Morgunblaðið - 19.12.2006, Blaðsíða 16
16 ÞRIÐJUDAGUR 19. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ
MENNING
HINN umtalaði
tenór Roberto
Alagna segir
ástæðu þess að
hann yfirgaf svið
Scala-óperunnar
fyrirvaralaust
fyrir skömmu
vera vanlíðan
vegna lágs blóð-
sykurs. Alagna
fór af sviðinu, að
því er virtist í fússi, þegar áhorf-
endur hófu að púa á hann. Hann hef-
ur hótað að kæra óperuhúsið eftir að
stjórnendur Scala tilkynntu honum
að þjónustu hans væri ekki lengur
óskað við óperuna vegna atviksins.
Nú hefur hinn 43 ára gamli söngv-
ari komið með skýringu á brott-
hvarfinu en hann segir ganga mjög
hratt á sykurforða líkama síns undir
álagi. Það hafi einmitt átt við í um-
ræddu tilviki. „Ég gat varla staðið í
fæturna. Ég varð að fá mér sæti,“ er
haft eftir Alagna.
Með vottorð upp á vasann
Lögmaður Alagna segist hafa
undir höndum vottorð frá lækni
Alagna sem staðfesti að hann hafi
þjáðst af lágum blóðsykri umrætt
kvöld. Talsmaður Scala-óperunnar
sagði hins vegar að Alagna hefði
ekki minnst einu orði á að sér hefði
liðið illa og bætti við að stjórn óp-
erunnar hefði ekki fengið neina
læknisfræðilega staðfestingu á
ástandi Alagna.
„Ef söngvari verður veikur fer
hann af sviðinu, lætur tónlistarstjór-
ann vita og læknir staðfestir veik-
indin. Við látum svo áhorfendur vita
og varasöngvari fer á sviðið,“ sagði
Mario Cella frá Scala-óperunni.
Hann bætti því við að óperuhúsið
hefði ekki í hyggju að sækja Alagna
til saka fyrir uppátækið.
Alagna af-
sakar sig
Segir lágum blóð-
sykri um að kenna
Roberto Alagna
FJALLAÐ er um
bók Aðalsteins
Ingólfssonar um
færeyska listmál-
arann Sámal Jo-
ensen-Mikines í
danska dag-
blaðinu Jyllands-
posten. Gagnrýn-
andi blaðsins,
Lars Ole Knippel,
fer fögrum orðum
um verkið og gefur því fimm stjörn-
ur af sex mögulegum.
Að dómi gagnrýnandans er bókin
lostæti, jafnt fyrir fræðimenn sem
fagurkera, prýdd svo mörgum
myndum af verkum Mikiness „að
maður verður næstum því móður“ af
öllu sjónarspilinu. Hann minnist
með velþóknun á hve ítarleg bókin
sé og segir Aðalstein bregða nýju
ljósi á líf og verk listmálarans.
Þó að Aðalsteinn eigi mikinn meg-
inhluta texta bókarinnar skrifar
færeyski listamaðurinn Bárdur Ják-
upsson æviágrip Mikiness og danski
gagnrýnandinn Bent Irve skrifar
um tengsl Mikiness við Danmörku.
Tekur gagnrýnandi fram að þeir
Bárdur og Bent séu vel að sér um
færeyska list.
Það er Nesútgáfan á Íslandi sem
gefur verkið út í tilefni af því að 100
ár eru liðin frá fæðingu Mikiness.
Bókin er 320 blaðsíður í stóru broti
og prentuð á þykkan og vandaðan
pappír. Þar sem tilgangur bók-
arinnar er að hluta til að kynna Mik-
ines utan Færeyja er hún skrifuð á
ensku, en jafnframt verður enski
textinn þýddur yfir á færeysku og
dönsku.
Mikines lést árið 1979, þá 73 ára
að aldri.
Mikines fær
góða dóma
Aðalsteinn
Ingólfsson
ORGELJÓL í Lágafellskirkju
fara fram í kvöld klukkan 20,
en þetta er annað árið í röð
sem slíkir tónleikar eru haldn-
ir. Það er dr. Douglas Brotchie,
organisti í Háteigskirkju, sem
leikur á tónleikunum, en í ár er
Sigrún Jónsdóttir gestasöngv-
ari. Hún syngur bæði þekkt og
óþekkt jólalög, en Sigrún hefur
komið fram á fjölda tónleika
hérlendis sem erlendis. Í
fréttatilkynningu segir að öll lögin á tónleikunum
verði falleg. Aðgangur að tónleikunum er ókeypis,
en tónleikahaldið er styrkt af menningar-
málanefnd Mosfellsbæjar.
Tónlist
Orgeljól í
Lágafellskirkju
Douglas
Brotchie
NJÁLA lifandi komin kom ný-
verið út hjá Sölku bókaforlagi.
