjarnar er Elva Sigurð- ardóttir, f. 8.maí 1960. Hennar börn eru: Sigríður Elísabet, f. 1986, Ingi Þór, f. 1987, og Atli Ágúst, f. 1993. d) Árni, f. 22. nóv- ember 1959, maki hans er Hrefna Laufey Ingólfsdóttir, f. 10. jan- Þó ég sé bóndi og byggðin rýr og búið fremur lítið. Þá gleðin aldrei frá mér flýr. Þér finnst það máske skrýtið. Og þó ég stríði og stafi einn og stundum meira en skyldi þá öfunda ég ekki neinn, við engan skipta vildi. Ég uni sæll við eigin hjörð er engum flokki bundinn. Og engin stétt um alla jörð Er enn þá betri fundin. (María Brynjólfsdóttir. Sigurður Júl. Jóhannesson.) Þetta ljóðabrot á vel við þegar ég minnist Sigurðar tengdaföður míns, ég kynntist Sigga og Rósu fyrst fyr- ir rúmum 5 árum þegar ég kom á heimili þeirra með Snæbirni. Mér var strax tekið opnum örm- um og hef alla tíð verið velkomin inn á Höskuldsstaði, þar er sam- komustaður fjölskyldunnar. Siggi var alla tíð hann sjálfur, hann var mikill karakter og manni þótti vænt um hann frá fyrstu kynnum. Hann var mikill húmoristi og afar ljúfur maður. Við urðum strax miklir vinir þó svo að við hefðum ólík sjónarmið í byrjun. Hann var eins og margir vita all- ur í hestunum og fljótlega kviknaði áhuginn hjá mér. Þá hann tók ekki annað í mál en að ég fengi hest og lærði strax að ríða út. Þetta varð svo að okkar aðalumræðuefni, hann gat endalaust frætt mig um hest- ana. Ég var algjör byrjandi og ákvað því að kaupa mér barnvænan hest til að byrja á, hann fylgdist ná- ið með þeirri framkvæmd og átti endalaus skot á mig sem vöktu oft- ast meiri lukku hjá Snæbirni og börnum mínum en mér. Þegar við hjónin ákváðum að búa í bústaðnum okkar með börnunum mínum á meðan við byggðum okkur hús hér á Akureyri kom gamli iðu- lega yfir til okkar á Gamla Rauð og þandi Hi-luxinn vel eða þangað til einhver kom út og tók við skilaboð- unum: Það er kominn matur, en sú hefð ríkir á Höskuldsstöðum að allir komi í graut í hádeginu á laugar- dögum, þá er oft margt um mann- inn og mikið gaman. Svo kom hann færandi hendi á sunnudagsmorgn- um og keyrði bollur niður á Ása, næst til okkar í litla húsið og keyrði svo yfir túnið. En á bak við flesta menn eru góð- ar konur og því láni átti Siggi að fagna. Rósa stóð eins og klettur við hlið hans, bæði í veikindunum og í hinu daglega lífi. Það þarf ekki að þekkja fólk í langan tíma til að sjá hvernig mann það hefur að geyma og því var ég ekki lengi að sjá hversu mikið ljúfmenni þú varst, Siggi minn. Elsku Rósa mín og fjölskylda, sorg ykkar og söknuður er mikill við fráfall Sigurðar. Ég sendi ykkur öllum mínar innilegustu samúðar- kveðjur, blessuð sé minning öðling- sins Sigurðar Snæbjörnssonar. Þín tengdadóttir, Elva. Í dag er til moldar borinn vinur minn og velgjörðamaður Sigurður Snæbjörnsson, bóndi á Höskulds- stöðum. Hjá Sigga og Rósu konu hans átti ég tvö sumur á unglings- og þroskaárum mínum. Að Hösk- uldsstöðum kom ég með öllu ókunn heimilisfólkinu til að aðstoða við heimilisstörf og barnagæslu. Ég kom seinni part dags síðla í maí og fyrsta kvöldið var mér vísað til rúms í norðurherberginu, uppi á efri hæðinni og mér er mjög minn- isstætt útsýnið út Eyjafjörðinn í kvöldsólinni. Síðan þá hefur mig langað að byggja mér hús á Hösk- uldsstaðatorfunni með þessu ynd- islega útsýni. Höfðum við Siggi bæði gaman af þeim vangaveltum og skiptumst á að minna hvort ann- að á frátekna lóð. Það er gott að eiga sér