Morgunblaðið - 12.11.2006, Page 49

Morgunblaðið - 12.11.2006, Page 49
haustönn 2006. Um- sjón með námskeið- unum er í höndum miðstöðvar símennt- unar í Hafnarfirði. Fjölbreytt þjónusta og upplýsingar Í lok árs 2005 voru gefnir út upplýs- ingabæklingar um þá þjónustu sem í boði er hjá bænum auk ann- arra hagnýtra upplýs- inga. Bæklingurinn var þýddur á ensku, pólsku, rúss- nesku og víetnömsku. Nú þegar er búið að dreifa honum inn á heimili pólskra og rússneskra innflytjenda auk þess sem hann liggur frammi hjá ýmsum þjónustustofnunum. Að auki hefur kynningarrit um leik- skóla Hafnarfjarðar og umsókn- areyðublöð verið þýdd á fimm tungumál. Mikil áhersla er lögð á móttöku grunnskólabarna og er öflug mót- tökudeild starfandi við Lækjarskóla. Skólaskrifstofa Hafnarfjarðar hefur unnið tillögur um fyrirkomulag móðurmálskennslu fyrir innflytj- endabörn og eru þær nú til með- ferðar við gerð fjárhagsáætlunar Hafnarfjarðar 2007. Í upphafi verð- ur hugað að stærsta hópnum, pólsk- um börnum, en um leið er ætlunin að kanna um niðurgreiðslur vegna tungumálanámskeiða hjá Háskóla Íslands fyrir aðra hópa. Upplýsingamiðlun í útvarpi Hafnarfjarðarbær hefur átt gott samstarf við Alþjóðahús á sl. árum og styður við starfsemi þess með ár- legum fjárframlögum í formi þjón- ustusamnings. Nýjasta samstarfs- verkefni Hafnarfjarðarbæjar og Alþjóðahúss er útvarp fyrir innflytj- endur en fjölmiðladeild Flensborg- arskólans í Hafnarfirði á jafnframt aðild að því verkefni. Um er að ræða tilraunaverkefni fram á næsta vor sem er ætlað að auka upplýs- ingaflæði og fræðslu til erlendra íbúa Hafnarfjarðar og tryggja betur aðlögun þeirra að íslensku sam- félagi. Útsendingar hófust 1. nóvember sl. og eru á tíðninni 96,2 sem tekur til Hafnarfjarðar auk þess sem hægt verður að hlusta á útvarpið í gegn- um vefveitu Hafnarfjarðar. Þættir verða sendir út 4 sinnum í viku og eru frá 18.00 til 18.30 alla daga nema þriðjudaga. Að loknu reynslu- tímabili þarf að gera úttekt á því hvernig til hafi tekist. Ef vilji er til að halda áfram með verkefnið í ljósi reynslunnar þá er mikilvægt að skoða möguleikana á því að fá fleiri aðila til liðs við verkefnið, s.s. önnur sveitarfélög, stofnanir og fyrirtæki. Markmiðið er að stækka útsending- arsvæðið þegar fram líða stundir svo að fleiri erlendir íbúar á Íslandi eigi kost á að hlusta á þessar útsendingar. Ekkert framlag frá ríkisvaldinu Mikil aukning hefur verið á fjölda innflytj- enda á Íslandi á sl. ár- um, m.a. vegna mik- illar eftirspurnar atvinnulífsins eftir vinnuafli. Heilu fjöl- skyldurnar flytjast bú- ferlum frá fjarlægum löndum og það er gríð- arlega mikilvægt að stjórnvöld bjóði þessum nýju íbúum sértæka þjón- ustu sem er nauðsynleg til að tryggja aðlögun og jöfn tækifæri. Sveitarfélög hafa mörg hver lagt sitt af mörkum í þessu sambandi en aðgerðarleysi ríkisvaldsins hefur vakið athygli og undrun. Það er al- gjörlega óásættanlegt að sveit- arfélög ein standi undir þjónustu við innflytjendur. Það er skoðun und- irritaðs að ríkisvaldið verði að vakna til lífsins og marka heildstæða stefnu og tryggja fjármagn til mála- flokksins. Hafnarfjarðarbær hefur tekið af ábyrgð á þessu verkefni og við munum áfram leggja okkar af mörkum til að sinna því sem best má verða. Höfundur