Í bókinni endursegir Jóhannes
Eiríksson Njálu og tengir við
söguslóðir með glæsilegum
ljósmyndum. „Saman vekja nú-
tímalegur texti og dramatískar
ljósmyndir Njálu til lífs á nýrri
öld og hrífa lesendur með sér á
vit hinnar margslungnu og æsi-
spennandi örlagasögu sem
snertir streng í brjósti flestra
Íslendinga,“ segir meðal annars á bókarkápu.
Njála er ein af vinsælustu Íslendingasögunum og
hafa þau Gunnar, Njáll, Hallgerður og Bergþóra
lifað með þjóðinni vel og lengi.
Bókmenntir
Njála lifnar
við á ný
Jóhannes
Eiríksson
HLJÓMSVEITIN
Baggalútur verður
með tónleika á Café
Oliver við Laugaveg á
fimmtudagskvöldið.
Jólaplata sveit-
arinnar, Jól og blíða,
hefur notið mikilla
vinsælda að undanförnu, en á plötunni má finna ell-
efu vinsæl aðventu- og hátíðarlög í útfærslu Bagga-
lúts, t.d. lögin Kósíheit par exelans, Sagan af Jes-
úsi, Rjúpur og Föndurstund sem eflaust margir
hafa rokkað við um leið og þeir föndruðu jólakortin.
Þá hefur plata þeirra Aparnir í Eden einnig notið
mikilla vinsælda á árinu. Tónleikarnir á fimmtudag
hefjast 21.30 og er ókeypis aðgangur.
Tónleikar
Baggalútur
á Café Oliver
Hljómsveitin Baggalútur
Eftir Bergþóru Jónsdóttur
begga@mbl.is
ÞAÐ er hægt að leika sér með sögn-
ina að spila. Það vita allir hvað það
merkir að spila á spil, en það að spila
spil fékk nýja merkingu þegar
Snorri Sigfús Birgisson tónskáld
samdi og gaf út verk sitt Æfingar
þar sem hann spilaði spil í mús-
íklegri merkingu orðanna; Tarot-
spilin, en kveikju Æfinga var að
finna í trompum þeirra. Sumar Æf-
ingarnar voru viðráðanlegar bjart-
sýnum meðalskussum í píanónámi,
aðrar þrælsnúnar og bara fyrir al-
vöru píanóleikara og flinka nem-
endur að eiga við. Þetta var í byrjun
níunda áratugarins, og ekki svo al-
mennt að píanónemendur á Íslandi
fengju svo glæný og spennandi verk
að glíma við. Fáum árum síðar, eða
árið 1987, komu svo út hógvær og lít-
illát nótnahefti sem báru það ein-
falda nafn: Píanólög fyrir byrjendur
1–4. Snorri Sigfús var smiðurinn.
Þessar bækur gáfu meðalskussanum
fyrirheit um að nú yrði hægt að ráða
í rúnir nýju tónlistarinnar, prófa
eitthvað nýtt og ef til vill ná valdi á
Tarotgaldrinum. En svo kom í ljós
að Píanólög fyrir byrjendur voru
fullkomlega fín fyrir sinn hatt, stutt,
laggóð og alveg bráðskemmtileg.
Nú er Snorri Sigfús búinn að spila
lögin sín inn á geisladisk – með að-
stoð Mikhaels A. Óskarssonar í dú-
ettum. Smekkleysa gefur út í stórum
rökkurbláum pakka sem geymir líka
nótnaheftin fjögur, en á diskinum er
líka Hymni, verk eftir Snorra frá
1982. Nú er því hægt að skoða nót-
urnar um leið og maður hlustar.
Snorri segir að ýmsir píanókenn-
arar hafi notað píanólögin hans til
kennslu og að það hafi gengið ágæt-
lega. „Margir píanókennarar hafa þó
líka sagt að sumt af þessu sé fram-
andi, og að þeir viti ekki alveg
hvernig þeir eigi að kenna lögin.
Geisladiskurinn gæti orðið gagn-
legur þeim. Ég hef þónokkuð oft
verið beðinn að kynna lögin í tónlist-
arskólum, og það hefur alltaf verið
ánægjulegt og kennarar jákvæðir.
Sums staðar þar sem ég hef komið
hafa svo nemendur spilað lögin fyrir
mig. Lögin geta ekkert kvartað und-
an því að hafa ekki verið spiluð.“
Í nótnaheftunum notar Snorri
nótnaskrift sem var vinsæl á þeim
tíma og hentaði betur til að lýsa
staðháttum samtímatónlistar en
hefðbundin nótnaskrift og fyrir þá
sem aldir voru upp við hefðina gat sú
nýja virst snúin. „Það er nóg að gera
í píanókennslunni annað en að kenna
nótur. Til dæmis að sitja rétt, læra
g-lykilinn, hvað er fjórðapartsnóta
og hvað er áttundapartsnóta. Það er
rosalega margt sem þarf að kenna
byrjendum – það þarf að kenna þeim
allt. En kennarar og nemendur hafa
þó verið jákvæðir og tekið þessum
verkum vel, þótt þau taki svolítinn
tíma frá kennslu undirstöðuatriða.“
Píanólögin hans Snorra Sigfúsar
eru nú lögð af stað út í heim.
