Morgunblaðið - 19.12.2006, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 19.12.2006, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. DESEMBER 2006 21 SUÐURNES Eftir Svanhildi Eiríksdóttur Keflavík | „Þegar ég sótti ferming- arfræðslu hér í kirkjunni fann ég að guðfræðin átti við mig og þegar ég horfði á prestinn hugsaði ég með mér að þetta væri starf sem ég gæti hugsað mér. Ég stefni enn að því að verða prestur,“ sagði Erla Guð- mundsdóttir guðfræðinemi, sem í sumar var ráðin í nýtt starf hjá Keflavíkurprestakalli sem æsku- lýðsfulltrúi, í samtali við Morg- unblaðið. Undanfarin átta ár hefur Erla Guðmundsdóttir og fjölskylda henn- ar búið í Danmörku. Erla og eig- inmaður hennar Sveinn Ólafur Magnússon kjötiðnaðarmaður héldu utan þegar Erla var tvítug með eina ferðatösku og bjuggu í 14 fermetra húsnæði. Af tali Erlu heyrist að þeim leið vel í Danmörku þrátt fyrir rýran kost, einnig eftir að þeim fæddist dóttirin Helga fyrir 4 árum. Henni fannst ekki síður áhugavert að kynnast Íslendingum erlendis og segir að það sé allt önnur reynsla en að kynnast hér heima. Þau voru hins vegar ákveðin í að flytja heim á þessu ári, hjón með eitt barn og gám. Fyrir tilviljun hafði Erla rekist á starfsauglýsingu um æskulýðsfull- trúa í Keflavíkurprestakalli, á heimasíðu Keflavíkurkirkju. Hún sótti um, starfsviðtalið fór fram í gegnum síma og starfið var hennar. Erla tyllti sér niður með blaðamanni á fremsta bekk í Keflavíkurkirkju til að ræða um starfið, menntun sína og reynslu. „Mér finnst mikil forréttindi að fá að starfa í þessu fallega húsi. Mér finnst þetta svo falleg kirkja og auk þess er ég alin upp hér í sunnudaga- skólanum hjá Ragnari Snæ (Karls- syni) og Málfríði (Jóhannsdóttur). Ég hef alla tíð verið trúuð þó að ég sé ekkert alin upp í miklu trú- arumhverfi heima fyrir en ömmur mínar kenndu mér bænir sem ég bið enn. Þegar ég sagði svo frá því í fermingarfræðslunni að ég væri að fermast af því að ég trúði á guð var mér strítt,“ sagði Erla sem lét þá reynslu þó ekki aftra sér frá því að fara í nám í guðfræði við Kaup- mannahafnarháskóla. „Það blundaði í mér að læra guðfræði og eftir einn vetur í fjölmiðlafræði í háskólanum í Hróarskeldu ákvað ég að skipta yfir þar sem ég fann að fjölmiðla- fræðinámið hentaði mér ekki. Ég lærði guðfræði í 4 ár en til að geta fengið embættispróf hér á landi þarf ég að meðal annars að taka íslenska kirkjusögu. Verið er að meta námið mitt í Danmörku en ég ætla í háskól- ann eftir áramót með vinnunni.“ Finnur að börnin vita margt Erla segir þörfina á æskulýðsfull- trúa mikla. Til að mynda hafi upp- haflega hugmyndin verið sú að Njarðvíkursókn væri að ákveðnu marki inni í starfinu en um áramót mun Erla sinna Njarðvíkursókn aukalega. „Ég er nú enn að finna mig í þessu nýja starfi og móta það. Ég hef öðlast reynslu af svona starfi þar sem ég sá um barnastarfið fyrir íslenska söfnuðinn í Kaupmanna- höfn.“ Auk þess að stjórna sunnu- dagaskólanum og mömmumorgnum innan kirkjunnar fer Erla í hverri viku í grunnskólana þrjá í Keflavík og fjóra leikskóla mánaðarlega til að ræða við börnin um Jesú, manninn sem boðaði að allir ættu að vera vinir sama hvernig aðstæður þeirra væru. „Börnin eru mjög opin fyrir þessari fræðslu og ég finn að þau vita margt. Þau vilja líka fá ákveðin svör og eru mjög dugleg við að spyrja, til dæmis í sambandi við dauða Jesú og ég heyri að þau tengja kirkjuna mikið við dauðann. Margar athugasemdir þeirra og spurningar eru yndislegar og ég skrifa þær allar hjá mér.