Morgunblaðið - 12.11.2006, Qupperneq 49

Morgunblaðið - 12.11.2006, Qupperneq 49
haustönn 2006. Um- sjón með námskeið- unum er í höndum miðstöðvar símennt- unar í Hafnarfirði. Fjölbreytt þjónusta og upplýsingar Í lok árs 2005 voru gefnir út upplýs- ingabæklingar um þá þjónustu sem í boði er hjá bænum auk ann- arra hagnýtra upplýs- inga. Bæklingurinn var þýddur á ensku, pólsku, rúss- nesku og víetnömsku. Nú þegar er búið að dreifa honum inn á heimili pólskra og rússneskra innflytjenda auk þess sem hann liggur frammi hjá ýmsum þjónustustofnunum. Að auki hefur kynningarrit um leik- skóla Hafnarfjarðar og umsókn- areyðublöð verið þýdd á fimm tungumál. Mikil áhersla er lögð á móttöku grunnskólabarna og er öflug mót- tökudeild starfandi við Lækjarskóla. Skólaskrifstofa Hafnarfjarðar hefur unnið tillögur um fyrirkomulag móðurmálskennslu fyrir innflytj- endabörn og eru þær nú til með- ferðar við gerð fjárhagsáætlunar Hafnarfjarðar 2007. Í upphafi verð- ur hugað að stærsta hópnum, pólsk- um börnum, en um leið er ætlunin að kanna um niðurgreiðslur vegna tungumálanámskeiða hjá Háskóla Íslands fyrir aðra hópa. Upplýsingamiðlun í útvarpi Hafnarfjarðarbær hefur átt gott samstarf við Alþjóðahús á sl. árum og styður við starfsemi þess með ár- legum fjárframlögum í formi þjón- ustusamnings. Nýjasta samstarfs- verkefni Hafnarfjarðarbæjar og Alþjóðahúss er útvarp fyrir innflytj- endur en fjölmiðladeild Flensborg- arskólans í Hafnarfirði á jafnframt aðild að því verkefni. Um er að ræða tilraunaverkefni fram á næsta vor sem er ætlað að auka upplýs- ingaflæði og fræðslu til erlendra íbúa Hafnarfjarðar og tryggja betur aðlögun þeirra að íslensku sam- félagi. Útsendingar hófust 1. nóvember sl. og eru á tíðninni 96,2 sem tekur til Hafnarfjarðar auk þess sem hægt verður að hlusta á útvarpið í gegn- um vefveitu Hafnarfjarðar. Þættir verða sendir út 4 sinnum í viku og eru frá 18.00 til 18.30 alla daga nema þriðjudaga. Að loknu reynslu- tímabili þarf að gera úttekt á því hvernig til hafi tekist. Ef vilji er til að halda áfram með verkefnið í ljósi reynslunnar þá er mikilvægt að skoða möguleikana á því að fá fleiri aðila til liðs við verkefnið, s.s. önnur sveitarfélög, stofnanir og fyrirtæki. Markmiðið er að stækka útsending- arsvæðið þegar fram líða stundir svo að fleiri erlendir íbúar á Íslandi eigi kost á að hlusta á þessar útsendingar. Ekkert framlag frá ríkisvaldinu Mikil aukning hefur verið á fjölda innflytj- enda á Íslandi á sl. ár- um, m.a. vegna mik- illar eftirspurnar atvinnulífsins eftir vinnuafli. Heilu fjöl- skyldurnar flytjast bú- ferlum frá fjarlægum löndum og það er gríð- arlega mikilvægt að stjórnvöld bjóði þessum nýju íbúum sértæka þjón- ustu sem er nauðsynleg til að tryggja aðlögun og jöfn tækifæri. Sveitarfélög hafa mörg hver lagt sitt af mörkum í þessu sambandi en aðgerðarleysi ríkisvaldsins hefur vakið athygli og undrun. Það er al- gjörlega óásættanlegt að sveit- arfélög ein standi undir þjónustu við innflytjendur. Það er skoðun und- irritaðs að ríkisvaldið verði að vakna til lífsins og marka heildstæða stefnu og tryggja fjármagn til mála- flokksins. Hafnarfjarðarbær hefur tekið af ábyrgð á þessu verkefni og við munum áfram leggja okkar af mörkum til að sinna því sem best má verða. Höfundur er bæjarstjóri. Lúðvík Geirsson MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12. NÓVEMBER 2006 49 Lyngás - 210 Garðabær Til leigu bjart og rúmgott skrifstofuhúsnæði við Lyngás í Garðabæ. Nánari lýsing: Komið er inn í dúklagðan stigagang sem er samnýttur með einum öðrum leigjanda. Til hægri þegar upp er komið er gengið inn í umrætt skrifstofurými, sem skiptist í 5 einingar: Litla geymslu, þrjár góðar bjartar skrif- stofur og lítið rými sem mætti nýta sem kaffiaðstöðu. Öryggiskerfi er í húsinu. Barbara Wdowiak Löggiltur leigumiðlari barbara@rentus.is S. 440 6020/664 6020 Fiskislóð - 107 Reykjavík Til leigu glæsilegt húsnæði sem býður uppá mikla möguleika . Um er að ræða tvö bil á jarðhæð um 95 fm og tvö bil á efri hæð um 83 fm. Húsnæðið er allt nýlega tekið í gegn. Möguleiki að gera íbúð- ir á efri hæðum. Steinteppi á gólfum, stórir gluggar. Sérinngangur í allar einingar. Halldór Jensson halldor@rentus.is Viðskiptastjóri s. 840 2100/440 6014 Fiskislóð - 107 Reykjavík Til leigu 699,1 fm atvinnuhúsnæði á Fiskislóð. Húsnæðið skiptist í stóran sal með tveimur innkeyrslu- dyrum. Á efri hæð eru skrifstofur. Góð aðkoma og næg bílastæði. Hagstæð leiga. Laust strax. Halldór Jensson halldor@rentus.is Viðskiptastjóri s. 840 2100/440 6014 Hlíðasmári -201 Kópavogur Til leigu nýtt verslunar- og skrifstofuhúsnæði á jarðhæð í Hlíðasmára í Kópavogi. Um er að ræða 449,5 fm og 417,6 fm. Gegnheilt eikarparket á gólfum, stórir gluggar. Laust strax Halldór Jensson halldor@rentus.is Viðskiptastjóri s. 840 2100/440 6014 Síðumúli - 108 Reykjavík Til leigu mjög gott 605,8 fm skrifstofuhúsnæði á 2. hæð við Síðumúla í Reykjavík. Eignin skiptist í 14 skrifstofurými, rúmgóða móttöku, stóran sal, fjórar snyrtingar, ræstikompu og geymslur. Vínildúkur á gólfum. Tveir inngangar. Möguleiki á að skipta í tvær einingar. Næg bílastæði. Halldór Jensson halldor@rentus.is Viðskiptastjóri s. 840 2100/440 6014 Rentus leigumiðlun Laugavegi 97 101 Reykjavík Sími 440 6100 Fax 440 6101 www.rentus.is OPIÐ HÚS DÍSABORGUM 3 Björt og falleg 96,2 fm 4ra herbergja endaíbúð á jarðhæð með sérinngangi, stórum afgirt- um sólpalli og miklu útsýni á barnvænum stað. Húsið er klætt að utan með varanlegum hætti og stendur innst í lokaðri húsagötu. Íbúðin er laus strax. Verð 24,9 m. Eignin verður sýnd milli kl. 14 og 16 í dag, sunnudag. Haukanes - Sjávarlóð Sverrir Kristinsson löggiltur fasteignasali Vel staðsett 402 fm einbýlishús á 1500 fm sjávarlóð. Húsið er á tveimur hæðum og skiptist þannig: Á efri hæð er forstofa, hol, gestasnyrting, þrjú herbergi, þrjár stofur, eldhús, búr, snyrting og baðherbergi. Tvöfaldur bílskúr. Á jarðhæð er hol, gestasnyrting, 4-5 svefnherbergi, bátaskýli og stór útgrafin rými sem nýtast sem hobbýherbergi, þvottahús, baðherbergi og geymslur. Húsið er í upprunalegu ástandi. V. 86,0 m. 6179 Falleg og vönduð íbúð á 1. hæð með stórum svölum ásamt tröppum niður í sérgarð sem er með sólpalli og afgirtur með skjólgirðingum. Íbúðin skiptist í forstofu, sérþvottaherbergi, stofu, eldhús með borð- króki, gang, baðherbergi og tvö stór svefnherbergi. Íbúðin er sólarmegin. V. 21,9 m. Sverrir Kristinsson, löggiltur fasteignasali Funalind - Með sérgarði
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.