Morgunblaðið - 19.12.2006, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 19.12.2006, Blaðsíða 50
50 ÞRIÐJUDAGUR 19. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ menning ÓFAGRA VERÖLD Fim 28/12 kl. 20 Forsýning Miðaverð 1.000 Fös 29/12 kl. 20 Frumsýning UPPS. Fim 4/1 kl. 20 2. sýning Gul kort Fös 12/1 kl. 20 3. sýning Rauð kort Fim 18/1 kl. 20 4.sýning Græn kort Sun 21/1 kl. 20 5.sýning Blá kort Lau 30/12 kl. 20 Fös 5/1 kl. 20 Lau 13/1 kl. 20 Fös 19/1 kl. 20 SAN FRANCISCO BALLETTINN Samstarfsverkefni Listahátíðar í Reykjavík og Borgarleikhússins. Mið 16/5 kl. 20 UPPS. Fim 17/5 kl. 20 Fös 18/5 kl. 20 Lau 19/5 kl. 14 Lau 19/5 kl. 20 Sun 20/5 kl. 14 Sun 20/5 kl. 20 Miðaverð 4.800 Sun 7/1 kl. 20 AUKAS. Sun 14/1 kl.20 AUKAS. Lau 20/1 kl. 20 AUKAS. Lau 27/1 kl. 20 AUKAS. Síðustu sýningar GJAFAKORT Gjafakort í Borgarleikhúsið, frábær jólagjöf sem gildir endalaust. Gjafakortin fást í miðasölu Borgarleikhússins. DAGUR VONAR Mið 10/1 kl. 20 Forsýning Miðaverð 1.000 Fim 11/1 Afmælissýning UPPS. Fös 12/1 kl. 20 Fim 18/1 kl. 20 Sun 21/1 kl. 20 Fös 26/1 kl. 20 Sun 7/1 kl. 20 Sun 14/1 kl. 20 Lau 20/1 kl. 20 Allra síðustu sýningar Lau 6/1 kl. 20 Fim 11/1 kl. 20 Fim 18/1 kl. 20 Lau 27/1 kl. 20 RONJA RÆNINGJADÓTTIR Lau 30/12 kl. 14 Sun 7/1 kl. 14 Sun 14/1 kl. 14 ALVEG BRILLJANT SKILNAÐUR Fös 29/12 kl. 20 Lau 6/1 kl.20 Lau 13/1 kl. 20 Fös 19/1 kl. 20 Miðasalan er opin alla daga nema mánudaga kl. 14-18 og fram að sýningu sýningardaga. Símasala kl. 10-18 þriðjudaga - föstudaga. Miðasala á Netinu allan sólarhringinn. Kammersveitin Ísafold ásamt Huldu Björk Garðarsdóttur sópran og Ágústi Ólafssyni barítón flytja verk eftir Mahler. Hljómsveitarstjóri: Daníel Bjarnason www.opera.is opera@opera.is Sími: 511 4200 6. janúar kl. 17.00 í DUUS - húsum í Keflavík 7. janúar kl. 20.00 í Íslensku óperunni Miðaverð kr. 2.000 - Námsmenn: 2 fyrir 1 Frumsýning fös. 9. feb. kl. 20 - nokkur sæti laus - 2. sýn. sun 11. feb. kl. 20 FLAGARI Í FRAMSÓKN - HALLDÓR ER KOMINN AFTUR! - Nánari upplýsingar á www.opera.is 3. sýn. fös. 16. feb. kl. 20 – 4. sýn. sun. 18. feb. kl. 20 - FÁAR SÝNINGAR - TRYGGÐU ÞÉR MIÐA STRAX Þorláksmessa í Óperunni - Óperukareokí Davíð Ólafsson, óperusöngvari, heldur uppi fjörinu - Húsið opnar kl. 20 Karíus og Baktus – sýnt í Rýminu Lau 30. des kl. 14 örfá sæti laus. Síðasta sýning! Gjafakort – afmælistilboð! Einstakt afmælistilboð í tilefni 100 ára afmælis Samkomuhússins. Gjafakort í leikhúsið er frábær jólagjöf sem lifir. Svartur köttur – forsala hafin Fös 19. jan kl. 19 Forsýn – UPPSELT Lau 20. jan kl. 19 Frumsýn – UPPSELT Næstu sýningar: 21/1, 25/1, 26/1, 27/1. Sala hafin! www.leikfelag.is 4 600 200 Gjafakort - góð jólagjöf bókasalur: Upplestur Í dag KL 12:15 Sigurjón Magnússon Gaddavír Blóðrauð rauðrófusúpa á veitingastofu Á MORGUN Árni Þórarinsson & Kristinn Pálsson Farþeginn. MEÐ FYRIRVARA UM FORFÖLL Stóra sviðið kl. 20:00 Afgreiðsla er opin kl. 12:30 – 18:00 mán. – þri. Aðra daga kl. 12:30 – 20:00. STÓRFENGLEG! eftir Peter Quilter Lau. 6/1, lau. 13/1 lau. 20/1, lau. 27/1. SITJI GUÐS ENGLAR eftir Guðrúnu Helgadóttur. Leikgerð Illugi Jökulsson. Fös. 29/12 kl. 20:00 uppselt, lau. 30/12 kl. 14:00 uppselt og kl. 17:00 uppselt, lau. 6/1 kl. 14:00 örfá sæti laus, sun. 7/1 kl. 14:00 örfá sæti laus og kl. 20:00, lau. 13/1 kl. 14:00 nokkur sæti