Morgunblaðið - 19.12.2006, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 19.12.2006, Blaðsíða 36
36 ÞRIÐJUDAGUR 19. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ GuðbrandurStefánsson fæddist í Hólum í Þingeyrarhreppi 6. desember árið 1932. Hann lést á heimili sínu í Hólum föstu- daginn 8. desember síðastliðinn. For- eldrar hans voru Guðrún Ólafía Guð- mundsdóttir, f. á Brekku í Þingeyr- arhreppi 26. sept- ember 1897, d. 29. ágúst 1974, og Stef- án Guðmundsson bóndi, f. á Kirkjubóli í Þingeyrarhreppi 14. maí 1881, d. 18. september 1970. Alsystkini Guðbrands eru: a) Sig- rún húsfreyja á Ísafirði, f. í Hólum í Þingeyrarhreppi 27. september 1931, maki Jóhann T. Bjarnason, f. 15. febrúar 1929, d. 4. september 2002. b.) Haraldur fv. stýrimaður í Kópavogi, f. í Hólum í Þingeyrar- hreppi 6. mars 1938, maki Þuríður Georgsdóttir, f. 24. sept. 1949, d. 9. júlí 2005 (skildu). Systkin sam- feðra eru c) Ragnheiður húsfreyja á Þingeyri, f. í Hólum í Þingeyrar- hreppi 27. október 1911, d. 28. nóvember 1985, maki Steinþór Árnason, f. 22. ágúst 1902, d. 10. mars 1941. Móðir Ragnheiðar var Ingibjörg Lilja Ólafsdóttir, f. 24. apríl 1889, d. 30. júní 1933. Börn Stefáns og fyrri konu hans Sigrúnar Árnadóttur, f. 16. júlí 1884, d. 15. febr- úar 1926, eru: d) Árni Rósinkrans skipstjóri og hrepp- stjóri á Þingeyri, f. í Hólum í Þingeyrar- hreppi 23. mars 1915, d. 20. mars 1972, maki Hulda J. Sigmundsdóttir kennari, f. á Þing- eyri 29. júní 1923. e) Guðmundur Marías, f. í Hólum í Þingeyrarhreppi 2. maí 1917, d. 11. mars 1941. f) Sigurjón, skipstjóri og fram- kvæmdastj. í Reykjavík, f. í Hólum í Þingeyrarhreppi 15. ágúst 1920, d. 17. nóvember 2005, maki Ragn- hildur Jónsdóttir, f. 18. febr. 1926 í Reykjavík. Guðbrandur ólst upp í foreldra- húsum í Hólum og hefur alið allan sinn aldur þar. Hann stundaði nám í farskóla í hreppnum og einn vet- ur í Núpsskóla í Dýrafirði. Ungur fór hann að stunda öll almenn bú- störf og tók við búi af föður sínum við andlát hans 1970 og gegndi þeim bústörfum til ársins 1999 er hann seldi jörð sína en bjó áfram í Hólum til dánardægurs. Guðbrandur verður jarðsunginn frá Þingeyrarkirkju í dag. Halli frændi hringdi í mig um síð- ustu helgi og sagði mér þau tíðindi að Brandur föðurbróðir væri allur. Hann hafði farið út til að taka veðrið eins og hann kallaði það, en kom ekki til baka úr þeirri ferð. Hann var veðurathug- unarmaður fyrir Veðurstofu Íslands í fjölda ára og hafði mjög gaman af því starfi. Mig langar til að minnast hans með örfáum orðum. Brandur var þessi trausti hægláti frændi, sem hafði alltaf áhuga á þjóðmálum og hvað við frændsystkinin og börn okk- ar værum að fást við. Alltaf spjallaði hann um þjóðmál og hvað væri að gerast, langt umfram það sem marg- ur meira menntaður maður hafði áhuga á, og var alltaf tilbúinn að hlusta og gera athugasemdir og það dugði ekki að bulla eitthvað, þá dundu á spurningarnar og rökin þurftu að vera í góðu lagi. Alltaf þegar við höfum farið vestur sl. 38 ár hafa Hólar alltaf verið sá staður sem