Morgunblaðið - 15.12.2006, Síða 67

Morgunblaðið - 15.12.2006, Síða 67
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. DESEMBER 2006 67 KVIKMYNDIN Babel, sem gerist m.a. í Marokkó, Mexíkó og Tókýó, fékk flestar tilnefningar, eða sjö tals- ins, til Golden Globe-verðlaunanna sem veitt eru árlega í Hollywood fyrir kvikmyndir og sjónvarpsefni. Mynd- in var meðal annars tilnefnd sem besta dramatíska kvikmyndin og Brad Pitt og Rinko Kikuchi fengu til- nefningar fyrir leik í myndinni. Þá er leikstjóri myndarinnar, Alejandro Gonzalez Iñarritu, tilnefndur sem besti kvikmyndaleikstjórinn. Myndirnar The Queen, Bobby, The Departed og Little Children voru einnig tilnefndar sem bestu drama- myndirnar. Sem bestu gaman- eða söngvamyndir voru tilnefndar Borat: Cultural Learnings of America for Make Benefit Glorious Nation of Kazakhstan, The Devil Wears Prada, Dreamgirls, Little Miss Sunshine og Thank You for Smoking. Cruz tilnefnd fyrir Volver Tilnefningar til Golden Globe- verðlauna eru fjölmargar enda eru flokkarnir fjölbreytilegir. Meðal ann- ars fékk Helen Mirren þrjár tilnefn- ingar; fyrir að leika Englandsdrottn- ingarnar Elísabetu I og Elísabetu II, þá fyrrnefndu í sjónvarpsþáttum og þá síðarnefndu í myndinni The Queen. Hún var einnig tilnefnd fyrir leik sinn í sjónvarpsþáttunum Prime Suspect: The Final Act. Leonardo DiCaprio fékk tvær til- nefningar fyrir leik í dramamyndun- um Blood Diamond og The Departed. Hann keppir um verðlaun í þeim flokki við Peter O’Toole, sem er til- nefndur fyrir leik sinn í Venus, Will Smith, sem er tilnefndur fyrir The Pursuing of Happyness, og Íslands- vininn Forest Whitaker, sem hlýtur tilnefningu fyrir The Last King of Scotland. Það kemur svo fæstum á óvart að spænska þokkadísin Penélope Cruz skuli vera tilnefnd fyrir leik í kvik- myndinni Volver, en hún hefur verið sterklega orðuð við Óskarsverðlaunin fyrir frammistöðu sína. Hún etur kappi um verðlaunin við Judi Dench (Notes on a Scandal), Maggie Gyllen- haal (Sherrybaby), Kate Winslet (Litle Children) og svo Mirren. Golden Globe-verðlaunin verða af- hent við hátíðlega athöfn í Los Angel- es 15. janúar nk. Tilnefnt til Golden Globe Babel með flestar tilnefningar. Helen Mirren með þrjár Reuters Drottningin Helen Mirren er sannkölluð drottning Golden Globe-verðlaun- anna með þrjár tilnefningar, m.a. fyrir að leika tvær drottningar. Vinsæll Borat er tilnefnd sem besta gamanmyndin og Cohen fyrir bestu frammistöðu í mynd af því tagi. Tvítilnefndur DiCaprio hlýtur tvær tilnefningar í ár fyrir leik sinn í sitt hvorri dramamyndinni. Líkleg Penélope Cruz er tilnefnd fyrir leik sinn í kvikmynd Pedros Almodóvars, Vovler. Umtöluð Nýjasta mynd Mels Gib- sons, Apocalypto, er tilnefnd sem besta myndin sem ekki er á ensku. Sjóræningi Johnny Depp er til- nefndur fyrir bestu frammistöðu karlleikara í grínmynd á árinu.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.