Morgunblaðið - 15.12.2006, Síða 68

Morgunblaðið - 15.12.2006, Síða 68
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1100 FÖSTUDAGUR 15. DESEMBER 349. DAGUR ÁRSINS 2006 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK. 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is  Hæg norðlæg átt og dálítil snjó- koma eða él á Norður- og Aust- urlandi. Annars úrkomulít- ið og víða bjart veður. » 8 Heitast Kaldast 0°C -12°C H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA - 6 1 4 2 Engin jól án fleirra! „ÉG hafði ungur áhuga á að verða atvinnumaður í hand- knattleik, en það fór ekkert að ganga hjá mér í hand- boltanum fyrr en á eldra ári í þriðja flokki. Þá fór ég að- eins að geta lyft mér upp og kastað boltanum að mark- inu utan við punktalínuna,“ segir Guðjón Valur Sigurðs- son, leikmaður þýska hand- knattleiksliðsins Gummers- bach og einn fremsti hornamaður heims. Það voru hins vegar ekki allir vongóðir um að draumar Guðjóns myndu rætast. „Einn góður knattspyrnuþjálfari sagði við mig þegar ég var í yngri flokkunum að ég yrði aldrei neitt á íþróttasviðinu, myndi aldrei ná árangri. Orð sem þessi sátu í mér og hvöttu mig til þess að berjast áfram við að ná settu marki,“ segir Guðjón og að árangur í íþróttum sem og öðru í lífinu náist ekki án þess að leggja hart að sér. „Ég hef alltaf æft mikið, gerði það einnig á meðan ég bjó heima … ég hef aldrei haft neitt á móti því að æfa.“ | Íþróttir Guðjón Valur Sigurðsson Stefndi ungur í atvinnu- mennsku „ÞETTA verður örugglega mjög gaman og það er mikill heiður að fá tækifæri til þess að spila með Sinfóníuhljómsveitinni,“ segir Hulda Jónsdóttir, 15 ára gamall fiðluleikari, sem leikur einleik með Sinfóníuhljómsveit- inni á tvennum jólatónleikum hennar á morg- un, laugardag. Hulda nemur fiðluleik undir handleiðslu Guðnýjar Guðmundsdóttur kons- ertmeistara og er í diplómanámi í Listahá- skólanum, en hún er yngsti nemandinn sem tekinn hefur verið inn í skólann frá upphafi. Hún byrjaði að læra á fiðlu þegar hún var fjögurra ára gömul. Hún æfir sig á fiðluna fimm til sex tíma á dag alla daga vikunnar. Hún segist aldrei hafa fengið leið á fiðlunni. Það hafi komið dagar er hún var lítil þegar hana langaði ekki til að æfa sig, en hana hafi aldrei langað til að hætta náminu. Hulda stefnir á framhaldsnám í fiðluleik í Bandaríkjunum að loknu náminu í Listaháskólanum. Á tónleikunum leikur hún Polonaise brill- ante op. 4 eftir Henryk Wieniawski, en mörg önnur verk eru á efnisskránni. Morgunblaðið/RAX Bogfimi Hulda Jónsdóttir er yngsti nemandi Listaháskólans frá upphafi. Mikill heiður að fá þetta tækifæri Í DAG verður opnuð sýning í Listasafni Ís- lands þar sem gefur að líta verk eftir franska málara á borð við Oskar Kokoschka, André Lhote, Malbert Marquet, Merie Laurencin, Auguste Renoir og Louis Valtat að ógleymd- um Henri Matisse, en þetta mun vera í fyrsta sinn sem verk eftir Matisse eru til sýnis hér á landi. Sýningin er hugsuð sem forsmekkurinn af því sem koma skal á franskri menningarhátíð sem hefst hér á landi í lok febrúar á nýju ári. Sýningin ber yfirskriftina Hví ekki? – Franskt vor á Íslandi og stendur fram til 13. maí. Sýningarstjóri er Olivier le Bihan, sem jafnframt er safnstjóri Fagurlistasafnsins í Bordeaux, þaðan sem myndirnar koma. Í samtali við Morgunblaðið sagði le Bihan verk sýningarinnar