Morgunblaðið - 03.11.2006, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 03.11.2006, Blaðsíða 22
22 FÖSTUDAGUR 3. NÓVEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ AUSTURLAND S jálfsagt er kominn nokkur lúi í þjóðfélagið vegna hinna hatrömmu deilna virkjunarsinna og and- mælenda virkjunar á há- lendinu norðan Vatnajökuls, sem fram hafa farið í ræðu og riti vel á þriðja áratug. Menn togast gjarnan á um hvor aðilinn fái meira svigrúm í orðræðunni og sitt sýnist hverjum. Einu er við þessa umræðu að bæta, sem ekki hefur farið hátt, en það er meint óbilgirni í garð andmælenda virkjunar og stóriðju. Þau Karen Erla Erlingsdóttir, Þórhallur Þorsteinsson og Skarphéð- inn G. Þórisson eru meðlimir í Félagi um verndun hálendis Austurlands og stóðu tvö þau fyrrnefndu lengst af í fylkingarbrjósti í baráttunni gegn virkjun, fyrst Fljótsdalsvirkjun og síðar Kárahnjúkavirkjun. Þórhallur og Skarphéðinn sátu báðir um árabil í Náttúruverndarráði. „Virkjunarsinnar telja sig æv- inlega í fullum rétti til að tala fyrir heildina enda hafa þeir bæði rík- isstjórnina og sveitarstjórnir með sér,“ segir Þórhallur. „Við hin eigum að halda okkur saman og stimpluð draumóramenn sem standi í vegi fyr- ir velferð heils landsfjórðungs. Við höfum flestöll gefist upp sem stóðum fremst í varnarbaráttunni gegnum tíðina, því pressan hefur verið gíf- urleg og við ekki haldið hana út vegna þrýstings um að vera alltaf að, sem og vegna árása á okkur persónulega.“ Þegiðu, Eyjabakkafíflið þitt Karen Erla segir alvarlega vegið að stjórnarskrárbundnum lýðrétt- indum fólks megi það ekki hafa skoð- anir öndvert fjöldanum og láta þær í ljósi. Enn alvarlegra sé þó þegar ráð- ist er að persónu fólks beint með sví- virðingum og reynt að hafa skaðleg áhrif á einkalíf þess. „Þáverandi sveitarstjóri Austur-Héraðs leyfði sér að kalla mig Eyjabakkafífl á fjöl- mennu þorrablóti á Egilsstöðum árið 2000,“ segir Karen Erla. „Þegiðu, Eyjabakkafíflið þitt,“ sagði hann, vit- andi að flestir gestanna voru með virkjun og hefði líklega seint sagt þetta annars. Og salurinn hló auðvit- að dátt. Svona var andrúmsloftið.“ Skarphéðinn, sem starfar sem hreindýrasérfræðingur hjá Nátt- úrustofu Austurlands, segist hafa lent í því á fundi á vegum Landsvirkj- unar að rannsóknir hans voru dregn- ar í efa og hann talinn hlutdrægur vegna skoðana sinna. Hann hafi og verið sakaður um að vera úlfur í sauðagæru sem rannsóknamaður og að skoðanir hans lituðu rann- sóknaniðurstöður. Landsvirkjun samdi við Náttúrufræðistofnun sem vinnur matsskýrslu um áhrif virkj- unar á náttúruna og Náttúrustofa vinnur við að meta áhrif virkjunar- innar á hreindýr fyrir stofnunina. Skarphéðinn segir ekki vafa leika á að þrátt fyrir að fjölgað hafi í hrein- dýrastofninum á síðustu árum vegna hagstæðs tíðarfars, hafi dýrin nánast farið af Vesturöræfum eftir að virkj- unarframkvæmdir hófust, þar sem á milli 65 og 70% Snæfellshjarðarinnar, sem er rúmlega helmingur af stofn- inum, hafi nýtt lónstæðið og svæðið þar austur af til sumarbeitar frá 1965 skv. gögnum heimamanna, rannsókn- arfólks og veiðimanna og sem burð- arstað. Dýrin hafi leitað út á Fljóts- dals- og Fellaheiðar og verði veðurfar erfiðara sé hætt við að það geti komið niður á dýrunum sem líklega hafi ekki jafngóðan forða frá þeim beiti- löndum eins og Vesturöræfunum. Þessar niðurstöður sjáist ekki í um- fjöllun Landsvirkjunar um áhrif Kárahnjúkavirkjunar á hreindýr og jafnvel hafi verið reynt að draga úr sannleiksgildi þeirra. „Í sambandi við umhverfismat um Eyjabakka kom í ljós að mikill meiri- hluti þjóðarinnar var með því,“ segir Skarphéðinn. „Fólki, alveg sama hvort það var með eða á móti virkjun, þótti fráleitt að þessi mikla fram- kvæmd færi ekki í umhverfismat, af því að hún var samþykkt 1991 en lög- in um umhverfismat komu 1993. Þá skrifuðu ýmsir undir áskorun um að Eyjabakkar færu í umhverfismat sem birt var í Morgunblaðinu, bæði menn á móti og með.