Morgunblaðið - 19.12.2006, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 19.12.2006, Blaðsíða 28
Morgunblaðið/Sverrir Tölvuleikir Margir foreldrar þekkja ekki efni þeirra tölvuleikja, sem börnin þeirra eru að leika sér með.Íljós hefur komið að margirforeldrar þekkja lítið semekkert til þeirra tölvuleikja,sem börnin þeirra eru að spila, samkvæmt könnun á tölvu- leikjanotkun íslenskra barna á aldr- inum 9 til 16 ára sem framkvæmd var í fyrra. Það er því rétt að minna foreldra og aðra, sem hyggjast setja tölvuleiki í pakka fyrir jólin, á hvað aldurs- og innihaldsvísar þýða. Í framhaldi af niðurstöðunum var efnt til átaks um mismunandi eðli tölvuleikja og nauðsyn þess að þekkja PEGI-aldursflokka- og inni- haldsmerkingarnar, sem eru á flest- um tölvuleikjum, sem seldir eru hér- lendis. PEGI stendur fyrir Pan Euro- pean Games Information og er sam- evrópskt flokkunarkerfi til að setja aldursmörk fyrir gagnvirka leiki. Kerfinu er ætlað að tryggja að ólög- ráða börn fari ekki í leiki sem eru ekki við hæfi þeirra aldurshóps. Kerfið nýtur stuðnings framleiðenda á leikjatölvum, þar á meðal PlaySta- tion, Zbox og Nintendo, sem og út- gefenda og þróunaraðila gagnvirkra leikja um alla Evrópu. Evrópusam- tökin um gagnvirkan hugbúnað þróuðu flokkunarkerfið, sem nýtur dyggs stuðnings framkvæmda- stjórnar Evrópubandalagsins, sem telur það vera fyrirmynd að samhæf- ingu á sviði barnaverndar í Evrópu, að sögn Guðbergs K. Jónssonar, verkefnastjóra Saft-verkefnisins, sem er rekið af Heimili og skóla. Saft, sem stendur fyrir samfélag, fjölskylda og tækni, er einkum ætlað að stuðla að ábyrgri notkun á Netinu og tengdum miðlum og efla vitund um hvernig hægt er að njóta Netsins og nýrra miðla á öruggan, jákvæðan og fræðandi hátt. Mismunandi menningarviðmið PEGI-kerfið var þróað á grund- velli fyrri kerfa í Evrópu. Fulltrúar úr samfélagshópum á borð við neyt- endur, foreldra og trúarhópa tóku virkan þátt í að semja PEGI- matseyðublaðið sem og í mótun og skipulagningu kerfisins. PEGI- kerfið kemur til móts við mismun- andi menningarleg viðmið og sjón- armið í öllum þátttökulöndunum. Það nýtur stuðnings meirihluta hlut- aðeigandi opinberra stofnana í aðild- arríkjunum og allra atvinnugreina- samtaka á sviði gagnvirks tómstundahugbúnaðar í Evrópu. Í PEGI-kerfinu setja útgefendur leikja sjálfir aldursmörkin með því að fylla út sjálfsmatseyðublað. Að lokinni skoðun á leiknum innan fyr- irtækisins skráir skoðunaraðili þess sig inn á sérstakt innra net til að svara spurningum um leikinn. Eftir það eru sett aldursmörk fyrir leikinn sjálfkrafa. Þau ákvarðast fyrir hvern efnisflokk á grundvelli svara skoð- unaraðila við spurningum á eyðu- blaðinu. Markmiðið er að með tímanum verði til sameiginlegur evrópskur sjóður þekkingar og aðferðafræði á þessu sviði sem styður hið jákvæða og hamlar gegn neikvæðum hliðum upplýsingatækninnar. Ótti.Aldurstakmörk. Vímuefni.Fjárhættuspil. Ljótt orðbragð. Ofbeldi. Foreldrar þurfa að þekkja innihald tölvuleikjanna Eftir Jóhönnu Ingvarsdóttur join@mbl.is Kynferðislegt efni. Mismunun. TENGLAR ..................................................... www.saft.is daglegt líf 28 ÞRIÐJUDAGUR 19. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ Bókin mín hefur engan boð-skap fyrir unglinga eðaaðra aldurshópa og erekki skemmtileg og spennandi saga fyrir hressa krakka. Bókina má nota í stað eldi- viðar auk þess sem hún getur kom- ið að góðum notum þegar klósett- pappírinn klárast. Mér leiðist það dálítið þegar verið er að reyna meðvitað að tyggja einhvern „göf- ugan“ eða „gagnlegan“ boðskap of- an í börn og unglinga í bókum, sem eiga að hafa einhvers konar upp- eldislegt gildi. Bestu barna- og unglingabækurnar þykja mér þær sem skemmta án augljósra siðferð- isskilaboða,“ segir Sif Sigmars- dóttir, sem fyrir þessi jól situr beggja vegna borðsins sem nýr bókarhöfundur og nýr bókaútgef- andi. Sif, sem er búsett í Lund- únaborg, er nefnilega bæði farin að reka litlu bókaútgáfuna sína sem hún nefnir Stílbrot og nú er Edda útgáfa að gefa út fyrstu bók Sifjar sem er unglingabókin „Ég er ekki dramadrottning“. „Bókin mín segir frá raunum Emblu Þorvarðardóttur, sem er að ljúka áttunda bekk í grunnskóla þegar henni er tilkynnt að fjöl- skyldan ætli að flytjast til Lund- úna. Embla ásamt vinkonum og pabba sínum heldur úti MySpace- síðum, en slóð Emblu er www.mys- pace.com/dramadrottning. Pabbi hennar er poppari og á síðunni hans má hlusta á lag með kapp- anum. Á síðunni www.dramadrottn- ing.com má svo taka sjálfspróf, sem ber yfirskriftina „Hversu mikil dramadrottning ert þú?“.“ Sif fluttist til Englands fyrir rúmum fjórum árum til að fara í meistaranám í barnabókmenntum ásamt manni sínum Geir Freys- syni, sem fór í meistaranám í tölv- unarfræði. Að námi loknu fékk Geir vinnu við rannsóknir hjá Brit- ish Telecom í Ipswich. Smábæj- arlífið varð hins vegar smám sam- an þreytandi og eftir tveggja ára dvöl í Ipswich fluttu þau til Lond- on. Þeim líkar lífið vel í Lund- únaborg og eru nú bæði sjálfstætt starfandi. Á meðan Sif rekur bóka- útgáfu rekur eiginmaðurinn tölvu- fyrirtæki. Raunasaga og ástarsaga Bókaútgáfan Stílbrot var stofnuð fyrir síðustu jól í þeim tilgangi að gefa út bækur. Fyrir jólin í fyrra kom út barnabókin Tröllafell, sem Sif kallar upphitunarbók fyrirtæk- isins. Núna er litla bókaútgáfan að gefa út tvær fullorðinsbækur. Önn- ur bókin ber titilinn „Afskræmd“ og er raunasaga einnar þekktustu sjónvarpskonu Sádi-Arabíu, Raníu Al-Baz, en hún lifði af tilraun eigin- manns síns til að drepa hana. Hin bókin er metsölubók og heit- ir „Kona tímaflakkarans“ eftir Audrey Niffenegger, en kvik- myndafyrirtæki í eigu Brads Pitts og Jennifer Aniston hefur keypt kvikmyndarétt bókarinnar. „Ég féll kylliflöt fyrir þessari skáldsögu þegar ég las hana fyrst og ákvað að verða mér úti um útgáfurétt- inn,“ segir Sif. Gott að horfa úr fjarlægð Þegar Sif er spurð hvernig sé að vera búsett í Lundúnum, að gefa út bækur fyrir Íslendinga og skrifa fyrir íslenskan markað, segist hún kunna vel við sig í stórborginni. „Mér finnst einstaklega gott að vera í London þegar ég er að skrifa. Maður sér íslenskt samfélag með öðrum augum og kannski skýrar þegar horft er úr fjarlægð.“ Sif hefur verið spurð að því hvort nýja bókin sé að einhverju leyti sjálfsævisaga. „Ég held að óhætt sé að segja að svo sé ekki því ég er nefnilega ekki dramadrottning. Hins vegar hefur dvöl mín í Lond- on nýst mér við skrifin. Bókin ger- ist að hluta í London og ég hef kynnst því, eins og Embla, að flytj- ast á nýjan stað þar sem umhverfi, siðir og venjur eru framandi.“ Morgunblaðið/Árni Sæberg Lundúnabúinn Sif Sigmarsdóttir situr nú beggja vegna borðsins sem bókaútgefandi og höfundur. Smábæjarlífið varð þreytandi join@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.