Morgunblaðið - 19.12.2006, Side 40
40 ÞRIÐJUDAGUR 19. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ Ágúst Bjarnasonfæddist í Vest-
mannaeyjum 9. maí
1978. Hann lést af
slysförum sunnu-
daginn 10. desem-
ber síðastliðinn.
Foreldrar hans eru
Auróra Guðrún
Friðriksdóttir, f.
18.4. 1953, og Bjarni
Sighvatsson, f. 19.7.
1949. Bróðir Ágústs
er Sighvatur, f. 7.9.
1975. Sambýliskona
hans er Jóhanna Jó-
hannsdóttir, f. 3.4. 1968. Hennar
sonur er Gabríel, 10 ára. Móður-
foreldrar Ágústs eru Anna Odd-
geirs, f. 30.10. 1932, og Friðrik
Ágúst Hjörleifsson, f. 16.11. 1930.
Föðurforeldrar Ágústs eru Elín
Jóhanna Ágústsdóttir, f. 12.6.
1925, og Sighvatur Bjarnason, f.
15.6. 1919, d. 6. des.
1998.
Ágúst ólst upp í
Vestmannaeyjum. Á
unglingsárunum
stundaði hann knatt-
spyrnu, var í skát-
unum og starfaði í
Björgunarfélagi
Vestmannaeyja. Eft-
ir skólagöngu fór
hann sem skiptinemi
til Ghana. Hann
stundaði ýmis störf
um ævina en þó varð
sjómennskan hans
aðalstarf. Helstu áhugamál Ágústs
voru hljómlist, myndlist og andleg
málefni.
Útför Ágústs verður gerð frá
Grafarvogskirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 14. Jarðsett
verður í kirkjugarðinum á Mos-
felli.
Það bærast með mér ótrúlegar til-
finningar við það að setjast niður og
skrifa minningarorð um þig, elsku
frændi og vinur. Þetta er búin að vera
vægast sagt ein sorglegasta vikan í
mínu lífi. Það eru mjög margir sem
koma til með að sakna þín og eru í
mikilli sorg núna. Það sem gildir á
svona stundum er að vera raunsær,
eins og þú varst oft og trúa því að allt
hafi þetta tilgang. Það er svo margt
sem mig langar að gera til að minnast
þín. Að velja tónlist í jarðarförina þína
er búið að gera mikið fyrir mig. Það
að rifja upp góðar minningar um þig í
gegnum lög. Þú varst ótrúleg tilfinn-
ingavera, einlægur, næmur og mjög
litríkur. Það er svo sárt að missa þig
sem trúnaðarvin. Það er svo margt
sem við höfum talað um sem ég mun
hugsa um alla ævi. Þú varst svo sterk-
ur karakter og tengdist öllum. Fjöl-
skyldan okkar sameinaðist oft í gegn-
um þig. Þannig er það einnig nú á
þessum erfiðu tímum þegar við erum
að kveðja þig að fjölskyldan er sam-
rýnd. Þú varst einn af mínum bestu
vinum. Ég kveð þig með þessum orð-
um. Ég elska þig og ég mun sakna þín
alla ævi, en við hittumst síðar.
Borgþór Friðrik Ágústsson.
Nú legg ég augun aftur,
ó, Guð, þinn náðarkraftur
mín veri vörn í nótt.
Æ, virst mig að þér taka,
mér yfir láttu vaka
þinn engil, svo ég sofi rótt.
(Þýð. S. Egilsson.)
Elsku Guð, viltu geyma Ágúst
frænda fyrir mig.
Þórdís Perla Borgþórsdóttir.
Okkur frændunum þótti afar sárt
að heyra þær fréttir að okkar kæri
vinur Ágúst Bjarnason væri látinn.
Við kynntumst Ágústi fyrst á sjónum,
þegar hann var að leysa af á Guð-
mundi VE á loðnuvertíð 2001. Ágúst
var ekki allra, en á einhvern sérstæð-
an hátt urðum við einstaklega góðir
vinir og héldum traustum vinskap al-
veg fram til síðasta dags. Við minn-
umst Ágústs sem mikils prúðmennis,
duglegs, trausts og heiðarlegs vinar.
Okkur þykir vænt um allar þær
stundir sem við áttum með Ágústi,
samtöl okkar um framtíðina og um
allt það sem lífið hefur fram að færa.
Ágúst var glaðlyndur maður og afar
orðheppinn. Einnig hafði hann þjálfað
með sér góða samskiptahæfileika sem
oftar en ekki nýttust honum vel í öllu
sem hann tók sér fyrir hendur.
Ágúst hafði brennandi áhuga á
málefnum sálarinnar og andans.
