Morgunblaðið - 15.12.2006, Page 46
46 FÖSTUDAGUR 15. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ Gísli Ólafssonfv. yfirlögreglu-
þjónn á Akureyri
fæddist á Sand-
hólum í Eyjafirði
23. júní árið 1910.
Hann andaðist á
Fjórðungssjúkra-
húsinu á Akureyri
4. desember síðast-
liðinn. Foreldrar
hans voru hjónin
Ólafur Gíslason
bóndi og Sigríður
Jónsdóttir, þau
eignuðust átta börn
saman en tvö þeirra létust á
unga aldri. Gísli lifði systkini sín.
Gísli missti föður sinn 11 ára
gamall. Hann ólst upp til 18 ára
aldurs í Eyjafirði en flutti þá
ásamt móður sinni til Akureyrar
og bjó þar til æviloka. Gísli byrj-
aði á því að aka vörubíl er hann
fluttist til Akureyrar, hóf síðan
störf hjá BSA um það bil er suð-
urferðir hófust og vann þá við
fólksflutninga til Reykjavíkur í
ævintýralegum ferðum. Hann
hóf störf hjá lögreglunni árið
1940 og sá þá jafnframt um
sjúkraflutninga. Gísli gerðist
ökukennari og í einni slíkri
kennslustund kynntist hann Evu
Sigurrós Hjálmarsdóttur, f.
17.10. 1917, d. 15.10. 1980, en
þau giftust árið 1949. Dóttir
þeirra er Sigríður, gift Einari S.
Bjarnasyni, þau eiga tvær dætur,
þær eru Eva Hrund, gift Árna
Kár Torfasyni, dóttir þeirra er
Hildur Sigríður og Tinna Rún,
sambýlismaður Viðar Helgason.
Gísli var um tíma
varðstjóri og yfir-
varðstjóri í lögregl-
unni á Akureyri en
gerðist yfirlög-
regluþjónn árið
1955 og gegndi því
starfi þar til hann
lét af störfum um
sjötugt. Gísli var
jafnframt yfirlög-
reglustarfinu
stefnuvottur og sá
um jarðskjálfta-
mælana á Akur-
eyri. Gísli vann
ásamt fleirum að samantekt
Vestur-íslenskra æviskráa.
Almannavarnir voru mótaðar
fyrir Norðurland undir hans for-
göngu. Hann stofnaði við annan
mann flugskóla Akureyrar en
einnig var hann einn af stofn-
endum Flugfélags Akureyrar,
sem síðar varð Flugfélag Ísland
og varð við samruna síðar að
Flugleiðum. Gísli var heiðurs-
félagi Oddfellowreglunnar á Ís-
landi, Lögreglufélags Akureyr-
ar, Flugmálafélagsins, Vélflug-
félags Akureyrar. Hann var
sæmdur gullmerki Rauða kross
Íslands, Erindrigmedalje H.M.
Kong Olav V. Noregskonungs og
sæmdur riddarakrossi Hinnar ís-
lensku fálkaorðu hinn 14. okt.
1984, auk þess sem hann hlaut
margar aðrar viðurkenningar
fyrir margvísleg störf í þágu
samfélagsins.
Útför Gísla verður gerð frá
Akureyrarkirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 13.30.
Fögur lífsbók vinar míns og
tengdaföður fyllir hugann þegar ég
lít til baka þau tæplega þrjátíu og
sjö ár sem leiðir okkar Gísla hafa
náð saman. Það voru mér forrétt-
indi að kynnast honum. Hann var
hugljúfur, viljasterkur og einlægur
maður sem auðvelt var að ræða við
um hvaðeina. Hann bjó á heimili
okkar hjóna í liðlega tuttugu ár og
bar aldrei skugga á milli okkar.
Hann var minn besti vinur, auk
þess sem hann var ómetanlegur
dætrum mínum sem sáu góða fyr-
irmynd í afa og gátu leitað til hans
öllum stundum með sín litlu og
stóru mál sem vandlega voru
ígrunduð og oftast fundin sameig-
inleg lausn á.
Þegar hugurinn reikar nú til
baka þá minnist ég þess tíma áður
en Gísli missti eiginkonu sína Evu
Sigurrós. Það voru notalegir tímar
sem maður átti þegar maður kom í
heimsókn til þeirra í Ásveginn. Þá
sá ég vel hvernig Gísli bar sig að í
verki. Hann hafði einstæða hæfi-
leika við að ná árangri í starfi sínu
með vinsamlegum og virðulegum
samskiptum við aðra. Auk þess sá
maður að hann var sérstaklega
vandvirkur við að taka ljósmyndir,
bæði í vinnu sinni og tómstundum.