var heimsóttur, sama hversu stutt dvölin var. Síðastliðið sumar komum við við en Brandur var ekki heima. Þegar við komum inn að Sandá hittum við hann þar sem hann var að koma frá því að líta eftir æð- arvarpinu og spjölluðum við hann dá- góða stund. Ekki má gleyma því að allir í fjölskyldunni sofa undir dún- sængum með dúni frá Brandi, og þeg- ar nýtt barn bættist við sendi Brand- ur dún í sæng fyrir litla krílið. Hólar, Stefán afi og Guðrún amma, Brandur, Rúna og Halli voru fastir punktar í tilverunni þegar við systk- inin vorum að alast upp. Pabbi og mamma voru burtu langdvölum vegna berklaveiki og þá tóku afi og amma við, bæði á Þingeyri og í Hól- um. Bróðir minn var á heimilinu mörg sumur og miklu lengur en ég sem var þar aðeins tvö heil sumur, en oftar um skemmri tíma. Alltaf stafaði sömu hlýjunni af Brandi þrátt fyrir að stundum á yngri árum væri ég hálf- feimin við hann þar sem hann var á þeim árum mjög fámáll við mig stelp- una, sem var að sjálfsögðu sjálfskipuð í innanhússverkin eins og stelpum á þeim árum var ætlað. Böndin vestur í Dýrafjörð eru sterk, en þeim fækkar óðum ættingj- unum sem þar tengjast. Nær 40 ár eru síðan lögheimili mitt fluttist það- an, en samt er alltaf sama notalega til- finningin sem vaknar þegar horft er af Hrafnseyrarheiði og yfir fjörðinn. Okkur ættingjum Brands þótti alla tíð miður að svo góður maður ætti enga afkomendur. Því þykir okkur mjög vænt um það að einn af „sum- armönnum“ hans varð honum sem sonur og tók við búinu fyrir nokkrum árum. Brandur naut vináttu hans, konu hans og barna sem hann leit á sem sín barnabörn. Berti minn, Ásta og börn, við hjónin vottum ykkur okk- ar innilegustu samúð og vonum að þið eigið eftir að njóta margra góðra ára í Hólum. Halli og Rúna, okkar innileg- ustu samúðarkveðjur. Megi góður Guð styrkja ykkur og leiða í sorginni. Deyr fé, deyja frændr, deyr sjalfr et sama. En orðstírr, deyr aldrigi, hveims sér góðan getr. (Úr Hávamálum.) Erla og Ágúst. Þegar ég frétti af því að Brandur í Hólum væri allur, langt fyrir aldur fram, hrönnuðust minningarnar upp. Brandur var afabróðir minn og bjó alla sína tíð í Hólum í Dýrafirði. Og það er ekki eins og ég hafi hitt hann á hverjum degi. Reyndar er allt of langt síðan ég sjálf fór vestur, þar sem ég er nú þrátt fyrir allt fædd og eyddi flestöllum sumrum æskunnar, hjá ömmu Huldu á Þingeyri. Einmitt þangað sæki ég minningarnar og þær eru svo skýrar og ljóslifandi, rétt eins og ég hafi verið þarna í fyrra. Ég, stelpuskottið, 12 og 13 ára, var komin vestur til ömmu Huldu til sum- ardvalar. Og Brandur og Hólar tog- uðu sterkt. Þangað varð ég bara að komast! Þannig að á hverjum degi þegar Brandur kom með mjólkina inn á Þingeyri fékk ég að fljóta með og svo var ég sótt aftur um kvöldmat til að Brandur þyrfti nú ekki að hafa fyr- ir mér. Á Hólum var gaman að vera. Brandur hafði sérstakt lag á því að lofa okkur krökkunum að hjálpa til þannig að við hefðum gaman af því, krakkar reyndar sóttu í að fá að vera hjá honum í Hólum og hjálpa til í hey- skapnum og