drauma um góðan stað. Engin vinnuharka tíðkaðist á Höskuldsstöðum en það merkir þó ekki að lítið hafi verið unnið, þvert á móti. Það eru margar aðferðir við að stjórna og mér féll vel jákvætt fordæmi Höskuldsstaðahjónanna. Aðeins einu sinni minnist ég þess að Siggi hækkaði róminn við okkur krakkana og þá beindi hann orðum sínum til sinna eigin barna, en ég vissi auðvitað að við áttum ádrep- una öll skilið. Sjálf unnu þau Siggi og Rósa myrkranna á milli enda heimilið stórt og búskapurinn stór í sniðum. Höskuldsstaðabúið stóð með miklum blóma þegar ég var þar, fyrir tíma niðurskurðar og kvóta. Þessi tvö sumur sem ég var á Hösk- uldsstöðum voru um fimmtán manns fast í heimili og næturgestir nánast hverja nótt, fleiri eða færri. Þar við bættist daglegur gestagang- ur. Siggi og Rósa drógu að sér fólk og enginn sem kom í hlað á Hösk- uldsstöðum mátti fara þaðan án þess að koma inn og þiggja veit- ingar. Og veitingarnar voru ekki af verri endanum, það þekkja allir sem þeirra nutu. Slík gestrisni og mynd- arskapur, sem ávallt hefur einkennt heimilið á Höskuldsstöðum, verður ekki til af sjálfu sér. Það krefst meðal annars mikillar vinnu að standa undir slíkri rausn og þegar við bætist óendanleg greiðvikni þeirra hjóna sem margir nutu, verð- ur ekki hjá því komist að undrast hvernig þetta var hægt. Vinur minn sem var í sveit á ná- lægum bæ í Öngulsstaðahreppnum sagði mér nýlega sögu sem lýsir vel þeim Höskuldsstaðahjónum. Drukkinn maður kom heim á þenn- an bæ og sagðist svo frá að hann hefði ætlað heim að Höskuldsstöð- um, en hefði staldrað við í heimreið- inni og sagt við sjálfan sig: „Nei, heim að Höskuldsstöðum vil ég ekki koma í þessu ástandi, þar býr gott fólk!“ Siggi var einhver greiðviknasti maður sem ég hef kynnst og naut ég þess oft og í mörgu og ég veit að margir hafa sömu sögu að segja af kynnum sínum við hann. Og víst er að honum féll betur að vera veitandi en þiggjandi. Ég er afar þakklát fyrir að hafa fengið að kynnast Sigga, ég sóttist eftir félagsskap við hann alla tíð og ég mun sakna hans mikið. Síðustu ár voru Sigga mínum erfið af heilsufarsástæðum og lík- lega varð hann nú hvíldinni feginn. Ég votta Rósu og börnum þeirra Sigga, svo og öllu því góða fólki sem nú á um sárt að binda, mína dýpstu samúð. Anna Þorbjörg Ingólfsdóttir. Það hefur vart nokkrum, sem til þekktu, komið alveg á óvart að heyra af andláti Sigga á Höskulds- stöðum á dögunum, enda hafði hann, blessaður kallinn, ekki gengið heill til skógar um langa hríð. Og svo fór með mig þegar mamma hringdi í mig suður í lönd að segja mér að nú væru blikur á lofti, og svo aftur til að láta mig vita að hann væri allur. En nú hvarflar hugurinn um stund aftur í tímann til eldri daga og sælli tíðar. Það var nefnilega alla tíð ljúft og þægilegt heim að sækja Sigga og Rósu að rausnargarði þeirra við þjóðbrautina norður þar í Eyjafirðinum. Á stundum þótti manni engu líkara en þau hjón rækju ferðaþjónustu, slíkur var gestagangurinn þar. Ætíð var Siggi höfðingi og öðlingur í viðmóti sínu öllu og hvers manns hugljúfi. Hann vildi hvers manns götu greiða, og fór enginn bónleiður þaðan ef öðru varð við komið. Hann var og barn- góður, enda hafði hann æfinguna. Hann vann ekki aðeins sínu búi á sinni tíð og gerði garðinn frægan með kjarnakonu sér við hlið, heldur var hamarinn tíðum á lofti um allar sveitir, enda maðurinn frábær smið- ur, ósérhlífinn, bóngóður