Morgunblaðið - 03.11.2006, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 03.11.2006, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. NÓVEMBER 2006 29 Heimagisting á besta stað í bænum. Býður alla Íslendinga velkomna. Geymið auglýsinguna. Sími 0045 3297 5530 • Gsm 0045 2848 8905 • www.lavilla.dk Kaupmannahöfn - La Villa Sérfræðingur frá Shiseido býður upp á húðgreiningu og ráðleggingar varðandi umirðu húðarinnar. Super Exfoliating Discs – Super Refining Essence Shiseido Bio-Performance Kynning í Hygeu Smáralind föstudag og laugardag Smáralind 554 3960 Eftir Steingrím Sigurgeirsson sts@mbl.is Áströlsk vín hafa farið sig-urför um heiminn und-anfarna tæpa tvo áratugi.Einn þeirra einstaklinga sem hefur haft hvað mest áhrif á stíl ástralskra vína á þessum tíma er vín- gerðarmaðurinn Philip Shaw. Hann hefur í tvígang verið útnefndur al- þjóðlegur víngerðarmaður ársins af International Wine and Spirit Com- petition í London en það er einhver mesti heiður sem mönnum auðnast í þessum bransa í heiminum. Að sjálf- sögðu hefur hann einnig hlotið titil- inn víngerðarmaður ársins í heima- landi sínu Ástralíu. Shaw fæddist í Adelaide og byrjaði að vinna hjá vínfyrirtækjum í Suður- Ástralíu einungis fimmtán ára að aldri. Árið 1982 var hann ráðinn sem víngerðarmaður hjá fyrirtæki að nafni Rosemount sem fáir höfðu heyrt minnst á utan Ástralíu á þeim tíma. Það breyttist hins vegar fljót- lega og átti Shaw ríkan þátt í því að Rosemount-vínin ruddu vegin fyrir önnur áströlsk vín inn á Bandaríkja- markað fyrir hálfum öðrum áratug þrátt fyrir að önnur áströlsk vínfyr- irtæki væru mun stærri og öflugri. Ekki „stórfyrirtækjamaður“ Þegar risafyrirtækið Southcorp, stærsta vínfyrirtæki Ástralíu, keypti Rosemount var Shaw gerður að yf- irvíngerðarmanni alls fyrirtækisins. Sem slíkur bar hann ábyrgð á vínum m.a. frá Lindeman’s, Wynn’s og Pen- fold’s, þar með töldu flaggskipinu Grange. En hann undi sér ekki lengi í þessu starfi og eftir einhver glæsi- legasta feril víngerðarmanns hjá stóru áströlsku vínrisunum ákvað hann að hætta og stofna sitt eigið litla fyrirtæki. Það er svo sannarlega ekki stórt á áströlskum mælikvarða, Shaw á um 50 hektara af ekrum. Og það er ekki einu hinna þekktu víngerðarsvæða Ástralíu heldur í Orange, sem er al- gjörlega óþekkt víngerðarsvæði í New South Wales í rúmlega tvö hundruð kílómetra frá Sydney. En hvers vegna í ósköpunum tók hann þessa ákvörðun er auðvitað það fyrsta sem manni dettur í hug að spyrja Shaw. Hann segir alla sem þekkja hann vita að hann sé ekki „stórfyrirtækjamaður“ og hafi raun- ar fest kaup á þessari ekru þegar ár- ið 1987 og gróðursett þar vínvið 1989. „Það vakti alltaf fyrir mér að gera það sem mig langaði til,“ segir hann. Og hvers vegna varð Orange fyrir valinu? Shaw segist hafa leitað víða að heppilegum stað, jafnt í Suður- Ástralíu sem Viktoríu og raunar gert tilboð í nokkrar eignir. Það var svo dag einn að hann flaug yfir Orange- svæðið að hann segist hafa áttað sig á þeim möguleikum sem þar leynd- ust. Það liggur hátt fyrir ofan sjáv- armáli og er því mjög svalt rækt- unarsvæði, á áströlskum mælikvarða. Þar ræktar hann nú sín eigin vín á ekrunni Koomooloo sem seld eru undir hans nafni en ber einnig ábyrgð á vínum fyrirtækisins Cumu- lus sem á stóra ekru í Orange og það- an koma vín sem seld eru undir