gera annað það sem til féll fyrir svona stelpuskott úr bænum. Mér er minnisstætt hversu laginn hann var að gera við allar vélar, mek- aníkin hreinlega lék í höndunum á honum enda var hann oft kallaður á aðra bæi færi þar eitthvað úrskeiðis, var snemma kominn með öfluga súg- þurrkun og flottan, sjálfvirkan hey- vagn. Þeir voru ófáir heyvagnarnir sem við krakkarnir mokuðum í blás- arann inn í hlöðu og stundum fékk ég að troða, fór inn í hlöðu á meðan blás- arinn var í gangi og þjappaði svo meira kæmist fyrir, öll í heyi, rykug og skítug upp fyrir haus og yfir mig hamingjusöm. Já, Hólar voru sem ævintýraland fyrir mér. Þarna smit- aðist ég sennilega af óbilandi dýra- og náttúruáhuga sem svo seinna leiddi mig upp í hesthús og skapaði mér mitt ævistarf og nú er ég sjálf flutt í sveit og verður ótrúlega oft hugsað til þessara ógleymanlegu sumra sem ég átti í Hólum og með Brandi. Seinna gaf hann mér dún í sæng barnanna minna og ég sef undir Hóladúni sjálf, brúðkaupsgjöf góðri, hvað annað! Það er gott til þess að vita að Hólar séu ekki á leið í eyði, eins og kannski hefði mátt ætla, enda Brandur ókvæntur og barnlaus. Þar er nú upp- bygging og Friðbert Kristjánsson, sem var hægri hönd Brands sem ung- lingur, stundar þar nú búskap. Brandur stundaði dúntekju og sá um veðurathuganir og í hvert skipti sem ég heyrði upplesna „Hóla í Dýrafirði“ í veðurfréttum kom upp minningin um Brand. Elsku Brandur, þinn tími var eng- an veginn kominn, en ég er viss um að þú hafir það samt gott þarna uppi og fylgist með okkur hinum baslast áfram hérna niðri. Blessuð sé minn- ing þín. Hulda Gústafsdóttir. Þeim fækkar nú ört hinum sjálf- menntuðu íslensku bændum af gamla skólanum. Og nú hefur Guðbrandur Stefánsson í Hólum í Dýrafirði, bróðir Ragnheiðar tengdamóður minnar, kvatt okkur. Hann kemur ekki oftar í kaffi og viðræður um landsins gagn og nauðsynjar og hið sögulega sam- hengi í lífinu. Þar fór á braut einn af þessum merkilegu Vestfirðingum sem margir munu minnast. Ekki fyrir opinber störf eða framgöngu í pólitík. Nei, við minnumst þeirra fyrir það hve merkilegir þeir voru af sjálfum sér. Samfélagið hér fyrir vestan er fá- tækara eftir en áður þegar slíkir menn kveðja. Hin hefðbundna skólaganga var ekki löng. Farskóli í nokkra mánuði og einn vetur á Núpi. Farskólakerfið gamla reyndar eitthvert það besta sem enn hefur verið fundið upp af því tagi. En Guðbrandur Stefánsson var að öðru leyti í skóla lífsins og fékk þar góðar einkunnir. Brandur í Hólum var einstaklega hjálpsamur maður, svo sem Vestfirð- ingum er tamt. Ef hann vissi að eitt- hvað þurfti að gera, þá gerði hann það bara. Ekki spurt um laun. Hann mat ekki manngildið í peningum. Dugn- aður og ósérhlífni er innbyggt í þetta fólk. Hann fann til með þeim sem áttu bágt. Hann var dýravinur, enda er það eðli slíkra manna. Gangur véla og annarra verktóla var honum ljós. Það var ekki annað en spyrja Brand í Hólum um hina ýmsu tæknilegu hluti sem vöfðust fyrir manni. Þá lá allt ljóst fyrir. Og ef eitt- hvað bilaði þá gerði hann