frá áhugaverðum tíma í myndlistinni í Frakklandi, þegar fauvismi þróaðist úr impressjónisma. „Fauvisminn var í stuttu máli ídealísk sýn á upphafningu litanna,“ sagði le Bihan. Þó ferðalög með sýningu á borð við þessa séu viðamikil segir le Bihan gaman að kynna franska list með þessum hætti. Auk þess á hann sína persónulegu teng- ingu við Ísland, en frændi hans var sá eini sem lifði af þegar rannsóknarskipið Pour- quoi-Pas? strandaði hér við Íslandsstrendur árið 1936, þá 14 ára. „Ég þekkti hann vel meðan hann var á lífi og enn eru til í fórum fjölskyldumeðlima ljóð á bæði frönsku og íslensku sem skipverjar skiptust á við Íslendinga,“ upplýsir sýning- arstjórinn le Bihan. | 20 Upphafning litanna Sýning Ólafur Kvaran, Halldór J. Kristjánsson, Nicole Michelangeli, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir og Olivier le Bihan. Morgunblaðið/Sverrir Eftir Andra Karl andri@mbl.is HÆSTIRÉTTUR hefur dæmt MS svf., sameinað fyrirtæki Mjólkursamsölunnar í Reykjavík og Mjólkurbús Flóamanna, til að greiða Sigurbirni Hjaltasyni tæp- lega 1,6 milljóna króna inneign í séreignasjóð. Lögmaður Sigur- björns telur að á milli fjögur og fimm hundruð einstaklingar geti verið í sömu sporum. Sigurbjörn stundaði mjólk- urbúskap á Kiðafelli í Kjós frá 1983 til 2001 og var félagsmaður í Mjólkursamsölunni í Reykjavík. Árið 1994 var samþykktum MS breytt og m.a. komið á fót sér- eignasjóði. Framlög í sjóðinn voru færð á sérstakan reikning hvers mjólkurframleiðanda og átti að greiða inneignina til mjólkurframleiðanda þegar hann hætti framleiðslu, en hún var annars ekki kræf. Féð skyldi þá renna til MS að tíu árum liðnum eftir að félagsaðild lauk. Í mars árið 2002 var samþykkt að breyta samþykktum fyrirtæk- isins þannig að ef framleiðandi hætti ætti að greiða honum að fullu hlutdeild hans í sjóðnum, eigi síðar en í júlí árið á eftir. Sigurbjörn hætti framleiðslu árið 2001 og var honum send ávísun að fjárhæð er nam tæpum 228 þúsund krónum í júní árið eftir sem svaraði til inneignar hans. Þegar MS sendi ávísunina var ekki búið að tilkynna breyting- arnar til samvinnufélagaskrár og því hafi í raun eldri samþykktir gilt, um að inneignin mætti standa í allt að tíu ár. Fyrir Sigurbjörn hafði það þá þýðingu að hann átti inneign sína í séreignasjóðnum þegar fór fram sértækt endurmat á séreigna- hlutum árið 2004 en við það voru teknar um 550 milljónir kr. af óbundnu fé og færðar á séreigna- reikninga til hækkunar á inneign þeirra sem eftir áttu í sjóðnum. Fleiri bændur kunna að vera í sömu sporum og Sigurbjörn en félagsmönnum fækkaði úr 1.346 í upphafi árs 2002 í 769 í lok ársins. „Það gætu verið á bilinu 400–500 aðilar í sömu stöðu,“ segir Sig- urbjörn Magnússon, lögmaður Sigurbjörns, og bætir við að hann telji þá eiga siðferðislegan rétt á því að fá sína innstæðu bætta, en hvert tilvik verði þó að skoða sér- staklega. Fleiri í sömu sporum? MS greiðir fyrrum mjólkurframleiðanda 1,6 milljónir kr. úr séreignasjóði Í HNOTSKURN »Hæstiréttur sneri viðdómi héraðsdóms Reykjavíkur frá mars sl. »Dómurinn komst aðþeirri niðurstöðu að þar sem MS hafði ekki tilkynnt breytingar á samþykktum til samvinnufélagaskrár hefðu eldri samþykktir gilt. »Þar af leiðandi hafðistefnandi fullan rétt á að neita ávísun frá MS og halda inneign sinni.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.