Hann starfaði að mörgu og var
skemmtilega upptekinn í starfi
sínu og var þá vinalegur húmor
sjaldan langt undan. Eftir að Gísli
missti eiginkonu sína flutti hann
inn á heimili okkar hjóna og tók
virkan þátt í heimilishaldinu og sá
iðulega um elskulega umönnun
dætra minna. Stundum á sumrin
fórum við í ferðalög og þá gjarnan
eitthvað erlendis. Vekja þær
stundir skemmtilegar minningar
sem oft var hægt að rifja upp með
skemmtilegum ljósmyndum. Gísli
var einstaklega laginn, pössunar-
samur og skipulagður við að halda
saman samtímaminningum á líð-
andi stund og njótum við fjölskyld-
an þess í dag. Gísli var mjög dag-
farsprúður maður sem bar mikla
virðingu fyrir vinsamlegri og kær-
leiksríkri framkomu, sannleikurinn
hafði mikið gildi í huga hans. Í
þessu var hann mín besta fyrir-
mynd. Gísli var ekki gefinn fyrir að
troða skoðunum sínum upp á aðra,
heldur kunni hann að læða að
manni athugasemdum ef honum
fannst við eiga og þá gjarnan vel
ígrundað.
Gísli var vinmargur og vinsæll
og hafði frá mörgu skemmtilegu að
segja, enda lifði hann einstaka ævi.
Fyrri hluta ævinnar var hann æv-
intýramaður og tók þátt í byrjun
tæknibyltingar á fyrri hluta síð-
ustu aldar, á þeim tíma er bíllinn
kom til sögunnar og flugið. Hann
lét mikið að sér kveða í þeim mál-
um. Hann eignaðist marga vini í
Vesturheimi enda ferðaðist hann
þvert og endilangt bæði um Kan-
ada og Bandaríkin og keyrði þá
ásamt fleirum við söfnun á efni í
Vestur-íslenskrar æviskrár. Á
þessum ferðum sínum gerði hann
sér far um að kynnast því hvernig
lögreglan starfaði á þessum stöð-
um. Þetta átti eftir að reynast hon-
um vel er hann tók við starfi sem
yfirlögregluþjónn á Akureyri.
Hann starfaði sem ökukennari,
stofnaði flugskóla ásamt öðrum,
vann við veðurathuganir, jarð-
skjálftamælingar og sjúkraflutn-
inga og ásamt fleirum vann hann
að því að kaupa fyrstu sjúkraflug-
vélina hingað til Akureyrar. Má
segja að hann hafi rutt brautina
fyrir Almannavarnir hér á Akur-
eyri og vildi að hér yrði varastöð
fyrir landið allt. Hann var ásamt
fleirum hugmyndasmiður að því að
byggja lögreglustöðina á Akureyri
jafn myndalega og raun varð á.
Hann annaðist skipulag og um-
sýslu þeirrar framkvæmdar frá
byrjun til enda. Hann átti auðvelt
með að fá til liðs við sig menn til að
gera þyrluflugvöll við Fjórðungs-
sjúkrahúsið á Akureyri sem allir
gerðu það í sjálfboðavinnu. Gísli
starfaði í mörgum félögum. Má þar
nefna Rauða kross Íslands, Odd-
fellowregluna, Flugsögufélagið,
Félag lögreglumanna og áfram
mætti lengi telja. Alls staðar var
Gísli virkur og heiðraður með virt-
um. Gísli náði að eldast með reisn.
Fögur mynd og söknuður sest í
hugann ásamt þakklæti fyrir það
að hafa haft hann að nánum vini.
Gísli var hið stóra tré í skógi mann-
kærleikans sem gott var að leita
sér skjóls við. Megi sá sem öllu
ræður taka á móti honum, veita
honum skjól og náðugan frið í
faðmi vina.
Einar S. Bjarnason.
Elsku afi, nú ertu farinn yfir til
hinna englanna. Við systur fyll-
umst stolti þegar við hugsum til
þín. Þú átt litríkan og árangurs-
ríkan feril að baki og fórst í gegn-
um lífið með kærleikann að leið-
arljósi. Það var sama hvar þú
komst við, alltaf stóðst þú upp úr
sem leiðtogi og varst umvafinn
væntumþykju.
Við systur vorum þess heiðurs
aðnjótandi að fá að alast upp með
þér og eiga þig sem þriðja foreldri.
Það var okkur mikil blessun og
hrein guðsgjöf.
