Morgunblaðið - 15.12.2006, Síða 61
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. DESEMBER 2006 61
dægradvöl
Staðan kom upp á brasilíska meist-
aramótinu.Andre Diamant (2396) hafði
hvítt gegn Alexander Fier (2490). 43.
Dxf7+! Kxf7 svartur hefði verið með
tapað eftir 43... Kh8 44. Dc7 Bc6 45. h5
og 43... Kh6 44. Df4+ Kg6 45. Dg3+. 44.
Rd6+ Kg6 45. Rxc4 Kh5 46. a5 Bb7 47.
Kb3 Kxh4 48. Kxb4 Kg5 49. Kc5 Kf4 50.
Kb6 Bd5 51. Rd6 e5 52. c4 e4 53. cxd5
e3 54. a6 e2 55. a7 e1=D 56. a8=D Db4+
57. Rb5 og svartur gafst upp. Lokastaða
mótsins varð þessi: 1. Giovanni Vescovi
(2592) 8½ v. af 11 mögulegum. 2. Rafael
Leitao (2601) 8 v. 3. Gilberto Milos
(2563) 7½ v. 4. Herman Van Riemsdijk
(2381) 7 v. 5. Felip El Deps (2325) 6½ v.
6.-7. Alexander Fier (2490) og James De
Toledo (2376) 5½ v. 8.-9. Eduardo Limp
(2416) og Diego Di Berardino (2370) 4½
v. 10. Andre Diamant (2396) 3½ v. 11.
Jefferson Pelikan (2385) 3 v. 12. Jeffer-
son Oliveira (2183) 2 v.
SKÁK
Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is
Hvítur á leik.
Spuni í bakhönd.
Norður
♠ÁD4
♥ÁK4
♦Á654
♣D65
Vestur Austur
♠2 ♠K1083
♥DG1063 ♥985
♦D103 ♦G982
♣10872 ♣93
Suður
♠G9765
♥72
♦K7
♣ÁKG4
Suður spilar 6♠
Þessari slemmu er ætlað að vinnast:
hvergi er svikkur nema í trompinu, en
það skilar sér sjálfkrafa upp á einn taps-
lag – sagnhafi svínar fyrst drottningunni
og legan sannast þegar hann tekur ásinn
næst. En bíðum við. Segjum að spaða-
svíningin „heppnist“ og austur láti ÁTT-
UNA undir drottninguna. Slíkur bak-
handarblús gæti slegið sagnhafa út af
laginu, einkum ef áttan fellur í léttri
sveiflu. Grunlaus mun sagnhafi líta svo á
að áttan sé blönk eða frá 108 tvíspili og
fara heim á lauf til að spila spaðagosa.
Þannig hyggst hann tryggja sig gagn-
vart K10xx í vestur og reyna um leið við
yfirslag ef austur á 108 tvíspil. Vissulega
ógætilegt, því nóg er að spila smáu
trompi í gegnum hugsanlegan fjórlit í
vestur, en græðgin og trúgirnin verða
mörgum að falli.
BRIDS
Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is
Sudoku
Miðstig
Lausnir síðustu Sudoku
Lausn, ábendingar og tölvuforrit á www.sudoku.com
Frumstig Miðstig Efstastig
Frumstig
© Puzzles by Pappocom
Þrautin felst í því að fylla út í reitina
þannig að í hverjum 3x3-reit birtist
tölurnar 1-9. Það verður að gerast þannig
að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt
birti einnig tölurnar 1-9 og aldrei má
tvítaka neina tölu í röðinni.
Efstastig
Krossgáta
Lárétt | 1 flík, 4 grasflöt,
7 vesöldin, 8 hyggur, 9
skepna, 11 bráðum, 13
spotta, 14 sé í vafa, 15
þorpara, 17 sáru, 20
borðandi, 22 róin, 23
svæfla, 24 málmurinn, 25
hæsi.
Lóðrétt | 1 svengdar, 2
land í Asíu, 3 brún, 4 vex,
5 bátagálginn, 6 veiða, 10
stundum þessi, stundum
hinn, 12 veiðarfæri, 13
borða, 15 gagnslítil, 16
miskunnin, 18 sárum, 19
úrana, 20 atferlið, 21
keyrir.