Hann sótti tíma hjá öðrum sálarunn-
endum, bæði til að taka þátt í um-
ræðum, fá fréttir og jafnframt til að
kynnast nýjum og framandi andleg-
um málefnum. Hæfileikar hans á
þessum sviðum náðu út fyrir okkar
efnislega heim. Heim sem hann yfir-
gaf snemma. Vertu sæll, elsku vinur.
Tíminn er eins og vatnið,
og vatnið er kalt og djúpt
eins og vitund mín sjálfs.
Og tíminn er eins og mynd,
sem er máluð af vatninu
og mér til hálfs.
Og tíminn og vatnið
renna veglaust til þurrðar
inn í vitund mín sjálfs.
(Steinn Steinarr.)
Kristján Már og Stefán Örn.
Ágúst Bjarna, eins og hann var svo
oft kallaður, var besti vinur minn og
hans mun verða sárt saknað. Ég mun
aldrei gleyma þeim tíma sem við feng-
um að njóta saman. Þegar ég hugsa til
baka er þakklæti mér efst í huga, ég
er svo þakklátur fyrir að hafa kynnst
þér og fengið að taka þátt í lífi þínu.
Það er ekki sjálfgefið að eiga svona
góðan vin, sem hægt er að treysta fyr-
ir öllu og alltaf hægt að leita til. Ég er
svo þakklátur fyrir að hafa verið bú-
inn að láta þig vita hversu mikils virði
vinátta þín var mér og að ég væri
virkilega þakklátur fyrir að eiga slík-
an vin. Ég á eftir að sakna þess að
vera með þér og tala um lífið og til-
veruna. Ég gat alltaf leitað til þín,
með hvað sem var og þú gast alltaf
leitað til mín. Þú hefur hjálpað mér
meira en ég gæti nokkuð tímann farið
fram á. Ég mun alltaf verða þér þakk-
látur og er stoltur af þér.
Ágúst var fæddur leiðbeinandi og
var mikill áhrifavaldur á líf margra.
Áhrif hans á líf mitt voru gríðarleg og
munu ávallt fylgja mér. Þeir sem
þekktu Ágúst vita hversu mikill gull-
moli hann var, hann snerti hjörtu okk-
ar og skildi eftir sig gullkorn alls stað-
ar. Ágúst hefur snert hjarta mitt á svo
magnþrunginn hátt að orð fá því ekki
lýst. Ég mun alltaf geyma mynd hans
í hjarta mínu og minnast hans af
þakklæti, virðingu og ást.
Þinn vinur,
Hilmar.
Hver minning dýrmæt perla
að liðnum lífsins degi,
hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér.
Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi,
og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér.
(Ingibj. Sig.)
Þetta ljóð kemur upp í huga okkar
hér í Odda að liðnum þínum lífsins
degi. Hér sitjum við með trega og lít-
um yfir farinn veg þar sem við áttum
margar góðar stundir. Þessar ljúfu
stundir viljum við þakka fyrir nú við
leiðarlok. Nú ert þú farinn heim eins
og við skátar segjum. Sem peyi
komstu inn á heimili okkar og æsku-
árin liðu í indælis ró. Unglingsárin
komu með því kappi og fjöri sem bú-
ast mátti við, margt brallað með
strákunum. Sú slóð sem fetuð var, var
ekki laus við angur og bresti. Oft var
slóðin grýtt en með ró og vangaveltu
var vegurinn fetaður áfram. Til sjós
fórstu ungur og þar lagðir þú þína lóð.
Þó fréttum við af því að þú ætlaðir að
fara í land að vinna. Sú vinna verður
nú ekki unnin. Nú er þessari vegferð
þinni hér lokið, nú taka við víðlendur
eilífðarinnar, samt ertu okkur svo
nærri sem minningin tær. Leiðir okk-
ar hinna verða áfram um ókunna
vegu, eitt var það sem við áttum sam-
eiginlegt, það var að við ætluðum ekki
að láta gras vaxa í slóð vináttunnar.
Vonandi verða þeir stígar vel troðnir
og sjáanlegir af öllum okkar vinum.
Við viljum vitna til eftirfarandi orða
á kveðjustund:
Harmið mig ekki með tárum,
þótt ég sé látinn. Hugsið ekki um
dauðann með harmi eða ótta. Ég er
svo nærri, að hvert eitt tár ykkar
snertir mig og kvelur, en þegar þið hlæið og
syngið með glöðum hug, lyftist sál
mín upp í mót til ljóssins. Verið glöð
og þakklát fyrir allt sem lífið gefur
og ég tek þátt í gleði ykkar.
(Kahlil Gibran.)
