Morgunblaðið - 03.11.2006, Blaðsíða 54
54 FÖSTUDAGUR 3. NÓVEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
Auðbjörg vinkona
okkar er horfin frá
okkur svo alltof, alltof fljótt eftir
snöggt áfall og stutt veikindi. Hún
var kona á besta aldri í blóma lífsins,
tekin frá eiginmanni, fjölskyldu og
vinum.
Við höfðum átt vináttu hennar og
Guðmundar eiginmanns hennar í all-
mörg ár, í sameiginlegum félagsskap
Oddfellowreglunnar. Saman höfðum
við verið á mörgum skemmtikvöld-
um, farið í ferðir innanlands og einn-
ig í ógleymanlegar ferðir utanlands,
bæði til Noregs og Danmerkur. Auð-
björg var hvers manns hugljúfi, létt
og kát, alltaf var stutt í glens og gam-
an.
Nú síðast í byrjun september átt-
um við saman ógleymanlegar stundir
á Akureyri, og þá var mikið rætt og
talað af tilhlökkun um margt sem
gera ætti á næstu árum. Því er það
svo átakanlega sárt að horfa á eftir
henni, og vita að samverustundirnar
verða ekki fleiri.
Við viljum af öllu hjarta þakka
þessar liðnu stundir og góðu kynni,
og óska Guðmundi vini okkar og
hans fjölskyldu guðs blessunar um
ókomin ár.
Friðrik S. Kristinsson og
Þóra Jakobsdóttir
Hún Auja er dáin.
Þessi orð víkja ekki úr huganum,
fara hring eftir hring, gefa engin
grið. Bjartir en kaldir haustdagar
líða hjá. Í svip eru þeir svo naprir að
óhugsandi er að eigi nokkru sinni eft-
ir að hlýna. Innst inni vitum við þó að
svo er ekki.Við dúðum okkur, kveikj-
um á kertum og leyfum minningun-
um að taka við.
Haustið 1963. Menntaskólinn á
Akureyri. Allt er nýtt og framandi.
Kannski örlar á óöryggi meðal ný-
liða. Matsalurinn er baðaður sól og
við eitt langborðið situr alvörugefin
stúlka. Hún segist heita Auðbjörg og
vera úr Ytri-Njarðvík. Þarna fyrir
rúmum fjörutíu árum bindumst við
böndum sem halda til æviloka. Vin-
áttan er órjúfanleg. Hverjum dytti í
hug að slíta þau bönd?
Alvörugefna Auðbjörg leynir á
sér. Hún er kát og fjörug, traust en
umfram allt góður vinur. Innan
veggja heimavistarinnar og gamla
skólans deilum við súru og sætu
næstu fjögur árin, burstum tennur
hlið við hlið í almenningnum, lánum
hver annarri rúllur og hárþurrkur,
hlustum á lög unga fólksins og óska-
lög sjúklinga í gula útvarpinu hennar
Auju sem má bera á milli herbergja.
Lesum latínu og þýska málfræði.
Hvíslum leyndarmálum. Erum ýmist
í ástarsorg eða ástfangnar upp fyrir
haus. Þó aldrei einar því það er ekki
hægt að læsa herbergjunum. Viljum
heldur ekki læsa. Viljum vera saman.
Og þannig var það fram á síðasta
dag. Við fylgdum hver annarri út í
lífið. Makar, börn og síðan barna-
börn urðu hluti af þeim heimi sem við
skópum í upphafi MA-dvalarinnar.
Við glöddumst hver með annarri og
syrgðum. Alltaf var Auja til staðar
traust, úrræðagóð og einlæg, hvaðan
sem vindurinn blés. Og alltaf vorum
við velkomnar á fallegt heimili þeirra
Guðmundar.
Í júlílok fóru dúxar í árvissa göngu
ásamt mökum. Gengið var um Borg-
arfjörð undir leiðsögn þeirra hjóna
og gist hjá þeim í Kringlukoti. Eftir
að hafa klifið aðskiljanlega tinda var
gott að fara í heita pottinn, taka svo
til við kræsingar og eðalvín. Við
Auðbjörg
Guðjónsdóttir
✝ Auðbjörg Guð-jónsdóttir fædd-
ist á Hofsósi í
Skagafirði 24. apríl
1948. Hún lést á
Landspítalanum við
Hringbraut í
Reykjavík 24. októ-
ber síðastliðinn og
var útför hennar
gerð frá Fríkirkj-
unni í Reykjavík 31.
október.
dönsuðum línudans á
pallinum, sungum
gömlu MA-söngvana
og Auja geislaði af
gleði í stuttu pilsi eins
og smástelpa. Næsta
sumar átti að fara
vestur á firði, seinna
austur á Seyðisfjörð
og hugsanlega ganga
Arnarvatnsheiði í fyll-
ingu tímans. Í nætur-
húminu lögðum við á
ráðin eins og þeir einir
gera sem eiga lífið
framundan … Svo
haustaði að.