bara við. Áreynslulaust. Hann var ekki afskiptasamur hann Brandur. Þó fór fátt framhjá honum. Hann fylgdist vel með því sem var að gerast í kringum hann og í þjóðlífinu almennt. Hann hafði sínar skoðanir og var fastur fyrir þegar því var að skipta, jafnvel dómharður ef svo bar undir, svo sem ekki er óalgengt í kyn- stofninum hér vestra. Og húmorinn var á sínum stað og oft brosað að græskulausum gamansögum. Megi Hólabóndinn eiga góða för til áa sinna og Guðs síns, þess er skapaði sólina og alla skepnu. Hallgrímur Sveinsson, Brekku. Hann Brandur í Hólum er dáinn. Ég fann hann síðast þar heima undir síðdegissól nú í september. Grunaði síst að það yrðu okkar síðustu fundir. Ég man hann fyrst sem ungan mann í Hólum. Síðan hafði hann verið einn af föstum punktum sveitar minnar. Ég reyndi oftast að heimsækja hann er leiðin lá þar hjá. Þótt löng og stundum illfær Hólahlíðin væri á milli bæja okkar var leiðin alltaf stutt. Systkini höfðu búið á bæjunum tveimur: Stef- án, faðir Guðbrands, og Guðmunda María, amma okkar systkina. Með þeim var kært og þráðurinn orðinn meira en aldarlangur. Brandur varð snemma stoð og stytta foreldra sinna við búskapinn í Hólum. Á unglingsárum hans var ný tækni að hefja innreið sína í sveitina með vélum og tólum. Hún var sann- arlega heppin að hitta Brand fyrir því hann reyndist bæði hafa á henni mik- inn áhuga og ekki síður hæfni til þess að beita henni til hagræðis við bú- störfin. Meðal minna fyrstu minninga um Brand er einmitt sú að hann kom á Hólafarmalnum fram að Kirkjubóli til að slá en Hólamenn fengu slíka vél fyrr en flestir aðrir í hreppnum: Lág- vært vélarhljóðið ágerðist er Farmal- linn lullaði fram Hólahlíðina og brátt sást vaggandi múgfjöl sláttuvélarinn- ar upp fyrir Hrygginn, síðan kollur- inn á Brandi. Með gljáandi vélinni lagði hann til atlögu við Löngusléttu eða Hólhúsmó og felldi grasið á ör- skotsstundu. Heimilisfólkið lofaði hina nýju tækni er ráðist var til rifj- unar með hrífum. Sama var uppi á teningi er plægja þurfti garðana á bænum; Brandur kominn með Far- malinn góða og plóginn. Brandur hafði sérstakt lag á því að gera sér tæknina undirgefna og beita henni til sparnaðar á vinnu og erfiði. Hentum við stundum gaman að því, nágrannarnir. Sjálfum fannst mér hann ná hvað lengst á því sviði er hann með aðstoð parta úr gömlu og aflögðu reiðhjóli kom hakkavél móður sinnar fyrir við tengidrif Farmalsins. Sat hann síðan sjálfur í makindum og mataði kjötið í hakkavélina sem Far- mallinn sneri í hægagangi sínum. Veit ég ekki til þess að kjöt hafi annars staðar á landinu verið hakkað með Farmal-dráttarvél. En áhugi Brands snerist ekki bara um vélar. Eins og faðir hans varð hann mikill ræktunarmaður. Þeir eru líklega ekki margir sem lengur muna öll holtin er á sinni tíð voru í kringum Hóla, ber og blásin. Nú eru þau öll orðin að grónum völlum, ýmist túni ellegar snotrum beitilöndum. Eigin- lega er bara Einstakaholtið eftir og þar hugsa ég að umhverfissjónarmið bóndans hafi ráðið því að eftir stendur – eða kannski nafnið? Á