Morgunblaðið - 03.11.2006, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 03.11.2006, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. NÓVEMBER 2006 41 FRAMBJÓÐENDUR í próf- kjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík svara litlu um fjármál sín. Fæstir virðast hafa hugmynd um hvað prófkjörsbaráttan kost- aði. Flestir þeirra virðast telja að þær upplýsingar eigi ekkert erindi til almennings. Svo er til dæmis um Guðlaug Þór Þórðarson, sem hreppti annað sætið í prófkjörinu. Enn eru til þeir frambjóðendur sem segja að fjármálin hafi með einhverjum hætti ekki verið á þeirra ábyrgð. „Aðrir“ hafi tekið fjármálin að sér. Svo er til dæmis um einn af sigurvegara prófkjörs- ins, Guðfinnu S. Bjarnadóttur. Hún segir í Blaðinu í gær að hún viti ekki hverjir lögðu fé til kosn- ingabaráttu sinnar, sem þó má ætla að hafi kostað a.m.k. um 10 milljónir króna. Guðfinna segist hafa viljað forð- ast „hagsmunatengsl“ og því haft fjármögnunina „í höndum ein- hverra annarra aðila svo ég myndi ekki vita frá hverjum fjármagnið kæmi“. Guðfinna segist einnig hafa fylgt þeirri vinnureglu að „dreifa styrkjunum“. Þó lét hún „aðra halda utan um þá“. Hún veit því ekki hvort þessir „aðrir“ hlýddu reglunni um að „dreifa styrkjunum“. Því er þó ekki þann- ig farið að enginn viti hverjir lögðu fé í prófkjörsbaráttu Guðfinnu. Þessir „einhverjir aðrir aðilar“ búa yfir þeirri vitneskju. Það er aðal góðs stjórnmála- manns að gera sér fulla grein fyrir stöðu sinni í samfélaginu og innan stjórnmálanna. Ef stjórn- málamaður þiggur fjárstyrk er mikilvægt að hann viti á hvaða for- sendum sá fjárstyrkur er veittur. Til þess þarf hann líka að vita hver lagði fram féð einmitt til að forðast „hagsmunatengsl“ og geta tekið ákvarðanir óháð slíkum styrkjum. Best er auðvitað að allir viti um styrkina. Þannig fær stjórn- málamaðurinn fullt aðhald. Stjórnmálamanni sem notar að- ferð Guðfinnu við göngum auðvit- að út frá því að hún segi satt er hætt við að lenda í miklum vand- ræðum. Hann veit ekki hvenær gefendurnir eða þessir „einhverjir aðrir aðilar“ kjósa að upplýsa um fjárstuðninginn, eða hóta að upp- lýsa um hann. Slíkur stjórn- málamaður hefur kosið sér reglu apanna þriggja: Sé ekki, heyri ekki, skil ekki. Stjórnmálamaður sem lætur „einhverja aðra aðila“ sjá um fjár- mál sín í kosningabaráttu, vill ekk- ert af þeim vita og getur því engu um þau svarað er slíkum stjórn- málamanni treystandi til að fara með fé almennings? Kannski væri betra að fela það bara einhverjum öðrum aðilum? Mörður Árnason Sé ekki, heyri ekki, skil ekki Höfundur er alþingismaður í prófkjöri. ÞAÐ kæmi ekki á óvart ef stjórn- málaflokkarnir fylltust öfund yfir gríðarsterkum haustfundi Framtíð- arlandsins um síðustu helgi. Á tímum þegar stjórnmálamenn í flokkunum barma sér yfir ,,áhugaleysi“ al- mennings og skamm- arlegri fundarsókn tekst fólkinu í Fram- tíðarlandinu að fá mörg hundruð manns til að sitja heilan dag og fylgjast með hug- myndaveitunni sem ætlað er að koma í staðinn fyrir álver á ál- ver ofan. Á móti fram- tíðarsýn stjórnvalda um að Ísland verði mesta álframleiðsluríki heims teflum við annars konar hugsjón: Um fjölbreytt atvinnulíf, sköpun, menntun og frumherjakraft á mörg- um ólíkum sviðum samtímis. Við vilj- um treysta hugvitinu. Við höfum tröllatrú á Íslandi Það besta við fundinn sl. sunnu- dag var sú eindregna skoðun að bjart væri yfir Framtíðarlandinu Ís- landi, að tækifærin væru stórkost- leg, að auður þjóðarinnar væri mikill og landsmönnum treystandi til að skapa enn meiri verðmæti án forsjár og stjórnlyndis. Í ritgerð minni sem ég birti 2005, Breytum rétt, er eins konar spásögn um þennan fund: ,, Hraðfara og stórvirkar samfélags- breytingar valda því að stjórnmálin virðast daga uppi. Ásamt lýðræðisvæð- ingu samfélagsins er menntastefna höfuðmál sem hefur forgang á önnur. Þetta tvennt myndar hagrænar und- irstöður fyrir auð- sköpun í framtíðinni, og félagslegar stoðir fyrir það verðleikasamfélag sem jafnaðarmenn vilja stefna að. Ísland þarf að breytast úr landi sem leggur höf- uðáherslu á nýtingu náttúruauðlinda, í land sem byggir á auðsköpun í krafti mennta.“ Þessi hugsun var ráðandi á fundi Framtíð- arlandsins um helgina. Menn nefndu dæmi þess að breytingin er hafin: Rögnvaldur Sæmundsson sýndi að hátækniiðnaður hefur vaxið úr 0,3% af landsframleiðslu árið 1990 í 3,9% árið 2004, eða hundraðfaldast upp í 25 milljarða króna á aðeins 14 árum, og vex enn þrátt fyrir hagstjórn sem vegur að útflutnings- og sprotafyr- irtækjum. Menningarstarfsemi er 4% af landsframleiðslu, meira en ál og landbúnaður samtals árið 2003. Yngvi Örn Kristinsson lýsti því að fjármálaþjónusta hefur stækkað efnahagsreikning bankanna sjöfalt síðan 2002, eigið fé þeirra er nú 50% af þjóðarframleiðslu, með helming tekna frá útlöndum. Fleiri nefndu dæmi: Það vinna fleiri við Bláa Lónið en í álverinu á Reyðarfirði, ferða- þjónusta hefur aukist um 40% frá 2000. Hvarvetna blasa við fleiri tæki- færi. Yfir öllu var sú vissa að nátt- úruvernd hamlar hvorki framförum né auðsköpun, hún er óaðskiljanleg hvoru tveggja. Edda Rós Karls- dóttir orðaði það beint: ,,Nátt- úrvernd og hagvöxtur eru ekki and- stæður“. Og Jón Sigurðsson forstjóri Össurar sagði í mynd- bandsávarpi að vissulega væri hagn- aður mikilvægur drifkraftur, en orð- rétt: ,,Það þurfa að vera fleiri leiðarljós í lífinu en bara peningar“. Edda Rós og margir aðrir minntust þess að stóriðjan fær ríkulega for- gjöf umfram aðrar atvinnugreinar: afslátt af gjöldum og náttúrverð- mæti sem talin eru verðlaus. Á með- an eru gengi ,,krónulufsunnar“ eins og hún var kölluð, okurvextir og óstöðugleiki að drepa frjálst fram- tak. Tækifæri, ekki vandamál Andstaðan við stóriðjustefnuna var alls staðar. Ég er reyndar einn af þeim íbúum Framtíðarlandsins sem tel að við réttar kringumstæður geti vel komið til greina að virkja orku til að reka fleiri stórar verksmiðjur á Íslandi. En það er fráleitt að stefna í þá átt sem stjórnvöld boða, að hér verði samfelldur stóriðjudans þar til kreist hefur verið tár úr hverjum steini. Öðrum möguleikum okkar eru nefnilega engin takmörk sett. Þessi fundur var nefnilega ótrúlega ólíkur flestum þeim sem boðað er til um landsmálin þessi misserin. Hann geislaði af bjartsýni, jákvæðni, trú á landið og fólkið. Og hann byggðist á gildismati, heimspekilegum for- sendum: Við þurfum ekki að fórna því sem okkur er kærast fyrir fram- tíðina. Við megum það ekki. Fram- tíðin verður þá aðeins björt að við höfum í heiðri þau gildi sem alltaf verða að vera: Náttúra Íslands er okkur óendanlega verðmæt. Því verða allir þeir sem vilja gera gagn á Alþingi og láta kjósa sig næsta vor að gera grein fyrir afstöðu sinni. Ætla þeir að búa í Framtíðarlandinu eða verksmiðjulandinu? Bjart yfir Framtíðarlandinu Stefán Jón Hafstein fjallar um Framtíðarlandið og stóriðjustefnuna »… það er fráleitt aðstefna í þá átt sem stjórnvöld boða, að hér verði samfelldur stór- iðjudans þar til kreist hefur verið tár úr hverj- um steini. Stefán Jón Hafstein Höfundur er borgarfulltrúi Samfylkingarinnar. EFTIR áratuga baráttu er samn- ingur um sérstaka fjárveitingu til sérsambanda Íþrótta- og ólympíu- sambands Íslands orðinn að veru- leika. Undirritaður lagði fyrst fram þessa hugmynd á þingi ÍSÍ árið 1996. Með ári hverju öðlaðist hug- myndin fylgi innan íþróttahreyfing- arinnar þó svo að margir forystumenn væru efins um að al- þingi myndi sína mál- inu áhuga. Það hefur loðað við alþingi að íþróttir og æskulýðs- starf eigi lítt heima í þingsölum nema til há- tíðarbrigða. Ég hef verið óþreytandi að halda þessum mála- flokkum á lofti og margsinnis átt orða- stað við