Í síðustu viku sat Auja upp við
dogg á Borgarspítalanum þegar við
skipulögðum saumaklúbb í nóvem-
ber:
„Ég mæti, það er ekki spurning!“
sagði hún og hló sínum létta hlátri.
Það hvarflaði ekki að okkur annað en
hún kæmi.
Svo var hún farin. Eftir sitjum við
og söknum.
Vinkonur og makar senda fjöl-
skyldunni í Kringlunni einlægar
samúðarkveðjur og biðja þeim allrar
blessunar á erfiðum stundum.
Dúxahópurinn MA ’67
Sjálfsagt eru fá augnablik jafn erf-
ið og þegar andlátsfregn náins vinar
berst. Við félagar Auju í Eyjafélag-
inu svokallaða vorum öll felmtri sleg-
in yfir hinum hörmulegu tíðindum af
ótímabæru andláti hennar. Okkar fé-
lagsskapur hefur ekki margslunginn
tilgang, þ.e. að hittast og skemmta
sér í góðra vina hópi og skoða eina
eyju á ári. Þannig er nafn okkar
ágæta félagsskapar til komið. Marg-
ar ferðirnar hefur hópurinn farið
saman og notið samvista við góða fé-
laga og náttúru landsins. Á hverju
sumri höfum við heimsótt eina eyju
hér við land, gengið þar um og kynnt
okkur sögu eyjanna. Þegar íslenska
náttúran yggldi sig og gretti á ferð-
um okkar, svo við lá að rigndi eldi og
brennisteini, þá hló Auja og gerði að
gamni sínu, ekki síður en þegar sólin
skein í heiði. Það var bara svo gaman
að vera til. Eyjafélagshópurinn hef-
ur líka lagt fyrir sig veiðiferðir og þó
svo að aflabrögð hafi verið misjöfn,
hefur það engu skipt, aðalmálið í
þessum ferðum hefur verið að njóta
samvistanna í góðum félagsskap og
þar lét Auja svo sannarlega ekki sitt
eftir liggja. Það er óbærilegt að
hugsa til þess nú að Auja verði ekki
framar með hópnum í svona ferðum.
Við höfum öll þekkst lengi og hóp-
urinn hefur náð vel saman, ekki síst
fyrir tilstilli Auju og Mumma sem
hafa verið drifkrafturinn í sam-
kvæmislífi okkar af sinni alkunnu
snilld. Skemmst er að minnast ferðar
okkar til Krítar fyrir ári síðan, en þá
var haldið upp á stórafmæli hús-
bóndans og tíu ára afmæli Eyja-
félagsins og af því tilefni varð erlend
eyja fyrir valinu. Þótt margar ferðir
okkar hafi verið ánægjulegar í marg-
breytileik sínum þá verður Krítar-
ferðin sú sem stendur upp úr. Auja
hafði á orði að þetta væri svo
skemmtilegt að hún gæti vel hugsað
sér að halda upp á næsta stórafmæli
sitt þar. Ekki grunaði okkur þá að
ári síðar myndum við kveðja hana
hinstu kveðju.
Auja hafði það sem kallað er góða
nærveru, einstakt bros og jákvæða
útgeislun sem fyrirfinnst ekki ann-
ars staðar. Jákvæðni hennar, bjart-
sýni og eðlislæg gleði hreif alla með
sér og þar sem Auja var, þar var
skemmtilegt að vera. Hún var sann-
kallaður gimsteinn sem glóði í mann-
lífinu. Á kveðjustundu er huggun
harmi gegn að hún hefur lifað góðu
og ástríku lífi og skilið eftir sig minn-
ingar sem aldrei munu gleymast
þeim sem hana þekktu.
Elsku Mummi og börn, við biðjum
almættið að styrkja ykkur öll á þess-
um erfiðu stundum og finna ykkur
styrk og frið. Minning Auju verður
ætíð ljós í lífi okkar.
Eyjafélagar.
✝ Ólafur ÞórÓlafsson fæddist
í Reykjavík 2. júlí
1964. Hann lést á
Selfossi 26. október
síðastliðinn. For-
eldrar hans eru Sig-
rún Gyða Svein-
björnsdóttir
sjúkraliði og Ólafur
Th. Ólafsson mynd-
listarmaður og
framhaldsskóla-
kennari. Þau búa á
Selfossi. Systkini
Ólafs eru: 1) Elín
Vigdís, f. 1958. Hún á þrjá syni:
Ólaf Una, f. 1977, Kára, f. 1990, og
Matthías Aron, f. 1993. 2) Hrund,
f. 1959. Hún á tvö börn: Arnór, f.