er bæjarstjóri. Lúðvík Geirsson MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12. NÓVEMBER 2006 49 Lyngás - 210 Garðabær Til leigu bjart og rúmgott skrifstofuhúsnæði við Lyngás í Garðabæ. Nánari lýsing: Komið er inn í dúklagðan stigagang sem er samnýttur með einum öðrum leigjanda. Til hægri þegar upp er komið er gengið inn í umrætt skrifstofurými, sem skiptist í 5 einingar: Litla geymslu, þrjár góðar bjartar skrif- stofur og lítið rými sem mætti nýta sem kaffiaðstöðu. Öryggiskerfi er í húsinu. Barbara Wdowiak Löggiltur leigumiðlari barbara@rentus.is S. 440 6020/664 6020 Fiskislóð - 107 Reykjavík Til leigu glæsilegt húsnæði sem býður uppá mikla möguleika . Um er að ræða tvö bil á jarðhæð um 95 fm og tvö bil á efri hæð um 83 fm. Húsnæðið er allt nýlega tekið í gegn. Möguleiki að gera íbúð- ir á efri hæðum. Steinteppi á gólfum, stórir gluggar. Sérinngangur í allar einingar. Halldór Jensson halldor@rentus.is Viðskiptastjóri s. 840 2100/440 6014 Fiskislóð - 107 Reykjavík Til leigu 699,1 fm atvinnuhúsnæði á Fiskislóð. Húsnæðið skiptist í stóran sal með tveimur innkeyrslu- dyrum. Á efri hæð eru skrifstofur. Góð aðkoma og næg bílastæði. Hagstæð leiga. Laust strax. Halldór Jensson halldor@rentus.is Viðskiptastjóri s. 840 2100/440 6014 Hlíðasmári -201 Kópavogur Til leigu nýtt verslunar- og skrifstofuhúsnæði á jarðhæð í Hlíðasmára í Kópavogi. Um er að ræða 449,5 fm og 417,6 fm. Gegnheilt eikarparket á gólfum, stórir gluggar. Laust strax Halldór Jensson halldor@rentus.is Viðskiptastjóri s. 840 2100/440 6014 Síðumúli - 108 Reykjavík Til leigu mjög gott 605,8 fm skrifstofuhúsnæði á 2. hæð við Síðumúla í Reykjavík. Eignin skiptist í 14 skrifstofurými, rúmgóða móttöku, stóran sal, fjórar snyrtingar, ræstikompu og geymslur. Vínildúkur á gólfum. Tveir inngangar. Möguleiki á að skipta í tvær einingar. Næg bílastæði. Halldór Jensson halldor@rentus.is Viðskiptastjóri s. 840 2100/440 6014 Rentus leigumiðlun Laugavegi 97 101 Reykjavík Sími 440 6100 Fax 440 6101 www.rentus.is OPIÐ HÚS DÍSABORGUM 3 Björt og falleg 96,2 fm 4ra herbergja endaíbúð á jarðhæð með sérinngangi, stórum afgirt- um sólpalli og miklu útsýni á barnvænum stað. Húsið er klætt að utan með varanlegum hætti og stendur innst í lokaðri húsagötu. Íbúðin er laus strax. Verð 24,9 m. Eignin verður sýnd milli kl. 14 og 16 í dag, sunnudag. Haukanes - Sjávarlóð Sverrir Kristinsson löggiltur fasteignasali Vel staðsett 402 fm einbýlishús á 1500 fm sjávarlóð. Húsið er á tveimur hæðum og skiptist þannig: Á efri hæð er forstofa, hol, gestasnyrting, þrjú herbergi, þrjár stofur, eldhús, búr, snyrting og baðherbergi. Tvöfaldur bílskúr. Á jarðhæð er hol, gestasnyrting, 4-5 svefnherbergi, bátaskýli og stór útgrafin rými sem nýtast sem hobbýherbergi, þvottahús, baðherbergi og geymslur. Húsið er í upprunalegu ástandi. V. 86,0 m. 6179 Falleg og vönduð íbúð á 1. hæð með stórum svölum ásamt tröppum niður í sérgarð sem er með sólpalli og afgirtur með skjólgirðingum. Íbúðin skiptist í forstofu, sérþvottaherbergi, stofu, eldhús með borð- króki, gang, baðherbergi og tvö stór svefnherbergi. Íbúðin er sólarmegin. V. 21,9 m. Sverrir Kristinsson, löggiltur fasteignasali Funalind - Með sérgarði

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.