“ Erla sagðist jafnframt finna að fólk tiplaði svolítið á tánum kringum trúna og sumir héldu jafnvel að boð- berar trúarinnar, eins og hún, væru að kristna þá sem ekki væru kristnir. Erla segir það hins vegar af og frá, hún sé einungis að fræða börnin um þá trú sem flest þeirra séu skírð til. „Það er á ábyrgð kirkj- unnar að fara út á meðal fólks, en ekki bíða eftir því að allir komi hing- að. Hér fer hins vegar fram margs- konar starf sem kannski ekki margir vita um, nema þeir sem nýta sér þjónustuna. Það er hins vegar þörf fyrir að opna kirkjuna og að því langar mig til að vinna. Ég sé til dæmis möguleika á auknu samstarfi við KFUM og K, sem er leik- mannahreyting innan þjóðkirkj- unnar, og tengja leikskólana betur við kirkjuna á páskum, sem er að- alhátíð kirkjunnar. Leikskólarnir skiptast á að sjá um helgileiki í kirkjunni á jólum en jólasveinarnir vilja stela svolítið athygli barnanna á þeim tíma. Fólk gleymir líka stundum kirkjunni sinni þar til klukkan sex á aðfangadag.“ Heldur að jólin snúist um afmælið sitt Jólin eiga alltaf eftir að skipa sér- stakan sess í huga Erlu, ekki ein- göngu út af trúnni og því starfi sem hún gegnir heldur vegna þess að á aðfangadag fyrir 4 árum fæddi hún stúlkubarn, einkabarnið Helgu. Erla sagði að það hefði verið mikil lífsreynsla og jafnvel forréttindi að fá að fæða barn á þessum degi. Dótt- irin lítur líka á jólin öðrum augum en gengur og gerist. „Helgu finnst jólin snúast í kringum sig. Súkku- laðidagatalið er til þess að telja dag- ana niður að afmælinu hennar en ég er mjög hörð á því að hún gleymi ekki boðskap jólanna. Við höfum alltaf afmæli á aðfangadag til klukk- an 4 og þá förum við að undbúa jólin. Maðurinn minn ákvað um leið og hún kom í heiminn að hún skyldi fá afmælispakka í afmælispappír, það yrði sunginn afmælissöngur og að hún skyldi ekki gleymast í jólaund- irbúningnum. Fólk talar mikið um að hún eigi sama afmælisdag og Jesú og hún spáir mikið í því hvort hann mæti í afmælið hennar og hvað hann sé gamall. En hún er að læra það núna að þetta er maðurinn sem kenndi okkur að vera vinir. Núna bíður hún bara eftir því að jóla- sveinninn komi í afmælið hennar.“ Þörf fyrir að opna kirkjuna meira Morgunblaðið/Svanhildur Eiríksdóttir Jólastelpan Helga telur niður dagana að afmæli sínu en móðir hennar, Erla Guðmundsdóttir, sér til þess að hún gleymi ekki boðskap jólanna. Erla Guðmunds- dóttir starfar sem æskulýðsfulltrúi við Keflavíkurkirkju Eftir Arnheiði Guðlaugsdóttur Strandir | Unnið var að fjöl- breyttum verkefnum á brautargeng- isnámskeiði sem Impra hélt. Tutt- ugu konur útskrifuðust á þremur stöðum, á Akureyri, Hólmavík og í Vík í Mýrdal. Kennsla fór fram sam- tímis á öllum stöðunum, með fjar- fundarbúnaði. Átta konur útskrifuðust á Hólma- vík. Þetta er í þriðja sinn sem At- vinnuþróunarfélag Vestfjarða í sam- starfi við Impru hefur umsjón með framkvæmd slíks námskeiðs á Vest- fjörðum en Kaldrananeshreppur og Strandabyggð veittu einnig stuðning til verksins. Viktoría Rán Ólafsdóttir er verk- efnastjóri ATVEST á Hólmavík og leiðbeindi þátttakendum á námstím- anum sem stóð í samtals 70 klukku- stundir og var eingöngu ætlað kon- um. „Lögð var áhersla á að þátttakendur kynntust grundvall- aratriðum um stofnun fyrirtækja og þeim þáttum sem snúa að fyrir- tækjarekstri svo sem stefnumótun, markaðsmálum og fjármálum. Í lok verkefnisins höfðu þátttakendur skrifað viðskiptaáætlun og kynnst því hve áætlanagerð er mikilvæg við undirbúning að stofnun og rekstri fyrirtækja.