Við systurnar vorum einmitt að
rifja upp þann góða sið þinn að
koma inn til okkar fyrir svefninn til
þess að bjóða góða nótt og klæða
okkur í hlýja ullarsokka. Þetta eru
stundir sem okkur þykir vænt um
að rifja upp.
Það var sama hvað maður hafði
gert af sér eða hvernig lá á manni,
alltaf gat maður leitað til þín, elsku
afi. Þú dæmdir aldrei heldur
varstu alltaf til staðar. Þér var
ávallt mikið í mun að öllum liði vel
og að fjölskyldan stæði þétt saman.
Við fjölskyldan höfðum ávallt
þann góða sið að eyða sunnudags-
kvöldunum saman í Grenilundinum
og voru það okkur öllum mjög dýr-
mætar stundir. Þá var mikið hlegið
og spjallað um heima og geima. Þú
hafðir alveg einstakan húmor sem
þú hélst allt undir það síðasta. Þú
náðir alltaf að koma með ótrúlega
hnyttin tilsvör þegar síst var von á
og eru til minningar um margar
stundir þar sem fjölskyldan bók-
staflega grét úr hlátri vegna orð-
heppni þinnar.
Eitt af þínu gildum var að dæma
ekki aðra og aldrei heyrði maður
þig tala illa um nokkurn mann. Þú
varst réttsýnn með eindæmum,
eljusamur, gjafmildur og barst
kærleika til náungans. Sýna það
mörg verk þín í gegnum tíðina. Þú
hafðir einstaka sýn á lífið, tókst
ekkert sem sjálfsagðan hlut og
varst einstaklega þakklátur.
Það var ólýsanlegt að horfa á
hversu mikið þú yngdist upp við að
eignast fyrsta langafabarnið, hana
Hildi Sigríði. Hún var greinilega
ljósið í lífi þínu síðasta eina og
hálfa árið og sá maður þig stundum
finna barnið í sjálfum þér þegar
hún var nærri. Það var fallegt að
sjá hana kveðja þig í hinsta sinn.
Kyssti þig á vangann, sagði „afi
lúlla“ og vinkaði bless. Það var eins
og hún vissi að þú værir farinn frá
okkur.
Við vorum mjög lánsamar að fá
að hafa þig meðal okkar eins lengi
og raun bar vitni. Við vitum að þú
fórst sáttur og hamingjusamur. Þú
talaðir óspart um hvað þú taldir
þig vera lánsaman hvað varðar fjöl-
skyldu og lífshlaup. Þú hefur verið
okkur systrum ómetanleg gjöf sem
verður okkur veganesti í gegnum
lífið. Fyrir það erum við afar þakk-
látar. Væntumþykjan streymdi frá
þér, bæði í orðum og verki. Þú
varst kletturinn í lífi okkar og svo
sannarlega fyrirmynd. Þó þú sért
farinn til hennar ömmu er þó víst
að þú verður aldrei langt undan.
Við vitum að þú átt bæði eftir að
fylgja okkur í gegnum hamingjuna
og styðja okkur í erfiðleikum.
Minning þín á eftir að ylja okkur
um hjartarætur um ókomna tíð.
Við kveðjum þig með ást og sökn-
uði.
Eva Hrund og Tinna Rún.
Mér finnst ótrúlegt að hugsa til
þess að Gísli var orðinn 86 ára
gamall þegar ég kynntist honum.
Hann var ótrúlega vel á sig kom-
inn, ók ennþá bíl, sentist með
stefnur og hafði nóg fyrir stafni.
Ég hafði kynnst Evu dótturdóttur
Gísla og úr varð að ég flutti inn á
heimili fjölskyldunnar í Grenilundi
og á neðri hæðina þar sem Gísli
hafði skrifstofu.
Maður fylltist lotningu við að
koma inn á skrifstofuna til Gísla.
Fjöldi heiðursmerkja á veggjum
fyrir vel unnin ævistörf, m.a. fyrir
lögregluna, Rauða krossinn og
Oddfellow. Það var gott að koma til
Gísla og alltaf gaf hann sér góðan
tíma til að spjalla, spyrja hvernig
fjölskyldunni liði, fara yfir ætt-
fræðina og ræða um daginn og veg-
inn.
Á þessum 10 árum sem ég þekkti
Gísla hafði hann margvísleg áhrif á
mig og með lífssýn sinni, jákvæðni
og bjartsýni gaf hann mér gott
veganesti til framtíðar. Hann sagði
lykilinn að því að komast áfram í
lífinu vera að koma vel fram við
annað fólk enda var hann vina-
margur og ávallt reiðubúinn að
rétta hverjum sem var hjálpar-
hönd. Hann fylgdist vel með því
hvernig mér gekk í námi og starfi
og veitti mér oft hvatningu til þess
að gera enn betur og ná góðum ár-
angri.