Kambinum við Hólasjóinn sinnti Brandur hvert vor snotru æðarvarpi sem Hólafólk kom upp fyrir meira en hálfri öld. Fyrir fáeinum árum fékk ég að stikla á eftir Brandi um áliðið varpið og sá þá hve þar ríkti djúp og gagnkvæm virðing. Brandur var eiginlega mikið nátt- úrubarn með afarglöggt auga fyrir umhverfi sínu: fuglum, gróðri og grjóti, og veðri. Hann gerðist opinber veðurathugunarmaður fyrir liðlega tveimur áratugum. Þar kom réttur maður á réttan stað: einstaklega ná- kvæmur og samviskusamur og frá því verki, um miðaftanbil, féll hann … Það var afskaplega gaman að tylla sér með Brandi við eldhúsborðið í Hólum og spjalla – um heima og geima. Þótt frændi hafi fáar nætur sofið um sína ævi undir annarra manna þökum virtist hann kunna skil á flestu enda stálminnugur, glöggur og fróðleiksfús. Á efri árum óx honum sem fleirum ættfræði- og söguáhugi og þar var ekki komið að tómum kofa. Ég naut þess styrks að geta borið undir hann ýmislegt um það sem ég hafði verið að grafast fyrir um úr heimabyggð okkar – það þótti mér betra en ekki; svo minnugur og eðl- isglöggur var hann. Síðustu ára naut Brandur í skjóli Friðberts Kristjánssonar og fjöl- skyldu hans er tekið hafa við búi í Hólum. Tók þó fullan þátt í öllum störfum með þeim áfram. Mátti glöggt á Brandi finna hve honum féll vel þetta hlutskipti. Við áttum sann- arlega von á að árin hans yrðu fleiri og sjálfum fannst mér Brandur enn vera ungur. En öllu er afmörkuð stund. Hólahlíðin hefur lengst um sinn. Sterkur strengur til sveitar minnar hefur brostið. En eftir stend- ur björt minning um nágranna og frænda sem var einstaklega trúr sínu umhverfi og sínum starfa. Fyrir hana og fyrir samfylgdina þökkum við Kirkjubólsfjölskyldan um leið og við sendum ættingjum hans innilega samúðarkveðju. Guð blessi minningu Brands í Hólum. Bjarni Guðmundsson. Hann Guðbrandur frændi er látinn og það svo snöggt og langt um aldur fram. Brandur var veðurathugunar- maður Veðurstofunnar og þegar kall- ið kom var hann í miðjum klíðum að skrifa niður veðrið af mælunum í hvíta kassanum. Undirritaður, sem er bróðursonur hans, átti því láni að fagna að vera mikið samvistum við hann allt frá unga aldri. Frá þriggja ára aldri og fram yfir fermingu var ég öll sumur í Hólum hjá afa og ömmu og Brandi og Halla, sem enn var þá í föð- urhúsum. Fyrstu árin var nú kaupa- maður ekki réttnefni heldur var ég í pössun hjá afa og ömmu eins og ald- urinn gaf tilefni til. Brandur var afar barngóður og oft fékk ég að fara með honum um allt túnið, sem mér þótti þá heill heimur, og jafnvel inn á Eyju sem svo var kölluð en er nú við enda flugvallarins Hólar-Airport og að ein- hverju leyti farin undir hann. Eitt sinn minnist ég þess að ég fékk að sitja á bögglaberanum hjá Brandi þegar hann þurfti inn á Eyju til að sinna heyi. Ekki tókst betur til en svo að ég festi annan fótinn í teinunum og hruflaðist nokkuð og gat ekki stigið í fótinn, sem þó var óbrotinn, í fáeina daga. Þá kom hún amma mín, síðari kona afa, Stefáns Guðmundssonar skipstjóra og bónda, f. 14.5. 