og vinsæll. Það var gott að eiga Sigga að, því það var kall sem kunni ýmislegt fyr- ir sér. Hann var hagur vel í hönd- um. Siggi hafði góðan sanns fyrir húmor og sá alla jafna í gegnum stríðnina, sem ég beitti hann stund- um af stráksskap mínum, því bæði þótti mér hann allsérstæður af at- gervi sínu og athöfnum og svo var mér hlýtt til hans. Ég gat svolítið hermt eftir honum og töktunum hans og sjálfur var hann góð eft- irherma svo menn höfðu gaman af. Siggi hafði það sem kallað er sterkan karakter. Persónuleiki hans er mér að vonum ákaflega minn- isstæður. Hin ljúfa lund hans og góða geð eru mér hvað minnisstæð- ust. Og þó var hann þjakaður, alla tíð frá því ég kynntist honum, af meiðslum sem hann hlaut við sveita- störfin ungur drengur. Siggi var svo mikið góðmenni og ljúfmenni að manni gat ekki annað en líkað vel við hann. Hann var einn af þessum mönnum, sem vita nánast ekkert af sjálfum sér prívat og per- sónulega, en aðeins lifa fyrir landið sitt og fólkið sitt. Hestarnir voru hans ær og kýr og var hann þá tíð- um á hrossaþingum austur og vest- ur, norður og suður. Þá kom hann stundum við hjá okkur vestur í Skagafirði. Hann var oft búinn að rétta okkur hjálparhönd í kotinu. Sjálfur naut hann alla tíð styrkra krafta konu sinnar og dugnaðar og var hún honum það í mörgu sem hann var mörgum öðrum meðan hans krafta naut. Með þessum fáu minningarorðum um góðan dreng langar mig og fólk- ið mitt að senda samúðarkveðjur Rósu og fjölmennri fjölskyldu þeirra hjóna og einnig systkinum Sigga. Ólafur Jónsson. Í dag kveðjum við heiðursmann- inn Sigurð Snæbjörnsson, eða Sigga á Höskuldsstöðum, eins og hann var alltaf kallaður. Það var mikið gæfu- spor í okkar lífi þegar við kynnt- umst Sigurði fyrir 35 árum síðan. Þá bjuggum við á Akureyri og stunduðum okkar hestamennsku þar. Fljótlega eftir að við kynnt- umst honum byrjaði Ragnar að temja og sýna hross frá Höskulds- stöðum og má segja að það hafi ver- ið upphaf af langri vináttu og far- sælu samstarfi allt fram á þennan dag. Hann var glöggur hrossarækt- andi, hafði ákveðnar skoðanir og fylgdist vel með enda varð hann far- sæll í ræktuninni. Það hefur haft mikla þýðingu fyrir okkur sem hrossaræktendur að hafa átt svona gott samstarf við hann. Það hallaði aldrei á með okkur á neinn hátt í öll þessi ár, þó svo að hann hikaði ekki við að láta skoðanir sínar í ljós, enda var hann einstakt ljúfmenni. Þegar við bjuggum á Akureyri fórum við oftar en ekki ríðandi í Höskuldsstaði þar sem beið okkar fullt borð af veitingum. Enda voru þau hjónin samstillt um það að taka vel á móti gestum. Okkur þótti allt- af notalegt að koma í Höskuldsstaði og oft á tíðum var þétt setið við borðið á þeim bænum og rætt um hross og hrossarækt. Sigurður sýndi okkur og allri fjöl- skyldu okkar mikinn hlýhug og notaleg heit, alltaf tilbúinn að hjálpa til með hestana og annað ef á þurfti að halda. Börnin okkar voru öll mjög hænd af Sigurði og litu hálf- partinn á hann sem afa því hann gaf sér alltaf tíma til að spjalla við þau um skólann og hestana sem þau áttu eða voru með í notkun. Seinna fluttum við fram í Hól og urðum við því nágrannar Sigurðar. Sigurður var tíður gestur á heimili okkar hjóna, hann kom jafnan með bros á vör, hafði gaman af góðum sögum og alltaf var stutt í hárfínu glettnina sem einkenndi Sigga. Margs er að minnast um Sigurð en erfitt að koma því öllu á blað, en