Morgunblaðið - 15.12.2006, Síða 51

Morgunblaðið - 15.12.2006, Síða 51
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. DESEMBER 2006 51 Raðauglýsingar 569 1100 Tilkynningar Auglýsing um deiliskipu- lag í Skorradalshreppi, Borgarfjarðarsýslu Samkvæmt ákvæðum 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 er hér með lýst eftir athugasemdum við tillögu að deiliskipulagi fyrir 37 frístundahús í landi Hálsa . Tillagan nær til 27 hektara lands. Tillagan er í samræmi við svæðaskipulag norð- an Skarðsheiðar 1997-2017. Tillagan ásamt byggingar- og skipulagsskilmál- um liggur frammi hjá oddvita á Grund, Skorra- dal, frá 15. desember 2006 til 12. janúar 2007 á venjulegum skrifstofutíma. Athugasemdum skal skila fyrir 26. janúar 2007 og skulu þær vera skriflegar. Þeir sem ekki gera athugasemd innan tilgreinds frests teljast samþykkir tillögunni. Skipulags- og byggingarfulltrúi. Bækur til sölu Skýrslur um landshagi á Íslandi I-5. Fréttir frá Íslandi 1871-90. Hundabærinn, Dagur Sig. Íslenska alfræðiorðabókin 1-3. Saga Eyrarbakka. Íslenskur söguatlas 1-3. Skútuöldin 1-5. Ættir Aust- firðinga 1-9. ó.b. Íslandshandbókin 1-2. Fuglar í náttúru Íslands. Fluguhnýtingabókin 1979. Blöndal Íslensk-dönsk. Ævisaga Kjar- vals 1-2. Frank Ponzy Ísland á 18. og 19. öld. Íslensk myndlist 1-2 Bj. Th. Íslenskir sjávarhættir 1, 2, 4, 5. Mikines 1990. Biskupa- sögur 1-2, Sögufélagið. Sturlunga 1-2 Vigfússon. Hringur Jóhannesson. Íslensk list, 16 ísl. Þjóðsagnabók Ásgríms. Þjóðsögur Jóns Árnasonar 1-6. Landið þitt Ísland 1-6. Grjót, Kjarval. Stokkseyringasaga 1-2. Saga mannkyns 1-15. Sléttuhreppur. Ættir Síðupresta. Nokkrar Árnesingaættir. Upplýsingar í síma 898 9475. Félagslíf I.O.O.F. 1  18712158  Jv.  EDDA 6006121519 I Jf.  Njörður 6006121519 I Jf Atvinnuauglýsingar sími 569 1100 Bridsfélag Hafnarfjarðar Þríeykið Gunnlaugur Sævarsson / Karl G. Karlsson / Hermann Frið- riksson átti besta endasprettinn í Aðaltvímenningunum og stóð uppi sem sigurvegari að lokum og er tví- menningsmeistarar BH 2006-2007. Keppnin var jöfn allan tímann, sér- staklega veittu Atli og Hafþór þeim harða keppni. Efstu pör: Gunnlaugur Sævarsson - Hermann Friðriksson/Karl G. Karlsson 64 Atli Hjartarson- Hafþór Kristjánsson 56 Friðþjófur Einarss. - Guðbr.Sigurbergss. 36 Erla Sigurjónsd. - Sigfús Þórðarson 6 Guðlaugur Sveinss. - Halldór Þorvaldss. 4 Besta kvöldskorið fengu: Gunnl. Sævarsson - Karl G. Karlsson 29 Atli Hjartarson - Hafþór Kristjánsson 17 Erla Sigurjónsd.- Sigfús Þórðarson 11 Friðþjófur Einarss. - Guðbr. Sigurbergss. 4 Næsta mánudag er hefðbundið jólasprell en síðan verður gert hlé á vetrardagskránni fram yfir áramót. Fimmtudaginn 28. des. er áætlað að halda jólamót BH og Sparisjóðs Hafnarfjarðar. Nánar síðar. Frá eldri borgurum í Hafnarfirði Þriðjudaginn 12. des. var spilað á 14 borðum. Meðalskor var 312. Úrslit urðu þessi í N/S: Ólafur Ingvars. – Sigurberg Elentínus. 400 Friðrik Hermannss. – Eyjólfur Ólafss. 365 Magnús Halldórss. – Magnús Oddsson 357 Pétur Antonss. – Jóhann Benediktsson 348 A/V: Nanna Eiríksdóttir – Kristín Jóhannsd. 350 Knútur Björnsson – Elín Björnsd. 