Lausn síðustu krossgátu
Lárétt: 1 mergjaður, 8 rófur, 9 aldin, 10 ill, 11 sárar, 13
linna, 15 krans, 18 andar, 21 vin, 22 latti, 23 getan, 24
barningur.
Lóðrétt: 2 elfur, 3 gerir, 4 aðall, 5 undin, 6 hrós, 7 enda,
12 ann, 14 inn, 15 köld, 16 aftra, 17 svinn, 18 angan, 19
duttu, 20 rann.
1
7
11
15
22
24
12
14
3
9
20
10
4
8
21
23
25
13
17
5
18
6
19
2
16
1 Stefán Jón Hafstein hefur fengiðleyfi frá borgarstjórn til að fara
til starfa erlendis. Hvert er hann að
fara?
2 Dorrit Moussaieff hefur verið út-nefnd kona ársins á Íslandi.
Hver útnefnir?
3 Trausti Hafliðason hefur veriðráðinn ritstjóri Blaðsins. Hvaðan
kemur hann?
4 Hver er helst talinn geta ógnaðforsetadraumum Hillary Clinton
innan Demókrataflokksins?
Svör við spurningum gærdagsins:
1. West Ham á í viðræðum við Alan Cur-
bishley um að verða næsti knatt-
spyrnustjóri félagsins. Hvaða liði stjórnaði
hann áður? Svar: Charlton. 2. Kvikmyndin
Börn er eftirsótt á kvikmyndahátíðir víða
um heim. Hver leikstýrði myndinni? Svar:
Ragnar Bragason. 3. Magnús Kristinsson
og Kristinn Björnsson hafa fært eignir sín-
ar í FL Group inn í Gnúp fjárfestingarfélag.
Hver stjórnar félaginu? Svar: Þórður Már
Jóhannesson. 4. Nýr rektor hefur verið
ráðinn að Háskólanum á Bifröst. Hver er
hann? Svar: Dr. Ágúst Einarsson.
Spurt er…
ritstjorn@mbl.is
GEISLADISKUR Halla Reynis, Fjögurra
manna far“ vekur upp hjá mér blendnar tilfinn-
ingar. Hér er nefnilega á ferðinni þjóðlagapopp-
tónlist sem fer troðnar slóðir og er nokkuð vel
samin, en einnig er hér um að ræða frekar
ófrumlegan geisladisk sem er full-fyrirsjáan-
legur á köflum. Það fer allt eftir því hvernig
horft er á diskinn hvort hann telst vera góð vísa
sem er ekki of oft kveðin eða klisja.
Það sem er áberandi vel gert á disknum er
boðskapur sumra textanna, og í lögum eins og
„Sveitin mín heitir Breiðholt“, „Hér gerist aldr-
ei neitt“ og „Gæðakapphlaupskynslóðin“ er
Halli að vekja máls á græðgi og efnishyggju
landans, sem svo sannarlega eiga alla athygli
skilda. Hins vegar eru rímorð oft á þann veg að
það kemur alls ekkert á óvart, og nokkurn veg-
inn hægt að giska á hvernig textarnir þróast,
jafnvel í fyrsta skipti sem hlustað er. Í „Gæða-
kapphlaupskynslóðinni“ hefði Halli líka mátt
sleppa því að nota línuna „Þú vilt ekki vakna“
endurtekið í viðlögum, en þá verður tenging
hans við Bubba Morthens það raunveruleg að
maður kemst ekki hjá að bera þá saman.
Það er að öllum líkindum mjög erfitt að vera
karlkyns trúbador á Íslandi í dag, öðruvísi en að
vera einhvern tímann líkt við Bubba Morthens.
Svo er það að líkja trúbadorum við Bubba í
sjálfu sér stærsta klisjan af öllum, en samt er
varla hægt að sleppa við það í þessu tilviki. Halli
Reynis semur fín lög, ágætis texta, og hefur
prýðilega rödd. Hann mætti hins vegar fara í
saumana á textunum til að skerpa þá betur og
mynda sér sinn eigin stíl, og skoða raddbeitingu
sína nánar svo hann hljómi ögn meira eins og
Halli og minna eins og Bubbi. Í bestu lögum
disksins skín Halli Reynis í gegn með góðar vís-
ur.
