Morgunblaðið - 15.12.2006, Qupperneq 41

Morgunblaðið - 15.12.2006, Qupperneq 41
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. DESEMBER 2006 41 RÉTT einu sinni hlaupa nú allir til að finna upp hjólið. Þar í hópi eru all- ir mögulegir „pólitíkusar“, trygg- ingasérfræðingar og fjölmiðlafólk og tilefnið er auðvitað hin „hættu- lega“ þjóðvegaumferð og þá alveg sérstaklega á þjóðveginum frá Reykjavík til Selfoss að svo stöddu máli a.m.k. Hefði nú þetta lið verið vakandi fyrir 4 árum og síðan hlustað á tillögur að lausn þessa vanda á þeim tíma og skilið vandann, sem þá var fyrir hendi alveg eins og nú, gæti verið búið að leysa hann, sem t.d. samgönguráðherrann ráðalausi heldur að þurfi að taka fjögur ár. Í aðdraganda alþingiskosning- anna 2003 voru æði margir uppfullir af því að nauðsyn bæri til að lýsa upp Hellisheiðina náttúrulega af því að þá höfðu menn séð lýsingu Reykja- nesbrautarinnar og héldu að þar lægi öll lausnin. Afar fáir virtust skynja hinn raunverulega vanda, þeir voru þó til. Vegagerðin hafði auðvitað á tak- teinum ónýta og sennilega mjög hættulega lausn, a.m.k. fyrir suma vegfarendur, þ.e. með partalausnum í þriggja reina vegi og svo sem ekki við öðru að búast úr þeirri átt. Sunnlenska frétta- blaðið á Selfossi spurði að vísu óyfirvegaðrar spurningar rétt fyrir kosningarnar 2003 þ.e. „Hvers vegna beita þingmenn héraðsins sér ekki fyrir lýsingu Hellisheiðar“ og þessu svöruðu þrír forsvars- menn framboðslista þannig: Árni Ragnar Árnason fyrir D-lista: „Ég svara ekki fyrir alla. Ég hef kynnt mér árangur og áhrif af lýsingu og breikkun þjóðvega fyrir umferðina. Reynslan sýnir að umferðarhraði eykst með lýsingu – burtséð frá því hvort viðkomandi vegur hefur verið breikkaður eða ekki. Breikkun eyk- ur flutningsgetu vegarins, lýsing breytir flutningsgetunni ekki. Þess vegna beiti ég mér fyrir breikkun þjóðvega og öðrum framkvæmdum, sem auka flutningsgetu og öryggi umferðar, þar sem þess þarf.“ Kristján Pálsson fyrir T-lista: „Góð spurning. Ég lagði fram tillögu fyrir 2 árum um breikkun og lýsingu Hellisheiðar. Ég beitti mér mjög fyr- ir lýsingu Reykjanesbrautar, sem varð að veruleika 1996. Enginn sem keyrir hana í dag vill slökkva ljósin.“ Einar Birnir fyrir N-lista: „Hver sá sem notið hefur heiðríkra sum- arnátta og stjörnubjartra vetr- arkvölda við log norðurljósa á Hellis- heiði veit að lýsing fárra dimmra regnnátta, sem svo er gagnslaus í snjóbyl og þoku, er dýru verði keypt og veit líka að fjórbreið skipt ak- braut, tvær reinar vestur og aðrar tvær austur, er eina raunhæfa lausn- in í þágu öryggis og akstursþæg- inda.“ Aðrir forystumenn lista á Suður- landi gerðu lítið annað en „hóa í lýs- ingarhávaðann“ í þetta sinn og máttu ekki vera að því að skoða hinn raunverulega vanda. Skýr svör þeirra Árna, Kristjáns og Einars hafa nú loksins náð eyrum almenn- ings og er sannarlega sorglegt að þær hörmungar þurfti til sem dæm- in sýna, en hálf finnst manni nú hjá- kátlegt að sjá og heyra sérstaklega pólitíkusa og tryggingamenn stökkva nú upp til handa og fóta og tala eins og þetta séu alveg ný sann- indi og satt að segja er næsta und- arlegt að sjá aðeins þennan veg- arkafla í umfjöllun, þegar langir kaflar aðrir á þjóðvegum landsins eru litlu betur staddir þegar kemur að öryggi vegfarenda án þess þó að nefndar séu allar einbreiðu brýrnar. Vegagerð á Hellisheiði Einar Birnir fjallar um sam- göngumál »… er næsta und-arlegt að sjá aðeins þennan vegarkafla í um- fjöllun, þegar langir kaflar aðrir á þjóð- vegum landsins eru litlu betur staddir þegar kemur að öryggi vegfar- enda … Einar Birnir Höfundur er ellilífeyrisþegi. Mikið úrval af fallegum rúmfatnaði Skólavörðustíg 21, Reykjavík, sími 551 4050
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.