Morgunblaðið - 15.12.2006, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 15.12.2006, Qupperneq 27
mælt með … MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. DESEMBER 2006 27 Aðventutónleikar í Skálholtskirkju Laugardaginn 16. desember verða aðventutónleikar í Skálholti kl. 14, 16 og 20.30. Þar koma fram m.a. Skál- holtskórinn og Barna- og unglingakór Biskupstungna. Sigrún Hjálmtýsdóttir og Óskar Pétursson koma fram með kórnum og hljómsveit Hjörleifs Valssonar leikur undir. Hilmar Örn Agnarsson stjórnar. Heiðursgestur tónleikanna er Gunnar Þórðarson. Það er tilvalið að fá sér bíltúr í sveitina og eiga ljúfa stund í Skálholtskirkju. Barcelona gegn Internacional de Porto Alegre Á sunnudagsmorguninn kl. 10.20 leikur Eiður Smári Guðjohnsen til úrslita um heimsmeistaratitil félagsliða á móti hinu brasilíska Internacional de Porto Alegre og verður sýnt beint frá leiknum á Sýn. Bráðsnjallt væri nú að gleyma öllum jólaundirbúningi um stund, kasta sér upp í sófa og hvetja okkar mann. Jólasýning í Þjóðminjasafni Nú er í gangi jólasýning í Þjóðminjasafninu, nánar til- tekið á Veggnum. Þar eru sýndar myndir tvíburabræðr- anna Ingimundar og Kristjáns Magnússona. Tilvalið er að brjóta upp verslunarleiðangurinn með því að kíkja á sýninguna þar sem börn komast í jólaskap og bernskujól hinna fullorðnu rifjast upp við skoðun myndasýning- arinnar. Dómkórinn syngur úti Jólalegt er um að litast á Skólavörðustígnum og fullt tilefni til að gera sér sérstaka ferð þangað á laugardag- inn þegar Dómkórinn mun syngja jólalög úti við á Skóla- vörðustíg 12 kl. 12.30. Nánast óhjákvæmilegt er að kom- ast í rétta jólagírinn við blíðan söng Dómkórsins, vel dúðaður með húfuna og vettlingana á sínum stað. Elektrónískt jólapartí á Barnum Laugardagskvöldið 16. desember verður ærleg jólaveisla á Barnum þar sem elektró-snúðurinn DJ Jerry sér um að þeyta skífum. DJ Jerry er Ís- landsvinur með meiru og hefur lofað að gera allt vit- laust. Upphitun verður í höndum DJ Casanova og partíið hefst upp úr kl. 23. Frítt er inn. Hvar er jólaskapið? Í útvarpinu hljóma jólalögin ótt og títt og rómantíkin í textanum er þannig að um mann fer sæluhrollur. Svo er haldið í bæinn og rómantíkin sem sungið er um er týnd og tröllum gefin, allt einhvern veginn brjálað, fólk stressað og flýtir sér eins og hver mínúta sé sú síðasta til að klára það sem óklárað er. Því ekki að reyna að breyta þessu, setjast niður heima við kertaljós með piparkökur og súkkulaðidrykk við höndina, spjalla við heimilisfólk, skrifa á jólakortin, eða hvað það er sem gera þarf, og reyna að finna þessa margumsungnu rómantík jólanna? Skautasvell á Ingólfstorgi Hvernig væri nú að taka skautana með sér í versl- unarleiðangurinn þannig að þegar allir eru orðnir þreyttir á að versla má bregða skautunum á fætur sér og renna sér af hjartans lyst á skautasvellinu á Ingólfstorgi. Slíkt gæti sett skemmtilegan blæ á annars þreytandi verslunarferð. Sængurfataverslun, Glæsibæ • Sími 552 0978 • www.damask.is • Opið mán.-fös. kl. 10-18, lau. kl. 10-16. Allt á rúmið Laugavegur 61 • Sími 552 4930 jonogoskar.is P IP A R • S ÍA • 6 0 9 1 2 Úrval demantsúra Eitt vandaðasta úr veraldar Pöntunarsími ÆVIMINNINGAR JÓHANNESAR ZOËGAhitaveitustjóra eru komnar út. Í bókinni rekur Jóhannes uppvaxtarár sín á Norðfirði og segir frá námsárunum á Akureyri og í Reykjavík. Hann segir frá ýmsum ævintýrum frá stríðsárunum í Þýskalandi, „njósnaferð“ og verkbanni sem hann lenti í vegna ógætilegra ummæla um ráðamenn. Þegar loftárásir hófust náði hann oftar en einu sinni að bjarga húsi frá eyðileggingu með því að slökkva í logandi sprengju. Hann og félagi hans komust á ævintýralegan hátt til Danmerkur eftir stríðslok. Eftir stríð markaði hann spor í söguna með því að byggja upp Hitaveituna sem arðbærasta fyrir- tæki landsins. Bókin er 224 bls. að stærð, prýdd fjölda mynda. Áætlað verð í bóka- búðum er 3.500 krónur. Hægt er að panta bókina með því að hringja í síma 512 7575 eða senda tölvupóst á póstfangið bj@heimur.is.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.