1982, og Sigrúnu Gyðu, f. 1993. 3)
Bragi, f. 1961. Eiginkona hans er
Sólveig Guðmundsdóttir. Sólveig
á tvær dætur: Magneu, f. 1976, og
Móeiði, f. 1993. Bragi á Elfar Þór,
f. 1981. Saman eiga þau þrjú börn:
Guðmund, f. 1986, Sigrúnu, f.
1989, og Ragnar Braga, f. 1990. 4)
Sigrún Sól, f. 1968. Sambýlis-
maður hennar er Pálmi J. Sig-
urhjartarson. Þau eiga tvo syni:
Sigurhjört, f. 1998,
og Arnald, f. 2005.
Ólafur Þór bjó í
Öryrkjabandalags-
húsinu að Vallholti
12–14 á Selfossi og
starfaði á Vinnustof-
unni að Gagnheiði
39. Fötlun Ólafs
Þórs var einhverfa
og hafði hann sér-
gáfu á ýmsum svið-
um eins og myndlist
og tónlist. Hann
spilaði á hljómborð
og hafði ótrúlegt
tónminni. Hann bjó til listmuni úr
leir, þar á meðal voru vasar af
ýmsum stærðum, skreyttir mynd-
um sem alltaf tengdust tónlist.
Keramikgripir Ólafs Þórs hafa
farið víða, bæði hérlendis og er-
lendis. Til dæmis hafa Lands-
samtökin Þroskahjálp tvívegis á
Degi fatlaðra veitt fyrirtækjum
sem vel hafa staðið sig í að ráða
fatlað fólk í vinnu, keramikvasa
eftir Ólaf Þór.
Útför Ólafs verður gerð frá Sel-
fosskirkju í dag og hefst athöfnin
klukkan 13.30.
Það var stoltur hópur barna fædd
1964 sem byrjuðu í „stubbadeild“
Barnaskólans á Selfossi fyrir tæpum
40 árum síðan. Raðað var í bekki eftir
hverfum. Við sem bjuggum austan
við Rauðholtið lentum saman í bekk.
Þetta var fjörugur hópur. Við fengum
úthlutað fallegri stofu og yndislegum
kennara, Vigdísi Guðmundsdóttur.
Það var nýlunda á þessum árum að
fatlaðir einstaklingar væru í almenn-
um bekkjardeildum. Við skólasystk-
inin höfum haft það á orði að það hafi
verið forréttindi okkar að fá að vera í
bekk með Óla Þór. Við teljum að með
því að fatlaðir og ófatlaðir einstak-
lingar séu saman í bekk þá höfum við
fengið tækifæri til að öðlast sam-
kennd, samábyrgð og þá sýn að ekki
eru allir eins og að það þarf að taka
tillit til mismunandi þarfa hvers og
eins. Í allri þeirri umræðu sem hefur
verið um skólamál þar sem rætt hef-
ur verið um skóla án aðgreiningar þá
er það ekki spurning í okkar huga að
samvistir okkar við Óla Þór sem
bekkjarfélaga eru okkur ekki síður
dýrmætar minningar. Minningar um
það þegar við fylgdum Óla Þór heim
úr skólanum, við pössuðum upp á að
enginn væri að stríða honum og það
var ekki bara gagnvart Óla Þór held-
ur gagnvart hvert öðru, a.m.k. ef ein-
hver utan bekkjarins var að hrekkja
eða stríða. Eflaust höfum við ólátast
hvert í öðru eins og gengur. Þessi
samkennd milli okkar í bekknum
hélst áfram út Barnaskólann. Það
voru skipulagðar heimsóknir á spít-
alann þegar bekkjarfélagar okkar
þurftu að dvelja þar, það var safnað
fyrir litabók og litum og komið fær-
andi hendi. Það er ekki síst fyrir til-
stilli frábærra kennara sem svona
bekkjarandi nær að skjóta rótum.
Eftir því sem árin liðu þá fjarlægð-
umst við og Óli Þór fór sína leið í
skólakerfinu og við okkar. Það
breytti samt ekki því að hann var
skólabróðir okkar og við fylgdumst
með því sem hann var að gera eins og
við fylgdumst hvert með öðru. Það
var alveg ótrúlegt að verða vitni að
því hvað hann var duglegur að muna
eftir okkur þó samvera okkar í skóla
hafi ekki verið löng.
Óli Þór var listhneigður og bjó til
marga fallega muni. Það er alltaf
spenna í lofti þegar jólamarkaður
VISS er opnaður á Selfossi því þar er
margt fallegra muna til sölu. Ég var
mjög stolt þegar ég keypti leirvasa
sem Óli Þór hafði búið til og þegar ég
er spurð hver hafi gert þennan vasa
er alltaf svarið: „Hann Óli Þór skóla-
bróðir minn.“
Við sendum foreldrum, systkinum
og vinum innilegustu samúðarkveðj-
ur okkar um leið og við þökkum fyrir
kynni okkar af Óla Þór.