mennta- málaráðherra á alþingi vegna fjárveitinga. Það ætti að gleðja okkur öll að hug- myndin um árlegar fjárveitingar til sér- sambanda ÍSÍ sé orðin að veruleika, 10 árum eftir að hún kom fyrst fram. Íþróttamálaráðherra er vaknaður, og næst er það ferðasjóður íþrótta- félaga. Ferðasjóður íþróttafélaga Íþróttafélögin eru þjónustustofn- anir fyrir almenning, ríki og sveit- arfélög. Þau stunda forvarnarstarf að mestu í sjálfboðavinnu og spara þannig ríki og sveitarfélögum stóra fjármuni á ári hverju. En það er ekki sjálfgefið að allir hafi fjármagn til að stunda íþróttir og þó svo að það sé, er ekki öruggt að viðkomandi hafi efni á að sækja mót og kappleiki ef um langan veg er að fara. Á Al- þingi hefur oft komið fram tillaga um að setja á fót „ferðasjóð íþrótta- félaga“ en það hefur jafnóðum verið svæft. Á síðasta þingi komst tillagan ögn lengra fyr- ir þrýsting m.a. frá undirrituðum þar sem tókst að fá flutnings- menn í andsvörum til að sverja að þeir væru ekki einungis að leggja málið fram til að draga að sér athygli heldur yrði því fylgt alla leið. Málið er nú komið í nefnd, sem íþrótta- hreyfingin á fulltrúa í, og á að skila af sér í febrúar. Ég hef þegar lagt fram fyrirspurn á alþingi til að halda ráð- herra við efnið. Til að þetta þarfa mál um ferðasjóð, sem á að gera öllum iðkendum kleyft að sækja mót og kappleiki óháð búsetu, nái fram að ganga næsta vor þurfa allir sem málið viðkemur að þrýsta á stjórn- völd. Íþróttahreyfingin telur um 170.000 manns og er því sterkt afl þegar hún beitir sér fyrir bættum aðbúnaði í þágu þjóðarinnar. Alþingi og íþróttir Valdimar Leó Friðriksson fjallar um ferðasjóð íþróttafélaga Valdimar Leó Frið- riksson » Íþrótta-félögin eru þjónustustofn- anir fyrir al- menning, ríki og sveitarfélög. Höfundur er þingmaður Samfylking- arinnar í Suðvesturkjördæmi. MORGUNBLAÐIÐ hefur tekið í notkun nýtt móttöku- kerfi fyrir aðsendar greinar. Formið er að finna ofarlega á forsíðu fréttavefjarins www.mbl.is undir liðnum „Senda inn efni“. Í fyrsta skipti sem formið er notað þarf notandinn að skrá sig inn í kerfið með kennitölu, nafni og netfangi, sem fyllt er út í þar til gerða reiti. Næst þegar kerfið er notað er nóg að slá inn netfang og lykilorð og er þá notandasvæðið virkt. Ekki er hægt að senda inn lengri grein en sem nemur þeirri hámarkslengd sem gefin er upp fyrir hvern efnisþátt. Þeir, sem hafa hug á að senda blaðinu greinar í um- ræðuna eða minningargreinar, eru vinsamlegast beðnir að nota þetta kerfi. Nánari upp- lýsingar eru gefnar í síma 569- 1210. Fréttir í tölvupósti Nýtt móttöku- kerfi fyrir aðsent efni Reykjavíkursvæðinu fyrir þjónustu. Allra hagur Þarf frekari vitnanna við? Ég vil beita mér fyrir þeim breytingum sem ég hef lýst hér að framan og Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir kallar eftir. Í því felast tækifæri til að bæta val og aðgengi fólks að heil- brigðiskerfinu, bæta nýtingu op- inbers fjármagns og auka starfs- ánægju starfsmanna. Það eru eftirsóknarverð markmið og koma öllum til góða. Ekki síst almenningi, sem er mest um vert. Höfundur er alþingismaður og sækist eftir 3. sæti í prófkjöri Sjálfstæð- isflokksins í Reykjavík. Dóra Hjálmarsdóttir: Áhættu- mati fyrir Kárahnjúkavirkjun er ekki ábótavant. Oddur Benediktsson: Áhættumati fyrir Kárahnjúka- virkjun er ábótavant. www.mbl.is/profkjor Bubbi Morthens styður Jakob F. Magnússon í prófkjöri Sam- fylkingarinnar. Hafsteinn Karlsson skóla- stjóri styður Þórunni Svein- bjarnardóttur í 1. sæti á lista Samfylkingarinnar í Suðvest- urkjördæmi. Ragnheiður Davíðsdóttir styður Sigurð Pétursson í próf- kjöri Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi. Aðsendar greinar á mbl.is www.mbl.is/greinar Prófkjör Samfylkingarinnar í Reykjavík, 11. nóvember
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.