Morgunblaðið - 15.12.2006, Side 12
12 FÖSTUDAGUR 15. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
ÝMIS tæki á
Keflavíkurflug-
velli eru komin til
ára sinna og hafa
flugvallaryfirvöld
þegar hafið at-
hugun á því
hverju þarf að
kosta til við að
endurnýja tækja-
búnað. Aðflugs-
ratsjá flugvallar-
ins er til að mynda 27 ára gömul og
snjóplógur sem notaður er við að
hreinsa flugbrautir er um 50 ára
gamall.
Þetta var meðal þess sem fram
kom í máli Björns Inga Knútssonar,
flugvallarstjóra Keflavíkurflugvallar,
á fundi Félags íslenskra atvinnuflug-
manna um öryggismál Keflavíkur-
flugvallar á Hótel Nordica í gær.
„Ýmis búnaður og tæki eru komin
til ára sinna og þess vegna erum við
byrjaðir að skoða hverju þarf til að
kosta til þess að öryggiskröfur þessa
flugvallar mæti ströngustu kröfum
nútímans,“ sagði Björn. Í samtali við
Morgunblaðið sagði hann kostnað
sem leggja þyrfti í á næstu 3–5 árum
ekki undir einum milljarði króna.
Tækjabúnaður frá varnarliðinu
var í mörgum tilvikum leigður, fyrst
til 11 mánaða en svo með möguleika á
framlengingu í 4 ár. „Eini búnaður-
inn sem við vitum til að þeir ætli sér
að taka af landi brott eftir fyrstu 11
mánuðina er eldfuglinn svokallaði,
þjálfunarbúnaður slökkviliðsmanna
sem er mjög umhverfisvænn. Við
þurfum að vinna í því að koma upp
samsvarandi búnaði fyrir flugvöllinn
eða komast að samkomulagi við
Bandaríkjamenn um að fá þennan
búnað keyptan,“ sagði Björn.
Hann sagði að engin skerðing
hefði orðið á þjónustu slökkviliðs
flugvallarins við yfirtöku íslenskra
stjórnvalda. „Ég er stoltur yfir að
segja frá því að þessi yfirfærsla frá
varnarliðinu var hnökralaus. Það
urðu fáir varir við hana, það voru
ekki lesendabréf í dagblöðum eða
spjallað um þetta í fréttum um að þar
væri óöld eða skálmöld í aðsigi eða í
gangi. Með samstilltu átaki þessara
starfsmanna, sem ég þakka mikið
fyrir hvernig þeir tóku á þessu og
þeirra fagfélagar, gekk þetta vel, öll-
um til heilla.“
Staðsetning ekki fullnægjandi
Skoðað hefur verið hvar staðsetja
megi nýja slökkvistöð sem uppfyllir
kröfur um viðbragðstíma, sagði
Björn. Þetta væri vissulega fjárfest-
ing en hana yrði einnig að líta á sem
uppfærslu á búnaði sem kominn væri
á aldur og öryggiskröfum í heild
sinni. Staðsetning slökkvistöðvarinn-
ar í dag væri ekki fullnægjandi gagn-
vart flugstöð Leifs Eiríkssonar, í ljós
hefði komið að slökkvibílar hefðu
þurft að bíða við flugbraut ef vél hefði
verið í aðflugi eða á leið í loftið.
Björn sagði snjóruðningsbúnað á
flugvellinum kominn til ára sinna, leit
væri að öðrum alþjóðaflugvelli sem
notaðist við 50 ára snjóplóg. Nýju
tæki sem hefði verið á leigu hjá varn-
arliðinu hefði hins vegar verið skilað
þar sem það þótti ekki virka nægi-
lega vel. Keyptur hefði verið nýr
snjóplógur sem væntanlegur væri til
landsins.
„Eldfuglinn“ hverfur af landi brott
Björn Ingi
Knútsson
Eftir Brján Jónasson
brjann@mbl.is
AÐEINS er spurning um hvenær, ekki hvort,
samgönguráðuneytið tekur við rekstri Kefla-
víkurflugvallar, segir Sturla Böðvarsson sam-
gönguráðherra. Hann sagði á fundi með flug-
mönnum í gær að hann ætlaði að beita sér fyrir
því að norðaustur–suðvestur-flugbrautin á
Keflavíkurflugvelli yrði opnuð á nýjan leik.
