Morgunblaðið - 19.12.2006, Blaðsíða 22
daglegtlíf
Margir foreldrar þekkja lítið til
tölvuleikjanna sem börn spila.
Daglegt líf skoðar merkingarnar
á tölvuleikjum. » 28
uppeldi
Sigurður Ingi Bjarnason er
þessa dagana að smíða
verðlaunagrip fyrir
íþróttamann ársins. » 24
hönnun
Á aðfangadagskvöld býður
Hjálpræðisherinn til veislu þar
sem á annað hundrað manns
koma saman. » 26
aðventan
Hildur Sigrún Guðbrandsdóttir
nýtur skíðaíþróttarinnar og
eyðir jólunum í skíðaþjálf-
unarbúðum í Noregi. » 29
tómstundir
Sif Sigmarsdóttir er búsett í
Lundúnum en þaðan skrifar hún
fyrir íslenskan markað og gefur
út bækur. » 28
daglegt líf
Morgunblaðið/G.Rúnar
Læra saman Mæðgurnar Helga Fanney Edwardsdóttir og Stefanía Veiga Sigurjónsdóttir
ákváðu að skella sér í píanónám saman eftir að þeim ásotnaðist flygillinn góði.
nokkuð dró svolítið úr því þegar hún komst á
efri ár,“ segir Helga. „Þegar ég var ungling-
ur bjuggum við erlendis en þegar við komum
heim fluttum við inn á neðri hæðina í Vest-
urbrún, sem þá hafði verið breytt í tvíbýli.“
Pabbi Helgu bjó í húsinu alveg þangað til í
fyrra en þá varð það að ráði að Helga keypti
húsið ásamt systur sinni og nú ræður hún
ríkjum á neðri hæðinni. „Systir mín fór þann-
ig í íbúðina uppi þar sem afi átti heima og ég
á neðri hæðina og flygillinn var svo bara
fluttur á milli hæða,“ segir Helga um tilkomu
flygilsins á sitt heimili. Ástæðuna fyrir því að
hún fékk flygilinn að ömmu sinni og afa
gengnum segir Helga vera þá að hún hafi
einfaldlega sýnt mestan áhuga á að fá hann.
É
g er bara að læra á píanó af því
að langafi minn gaf konunni
sinni þennan flygil í morg-
ungjöf,“ segir Stefanía Veiga
Sigurjónsdóttir, átta ára, feimn-
islega þegar hún er beðin að segja frá ástæð-
unni fyrir því að hún er nú að læra á píanó
ásamt mömmu sinni. „Ég fer í píanótíma í
Tónheimum einu sinni í viku,“ bætir hún við,
ennþá pínulítið feimin. Mamma hennar,
Helga Fanney Edwardsdóttir, erfði flygil eft-
ir ömmu sína fyrir tveimur árum og ákvað að
láta gamlan draum rætast þegar flygillinn
komst í hennar hendur og ákvað að læra líka
á píanó þannig að þær mæðgur stunda nú
tónlistarnámið saman.
Spilaði undir þöglu myndirnar
Helga tekur nú við sögunni. „Svo er nú
langamma hennar dáin fyrir löngu og Stef-
anía hitti hana aldrei,“ segir hún og Stefanía
segir aðspurð að henni finnist jú frekar skrít-
ið að læra á flygil sem langamma hennar átti.
„Þetta er ótrúlega merkilegur flygill,“ segir
hún og bætir við undirleit; „ótrúlega gamall.“
Flygillinn góði er frá árinu 1943 og á ræt-
ur að rekja til Bandaríkjanna. „Amma og afi
giftu sig í nóvember 1943,“ segir nú Helga.
„Afi gaf henni sem sagt þennan flygil í morg-
ungjöf. Mamma ömmu rak tvö bíóhús úti í
Bandaríkjunum og amma spilaði undir þöglar
myndir á sínum tíma.“ Amma Helgu hét
Doris Walker Finnsson og fæddist í Banda-
ríkjunum árið 1920. „Flygillinn er keyptur
þar, amma þurfti náttúrlega að hafa eitthvað
að spila á. Amma og afi fluttu svo til Íslands
árið 1948 og auðvitað fylgdi flygillinn þeim.“
Systurnar ráða nú ríkjum í húsinu
Afi Helgu, Hjálmar Finnsson, lést árið
2004. Hann var íslenskur frumkvöðull með
sanni og starfaði hjá Loftleiðum. „Hann átti
þátt í að koma á flugleiðinni milli Íslands og
Bandaríkjanna og starfaði í tengslum við það
í New York, ásamt því að flytja inn ýmislegt
á stríðsárunum, m.a. nælonsokkabuxur og
svoleiðis,“ segir Helga og hlær. „Þau kynnt-
ust þar og áttu þrjú börn sem öll fæddust í
New York.“
Þegar heim til Íslands var komið byggðu
ungu hjónin sér hús í Vesturbrún í Reykja-
vík. „Þau bjuggu þar og þó að amma spilaði
„Mig hafði alltaf langað að spila og mig lang-
aði líka til að stelpurnar mínar gætu spilað,“
segir Helga og þetta hafi því orðið henni
kærkomið tækifæri til að setjast á tónlistar-
skólabekk, en hún hafði fram að því aldrei
lært neitt. „Það var haldið brúðkaup heima í
fyrra og fyrir það lét ég stilla hann og það
var spilað á hann í brúðkaupinu. Svo skellt-
um við mæðgurnar okkur í Tónheima núna í
haust á námskeið,“ segir Helga og Stefanía
læðir nú að orði: „Ég var sko búin að læra
þrjú lög fyrir. Það var einhver sem kenndi
mér.“
Námið segir Helga ganga ótrúlega vel.
„Ég bjóst ekki við þessum árangri á einni
önn,“ segir hún brosandi. „Ég er búin að
spila á tónleikum,“ segir Stefanía, „og í dag
fór ég á elliheimili með tónmenntakenn-
aranum mínum og fékk að spila þar. Ég var
ein að spila fyrir alla og það var rosalega
gaman,“ segir hún og gerir þannig ljóst að
námið hjá henni gengur líka vel og spurning
hvort upprennandi píanósnillingur er þarna á
ferðinni.
Amman og langamman Myndin af Doris Walker Finnsson er á heiðursstað á flyglinum.
Arfur leiddi til
tónlistarnáms
Mæðgurnar Helga Fanney Edwardsdóttir og Stefanía
Veiga Sigurjónsdóttir læra nú saman á flygil sem fylgt hefur
fjölskyldunni í meira en hálfa öld. Sigrún Ásmundar hlýddi
á píanóleik og fékk að heyra sögu flygilsins.
Svo skelltum við mæðgurnar
okkur í Tónheima núna í haust á
námskeið,“ segir Helga og
Stefanía læðir nú að orði: „Ég var
sko búin að læra þrjú lög fyrir. Það
var einhver sem kenndi mér.“
sia@mbl.is
|þriðjudagur|19. 12. 2006| mbl.is