1881, d. 18.9. 1970, til sögunnar en hún hét Guðrún Ólafía Guðmundsdóttir, f. 26.9. 1897, d. 29.8. 1974, frá Lambadal í Dýrafirði. Hún sótti nokkrar grænar blöðkur, sem ég kann ekki að nefna, niður í áveituskurð niðri á túni og lagði við sárið sem hafðist vel við og greri fljótt. Hún amma var mjög barngóð og augljóst hvaðan Brandur hafði þann eiginleika. Hún kunni greinilega ýmislegt fyrir sér í óhefð- bundnum lækningum og svo ræktaði hún líka stóran matjurtagarð og oft var á sumrin ýmislegt grænmeti á borðum í Hólum þótt ég kynni nú ekki að meta það í þá daga enda frægur gikkur og borðaði helst ekkert nema sykurstappaðar kartöflur, súpur og hafragraut með súru slátri. Gott var að vinna með Brandi og undir hans stjórn og ekki skemmdi nú fyrir að er ég var um 11 ára aldur fór hann að leyfa mér að keyra dráttar- vélarnar og það þótti mér lengst af skemmtilegasta starfið, að sitja á vél- unum og slá, snúa eða raka saman heyi. Þegar við Gústi, Ágúst Ragn- arsson, nú starfsmaður Sjálfstæðis- flokksins, vorum saman hjá Brandi í fjögur sumur pössuðum við vel upp á að akstrinum væri skipt bróðurlega á milli okkar. Gústi hafði annars það virðulega starf að vera mjólkurpóstur en sá háttur var hafður á að færa fólki mjólkina á hesti eða síðar í bíl heim á tröppur í brúsa eða flösku. Vegna fjarlægðar Þingeyrar frá mjólkurbú- um og samgönguerfiðleika, drukku Þingeyringar ógerilsneydda mjólk og beint frá bóndanum lengst allra á Ís- landi. Síðar þegar ég var að koma vestur á sumrin með börnin mín og stoppa nokkra daga hjá móður minni á Þing- eyri var það þeim kappsmál að fá að fara með Brandi út í Hóla og vera þar hluta úr degi og kom þá enn í ljós hve barngóður Brandur var alla tíð. Brandur var afar fróður um marga hluti og fylgdist vel með. Þegar ég kom í Hóla nú síðustu árin eða hringdi í Brand varð spjallið oft langt og um hin ýmsu efni. Brandur var hagur í höndum og smíðaði m.a. fyrir mig stálbát sem mér fannst þá flott- asti báturinn á Þingeyri og honum var mikið siglt á vorin fram og aftur meðfram fjörunni á Þingeyri og stundum fullur af loðnu eða bara með ballest. Brandur gat gert við alla skapaða hluti enda minnist ég þess að hann væri kallaður á næstu bæi til að gera við vélar þegar ég var hjá honum í sveit. Eins og fyrr er sagt löðuðust börn auðveldlega að Brandi og margir ánægðir kaupamenn voru í Hólum. Einn þeirra, Friðbert Kristjánsson frá Þingeyri, tók fyrir nokkrum árum ásamt konu sinni, Ástu Kristinsdótt- ur, við búinu í Hólum og rekur nú fjárbú þar ásamt því að sinna störfum á Hólar-Airport við að moka völlinn, taka veðrið o.fl. Mér, sem afkomanda úr Hólum, þykir gott til þess að vita að áfram verði búskapur í Hólum. Að lokum vil ég votta Rúnu systur Brands, Halla, Friðberti og Ástu og fjölskyldum þeirra mína dýpstu sam- úð við fráfall Brands. Guðmundur Árnason. Það var burstaklipptur strákaskari um borð í Esjunni. Við vorum allir á leið í sveitina. Ég man hvað tilhlökk- Guðbrandur Stefánsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.