Þessi orð eru svo í þínum anda, nú
þegar dagur er hvað dimmastur þá
tekur vonandi birtan og ylur sólar við
er dag lengir að nýju. Megi minning
um góðan dreng lifa.
Kæru vinir, fjölskyldan í Odda
sendir ykkur innilegustu samúðar-
kveðjur og hluttekningu á þessum
erfiðu tímum.
Ólafur, Emma Vídó og Hlynur Ó.
Kvöldsöngur skáta:
Sofnar drótt, nálgast nótt,
sveipast kvöldroða himinn og sær.
Allt er hljótt, hvíldu rótt.
Guð er nær.
Með saknaðarkveðjum,
Kjartan Vídó.
Okkur á Frá langar að minnast
Gústa félaga okkar með nokkrum
orðum. Það var þungbært þegar við
fréttum að Gústi hefði látist í hörmu-
legu bílslysi. Gústi Bjarna, eða rauði
þráðurinn, eins og við kölluðum hann,
vegna hversu hann var grannur, há-
vaxinn og rauðhærður, var góður
drengur. Hann var nýhættur hjá okk-
ur og var kominn í góða vinnu í
Reykjavík. Gústi fór sínar eigin leiðir
í lífinu og hafði ákveðnar skoðanir á
mönnum og málefnum, oft svolítið
sérstakar, en hann stóð á sínu. Hann
var eiginlega aldrei í vondu skapi sem
er góður kostur í litlu samfélagi á
sjónum. Heimspekilegar umræður
eru oft í borðsalnum á Frá og sá rauði
kom oft með aðra sýn á lífið og til-
veruna en við hinir, hann fór t.d. til
Kína ásamt bróður sínum til að kynna
sér trúarbrögð og munklífi eins og
hann komst að orði. Gústi hélt því
fram að hann tilheyrði minnihluta-
hópi og væri ofsóttur vegna háralitar
síns, svo glotti hann og hló sínum dill-
andi hlátri, gott dæmi um húmorinn
hjá Gústa, hann gerði óspart grín að
sjálfum sér.
Gústi Bjarna var duglegur, áhuga-
samur og snaggaralegur sjómaður og
góður félagi. Góður drengur er nú
fallinn frá og við minnumst hans með
virðingu og góðum minningum.
Nú ertu kominn á veiðislóð Drott-
ins allsherjar og þar er aldrei bræla
og alltaf gott fiskirí.
Við vottum Áróru, Bjarna, Sig-
hvati, Jóhönnu og öðrum aðstandend-
um okkar dýpstu samúð. Megi góður
Guð styrkja ykkur og styðja í sorg-
inni.
Áhöfn og útgerð Frár VE 78.
„Ég græt vegna þess sem var gleði
mín.“ Það var gleði mín að hafa fengið
að kynnast Ágústi Bjarnasyni. Við
hittumst ekki oft í gegnum árin en
samræður okkar skiptu máli. Orðin
og einstaklega ljúf nærvera Ágústs
mörkuðu varanleg spor í hjarta mitt.
Tvírætt bros, blik í augum þegar við
töluðum um æðri málefni, viðkvæm
sál og blítt hjartalag endurspegluðust
í augum hans, orðum og fasi. Gagn-
kvæmur skilningur og virðing, and-
legur skyldleiki og kærleiki var það
sem einkenndi samskipti okkar og
samtöl sem voru allt annað en hvers-
dagsleg. Æðri leit að lífsfyllingu, hug-
arró, trú og tilgangi voru ávallt inni-
hald þeirra.
Elskulegu hjón, Aurora og Bjarni,
svo og fjölskylda öll, ég veit að harm-
ur ykkar er mikill. Megi Guð halda ut-
an um ykkur og gefa ykkur styrk í
ykkar miklu sorg. Ég vil heiðra minn-
ingu einstaks drengs með þakklæti í
huga og kærar minningar í hjarta.
Guð blessi ykkur og huggi.
Íris Guðmundsdóttir.
Síðan ég fékk þær fréttir að Ágúst
Bjarnason vinur minn hefði látist af
slysförum hefur mér oft orðið hugsað
til hans. Láti hans fylgir mikill skuggi
enda var hann ungur og átti allt lífið
fyrir sér. Samt sem áður víkur sá
skuggi að vissu leyti þegar maður
hugsar til Ágústs, uppátækja hans og
gamansemi. Samskipti mín við Ágúst
á seinni árum hafa ekki verið mikil,
enda oft langt á milli okkar, en alltaf
þótti mér ánægjulegt þegar ég kom í
heimsókn til Eyja og hitti hann þar.
