Morgunblaðið - 03.11.2006, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. NÓVEMBER 2006 11
FRÉTTIR
Það er aldrei of seint...
la prairie kynnir tvær öflugar
nýjungar sem vinna örugglega
gegn öldrun húðarinnar
Bjóðum 10% kynningar-
afslátt og kaupauka.
Velkomin á kynningu í dag föstud.
og á morgun laugard. 4. nóv. kl. 13-17
CELLULAR INTERVENTION
Laugavegi 80 • Sími 561 1330
Sunnudaginn 5. nóvember kl. 15-17 er eldri borgurum boðið í kaffi og krásir
í Safnaðarheimili Vídalínskirkju í Garðabæ. Gerður G. Bjarklind mætir á staðinn
og les nokkur uppáhalds ljóð frambjóðandans.
Við hvetjum alla til að mæta og spjalla við frambjóðandann Ragnheiði Elínu
sem óskar eftir stuðningi í 4. sætið í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins i
SuðvesturkjördæmI.
Kosningaskrifstofa Ragnheiðar Elínar og stuðningsmanna er í Bæjarlind 2 í Kópavogi.
Sími 564 6549 - www.ragnheidurelin.is - ragnheidurelin@ragnheidurelin.is
Rússneskt leiguflug
RÚSSNESK farþegaflugvél frá flugfélaginu Pulkovo
lenti á Keflavíkurflugvelli laust eftir klukkan átta í
gærmorgun. Með henni komu rússneskir farþegar á
vegum Iceland Travel og hópur Íslendinga fór með
vélinni héðan til St. Pétursborgar í Rússlandi. Fátítt
er að rússneskar farþegaflugvélar flytji farþega milli
Íslands og Rússlands og líklega einsdæmi að þessi
háttur sé hafður á. Samkvæmt upplýsingum frá Ex-
press-ferðum mun þetta vera fyrsta rússneska far-
þegaflugið milli Íslands og Rússlands, sem tekur far-
þega héðan, frá því Míkhaíl Gorbatsjov kom hingað
ásamt föruneyti sínu til leiðtogafundarins í október
1986.
Rússnesku ferðamennirnir dvelja hér á landi til 6.
nóvember. Með flugvélinni fóru til St. Pétursborgar
um 130 farþegar á vegum Iceland Express/Express-
ferða. Samkvæmt fréttatilkynningunni voru í hópnum
m.a. nokkrir kennarar úr Verzlunarskóla Íslands,
kennarar úr Seljaskóla og makar þeirra og félagar
úr tveimur Rótarýklúbbum í Kópavogi.
Vonast er eftir áframhaldandi samstarfi Express-
ferða við Pulkovo-flugfélagið.
KOSIÐ verður um sex efstu sætin á
framboðslista Framsóknarflokksins
í Suðvesturkjördæmi á aukakjör-
dæmisþingi sem fram fer á morgun,
laugardag.
Framboðsfrestur rann út laugar-
daginn 28. október og tilkynntu átta
manns framboð sitt.
Þingið fer fram í Félagsheimili
Seltjarnarness og hefst það kl. 10
fyrir hádegi.
Í auglýsingu eftir framboðum kom
fram að frambjóðendur skyldu gefa
kost á sér í ákveðin sæti, eitt eða
fleiri, þegar þeir tilkynntu framboð
sitt.
Eftirtalin hafa tilkynnt framboð
sitt: Gísli Tryggvason, Gunnleifur
Kjartansson, Hlini Melsteð Jón-
geirsson, Kristbjörg Þórisdóttir,
Samúel Örn Erlingsson, Siv Frið-
leifsdóttir, Una María Óskarsdóttir
og Þórarinn E. Sveinsson.
Í reglum um uppstillingu á lista
framsóknarmanna í kjördæminu
segir m.a. að við uppröðun á listann
skuli viðhafa kjör um sex efstu sæti
framboðslistans. Kosin var fimm
manna kjörnefnd sem tekur við
framboðum í kjörið og stýrir kosn-
ingunni. Sjálf kosningin fer svo fram
á aukakjördæmisþinginu á morgun,
eins og áður segir, og skal kosið um
hvert sæti listans sérstaklega, fyrst
um efsta sæti og svo koll af kolli og
skal hlutfall kynja vera jafnt.
Kosningar um sex
efstu sæti listans
Framsóknarmenn í Suðvesturkjördæmi
SAMFYLKINGIN efnir til próf-
kjara í tveimur kjördæmum um
helgina og jafnframt verða úrslit ljós
í því þriðja. Haldin verða prófkjör
Samfylkingarinnar í Suðvesturkjör-
dæmi og í Suðurkjördæmi á laugar-
daginn og þann sama dag verða úr-
slit í póstkosningu sem fram fór í
Norðausturkjördæmi tilkynnt.
Talning í póstkosningunni í Norð-
austurkjördæmi fer fram í húsnæði
Samfylkingarinnar að Eiðsvallagötu
18, Lárusarhúsi, á Akureyri og er
gert ráð fyrir að fyrstu tölur verði
birtar um kl. 18 á laugardaginn.
Frambjóðendur í prófkjörinu eru:
Benedikt Sigurðarson, Einar Már
Sigurðarson, Jónína Rós Guðmunds-
dóttir, Kristján L. Möller, Kristján
Ægir Vilhjálmsson, Lára Stefáns-
dóttir, Ragnheiður Jónsdóttir,
Sveinn Arnarson og Örlygur Hnefill
Jónsson.
Fyrstu tölur upp úr kl. 20
Í Suðvesturkjördæmi fer prófkjör
Samfylkingarinnar fram á laugar-
daginn. Talning atkvæða fer fram á
laugardagskvöldið og er búist við
fyrstu tölum um eða upp úr kl. 20.
Frambjóðendur í prófkjörinu eru:
Anna Sigríður Guðnadóttir, Árni
Páll Árnason, Bjarni Gaukur Þór-
mundsson, Bjarni Jens Sigurvins-
son, Guðmundur Steingrímsson,
Guðrún Bjarnadóttir, Gunnar Axel
Axelsson, Gunnar Svavarsson, Jak-
ob Frímann Magnússon, Jens Sig-
urðsson, Katrín Júlíusdóttir, Kristín
Á. Guðmundsdóttir, Kristján Svein-
björnsson, Magnús M. Norðdahl,
Sandra Franks, Sonja B. Jónsdóttir,
Tryggvi Harðarson, Valdimar Leó
Friðriksson og Þórunn Sveinbjarn-
ardóttir.
Talning á sunnudag
Í Suðurkjördæmi fer prófkjörið
fram á laugardaginn en talning fer
hins vegar ekki fram fyrr en á
sunnudag og er reiknað með fyrstu
tölum kl. 18 á sunnudaginn.
Frambjóðendur eru: Árni Rúnar
Þorvaldsson, Bergvin Oddsson,
Björgvin G. Sigurðsson, Guðrún Er-
lingsdóttir, Gylfi Þorkelsson, Hlynur
Sigmarsson, Hörður Guðbrandsson,
Jenný Þórkatla Magnúsdóttir, Jón
Gunnarsson, Júlíus H. Einarsson,
Lilja Samúelsdóttir, Lúðvík Berg-
vinsson, Ragnheiður Hergeirsdóttir,
Róbert Marshall, Sigríður Jóhann-
esdóttir, Unnar Þór Böðvarsson og
Önundur S. Björnsson.
Úrslit í þremur
kjördæmum
Prófkjör Samfylkingarinnar um helgina