“ Viktoría segir það hafa sýnt sig að mikil þörf er á slíkum vettvangi fyrir konur sem eru að stíga sín fyrstu skref í viðskiptalíf- inu. Í framhaldi veitir Atvinnuþró- unarfélag Vestfjarða síðan áfram ráðgjöf eftir eðli verkefna hverju sinni. Mikil fjölbreytni var í þeim verk- efnum sem unnin voru eins og við- skiptahugmynd að minjagripafram- leiðslu, hestaferðum, ferðaþjónustu, útgáfu, kertaframleiðslu auk hand- verks og ullarvinnslu. Hugmynd að vikublaði Tvær kvennanna fengu sérstakar viðurkenningar. Kristín Sigurrós Einarsdóttir fyrir vel unna við- skiptaáætlun og Dagrún Magn- úsdóttir fyrir áhugaverða viðskipta- hugmynd. Dagrún er bóndi í Laugarholti í Ísafjarðardjúpi og hugmynd hennar byggist á frekari þróun og markaðssetningu á hesta- ferðum. Kristín Sigurrós er kennari við grunnskólann á Hólmavík auk þess að vera fréttaritari Morg- unblaðsins á staðnum. Í mati dóm- nefndar um verkefnið hennar segir meðal annars að vinnubrögð séu metnaðarfull og greint sé ítarlega frá fyrirhugaðri starfsemi og mark- miði. Kristín segir námskeiðið hafa verið bæði skemmtilegt og hagnýtt og eigi að hennar dómi eftir að nýt- ast sér mjög vel en hún er með hug- mynd að útgáfustarfsemi. „Þetta er í rauninni hugmynd sem ég hef verið að móta í nokkur ár en hefði ekki farið svona langt með nema vegna þátttöku á þessu nám- skeiði. Hugmynd mín gengur út á það að gefa út vikublað í lit sem dreift yrði um alla sýsluna. Ég tel að með því að stunda öflugt markaðs- starf með þátttöku fyrirtækja og stofnana á svæðinu, auk fyrirtækja sem koma hingað reglulega, geti vikublað staðið undir sér. Þá er ótal- ið allt félags- og menningarlíf sem gæti nýtt sér slíkan miðil. Ég hef hugsað mér að gera markaðs- greiningarkönnun á næstunni með því að senda spurningalista til allra fyrirtækja í sýslunni.“ Kristín segir að með við- skiptaáætluninni hafi hún séð þetta í samhengi og komist að því hversu mikil vinna er við stofnun fyrirtækis. Hún taldi það einnig hafa verið mjög gagnlegt að kynnast hugmyndum annarra þátttakenda sem sumar hverjar eru orðnar að veruleika. Fjölbreyttum hugmyndum unnið brautargengi Morgunblaðið/Arnheiður Guðlaugsdóttir Hugmynd Gunnlaugur Sighvatsson, formaður at- vinnumálanefndar Strandabyggðar, afhendir Dag- rúnu Magnúsdóttur viðurkenningu. Impra útskrifar konur af braut- argengisnámskeiði Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Viðurkenning Tvær fengu viðurkenningar í Vík í Mýrdal, Guðrún Sigurðardóttir og Þuríður Vala Ólafsdóttir. Með þeim er Sædís Íva Elíasdóttir stjórnandi námskeiðisins. Kópasker | Guðmundur Magnússon í Magnavík fékk hvatn- ingarverð- laun menn- ingardaga sem haldnir eru árlega í upphafi að- ventu. Er þetta í annað sinn sem þessi verð- laun eru veitt. Fyrirtæki Guðmundar, Magnavík, sér svæðinu frá Tjörnesi til Raufar- hafnar fyrir háhraða nettengingu og vinnur að því að koma á tenginum í Þistilfirði. Fyrir þetta framtak fær Guðmundur hvatningarverðlaunin. Fyrirtækið hefur Guðmundur byggt upp í hjáverkum í þrjú ár. Fær hvatn- ingu menn- ingardaga Hvatning Guðmundur Magnússon með skjalið. Akranes | Ný verslun Krónunnar var opnuð í verslanamiðstöðinni Skaganum við Dalbraut 1 á Akra- nesi um helgina. Húsnæði Skagans er í eigu fast- eignafélagsins Smáragarðs ehf. sem er í eigu Norvíkur hf. sem á verslunarkeðjuna. Í miðstöðinni sem er liðlega 5.000 fermetrar að stærð hefur nú þegar verið opnuð BT-verslun og veitingastaðurinn Subway en þar mun Glitnir og Tón- listarskóli Akraness verða opnaður á næstunni sem og fleiri verslanir. Krónan opnuð í Skaganum LANDIÐ ♦♦♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.