346 Kristján Björnsson – Júlíana Sigurðard. 346 Bragi V. Björnsson – Guðrún Gestsd. 338 Þá er lokið stigakeppninni á þriðjudögum. Efstir urðu: Ragnar Björnsson 128 Ólafur Ingvarsson 110 Sigurberg Elentínusson 110 Björn Björnsson 109 Oliver Kristófersson 108 Verðlaun fyrir stigakeppnina verða afhent þriðjudaginn 19. des. BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson| norir@mbl.is FRÉTTIR HUGARAFL fær jólakortastyrk Opinna kerfa í ár, en Opin kerfi hafa árlega styrkt gott málefni í stað þess að senda jólakort til við- skiptavina. Hugarafl var stofnað í júní 2003 af fólki í bata, sem átt hef- ur við geðræna erfiðleika að stríða, og iðjuþjálfum með víðtæka reynslu af geðheilbrigðismálum. Markmið Hugarafls er meðal annars að vinna að verkefnum sem geta bætt geðheilbrigðisþjónustu, skapað hlutverk og unnið gegn for- dómum með sýnileika og stuðlað að atvinnusköpun með því að þróa þjónustu út frá reynslu, segir í fréttatilkynningu. Nánari upplýs- ingar um starfsemina má finna á heimasíðu félagsins www.hug- arafl.is. Styrkurinn er HP Compac-far- tölva og HP Photosmart-prentari. Á myndinni eru, frá vinstri, Gylfi Árnason, forstjóri Opinna kerfa, og Auður Axelsdóttir og Trausti Rún- ar Traustason frá Hugarafli. Hugarafl fær jólakorta- styrk Opinna kerfa Jólakortastyrkur Opin kerfi styrkja málefni Hugarafls nú í ár. FERÐAFÉLAG Íslands og Spari- sjóður Reykjavíkur standa fyrir sól- stöðugöngu á Esjuna sunnudaginn 17. desember. Mæting verður við bílastæðið við Mógilsá á sunnudaginn kl. 10.15. Þar er sameinast í bíla og ekið að Esjubergi þaðan sem gengið er á Kerhólakamb og þaðan yfir í Þver- fellshorn og gengið niður hefð- bundna leið að bílastæði og bílar sóttir. Gera má ráð fyrir að ferðin taki 4–5 klst. Þátttakendur þurfa að vera vel búnir, í góðum hlífðarfatn- aði og góðum gönguskóm og hafa með sér ísbrodda og ísexi. Að venju í sólstöðugöngu taka allir með sér sýnishorn af jóla- bakkelsinu og gefa að smakka, ásamt því að hafa með sér nesti og heitt kakó. Fararstjóri í ferðinni er Þórhall- ur Ólafsson. Þátttaka er ókeypis – allir velkomnir. Sólstöðuganga á Esjuna SAMTÖK um betri byggð hafa sent frá sér ályktun þar sem segir: „Samtök um betri byggð skora enn og aftur á sveitarstjórnir á höf- uðborgarsvæðinu að þær beiti sér með afgerandi hætti fyrir því að þjóðvegir í grennd við borgina verði fullgerðir sem fyrst og eigi síðar en fyrir árslok 2012 skv. tillögu sam- takanna, sem kynnt var 23. október 2006. Samtökin telja miður að í kjölfar hörmulegra umferðarslysa nýverið sé komin upp samkeppni milli lands- hluta um aðgerðir, annars vegar á Suðurlandsvegi og hins vegar á Vesturlandsvegi. Umtalsverður hluti þeirra þjóð- vegakafla, sem um er rætt, liggur innan höfuðborgarsvæðisins og meiri hluti vegfarenda kemur það- an. Samtök um betri byggð undrast því ærandi þögn sveitarstjórnanna um þessar mikilvægu stofnæðar, þögn um svo mikilsverða hagsmuni íbúa á höfuðborgarsvæðinu. Sam- tökin telja að það sé einmitt hlutverk höfuðborgarbúa að hafa forgöngu um að öllum þjóðvegum að og frá borginni sé komið í mannsæmandi horf eins fljótt og kostur er með samræmdum og skilvirkum hætti.