laus, sun. 14/1 kl. 14:00 örfá sæti laus, lau. 20/1 kl. 14:00 örfá sæti laus, sun. 21/1 kl. 14:00 nokkur sæti laus. BAKKYNJUR eftir Evripídes Frumsýning 26/12 uppselt, 2. sýn. mið. 27/12 örfá sæti laus, 3. sýn. fim. 28/12 örfá sæti laus, 4. sýn. fim. 4/1 örfá sæti laus, 5. sýn. fös. 5/1 örfá sæti laus, 6. sýn. fim. 11/1 örfá sæti laus, 7. sýn. fös. 12/1 nokkur sæti laus, 8. sýn. fim. 18/1. LEITIN AÐ JÓLUNUM eftir Þorvald Þorsteinsson Fös. 22/12 kl. 13:00 uppselt, lau. 23/12 kl. 13:00 uppselt. Leikhúsloftið SKOPPA OG SKRÍTLA eftir Hrefnu Hallgrímsdóttur Lau. 6/1 kl. 11:00 uppselt, kl. 12:15 og kl. 14:00, sun. 7/1 kl. 11:00, kl. 12:15 og kl. 14:00, lau. 13/1 kl. 11:00, kl. 12:15 og kl. 14:00 örfá sæti laus, sun. 14/1 kl. 11:00, kl. 12:15 og kl. 14:00 uppselt. Kúlan Smíðaverkstæðið kl. 20:00 PATREKUR 1,5 eftir Michael Druker. Lau. 6/1, lau. 13/1 nokkur sæti laus, lau. 20/1 Ath! Miðaverð aðeins 1.500 kr. fyrir nema gegn framvísun skólaskírteinis. Miðasala í síma 551 1200 og á netinu www.leikhusid.is. Gjafakort í miðasölu og á www.leikhusid.is SÍGILDA barokk- og vínarklassíska dagskráin á fjölsóttum tónleikum Kirkjukórs Gensáskirkju á sunnu- dag sneiddi það mikið hjá algengasta jólakonfekti aðventunnar að eig- inlega væri hæpið að kenna hana sérstaklega við jólin, enda var orðið hvergi að finna í tónleikaskrá, þó svo að flest verk ofangreindra tónskálda féllu að gleðiboðskap jólanna. Þó hvert á sinn hátt, og textalega sízt Sound the trumpet úr veraldlegum afmælisóð Purcells til Maríu Breta- drottningar. Fyrst lék Grensáskantor Árni Ar- inbjarnarson g-moll Prelúdíu Diet- richs Buxtehudes (og fúgu, þótt tvenndarformið sé ekki eins skýrt afmarkað og hjá Bach) á litla Bruno Christensen orgelið af lipru öryggi þrátt fyrir líflegt tempó. Tvær sópr- ansöngkonur úr kórnum, Ingibjörg Ólafsdóttir og Ellen S. Helgadóttir, sungu síðan dúettinn Laudamus te úr Gloríu Vivaldis og fyrrnefnt So- und the trumpet, hvorttveggja við orgelundirleik Árna, af kliðsætri mýkt og þónokkrum tilþrifum þó að upphitunarleysi ylli e.t.v. örlitlu yf- irskoti í tónhæð í því fyrra. Strengja- oktett (2-2-2-1-1) í konsertmeistrun Zbigniews Dubik lék þarnæst með kirkjukórnum ásamt Bjarna Jón- atanssyni við orgelpósítífið næstu tvö verk. Fyrst kórþáttinn vinsæla úr Bach-kantötunni „Herz und Mund und Tat und Leben“ BWV 147, Wohl mir, daß ich Jesum habe, betur þekktan hér um slóðir sem Slá þú hjartans hörpustrengi, og að hon- um loknum Missa Brevis Josephs Haydns í B-dúr („Litlu orgelmess- una“) er síðast var flutt í Grens- árkirkju við vígslu hennar 2.12. 1996. Komu þessi verk bráðvel út í heildstæðri túlkun hlutaðeigandi, og Kirkjukór Grensáskirkju, sem ég hafði ekki heyrt í ein þrjú ár, kom mér satt að segja talsvert á óvart miðað við meðalframmistöðu suð- vesturlenzkra kirkjukóra. Því þó að raddskipanin (5+5+3+4) væri að vanda tenórum í óhag, var jafnvægið samt furðugott, inntónun oftast í fínu lagi, sópraninn heiðtær og bass- inn gæddur eftirtektarverðri fyll- ingu, jafnvel þótt hann svaraði stundum svolítið seint. Ingibjörg sá um eina einsöngsþátt messunnar við pósítífforleik og millispil Bjarna í Benedictus, og tókst hann með ágætum. Að lokum söng KG Ave verum corpus Mozarts af innileik, og eftir lokaorð og bæn sr. Ólafs Jóhanns- sonar sóknarprests var klykkt út með