nöfn- unum Rolling og Climbing. Rolling eru úr neðri hlíðum ekranna og eru tiltölulega ódýr en þrúgurnar í Climbing koma ofar úr hlíðunum þar sem er svalara og þau vín eru ögn dýrari. Shaw er þessa dagana að ferðast um nokkur ríki Evrópu til að kynna þessi nýju vín sín og kom m.a. við hér á Íslandi. Gagnrýnin á stór vín En hvað var það svo sem breyttist þegar hann „fékk að gera það sem hann vildi“ laus undan oki markaðs- deilda og baunateljara stórfyrirtækj- anna? Jú, það er ekki síst stíll vín- anna sem eru nokkuð ólík því sem margir eiga að venjast frá Ástralíu. Shaw lætur tína þrúgurnar þegar þær eru tilbúnar hvað bragð varðar en ekki þegar tannín þeirra hafa náð fullum þroska. „Stundum hefur maður á tilfinn- ingunni að sumir myndu láta þrúg- unar hanga á runnunum fram á næsta haust ef það yrði til að þroska tannínin,“ segir Shaw. Hann er mjög gagnrýninn á þann stíl sem hefur tröllriðið hinum al- þjóðlega vínmarkaði undanfarin ár þar sem áherslan er á „stór vín“ sem oftar en ekki eru agalega áfeng. Hann nefnir sem dæmi að fyrir nokkrum árum hafi tvö af þekktustu vínum Ástralíu og Kaliforníu, Ann- ars vegar Grange og hins vegar Ro- bert Mondavi Reserve verið um 12– 12,5% að áfengisstyrk. Nú séu þessi vín um 14–14,5% að styrk. Þegar nokkrir árgangar af þessum vínum sé smakkaðir samhliða komi hins vegar í ljós að það eru vínin sem eru lægri í áfengi sem standast tímans tönn. „Ég hef miklar áhyggjur af því að vín í dag séu að verða of áfeng. Slík vín eiga yfirleitt ekki nógu vel við mat. Við þurfum að finna nýtt jafn- vægi í þessum efnum. Þeir sem drekka vín sækjast eftir dýpt í bragði en ekki hárri áfeng- isprósentu,“ segir Shaw. Rolling Chardonnay 2005 er ódýr- ara hvítvínið frá Cumlus. Mildur sítr- usávöxtur, ferskjur, melóna og örlít- ill vottur af eik. Allt að því evrópskur Chardonnay í stílnum. Góð kaup. 1.190 krónur. 17/20 Rolling Shiraz er milt með rauð- um berjaávexti og mjúkum tann- ínum, einfalt en aðlaðandi. Góð kaup. 1.190 krónur 17/20 Climbing Chardonnay 2005 er mun kremaðra en Rolling-vínið, feitt með rjóma og eik í bland við sætan ávöxtinn án þess að úr verði áströlsk bragðbomba. Þvert á móti tekst að ná bragðdýptinni en halda þó öllu í hófi. Mjög góð kaup í þessu víni. 1.490 krónur. 17/20 Climbing Shiraz 2004 er vel gert með ágætum kirsuberjaávexti og plómum í nefi ásamt örlitlu súkku- laði, milt í munni með þægilegri sýru og fínum þéttleika í bragði. Ynd- islega frábrugðið flestum öðrum áströlskum Shiraz-vínum á mark- aðnum. 1.490 krónur 17/20 Philip Shaw no. 11 Koomooloo Vi- neyard Chardonnay 2005 rjómi og vanillusykur, sætur ávöxtur, ferskj- ur og ananas, feitt og milt í munni með hóflegri sýru. Einstaklega að- laðandi og þægilegt vín í alla staði. 2.990 krónur. 18/20 Philip Shaw no. 17 Koomooloo Vi- neyard Cabernet Franc, Merlot, Ca- bernet 2005 er vín þar sem Merlot er greinilega í aðalhlutverki. Mikill berjaávöxtur, krækiberjasulta og bláber, töluvert kryddað með sedrus og eik í munni ásamt slípuðum tann- ínum. Millilangt og fínlegt. 2.690 krónur. 17/20 Morgunblaðið/Sverrir Víngerðarmaðurinn Philip Shaw hefur í tvígang verið útnefndur alþjóð- legur víngerðarmaður ársins af International Wine and Spirit Competition. Víngerðarmaðurinn sem gerði það sem hann langaði til
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.