Morgunblaðið - 19.12.2006, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 19.12.2006, Blaðsíða 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 19. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Eftir Andra Karl andri@mbl.is HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur úrskurðaði í gær Harald Johannessen ríkislögreglustjóra og Jón H.B. Snorrason yfirmann efnahagsbrota- deildar ríkislögreglustjóra vanhæfa til að fara með rannsókn á meintum skattalagabrotum fimm einstaklinga sem tengdir eru Baugi. Dómurinn féllst ekki á að allir starfsmenn emb- ættisins ættu að víkja sæti og var þeirri kröfu hafnað, auk þess sem rannsóknin var ekki úr- skurðuð ólögmæt en það höfðu verjendur fimm- menninganna farið fram á. Málið var höfðað á hendur ríkislögreglustjóra af Jóni Ásgeiri Jóhannessyni forstjóra Baugs Group, Jóhannesi Jónssyni, Kristínu Jóhann- esdóttur, Stefáni Hilmarssyni og Tryggva Jónssyni. Fóru þau fram á að héraðsdómur úr- skurðaði rannsókn á meintum skattalagabrot- um þeirra ólögmæta, m.a. vegna þess að brotið hefði verið gegn þeirri reglu að sakborningar teljist saklausir þar til sekt er sönnuð. Því til rökstuðnings voru m.a. lögð fram ummæli rík- islögreglustjóra og yfirmanns efnahagsbrota- deildar í Blaðinu. Dómurinn féllst ekki á að það orðalag sem notað var hefði falið í sér ótvíræða yfirlýsingu um að rannsókninni mundi ljúka með útgáfu ákæru né að Haraldur og Jón H.B. hefðu verið búnir að taka afstöðu til sektar sóknaraðila í málinu. Varakrafa fimmmenninganna var að Harald- ur og Jón yrðu úrskurðaðir vanhæfir og þar með allir starfsmenn embættis efnahagsbrota- deildar ríkislögreglustjóra. Til rökstuðnings voru lögð fram ummæli Haraldar í kvöldfrétt- um Stöðvar 2 þann 11. október 2005 þar sem hann tilkynnti að ríkissaksóknari tæki við með- ferð Baugsmálsins úr höndum efnahagsbrota- deildar. Degi áður hafði Hæstiréttur vísað fyrstu 32 ákæruliðum í málinu frá dómi. „Það er hægt með rökum að halda því fram að ríkislögreglustjóraembættið sé orðið of in- volverað í þetta mál til þess að geta litið hlut- laust á þær ákvarðanir sem að þarf að taka í málinu,“ sagði Haraldur meðal annars og í kvöldfréttum RÚV sama dag sagði Haraldur: „Ég held að ef ríkislögreglustjóri sé áfram með þetta mál hér innanhúss að allar ákvarð- anir sem við kynnum að taka í sambandi við áframhald málsins myndu ekki vera trúverð- ugar í hugum almennings eins og umræðan hef- ur verið í þjóðfélaginu.“ Tiltrú sóknaraðila á óhlutdrægni vegur þungt Verjendur fimmmenninganna héldu því fram að ráða mætti af fréttaflutningi að embættið hefði átt frumkvæði að tilfærslu málsins til rík- issaksóknara á þeim grundvelli að ekki væri trúverðugt að embættið héldi áfram með það. Í niðurstöðu héraðsdóms kemur fram að við mat á því hvort túlka beri ummæli ríkislög- reglustjóra svo að þau valdi vanhæfi hans varð- andi þann hluta máls sem þau tóku til, vegur þungt tiltrú sóknaraðila á óhlutdrægni hans. Segir að í dómi Hæstaréttar hafi verulega verið fundið að ákæru í málinu og yfirlýsingar rík- islögreglustjóra í kjölfarið um að hægt sé með rökum að halda því fram að embættið sé orðið of „involverað“ séu til þess fallnar að draga úr tiltrú sóknaraðila á óhlutdrægni. „Að þessu virtu verður að telja að ríkislögreglustjóri hafi með þeirri ráðstöfun að fela ríkissaksóknara forræði málsins og þeirri opinberu skýringu sem hann gaf á henni orðið vanhæfur til þess að fara áfram með málið,“ segir í úrskurðinum og einnig: „Verður því einnig að ætla að þegar settur ríkissaksóknari tók yfir meðferð [Baugs- málsins], að beiðni ríkislögreglustjóra hinn 15. nóvember 2005, hafi sömu vanhæfisástæður og fyrr er lýst búið þar að baki.