Góðar vísur og klisjur
TÓNLIST
Geisladiskur
Geisladiskur Halla Reynis, sem ber heitið Fjögurra
manna far. Ellefu lög, heildartími 43.09 mínútur. Lög
og textar: Halli Reynis, nema „Litla systir“ og „Fyrir
fullt og allt“, lög: Halli Reynis/Örn Hjálmarsson,
textar: Halli Reynis. Halli Reynis: Söngur, gítar,
munnharpa, mandólín, raddir. Jón Skuggi: Kontra-
bassi, raddir. Örn Hjálmarsson: Gítar, raddir. Erik
Qvick: Trommur, ásláttur. Íris Guðbjartsdóttir: Söng-
ur í „Draumalandið mitt“. Matthías Stefánsson:
Fiðla. Brynjar Björnsson: Rödd í „Við mínar sálar-
strendur“. Tekið upp í Stúdíó Ryki í ágúst og sept-
ember 2006. Upptaka og hljóðblöndun: Albert Ás-
valdsson. Mastering: Valgeir Sigurðsson,
Greenhouse Studios. Útsetningar: Halli, Jón, Örn og
Erik. Hönnun: Jóna Karen Wedholm. Ljósmyndir: Ein-
ar Óli Einarsson. Músik gefur út 2006.
Halli Reynis – Fjögurra manna far
Ragnheiður Eiríksdóttir
FRIÐRIK Karlsson er margreyndur hljóð-
færaleikari og tónsmiður og hefur gífurlega
reynslu í að búa til hugleiðslutónlist. Sú tón-
list hefur ákveðna sérstöðu, því þar er mark-
miðið ekki í sjálfu sér að gera grípandi eða
eftirminnilega tónlist, heldur í raun og veru
þveröfugt: Að gera tónlist þar sem fólk slak-
ar það vel á við að hlusta að það gleymir sér
fullkomlega og jafnvel blundar.
Móðir og barn er tvöfaldur geisladiskur,
þar sem fyrri diskurinn heitir Móðir og inni-
heldur þrjú ríflega tuttugu mínútna verk
sem eru eingöngu spiluð. Síðari diskurinn
heitir Barn og þar eru tíu barnalög sungin af
Sesselju Magnúsdóttur, en undirspil og út-
setningar eru í höndum Friðriks. Afskaplega
mikill munur er á þessum tveimur diskum og
verð ég að telja að betur
hefði farið ef diskarnir
hefðu komið út hvor í
sínu lagi. Fyrri disk-
urinn, Móðir, er nefni-
lega hinn prýðilegasti og
mjúkir tónarnir virka
sem hið besta sálarfóður
og maður finnur vöðvabólguna hreinlega leka
úr herðunum.
Síðari diskurinn er alls ekki að gera sig og
tel ég rödd Sesselju spila þar inn í. Hún
syngur á ljúfu og áreynslulausu nótunum en
verður fyrir vikið svo ofboðslega væmin að
það er eins og að drekka kaffibolla með tutt-
ugu sykurmolum í. Maður nær ekki af sér
sykurgrettunni og slakar því lítið á. Í raun
og veru er þrekraun að ná að renna öllum
diskinum í gegn án þess að gefast upp og í
það skiptið sem ég hlustaði fyrir svefninn
glaðvaknaði ég.
Nú veit ég ekki hvort smábörn róast við
að hlusta á diskinn, og fann ég ekkert barn
til að prufa hann á, en móðir er ég og hann
hefur ekki góð áhrif á mig sem móður. Ég
mæli því eindregið með fyrri diskinum en
get alls ekki mælt með þeim síðari.
Mislagðar hendur
TÓNLIST
Geisladiskur
Tvöfaldur geisladiskur Friðriks Karlssonar, sem ber
heitið Móðir og barn. Þrjú lög og tíu lög, heildartími
60.09 mínútur og 37.12 mínútur. Allur hljóðfæra-
leikur: Friðrik Karlsson. Söngur: Sesselja Magn-
úsdóttir. Upptökur og hljóðblöndun: Friðrik Karlsson
og Simon Strevens. Upptökur á söng: Óskar Ein-
arsson. Umslag: Sýrland hönnun. Sena gefur út 2006.
Friðrik Karlsson – Móðir og barn
Ragnheiður Eiríksdóttir