Það skipti heldur engu máli þótt mað-
ur hefði ekki heyrt hann eða séð lengi,
ef maður hitti hann fyrir tilviljun niðri
í bæ var alltaf hægt að taka bryggj-
urúnt og gott spjall.
Ágúst átti til orð yfir allt og kunni
heldur betur að svara fyrir sig alla tíð.
Eitt sinn þegar við vorum í Barna-
skólanum í Eyjum hafði Ágúst orðið
eitthvað ósáttur við einn kennarann
eins og gengur. Sá maður er þekktur í
Eyjum fyrir að kunna sitthvað í
rökræðulist án tæpitungu og var ég
viðstaddur þegar þeir Ágúst mættust
á göngunum og hófu að „ræða“ málin.
Þegar Ágúst hafði lokið máli sínu
varð þessi ágæti maður, sennilega í
eitt af mjög fáum skiptum algjörlega
kjaftstopp. Ágúst vildi öllum vel en ef
honum fannst á sig hallað svaraði
hann alltaf af enn meiri krafti en til
hans var beint. Hann átti til svar við
öllu og oftast það rétta.
Ágúst var mikill ævintýramaður og
vildi prófa sem flest í lífinu sem hann
og gerði. Hann bjó yfir sérstöku
æðruleysi og tók lífið ekki of alvarlega
þótt það væri honum ekki alltaf auð-
velt. Hann setti lífsspeki sína ávallt
fram á skemmtilegan hátt. Hver man
til dæmis ekki eftir reglunni um að
aldrei skyldi borða gula snjóinn?
Það eru ótalmargar skemmtilegar
sögurnar af Ágústi Bjarna og tilsvör-
um hans en líklega eru fæstar þeirra
prenthæfar. Það er mikil eftirsjá að
þessum góða dreng og það er slæmt
að vita fyrir víst að ég mun ekki hitta
Ágúst þegar ég kem til Eyja nú um
jólin. En minningin um hann lifir.
Ég votta fjölskyldu Ágústs samúð
mína og bið um styrk handa þeim á
þessum erfiðu tímum.
Sverrir Haraldsson.
Það var svo frábært að fá að kynn-
ast þér. Þín sál var svo miklu eldri og
þroskaðri. Þú áttir alltaf svör við öllu
og gast alltaf talað um hvað sem var.
Ég veit ekki hvar þú ert núna en ég
veit að þú ert sáttur og mig langar að
segja þér að ég er það líka.
Þú þekktir tilfinningar þínar. Ég
þakka þér fyrir, þú kenndir mér betur
á mínar. Fyrir mér lifir þú ennþá.
Í gegnum tíðina hefurðu fengið mig
svo oft til að brosa. Ég get ekki þakk-
að þér strax fyrir þau öll, því þú átt
eftir að fá mig til að brosa svo miklu
oftar.
Héðinn Þorkelsson.
Ágúst Bjarnason
✝
Elskulegur bróðir okkar,
ÞORSTEINN EINARSSON,
Baughóli 26,
Húsavík,
lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri þriðju-
daginn 12. desember síðastliðinn.
Jarðsungið verður frá Húsavíkurkirkju miðviku-
daginn 20. desember kl. 14.00.
Systkini hins látna.
✝
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir,
afi og langafi,
ÞORSTEINN SIGURFINNSSON
húsasmíðameistari,
Hraunbæ 103,
Reykjavík,
andaðist á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund
laugardaginn 16. desember.
Katrín Jóhanna Gísladóttir,
Þórunn Ísfeld Þorsteinsdóttir, Guðmundur Rögnvaldsson,
Sigurfinnur Þorsteinsson, Sigríður Pétursdóttir,
Björk Þorsteinsdóttir, Hilmar Óskarsson,
Rúnar B. Þorsteinsson, Halldóra Halldórsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, lang-
amma og langalangamma,
ÞÓRUNN ÁGÚSTSDÓTTIR,
lést á dvalarheimilinu Hlíð mánudagsmorguninn
18. desember.
Jarðarförin auglýst síðar.
Hulda Eggertsdóttir, Ingólfur Jónsson,
Guðrún Eggertsdóttir, Klemenz Gunnlaugsson,
Dýrleif Eggertsdóttir,
ömmubörn, langömmubörn
og langalangömmubörn.
✝
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir
og afi,
ÞÓRÐUR ÞORGEIRSSON,
Staðarseli 3,
Reykjavík,
lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi
sunnudaginn 17. desember.
Jarðarförin auglýst síðar.
Inga Magdalena Árnadóttir,
Árni Þórðarson,
Inga Jytte Þórðardóttir, Ólafur Már Ólafsson,
Birgitta Svava, Steinar Þór,
Þórunn Inga og Þorgeir.