„Ítölsk kona hlýtur að hafa keypt
þessi hefti einhvers staðar, því hún
tók sig til og þýddi allan textann á
ítölsku. Sú bók er nú komin út. Lög-
in eru því til líka á Ítalíu.“
Píanólög Snorra Sigfúsar Birgissonar fyrir byrjendur komin út á geisladiski
Lögin geta ekki kvartað
SNORRI Sigfús
Birgisson samdi
Píanólög fyrir
byrjendur árið
1984. Árið 1987
gaf hann lögin
út í fjórum heft-
um. Snorri Sig-
fús hefur nú
hljóðritað lögin,
en Smekkleysa
gefur þau út á
geisladiski. Snorri segir sögu
verksins: „Árið 1983 var starf-
andi nefnd norrænna píanókenn-
ara. Sigríður Einarsdóttir var
fulltrúi íslenskra píanókennara.
Það kom upp sú hugmynd meðal
nefndarmanna, að biðja fimm
norræn tónskáld að semja lög,
sem tækju mið af nýjungum í pí-
anótónsmíðum. Þeim fannst vanta
efni til að undirbúa nemendur
fyrir það. Ég var beðinn að leika
íslenska tónskáldið og gerði það
með ánægju. Hvert tónskáld var
beðið að semja 25 lítil lög. Því
urðu til 125 lög og úrval úr því
búið til útgáfu. Norsk Mus-
ikforlag gaf það út, að því er mig
minnir.
Auk mín voru tónskáldin Ruth
Bakke frá Noregi, Herman B.
Koppel frá Damörku, Mats Pers-
son frá Svíþjóð og Harri Wessm-
an frá Finnlandi. Nótnasafnið er
kallað: Á opnu hafi.
Ég ákvað að gefa mín lög út
sjálfur í heild sinni hér heima.“
Kristinn Guðbrandur Harð-
arson teiknaði myndirnar á kápu
disksins og möppunnar sem
geymir hann og nótnaheftin fjög-
ur.
125 lög á
opnu hafi
Snorri Sigfús
Birgisson
Regnbogi „Kennarinn stendur vinstra megin við píanóstólinn, stígur á
(hægri) pedal og ýtir þétt á c’-strenginn inni í flyglinum alveg uppi við
dempara.“ Upphaf „leiklýsingar“ Píanólaga fyrir byrjendur 1-4, eftir
Snorra Sigfús Birgisson. Lögin eru nú komin út á geisladiski í leik Snorra.
Plata og nótur saman
„VIÐ vildum fara óhefðbundna leið og ég
held að okkur hafi tekist vel til,“ segir
Steingrímur Ari Arason, framkvæmda-
stjóri Lánasjóðs íslenskra námsmanna, en
fyrir helgi var opnuð myndlistarsýning á
nýjum og endurbættum vef LÍN.
Höfundur myndverkanna er Örn Smári
Gíslason. Myndirnar eru spuni og vanga-
veltur höfundar um hina ýmsu lífsferla og
þau áhrif sem námslán geta haft á þá.
Þeim er komið fyrir á aðalsíðum vefjarins
og hefur verið leitast við að búa þeim að
öðru leyti umgjörð sem sæmir.
„Það var leitað til Arnar alveg sér-
staklega með það fyrir augum að útbúa
þessi myndverk. Menn lögðu upp með það
að vefurinn yrði eins aðgengilegur og einfaldur
og nokkur kostur væri, meðal annars vegna
þess að hann þarf að vera aðgengilegur fyrir
menn úti um allan heim með misgóðan tölvu-
búnað. Það var áhugavert að sjá það á loka-
sprettinum að það hjálpaðist að, stílhrein mynd-
verk Arnar Smára undirstrikuðu markmið
okkar að hafa vefinn einfaldan og aðgengi-
legan.“
Steingrímur Ari segir að viðbrögð við
vefsýningunni hafi verið mjög góð.
Fyrir utan það tillit sem taka þurfti til
misjafns tölvubúnaðar íslenskra náms-
manna víðs vegar um heiminn var tekið
mið af þeim ábendingum sem fram koma í
skýrslunni Aðgengi allra að vefnum, en
hún kom út í janúar sl. og var unnin af for-
sætisráðuneytinu og félagsmálaráðu-
neytinu. Afraksturinn er einföld og stíl-
hrein hönnun. Á undanförnum árum hefur
LÍN lagt áherslu á að byggja upp og þróa
einkavef fyrir viðskiptavini sjóðsins. Hann
kallast Mitt svæði og aðgengi að honum krefst
persónuauðkenningar, sem aftur gefur kost á
rafrænum og gagnvirkum samskiptum.
Myndlistarspuni um lífið á vef LÍN
Veflist Myndirnar eftir Örn Smára Gíslason eru spuni og
vangaveltur, meðal annars um áhrif námslána á lífsferla.
♦♦♦