“ Dómurinn telur augljóst að rannsókn á meintum skattalagabrotum sé framhald málsins sem hófst með leit í húsnæði Baugs í ágúst 2002. Því verði að líta á rannsóknina sem eina heild og ekki skipti máli þótt ætluð brot séu mismunandi. „Þegar allt þetta er virt verður að telja að fyrir hendi séu aðstæður sem eru falln- ar til þess að draga óhlutdrægni ríkislögreglu- stjóra gagnvart sóknaraðilum í efa með réttu.“ Hins vegar segir í úrskurðinum að sú nið- urstaða leiði ekki til vanhæfis annarra starfs- manna embættis ríkislögreglustjóra, enda verði undirmaður ekki sjálfkrafa vanhæfur þótt yf- irmaður hans sé það. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Beðið úrskurðar Verjendur voru rólegir að sjá í sal 101 í héraðsdómi Reykjavíkur í gærdag þegar beðið var úrskurðar í máli fimm einstaklinga, sem tengdir eru Baugi, gegn ríkislögreglustjóra. F.v. Gestur Jónsson, Kristín Edwald, Þórunn Guðmundsdóttir, Jakob R. Möller og Einar Þór Sverrison. Haraldur og Jón H. skulu víkja sæti við rannsókn Ekki fallist á kröfur um vanhæfi allra starfsmanna embættis ríkislögreglustjóra né kröfur um að rannsókn á meintum skattalagabrotum yrði dæmd ólögmæt VIÐ erum ánægð með að varakraf- an var tekin til greina og í sjálfu sér óánægð með að aðalkrafan skyldi ekki vera tekin til greina,“ sagði Jakob R. Möller, verjandi Tryggva Jóns- sonar. Jakob segir enga ákvörðun hafa verið tekna um hvort úrskurð- urinn verði kærður til Hæstaréttar en málsaðilar hafa tíma fram á fimmtudag. Dómurinn komst að þeirri nið- urstöðu að ríkislögreglustjóri og yf- irmaður efnahagsbrotadeildar ættu að víkja sæti við rannsókn á meint- um skattalagabrotum en féllst ekki á kröfu um að undirmenn þeirra væru vanhæfir. Þetta segir Jakob vera umdeilanlegt. „Dómarinn segir að vanhæfi yfirmanns leiði ekki sjálf- krafa í stjórnsýslurétti til þess að undirmenn hans verði taldir van- hæfir. Síðan sýnist okkur dómarinn segja að í þessu tilviki hafi ekki verið sýnt fram á að undirmennirnir teld- ust vanhæfir.“ Þannig telur Jakob að dómarinn útiloki ekki vanhæfi undirmanna ríkislögreglustjóra, þó að það hafi ekki komið fram í málinu. Jakob segir að ef málið verði kært til Hæstaréttar verði hugsanlega látið reyna á hvort undirmenn verði ekki vanhæfir við að hafa lotið stjórn og tekið við fyrirmælum í rannsókn frá mönnum sem eru vanhæfir. Varðandi rannsóknina telur Jakob að frá og með 12. október 2005 séu rannsóknarathafnir sem hafi átt sér stað merktar vanhæfni. Hann segir hugsanlegt að tímamarkið sé fyrr, en það geti ekki verið seinna. Jakob útilokar ekki að stofna þurfi nýtt mál til að skera úr um það. „Þetta nátt- úrlega þýðir að það bættist að minnsta kosti einn kafli við málið.