Félag íslenskra atvinnuflugmanna (FÍA)
boðaði til opins fundar til að ræða málefni
Keflavíkurflugvallar á Hótel Nordica í gær. Jó-
hannes Bjarni Guðmundsson, varaformaður
FÍA, sagði tilganginn með fundinum þann að
ræða öryggismál Keflavíkurflugvallar áður en
búið er að taka ákvarðanir um framtíð vallarins
í kjölfar brotthvarfs varnarliðsins.
Í erindi sínu sagði Jóhannes nokkur atriði
brenna á flugmönnum. Í fyrsta lagi mætti
nefna það baráttumál til margra ára að opna á
ný norðaustur–suðvestur-flugbrautina á Kefla-
víkurflugvelli. Þörfin fyrir þessa flugbraut
væri til staðar, t.d. fælist í því aukið öryggi, þar
sem brautin væri opin mætti fækka þeim dög-
um þar sem verið væri að lenda í allt að há-
markshliðarvindi, jafnvel í hálku og skertum
bremsuskilyrðum.
„Nærtækt dæmi um gildi þessarar flug-
brautar fengum við í haust þegar suðvestan-
hvassviðri olli því að fjölmargar flugvélar urðu
frá að hverfa. Þá stóð vindur næstum beint á
braut 07/25 [norðaustur–suðvestur-brautina].
Vél í neyð hefði orðið að eiga við allt of mikinn
hliðarvind á öðrum brautum,“ sagði Jóhannes.
Í samtali við Morgunblaðið ítrekaði hann
þessa skoðun og sagði að ekki væri á það bæt-
andi fyrir flugvél í neyð að þurfa að fara lengri
veg til lendingar, t.d. til Skotlands, eða lenda í
óþarflega miklum hliðarvindi.
Nauðsynlegt fyrir öryggið
Jóhannes benti einnig á það í erindi sínu að
nú væri allt útlit fyrir það að flugbraut á
Reykjavíkurflugvelli með sömu stefnu yrði
lögð niður. Þá væri augljóst að nauðsynlegt
væri fyrir öryggi innanlandsflugs á Íslandi að
braut í þessari stefnu sé til reiðu á suðvest-
urhorni landsins. Það væri því skýr krafa flug-
manna að brautin á Keflavíkurflugvelli yrði
opnuð áður en brautinni á Reykjavíkurflugvelli
yrði lokað.
Sturla Böðvarsson samgönguráðherra sagði
að undirbúa þyrfti opnun norðaustur–suðvest-
ur-flugbrautarinnar. „Ég tel að það sé afar
mikilvægt til að það sé sem mest öryggi í
rekstri flugvallanna á Íslandi í heild. Ég tek
undir það sem hér hefur komið fram að um leið
og ákvörðun verður tekin um breytingar á flug-
brautinni á Reykjavíkurflugvelli þarf að opna
brautina suðurfrá. Ég mun beita mér fyrir því
sem samgönguráðherra að svo geti orðið.“
Björn Ingi Knútsson, flugvallarstjóri Kefla-
víkurflugvallar, benti á að kostnaður við að
taka flugbrautina í notkun myndi að líkindum
verða á bilinu 200–250 milljónir króna, sem
yrði að koma úr ríkissjóði. Ástæðan fyrir þess-
um kostnaði væri ekki slæmt ástand brautar-
innar, þvert á móti væri hún í góðu ástandi,
heldur það að rafmagnsleiðslur henni tilheyr-
andi hefðu ekki verið endurnýjaðar þegar aðr-
ar leiðslur voru endurnýjaðar fyrir nokkru og
það þyrfti að gera áður en brautin verður tekin
í notkun.
Jóhannes Bjarni sagði mikilvægt á þessum
tímamótum sem Keflavíkurflugvöllur standi á í
dag að öryggi og þjónusta á vellinum yrði ekki
síðri, og helst betri, en hún var í tíð varnarliðs-
ins. Tryggja þyrfti að þjónusta og tími við
hreinsun og hálkueyðingu yrði ekki lakari og
óásættanlegt væri að dregið yrði úr kröfum og
staðlar lækkaðir við þessa breytingu. Sömu
kröfu ætti að gera til slökkviliðs flugvallarins,
sem hefði hlotið fjölda viðurkenninga fyrir fag-
mennsku og hátt þjónustustig.