almennum söng í fornslesíska pílagrímshymnanum Fögur er fold- in. Með betri kirkjukórum TÓNLIST Grensáskirkja Verk eftir Buxtehude, Vivaldi, Purcell, Bach, Haydn og Mozart. Kirkjukór Grens- áskirkju og Bjarni Jónatansson pósítíf ásamt strengjasveit. Stjórnandi: Árni Ar- inbjarnarson orgel. Sunnudaginn 10. des- ember kl. 17. Jólatónleikar Ríkarður Ö. Pálsson ÞAÐ var stór hópur kvenna sem gekk inn í Hallgrímskirkju á þriðju- dagskvöldið. Vox feminae, Gosp- elsystur Reykjavíkur og Stúlknakór Reykjavíkur, en þeim öllum stjórn- ar Margrét Pálmadóttir. Bara að horfa á allar þessar konur ganga svo tignarlega myndaði spennuþrungið andrúmsloft; greinilegt var að eitt- hvað alveg sérstakt var að fara að gerast. Ósennilegt er að nokkur hafi orð- ið fyrir vonbrigðum. Fyrsta lagið sem var sungið, „Guð sem skapar líf og ljós“ eftir Hjálmar H. Ragn- arsson við ljóð eftir Kristján Val Ingólfsson, var einstaklega áhrifa- mikið. Trumbuleikur Eggerts Páls- sonar var hrífandi og skemmtilega frumstæður; bara hann gerði að verkum að það var eins og lagið hefði verið samið fyrir þúsund ár- um. Söngurinn var líka svo tilfinn- ingaþrunginn, en samt svo tækni- lega öruggur, að unaður var á að hlýða. Á efnisskránni voru lög úr ýmsum áttum og var lagavalið í það heila ákaflega fjölbreytt. Flest kom prýðilega út, það var helst „Ave María“ eftir Caccini sem var heldur knúsað í hljóðfæraútsetningunni, en margt annað var frábært, eins og t.d. „Slá þú hjartans hörpustrengi“ eftir Bach, sem var afar heillandi. Almennt var söngurinn sérlega vandaður, bæði tær og hljómmikill, undir markvissri stjórn Margrétar. Litlu börnin, sem gengu inn í kirkjuna um miðbik tónleikanna, voru ótrúlega sæt og sungu líka merkilega hreint. Ekki verður hjá komist að nefna frammistöðu ungs slagverksleikara, Kristjáns H. Hafliðasonar, en hann var í hlutverki Litla trommuleik- arans og stóð sig sérlega vel. Einnig verður að minnast á ein- söng Hönnu Bjarkar Guðjónsdóttur í fáeinum atriðum, en hann var fag- ur og vel mótaður. Nokkrir hljóðfæraleikarar spiluðu með kórunum, og áður en konurnar gengu inn léku fjórir þeirra, Hjör- leifur Valsson fiðluleikari, Jónína Auður Hilmarsdóttir víóluleikari, Örnólfur Kristjánsson sellóleikari og Eydís Franzdóttir óbóleikari, kvartett eftir Mozart. Það kom yf- irleitt ágætlega út. Og í hinum tón- leikaatriðunum var hljóðfæraleik- urinn eins og best verður á kosið. Þetta voru frábærir tónleikar! Tignarlegar konur TÓNLIST Hallgrímskirkja Vox feminae, Gospelsystur Reykjavíkur og Stúlknakór Reykjavíkur ásamt nokkr- um hljóðfæraleikurum. Tónlist eftir ýmsa höfunda. Þriðjudagur 12. desember. Kórtónleikar Jónas Sen Vox feminae „Þetta voru frábærir tónleikar!“ Átta ár eru síðan síðasti Seinfeld-þátturinn var tekinn upp og lít- ið hefur borið á Jerry Seinfeld síðan þá. Í tímaritinu Newsweek kemur fram að hann hefur samhliða uppi- standinu verið að vinna að teikni- mynd sem nefnist Bee Movie. Býflugan Barry B. Benson er að- alhetjan í myndinni, sem Dream Works framleiðir. Barry kemst að því að manneskjur hafa stolið öllu hunanginu úr býflugnabúinu og í leit sinni að því rekst hann á blóma- sölustúlkuna Vanessu sem leikin er af Renée Zellweger. Reiknað er með að myndin verði frumsýnd í nóvember á næsta ári. Fólk folk@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.