“ Skarphéðinn vísar til greinar í Austra eftir verk- fræðing á Egilsstöðum sem tíndi til þá heimamenn á Héraði sem ritað höfðu undir og skrifaði að kennarar í þeim hóp væru á opinberu framfæri og gætu átt þátt í að mennta ung- menni svæðisins burt með því að halda að þeim þeirri firru að eystra mætti ekkert aðhafast. Skarphéðinn kenndi í Menntaskólanum á Egils- stöðum frá 1983, en eftir 2000 í stundakennslu meðfram starfi sínu hjá Náttúrustofunni. Hann segist aldrei hafa orðið fyrir aðkasti vegna skoðana sinna í ME, hvorki frá sam- kennurum né nemendum. „Ég tók þetta samt til mín sem kennari, að ég væri að mennta börnin suður með því að sýna þeim svæðin sem til stóð að virkja. Ég hef aldrei falið það að ég er á móti þessari framkvæmd. En ég tel mig hafa haldið hlutleysi í mennta- skólanum og í starfi mínu hjá Nátt- úrustofu Austurlands.“ Brottrekstrar krafist Þórhallur og Karen Erla tóku sig við þriðja mann til og stöðvuðu för rútu með stjórn og forstjóra Lands- virkjunar ásamt borgarstjóra á leið inn á Eyjabakka haustið 1999, nánar tiltekið á brú yfir Bessastaðaá. Þór- hallur dró spilvír yfir brúna og tafði för fólksins í um 20 mínútur. Hann segir að lesnar hafi verið upp tvær ályktanir frá félaginu og því lýst að um táknræn mómæli væri að ræða, að því búnu hafi þau opnað brúna á ný og átt í kjölfarið vinsamlegan orða- stað við fólkið í rútunni. „Eftir þetta varð fjandinn laus,“ segir Þórhallur, sem er starfsmaður RARIK og lýsir því hvernig forráðamenn í stjórn- málum, fjöldi sveitarstjórnarmanna og fleiri hringdu í bæði yfirmann hans og stjórnarmenn RARIK og kröfðust þess að hann yrði rekinn úr starfi. Karen Erla var kölluð á teppið hjá skólastjóranum, en í hann hafði verið hringt og þess farið á leit að henni yrði vikið úr starfi þar sem hún hefði óheppilegar skoðanir og stæði að „hryðjuverkum“ í vinnutímanum, sem reyndist alrangt. Þórhallur fór á teppið hjá umdæmisstjóra RARIK í Ljósmynd/Þórhallur Þorsteinsson Sökkt Lyng færist á kaf í jökulvatn í lónstæði Hálslóns við Kárahnjúkastíflu. Tekist hefur verið á í fjölmiðlum um virkjunarframkvæmdir og sitt sýnist hverjum. Illt að vera á annarri skoðun Andmælendur virkjunar og stóriðju á Austur- landi telja sig hafa orðið fyrir miklum neikvæðum þrýstingi bæði frá yfirvöldum og almenningi, svo mjög að jafnvel hafi verið reynt að bola þeim úr starfi vegna skoðana sinna. Steinunn Ásmunds- dóttir ræddi við þrjá náttúruverndarsinna sem staðið hafa í þessum sporum. Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Mótdrægni „Alvarlegt þegar reynt er að hafa skaðleg áhrif á einkalíf fólks,“ segir Karen Erla Erlingsdóttir en reynt var að koma henni úr starfi. Aðdróttanir Skarphéðinn G. Þórisson var borið á brýn að falsa rann- sóknaniðurstöður um hreindýr á áhrifasvæði Kárahnjúkavirkjunar. Skoðanakúgun „Við hættum öll að tjá okkur með sama hætti og við hefð- um gert ef hér ríkti lýðræði í raun,“ segir Þórhallur Þorsteinsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.