Samgönguráðherra fullvissaði fundarmenn
um að öryggiskröfur á flugvellinum yrðu ekki
minnkaðar. „Ég get fullvissað ykkur um að það
verður í engu slakað á kröfum og búið áfram
þannig um hnútana að slökkvilið og öll þjón-
usta varðandi flugbrautir verður áfram í sam-
ræmi við alþjóðlegar kröfur og staðla og þær
kröfur sem við viljum að séu gerðar hvað þetta
varðar.“
Starfshópur um framtíðarskipan
Sturla upplýsti jafnframt á fundinum um að
samgönguráðuneytið hefði skipað fulltrúa í
starfshóp sem á að móta tillögur fyrir sam-
gönguráðherra um framtíðarskipan flugvernd-
armála á Keflavíkurflugvelli. Jafnframt sagði
ráðherra stefnt að því að fimm manna nefnd
sérfræðinga sem hafa mun það hlutverk að
undirbúa færslu á stjórnun og rekstri Keflavík-
urflugvallar frá utanríkisráðuneyti til sam-
gönguyfirvalda lyki störfum fyrir lok febrúar á
næsta ári.
„Vinna við breytingu á framtíðarskipulagi
stjórnsýslunnar á Keflavíkurflugvelli er því
hafin og er þess vænst að með vorinu verði
unnt að hrinda þeim breytingum í framkvæmd
sem þegar hafa verið lagðar til eða koma til
með að birtast í niðurstöðu starfshópsins og
ákvarðanatöku í framhaldi af því,“ sagði
Sturla.
Hann sagði eðlilegt að starfsemi Keflavík-
urflugvallar færðist til Flugmálastjórnar Ís-
lands og Flugstoða ohf. eftir því sem við á.
Flugmálastjórn Keflavíkurflugvallar hefði
annast flest verkefni sem Flugmálastjórn Ís-
lands hefði séð um annars staðar á landinu og
oft hefði ábyrgð og framkvæmd skarast hjá
stofnununum.
„Þá hefur í raun verið rekin tvöföld yfir-
bygging á sviði yfirstjórnar flugmála og visst
óhagræði hefur fylgt þessari skörun þar sem
einstaklingar og fyrirtæki þurfa að eiga sam-
skipti við tvenn stjórnvöld vegna sama mála-
flokks,“ sagði Sturla.
Hilmar Baldursson, flugrekstrarstjóri Ice-
landair, sagði á fundinum að félagið liti til þess
með tilhlökkun að starfsemi Keflavíkurflug-
vallar færðist til samgönguráðuneytisins. „Við
lítum til þess mjög björtum augum og hljótum
að horfa til þess að þar verði möguleiki á kostn-
aðarlækkun og þá um leið betri þjónustu. Við
vitum að það er tvíverknaður í kerfinu í dag.“
Morgunblaðið/RAX
Flugbraut opnuð „Um leið og ákvörðun verður tekin um breytingar á flugbrautinni á Reykjavíkurflugvelli þarf að opna [norðaustur–suðvestur] brautina suður frá,“ sagði Sturla Böðvarsson.
Aflögð flugbraut aftur í notkun
Morgunblaðið/ÞÖK
Öryggi óbreytt Íslenskir atvinnuflugmenn lögðu áherslu á að öryggi og þjónusta á Keflavíkur-
flugvelli skertust ekki í framtíðinni frá því sem var meðan varnarliðið sá um þessi atriði.
Í HNOTSKURN
»Flugmenn lögðu áherslu á að flug-braut með stefnuna norðaustur–
suðvestur verði opnuð að nýju, en henni
var lokað fyrir nokkrum árum.
»Samgönguráðherra ætlar að beitasér fyrir opnun brautarinnar áður
en braut með sömu stefnu á Reykjavík-
urflugvelli verður lokað.
»Kostnaðurinn við að opna brautinagæti numið 200–250 milljónum kr.
Félag íslenskra atvinnuflug-
manna boðaði til fundar með
ráðherra til að ræða stefnu og
rekstur Keflavíkurflugvallar
eftir brotthvarf varnarliðsins.