“ Þjóðvegir við borgina verði fullgerðir ÁRÉTTAÐ skal að vínvara sú sem seld er í Hagkaupum og nefnd var sósa og kryddblanda með 10–40% áfengisstyrkleika í frétt Morg- unblaðsins í gær, heitir réttu nafni vín til matargerðar og er kryddað að því marki að varan er ódrykkjar- hæf. Árétting SÖNGKONURNAR og systurnar Guðrún Árný og Soffía Karlsdætur koma fram í Galleríi Thors, Linnet- stíg 2, Hafnarfirði á laugardaginn, 16. desember, klukkan 13–17. Þær hafa báðar nýverið gefið út geisladiska og munu flytja tónlist af þeim. Diskur Soffíu heitir Wild hors- es en diskur Guðrúnar Árnýjar Eilíft augnablik og munu systurnar árita diskana í galleríinu. Systrasöngur í Galleríi Thors Ljósmynd/Hilmir Heiðar Lundevik Systur Guðrún Árný og Soffía. JÓLAPAKKAMÓT Taflfélagsins Hellis verður haldið í tíunda sinn sunnudaginn 17. desember nk. í Ráðhúsi Reykjavíkur og hefst klukkan 13. Borgarstjórinn í Reykjavík, Vil- hjálmur Þ. Vilhjálmsson, setur mótið og leikur fyrsta leik þess. Mótið hefur áunnið sér fastan sess í skáklífi landsmanna en margir ungir og efnilegir skákmenn og skákkonur hafa stigið sín fyrstu skákskref á Jólapakkamótinu. Tefldar verða 5 umferðir með 10 mínútna umhugsunartíma á mann. Jólapakkar í verðlaun fyrir 3 efstu sætin í hverjum flokki. Auk þess verður happdrætti um 3 jólapakka í hverjum aldursflokki fyrir sig. Í lokin verður svo risahappdrætti þar sem öflugar skáktölvur verða með- al vinninga. Upplýsingar um skráningu má nálgast á www.hellir.com. Telft Frá jólapakkamóti Hellis 2005 en það verður nú haldið í tíunda sinn. Jólapakkamót Hellis HUGURAX styrkir árlega góð- gerðar- eða líknarmálefni með fjár- styrk í stað þess að senda jólakort til viðskiptavina fyrirtækisins. Í ár var ákveðið að styrkurinn, að upp- hæð 300.000 kr,. skyldi renna til Hetjanna, félags langveikra barna á Norðurlandi. Hetjurnar eru aðild- arfélag Umhyggju, sem eru regn- hlífarsamtök fyrir foreldrafélög langveikra barna á Íslandi. Það er von starfsmanna Hugar- Ax að þessi styrkur muni efla starfsemi félagsins og styrkja það í að sinna sínu mikilvæga hlutverki í framtíðinni, segir í fréttatilkynn- ingu. Meðfylgjandi mynd var tekin þegar styrkurinn var afhentur í ár- legu jólaboði HugarAx í starfsstöð fyrirtækisins á Akureyri. Á henni sjást Helga Árnadóttir, markaðs- stjóri HugarAx, Páll Freysteinsson, framkvæmdastjóri HugarAx og Sveina Páls, formaður Hetjanna. HugurAx styrkir Hetjurnar STYRKTARFÉLAGI krabbameins- sjúkra barna var nýlega færður styrkur að upphæð kr. 600.000 frá Tax Free á Íslandi. Fyrirtækið Tax Free sér um end- urgreiðslu á virðisaukaskatti til ferða- manna sem hafa keypt varning á Ís- landi. Í mörgum tilfellum ákveður fólk að taka ekki við endurgreiðslunni og hefur því þá verið gefinn kostur á að láta féð renna til SKB. Frá árinu 2002 hafa safnast 500.000 krónur með þessum hætti en 5 starfsmenn Tax Free ákváðu að bæta við þá upphæð og greiddu 20.000 krónur hver, segir í fréttatilkynningu. Það var Ingi Þór Arnarson fram- kvæmdastjóri Tax Free sem afhenti styrkinn ásamt Guðmundi Friðrik Sigurðssyni. Styrkur afhentur SKB

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.