Það voru þung skref fyrir mig
eitt sinn að ganga inn á skrifstof-
una til Gísla og tilkynna honum að
ég hafði runnið til í hálku á bílnum
hans sem ég hafði að láni, lent í
árekstri og skemmt bílinn. Gísli sá
að mér var brugðið og brást vel við
eins og við var að búast af honum.
Þakkaði fyrir að ég hafði ekki slas-
ast og gaf mér föðurleg ráð hvað
varðaði akstur við erfiðar aðstæð-
ur, enda kynnst ýmsu á ferðum
sínum fyrir BSA á fyrri tíð.
Ég minnist þess hversu gaman
Gísli hafði af því að fara í bíltúra
með okkur Evu eftir að hann ákvað
sjálfur að leggja inn ökuskírteinið
sitt og hætta að keyra. Það lifnaði
yfir Gísla þegar við keyrðum Eyja-
fjarðarhringinn og hann rifjaði upp
minningar úr æsku og sagði okkur
sögur frá gömlum dögum sem oft á
tíðum voru skemmtilegar en einnig
átakanlegar er rifjaðist upp fyrir
honum fátæktin, þegar hann var að
alast upp ásamt átta systkinum,
sem fóru hvert sinn veg eftir að
faðir þeirra féll frá, þegar Gísli var
einungis ellefu ára gamall. Gísli
lærði fljótt, þá ungur, að bjarga sér
og flutti á unglingsárum til Akur-
eyrar þar sem hann átti eftir að
setja mark sitt á bæjarlífið.
Gísli hélt heilsunni og reisn allt
til loka. Fylgdist vel með fréttum
og gat ávallt bent á spaugilegar
hliðar lífsins þegar því var að
skipta. Undir það síðasta, þegar
ljóst var hvert stefndi, sagði Gísli
aðspurður hvernig hann hefði það,
að sér liði sem hann æki utan vegar
í vondu skyggni. Gísli var lagður af
stað í síðustu bílferðina hérna meg-
in, áleiðis til Evu konu sinnar, sem
hann hafði beðið svo lengi eftir að
hitta á ný. Ég sé hann fyrir mér,
þar sem hann situr við stýrið, í sínu
fínasta pússi, glaður í bragði að
venju. Úrræðagóður kemst hann
klakklaust aftur upp á veginn og
um leið rofar til og Gísli ekur til
móts við birtuna í faðm konu sinn-
ar og ástvina.
Ég kveð Gísla með söknuði og
þakklæti.
Árni Kár.
Það var í byrjun mars 1964 að ég
fékk skilaboð frá Gísla að heim-
sækja hann eitt kvöld í Ásveginn.
Ég vissi þá hvað stóð til en hann
hafði komið þeim skilaboðum til
mín að hann vantaði ungan lög-
regluþjón í lögregluliðið á Akur-
eyri.
Ég var yfirspenntur þegar ég fór
þangað heim og Gísli bauð mér til
stofu, en þar hafði Eva kona Gísla
sett kaffi og kökur á borð. Gísli
gekk hreint til verks og sagði mér
að hann vantaði lögregluþjón og
hann hafði greinilega skoðað fortíð
mína og taldi hana nægilega góða
til að komast í lögregluna. Gísli dró
ekkert úr því við mig hverjar væru
skyldur góðs lögregluþjóns og
brýndi hann mjög fyrir mér að
þeim yrði að hlýða. Hann sagði t.d.
að lögregluþjónn væri þjónn fólks-
ins og þannig yrði ég að akta allt
fólk. Ég man eftir því að þegar við
Gísli höfðum spjallað saman góða
kvöldstund og rætt um lögreglu-
starfið og allar þær skyldur sem
því fylgdu, stundi ég því upp, sem
var þó ofarlega í huga mér, hver
launin væru fyrir þetta mikilvæga
starf. Því gat Gísli hins vegar ekki
svarað en taldi að þau væru góð.
Hjá honum var lögreglustarfið
æðra en launin.
Eftir þetta viðtal var teningun-
um kastað og ég byrjaði að vinna
hjá Gísla nokkrum dögum síðar.
Fyrsti vinnustaðurinn var gamla
lögreglustöðin við Smáragötu.
Sama vor og ég byrjaði var hins
vegar byrjað að byggja nýja lög-
reglustöð við Þórunnarstræti og
var sú bygging Gísla mjög hjart-
fólgin.
Sem yfirlögregluþjónn var Gísli
dagvinnumaður hjá lögreglunni og
mætti hann alltaf kl. 9.00. Þegar
hann mætti var aðeins einn lög-
reglumaður að störfum og milli
þess manns og Gísla urðu fljótlega
líflegar umræður. Gísli ræddi ekki
um venjuleg dægurmál á vinnutím-
anum. Þá voru rædd lögreglumál
og varnamál en þau voru Gísla
einnig hjartfólgin.
Fyrir ungan lögreglumann var
það eins og besti skóli að umgang-
ast Gísla. Hann gaf sér nægan tíma
til að ræða við sína menn, leiðbeina
þeim í starfi og ekki stóð á því að
hann brýndi fyrir okkur skyldur
lögreglumanna. Skyldurnar fannst
honum alltaf mikilvægari en rétt-
indin sem starfinu fylgdu. Gísli lét
af störfum fyrir aldurs sakir þann
31. desember 1980, eftir fjörutíu
ára starf hjá Lögreglunni á Akur-
eyri. Eftir að Gísli lét af störfum
var hann tíður gestur á lögreglu-
stöðinni og áttum við eftir að eiga
margar ánægjustundir saman. Í
nokkur haust fórum við Gísli ásamt
Þorsteini Péturssyni og Elíasi
heitnum Elíassyni sýslumanni
saman í fjallaferðir, og þá voru
heimsóttir fjallaskálar eins og
Landakot, Laugafell og Nýidalur.
Þetta voru dagsferðir en fróðlegar
og skemmtilegar.
Gísli var heiðraður á margan
hátt fyrir sín lögreglustörf. Frú
Vigdís Finnbogadóttir forseti Ísl.
sæmdi hann riddarakrossi Hinnar
íslensku fálkaorðu og hann var
heiðursfélagi í Lögreglufélagi Ak-
ureyrar. Hann var einn af stofn-
endum Félags yfirlögregluþjóna og
var heiðraður af þeim. Þá var hann
sæmdur þjónustuorðu Noregskon-
ungs og svo mætti lengur telja. Ég
þakka Gísla góða vináttu í tæpa
hálfa öld. Lögreglumenn á Akur-
eyri þakka góða viðkynningu og við
sendum fjölskyldu Gísla samúðar-
kveðjur.
Ólafur Ásgeirsson.
Með Gísla Ólafssyni er genginn
heilsteyptur og vandaður maður.
Maður kærleika og umhyggju, trú-
ar og vonar. Gísli var maður hinna
gömlu og góðu gilda lífsins þar sem
treysta mátti orðum manna. Hann
var framsýnn maður og forvitinn
um allar nýjungar og sífellt að leita
sér þekkingar.
Flestir minnast hans sem yfir-
lögregluþjónsins, sem gleymdi
aldrei reisn og virðingu mannsins
frammi fyrir regluverkinu. Þannig
var hann mannvinur, sem hlúði að
þeim er minna máttu sín og náði
með sinni hlýju og gefandi persónu
að laða fram kosti manna.
Það var gott að fá að vera í lög-
regluliðinu hans og hann var góður
húsbóndi. Gísli ígrundaði málin og
lét fremur bíða svars en að ana að
einhverju. Hann var hugsjónamað-
ur um uppbyggingu lögreglunnar á
Akureyri og það veit ég fyrir víst,
að stundum greiddi hann fyrir mál-
um með fjármunum úr eigin vasa
fremur en að verk stöðvuðust. Þeg-
ar fyrsta skóflustungan að nýrri
lögreglustöð við Þórunnarstræti
var tekin var ekki margt um mann-
inn. Við bræðurnir vorum þar
ásamt tveimur leikfélögum, öðling-
num Bjarna Rósantssyni bygg-
ingameistara, Jóni Tómassyni
gröfumanni og Gísla, sem myndaði
atburðinn. Aðrir háir herrar áttu
þá ekki heimangengt. En Gísli kom
verkinu áfram og lögreglustöðin
reis og það fyrst og síðast fyrir
þrautseigju hans.
Ég átti því láni að fagna að eiga
Gísla og eiginkonu hans Evu og
Sigríði dóttur þeirra og hennar
fjölskyldu að vinum. Gísli fagnaði
með minni fjölskyldu öllum áföng-
um lífsins og hann lét hvatning-
arorð fylgja umhyggju sinni. Það
eru ekki nema nokkrar vikur síðan
hann, í síma, talaði við okkur feðg-
ana, svona rétt til að heyra hvernig
við hefðum það.
Gísli var áhugamaður um ólíka
þætti mannlífsins. Hann var
áhugaljósmyndari, flugáhugamað-
ur, umsjónarmaður jarðskjálfta-
Gísli Ólafsson