“ Einn kafli bættist við Jakob R. Möller „VIÐ þurfum að fara yfir þennan rökstuðning og átta okkur á hvort við þetta verði unað eða við kærum,“ segir Jón H.B. Snorra- son, yfirmaður efnahags- brotadeildar rík- islögreglustjóra, um úrskurð hér- aðsdóms. Hann er ekki sammála túlkun verjenda fimmmenninganna um að ákvörðunin hafi áhrif á rann- sóknina. „Rétturinn hafnar því að hætta eigi rannsókninni eða hún sé ólögmæt.“ Aðspurður hvort úrskurður hér- aðsdóms hafi komið honum á óvart segir Jón dóminn hafa óvenjulega sýn á málið. „Þegar þeirri ákvörðun, sem þurfti að taka í kjölfar hæsta- réttardómsins [10. október 2005], var skotið til ríkissaksóknara vorum við aðeins að skjóta þeirri ákvörðun til ríkissaksóknara en ekki fjalla um neitt annað en það. Þannig að okkur kemur á óvart að þessar ástæður hafi verið fluttar á málið í heild sinni. Dómurinn tekur fram að þrátt fyrir þær ástæður sem við vísuðum til í lögum, sem varða ekki vanhæfni, beri samt sem áður að líta svona á þetta, það er óvenjulegt.“ Í niðurstöðu dómsins kemur fram að líta beri á rannsóknina á meintum skattalagabrotum sem framhald málsins sem hófst með húsleit í húsakynnum Baugs í ágúst 2002, og þannig rannsóknina sem eina heild. Jón er ósammála þeirri túlkun og tekur sem dæmi húsleit lögreglu vegna gruns um fíkniefnamisferli. „Ef þar finnast svo bæði fíkniefni og barnaklám, þá er það ekki sama mál- ið, þó að þetta hafi komið upp í sömu húsleitinni.“ Óvenjuleg sýn á málið Jón H.B. Snorrason „VERÐUR þannig að líta á rann- sóknina sem eina heild og skiptir ekki máli þótt ætluð brot séu mis- munandi,“ segir m.a. í niðurstöðu úrskurðar héraðsdóms Reykjavíkur um Baugsmálið svokallaða. Ljóst er að umfang málsins er gríðarlegt og margir angar hafa komið upp eftir húsleit í höfuðstöðvum Baugs 28. ágúst 2002. Meint skattalagabrot sem eru til rannsóknar hjá ríkislögreglustjóra eru eitt afsprengi húsleitarinnar. Þann 17. september 2003 tilkynnti ríkislögreglustjóri skattrannsókn- arstjóra um atvik sem gáfu til kynna brot m.a. á lögum um tekju- og eignaskatt, virðisaukaskatt, lögum um bókhald og ársreikninga. Í kjöl- farið hófst rannsókn skattrannsókn- arstjóra á bókhaldi og skattskilum Baugs, fjárfestingafélagsins Gaums og Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, for- stjóra Baugs 17. nóvember 2003. Rannsókn á Baugi lauk 27. júlí 2004, rannsókn á Gaumi 29. júlí og á Jóni Ásgeiri 27. október. Með bréfi til ríkislögreglustjóra þann 12. nóv- ember 2004 vísaði skattrannsókn- arstjóri kæru á hendur Jóni Ásgeiri, Stefáni Hilmarssyni endurskoð- anda, Kristínu Jóhannesdóttur og Tryggva Jónssyni til opinberrar rannsóknar. Yfirheyrslur í haust Yfirheyrslur embættis ríkislög- reglustjóra yfir sakborningum hóf- ust í júní sl. og héldu áfram í októ- ber og nóvember. Í bréfi sem Jón Ásgeir fékk frá ríkislögreglustjóra 20. júní sl. kemur fram að yf- irheyrslur séu vegna þriggja kæru- efna. Í fyrsta lagi vantalinna þókn- ana frá Gaumi og talið er að þær, vegna sölu hlutabréfa tekjuárið 1998, nemi tæpum 12 milljónum kr. Einnig sneri málið að meintum van- töldum söluhagnaði sem nemur um 78 milljónum kr. og að meintri van- talinni greiðslu frá Gaumi, að upp- hæð 59 milljónum kr. Litið á rannsóknina sem eina heild
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.