F.h. bekkjarsystkina,
Elísabet St. Jóhannsdóttir.
Hann Óli Þór er dáinn. Það er mik-
ið áfall fyrir okkur öll sem þekktum
hann og umgengumst daglega. Það
er undarlegt til þess að hugsa að
hann komi ekki aftur, að við eigum
ekki eftir að sjást framar.
Hann var listamaðurinn okkar sem
við vorum mjög hreykin af. Hann
spilaði á melodikuna eða hljómborðið
sitt mörg kvöld og æfði sig mikið. Ef
það var afmæli, þorrablót eða eitt-
hvað um að vera þá var hann alltaf
tilbúinn að spila fyrir okkur. Hann
teiknaði líka og málaði og hafði mjög
gott auga fyrir litum, og hann tók eft-
ir ef honum fannst fólk í fallega litum
fötum og hafði þá gjarnan orð á því.
Hann vann stórfallega hluti úr leir
sem margir hafa hrifist af og hélt
meðal annars sýningu nýlega. Óli var
duglegur að sækja menningarvið-
burði og oftar en ekki var liðveislan
hans, Húgó, með í för, en hann reynd-
ist Óla einstaklega vel.
Við eigum eftir að sakna þess að fá
ekki spurningar um orðatiltæki og
málshætti sem Óli vildi fá útskýring-
ar á, og nýyrðasmíðin hans var alveg
óborganleg. Stundum sagði hann
okkur drauma sína sem voru frum-
legir og skemmtilegir, enda hafði
hann sérstakan húmor.
Hann elskaði börn og gaf sig alltaf
að þeim, einnig hafði hann áhuga á
fólki yfirleitt og heilsaði gestum
ávallt með handabandi, kynnti sig og
vildi fá deili á viðkomandi. Hann var
dagfarsprúður, kurteis og umburðar-
lyndur við annað fólk. Við söknum
hans en jafnframt er okkur huggun í
að vita að erfiðleikum hans er nú lok-
ið.
Við viljum votta foreldrum og
systkinum Óla samúð okkar og þakka
þeim og honum ánægjulegar sam-
verustundir á liðnum árum.
Við munum sakna hans og minnast
um ókomin ár.
Íbúar og starfsfólk
í Vallholti 12–14, Selfossi.
Elsku Óli Þór. Í dag kveðjum við
þig sem varst mikill listamaður og
tónlistarunnandi. Þú vannst mörg
leirlistaverk hér á Viss og naust þín
vel í því.
Við vinnufélagar þínir á Viss eigum
eftir að sakna þín sárt.
Sofi, augu mín.
Vaki hjarta mitt,
horfi ég til guðs míns.
Signdu mig sofandi
varðveittu mig vakandi
lát mig í þínum friði sofa
og eilífu ljósi vaka.
Minning þín mun lifa í hjörtum
okkar.
Við sendum fjölskyldu og sam-
býlisfólki Óla Þórs innilegar samúð-
arkveðjur
Vinnufélagar í Viss, vinnu– og
hæfingarmiðstöð.
Ólafur Þór Ólafsson
Okkar innilegustu þakkir fyrir samúð og hlýhug
vegna andláts og útfarar móður okkar,
ELÍNBORGAR GÍSLADÓTTUR,
Álftamýri 56,
Reykjavík.
Höskuldur Einarsson,
Þórlaug Einarsdóttir,
Sigrún Björk Einarsdóttir,
Guðrún Einarsdóttir
og fjölskyldur.
Þökkum auðsýnda samúð og vinarþel vegna
andláts og útfarar eiginmanns míns, föður okkar,
tengdaföður og afa,
SVEINS MAGNÚSSONAR,
(Denna)
skipstjóra,
Túngötu 4,
Eyrarbakka.
Sérstakar þakkir færum við Einari Sigurðssyni útgerðarmanni og
fjölskyldu hans fyrir vináttu og ræktarsemi við Denna í veikindum hans.
Rannveig Sverrisdóttir,
synir, tengdadætur
og barnabörn.
Ástkær faðir minn, tengdafaðir, afi, langafi og
langalangafi,
JÓN GUNNAR JÓNSSON,
Skarði,
Skarðsströnd,
verður jarðsunginn frá Skarðskirkju á Skarðs-
strönd laugardaginn 4. nóvember kl. 14.00.
Sætaferðir verða frá BSÍ kl. 9.00 ef næg þátttaka
fæst, sími 437 1333.
Fyrir hönd aðstandenda,
Kristinn Jónsson, Þórunn Hilmarsdóttir,
börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn.