Morgunblaðið - 01.12.2006, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 01.12.2006, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. DESEMBER 2006 37 MÖRG undanfarin ár hafa sveitarfélögin verið rekin með halla og aukið skuldir sínar. Þótt nokkur viðsnún- ingur hafi orðið í rekstri þeirra á síðasta ári á það fyrst og fremst við þau sveit- arfélög sem notið hafa þenslunnar og upp- gangsins í atvinnulíf- inu, sem fyrst og fremst á sér stað hér á höfuðborgarsvæðinu og nágrenni þess og á Mið-Austurlandi. Víðast annars staðar er engin þensla nema verð- bólga, sem bitnar illa á öllum skuld- settum sveitarfélögum. Stór hluti þess fjárhagsvanda sem sveitarfélögin eiga við að glíma er byggðavandi. Þar sem þenslan er mest hafa þau þurft að ráðast í gríð- arlegar fjárfestingar til að mæta íbúafjölgun og þörfum atvinnulífs. Annars staðar glíma þau við aukinn rekstrarkostnað sem hækkar hlut- fallslega meira en tekjurnar. En fleira hefur orðið til þess að auka fjárhagsvanda sveitarfélag- anna. Skattheimta til hins opinbera, rík- is og sveitarfélaga, hefur tekið mikl- um breytingum á undanförnum ár- um sem leitt hefur til óeðlilegs misvægis og röskunar á jafnræði ríkis og sveitarfélaga í skatttekjum. Einkahlutafélögum hefur fjölgað gríðarlega á undanförnum árum. Á árinu 2004 fór fjöldi þeirra í fyrsta sinn yfir 20.000 og á miðju þessu ári eru þau um 25.600. Enn hraðari þró- un hefur orðið í greiðslu fjármagns- tekjuskatts. Á árinu 2003 námu tekjur ríkisins af þeim skatti um 9 milljörðum króna en á árinu 2005 voru þær um 21,7 milljarðar króna. Á því ári höfðu 6.600 fjölskyldur hærri fjármagnstekjur en launa- tekjur og 2.200 framteljendur höfðu engar aðrar tekjur en fjármagns- tekjur og greiða því ekkert útsvar. Sveitarstjórnarmenn hafa ítrekað vakið athygli á því, að þessar breyt- ingar hafa leitt til skerðingar á tekjum sveitarfélaganna en aukið tekjur ríkissjóðs, og að þær sam- ræmist ekki því sjónarmiði að jafn- ræði þurfi að vera í skattgreiðslum einstaklinganna til að fjármagna op- inbera samfélagsþjónustu – bæði ríkis og sveitarfélaga. Þróunin hefur leitt til þess að vaxandi fjöldi ein- staklinga með miklar tekjur greiðir lítið og í sumum tilfellum ekkert til þeirrar samfélagsþjónustu sem sveitarfélögin veita, þótt þeir njóti hennar með ýmsum hætti, ekki síður en aðrir. Tekið skal fram að ekki er við þá einstaklinga að sakast sem nýta sér hagfelldustu mögu- leika skattkerfisins, svo framarlega sem þeir eru ekki misnot- aðir. Það er misskipt- ing skattteknanna milli ríkis og sveitarfélaga sem er óviðunandi og hana verður að leið- rétta. Alþingi og rík- isstjórn geta ekki leng- ur horft fram hjá þessu misræmi og á því verð- ur að taka. Auðveld og einföld leið til þess er að veita sveitarfélögunum, frá og með næstu áramótum, 15% hlutdeild í fjármagnstekjuskattinum. Það er sanngjörn og eðlileg krafa sveitarfé- laganna. Sanngjörn krafa sveitarfélaganna Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson fjallar um málefni sveitarfélaga » Það er misskiptingskattteknanna milli ríkis og sveitarfélaga sem er óviðunandi og hana verður að leið- rétta. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson Höfundur er borgarstjóri. Stórhöfða 21, við Gullinbrú, s. 545 5500. www.flis.is ● netfang: flis@flis.is lím og fúguefni Vöggusæn gur vöggusett PÓSTSENDUM Skólavörðustíg 21 ● sími 551 4050 ● Reykjavík H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA - 7 5 9 8 Afl og hagkvæmni sameinast Tækniundrið TDI® dísilvélin eyðir aðeins 4,9 lítrum SkodaOctavia Skoda Octavia með 1,9 lítra TDI® dísilvél afsannar að afl og hagkvæmni fari ekki saman. Vélin skilar 105 hestöflum en eyðslan er einungis 4,9 lítrar í blönduðum akstri á hverja 100 km. Svo er Octavia TDI® einnig fáanleg fjórhjóladrifin og meira en tilbúin í átök vetrarins. Hvort sem hindrunin er háir snjóskaflar eða hátt eldsneytisverð, þá ertu í toppmálum á Skoda Octavia TDI®. Í ágúst 2006 tókst Stefáni Ásgrímssyni, ritstjóra FÍB blaðsins, að ná eyðslu bílsins í 3,63 lítra þegar hann ók rúmlega hringveginn, alls 1.515 km, í áheita- akstri HEKLU fyrir Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna. GullnaStýrið Skoda Octavia hefur meðal annars hlotið Gullna stýrið, einhver eftirsóttustu bílaverðlaun heims. Jólasöfnun Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur er hafin Þeir sem vilja leggja nefndinni lið vinsamlega hafið samband á skrifstofutíma í síma 551 4349 eða á netfangið maedur@simnet.is. Einnig er hægt að leggja framlög inn á reikning nr. 0101-26-35021, kt. 470269-1119. Umsóknir um jólaúthlutun eru dagana 6., 13. og 14. desember. Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur, Hátúni 12b.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.