eitt er víst að við munum sakna þess að Sigurður muni ekki seilast upp hólinn á gamla rauð og að eld- húsglugganum og athuga hvort ein- hver væri heima, því það gerði hann svo oft. Að lokum viljum við þakka Sig- urði fyrir allar þær samverustundir sem við áttum og um leið vottum við Rósu og fjölskyldu, okkar dýpstu samúð. Ragnar Ingólfsson og Elísabet Skarphéðinsdóttir og fjölskylda. Hann Siggi okkar hefur kvatt þennan heim. Hann er eflaust hvíld- inni feginn. Við teljum það heiður að hafa fengið að kynnast þessum yndislega manni fyrir örfáum árum og eiga með honum skemmtilegar stundir. Við geymum dýrmætar minning- ar í hjarta okkar. Þú ljós, sem ávallt lýsa vildir mér, þú logar enn, í gegnum bárur, brim og voðasker. Nú birtir senn. Og ég finn aftur andans fögru dyr og engla þá, sem barn ég þekkti fyrr. (Matthías Jochumsson) Elsku Rósa og fjölskylda, við biðjum góðan Guð að styrkja ykkur og leiða áfram á lífsins braut. Sigurður og Elísabet, Þórir, Rakel og börn. Eldhúsborðið á Höskuldsstöðum hefur misst mikið af sínum sjarma eftir að Siggi er allur. Þetta er ef til vill einkennilega að orði komist en þeir sem hafa setið við þetta borð, og þeir eru margir, vita eflaust allir hvað ég er að tala um. Það var sama á hvaða árstíma ég kom að Hösk- uldsstöðum alltaf hitti ég þar vini þeirra hjóna, Rósu og Sigga. Vin- irnir komu víðs vegar af landinu. Alltaf var pláss við borðið hve margir sem komu óvænt í kaffi eða mat. Mér er ekki grunlaust um að jafnvel þótt veitingarnar hafi dregið að þá hafi persónuleiki húsbóndans vegið enn þyngra. Hann var spaug- samur í meira lagi á sinn hægláta hátt og svo lét hann sér annt um samferðafólkið. Ég kynntist Sigga haustið 1994 þegar við Rósa, konan hans, fórum saman á Bakkafjörð. Þar deildum við íbúð saman einn vetur og störf- uðum við grunnskólann. Þegar Rósa fór heim þá fór ég yfirleitt með henni og Siggi tók mér eins og einni úr fjölskyldunni. Þannig upp- lifi ég þau líka. Mér finnst þau eins og mín önnur fjölskylda. Enda þótt við Rósa störfuðum aðeins einn vet- ur saman þá hefur þessi vinskapur haldist síðan. Hjálpsemi Sigga þeg- ar ég flutti frá Bakkafirði er mér ógleymanleg. Hann kom á „pik- kupnum“ sínum og sótti það sem ég gat ekki flutt á bílnum mínum og geymdi dótið fyrir mig þar til ég var tilbúin að taka það suður. Siggi var ekki oft á ferðinni suð- ur. Það var þá einna helst þegar að- aláhugamál hans, hestarnir, áttu hlut að máli sem Rósa gat fengið hann með. Í einni eða tveimur þann- ig ferðum gistu þau hjá mér í Bisk- upstungum. Það var ekki bara gam- an fyrir mig heldur einnig þá sem með mér bjuggu í húsinu. Þótt Rósa kæmi oftar þá spurðu þessir fyrrum sambýlingar mínir æ síðan um þau bæði. Rósa tók mynd af okkur Sigga síðast þegar þau heimsóttu mig. Vinkona mín spurði hvort Ro- nald Regan væri með mér á mynd- inni. Siggi hafði gaman af þegar ég sagði honum frá þessu. Það var alltaf gaman að tala við Sigga og hann missti aldrei húm- orinn enda þótt hann hafi lengi átt við erfið veikindi að stríða. Auk þess hafði hann að mínu mati þann mesta kost sem nokkur maki getur óskað sér. Hann treysti maka sínum og hafði skilning á hennar þörf fyrir að gefa af gæsku sinni til annarra. Hennar vinir voru líka hans vinir. Elsku Rósa og afkomendur, miss- ir ykkar er mikill en það er líka gott Sigurður Snæbjörnsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.