Morgunblaðið - 19.12.2006, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 19.12.2006, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. DESEMBER 2006 33 FORSTÖÐUMAÐUR veiðiráðgjaf- arsviðs Hafrannsóknastofnunar hefur ítrekað komið fram fyrir skjöldu og haldið því fram að stór hætta sé á að íslenski þorskstofn- inn sé við það að hrynja. Í haust var það í tengslum við umræðu um þorskstofninn í Norðursjó þar sem hann hélt því fram að ým- islegt væri hliðstætt með ástandi íslenska þorskstofnsins og þorsk- stofnsins í Norðursjó sem hann sagði að væri við það að deyja út. Fyrir ári hélt hann fram svipaðri fullyrðingu um hrun íslenska þorsk- stofnsins í tengslum við 40 ára afmæl- isráðstefnu Hafró. Til vitnis um voveif- legt ástand var kallaður til vitnis heimsþekktur og – að sögn Hafró – virtur vísindamaður, Ransom A. Myers, sem var sérstakur hátíð- argestur 40 ára afmælisráðstefnu Hafró. Vísindamaðurinn og heið- ursgestur Hafró gegnir prófess- orsstöðu við háskólann Dalhousie og eru dæmi um að sérfræðingar Hafró hafi verið í framhaldsnámi undir leið- sögn hans. Á ráðstefnu Hafró kynnti hann rannsóknir á hvorki meira né minna en 364 fiskistofnum um allan heim til þess að svara grundavall- arspurningum í líffræði. Flestum Ís- lendingum sem fylgjast með hafrann- sóknum ætti að vera ljóst að verkefni heiðursgests Hafró hafi verið ærið þar sem íslenskum fiskifræðingum hefur ekki tekist að byggja upp þorskstofn- inn í liðlega 20 ára gömlu kvótakerfi en nú er þorskaflinn helmingi minni en fyrir daga kerfisins. Árangursleysið er algjört við að byggja upp fiskistofna, það eru ískaldar staðreyndir. Nú virðist sem forstöðumaður veiði- ráðgjafarsviðs Hafró sé að snúa við blaðinu í viðtali sem birtist í Morg- unblaðinu hinn 11. desember sl. þar sem hann tekur heils hugar undir með Jóni Kristjánssyni fiskifræðingi um að spá um hrun fiskistofna heimsins árið 2048 byggist á vafasömum vísindum og hafi verið beita til að hafa áhrif á fjöl- miðla og þar með álit almennings. Það sem kom ekki fram í umfjöllun Morgunblaðsins er að erlenda gagn- rýnin sem sérfræðingur Hafró tók heils hugar undir beindist fyrst og fremst að umræddum heiðursgesti Hafró, Ran- som Myers, þar sem hann hefur verið staðinn að því að störf hans og ályktanir beri miklu frekar merki um trúarbrögð en vísindi, þ.e. að athuganir hans og ályktanir beri með sér að það eigi að komast að fyr- irframákveðinni nið- urstöðu. Þess ber að geta að sá sem staðinn var að verki við að blekkja fjölmiðla var einmitt lærisveinn heiðursgests Hafró. Hafði lærifaðirinn lesið yfir blekkingarvefinn og gert „gagnlegar“ athugasemdir við fræðin. Það virðist sem Hafró sé í þann mund að endurskoða afstöðu sína til þessara fræða um hrun og uppbygg- ingu fiskistofna og taka að einhverju leyti undir með Jóni Kristjánssyni fiskifræðingi um að það gildi svipuð lögmál um fiskistofna og aðra dýra- stofna náttúrunnar. Skyldi sjávarútvegsráðherra, Einar Kristinn Guðfinnsson, bregðast við með einhverjum hætti, maður sem áð- ur stýrði fyrirtæki og er þar að auki al- inn upp í sjávarþorpi sem hefur farið illa út úr óstjórn fiskveiða síðustu ára- tuga? Hvað gerir ráðherra með falsvísindin? Sigurjón Þórðarson fjallar um fiskveiðar og stofnstærð » Það virðist semHafró sé í þann mund að endurskoða af- stöðu sína til þessara fræða um hrun og upp- byggingu fiskistofna… Sigurjón Þórðarson Höfundur er þingmaður Frjálslynda flokksins. Jólasöfnun Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur er hafin Þeir sem vilja leggja nefndinni lið vinsamlega hafið samband á skrifstofutíma í síma 551 4349 eða á netfangið maedur@simnet.is. Einnig er hægt að leggja framlög inn á reikning nr. 0101-26-35021, kt. 470269-1119. Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur, Hátúni 12b. SKEIFAN 3E-F · SÍMI 581-2333 WWW.RAFVER.IS Hinir vinsælu gel-arnar komnir aftur Viður eða gler Ýmsir litir í boði Auðveld uppsetning Hægt að staðsetja nánast hvar sem er Lyktarlaus bruni Reykháfur óþarfur ! Bókin sem allir eru að tala um - og þú verður að lesa! „Ég ætlaði ekkert að lesa hana, bara að þefa af henni eins og maður gerir við flestar bækur á þessum árstíma. En það var eitthvað við upphafið (...) sem laðaði mig inn í bókina uns ég gat ekki hætt að lesa. Flott verk.“ Silja Aðalsteinsdóttir á tmm.is „Með betri ævisögum íslenskra stjórnmálaleiðtoga. Opinská, fróðleg, áhrifarík og umfram allt skemmti- leg. Ég mæli sterklega með þessari bók.“ Guðmundur Steingrímsson á gummisteingrims.blog.is Einlæg og átakamikil ævisaga sem lætur enganósnortinn 2. SÆTI Á BÓKSÖLULISTANUM - ævisögur og endurminningar 28. nóv. til 4. des. 4. PRENTUN Á LEIÐ Í VERSLANIR HÚN var undarleg þulan sem Hjálmar Sveinsson las yfir hlust- endum á Rás eitt sl. laugardagsmorgun. Það var íslenska krónan sem Hjálmar beindi spjótum sínum að. Vafalaust hefur fleirum en mér blöskrað að maður sem hefur dag- skrárgerð að atvinnu skuli leyfa sér að fjalla um margþætt og umdeilt viðfangs- efni á svo yfirborðs- legan hátt, rétt eins og aðeins sé á því ein hlið. Skoðum því aðra hlið á þeim peningi. Krónan hefur vissulega verið í sviðsljósinu seinustu mánuðina vegna þess að gengi hennar ofreis á árinu 2005 en seig svo aftur í vor og sumar. Nú er gengið aftur komið í eðlilegt horf að flestra áliti. Sveiflurnar og óstöðugleikinn sem þeim hefur fylgt valda þó vissulega óþægindum og gremju. En krónan sjálf á þar litla sök. Ástæða gengissveiflunnar var of- þensla í hagkerfinu vegna mestu stóriðjuframkvæmda í Íslandssög- unni og kraftmikil innkoma bank- anna á íbúðalánamarkað. Gengi krónunnar er hita- mælirinn sem sveifl- ast eftir aðstæðum í íslensku efnahagslífi. Það er út í bláinn að skammast út í hita- mælinn. Vandamál af þessu tagi hverfa ekki þótt hitamælirinn hverfi. En geng- isaðlögun í samræmi við taktinn í íslensku efnahagslífi er mikils virði. Svo var að heyra að áróðursþula Hjálmars á Rás eitt byggðist á grein sem birtist í Viðskiptablaðinu 13. des. sl. undir fyrirsögninni Krónan í kreppu – er markaðurinn að henda henni út? Þar er því haldið fram í inngangi að íslenski mark- aðurinn noti erlend lán í sívaxandi mæli. En þegar greinin er lesin kemur á daginn að fyrirsögn blaðsins er eins konar „platfrétt eða ekki frétt“. Því að blaðið leitar frétta hjá forstöðumönnum grein- ingardeilda KB-banka og Lands- banka sem svara því til að mark- aðshlutdeild krónunnar í lána- og bankakerfinu hafi ekkert breyst frá því sem verið hefur nú um nokkurt skeið. Að sjálfsögðu eru lán í erlendri mynt á Íslandi ekk- ert nýmæli. Og hitt eru heldur engin tíðindi að íslensk fyrirtæki sem sum eru að meiri hluta með starfsemi sína erlendis geri upp reikninga sína í erlendri mynt. Það er formsatriði sem engu máli skiptir og full rök eru fyrir. Enginn skyldi ímynda sér að ís- lenska krónan sé eina myntin sem sveiflast. Dollarinn hefur fallið heilmikið á þessu ári eða um 10– 12% gagnvart pundi og evru. Og evran féll um nærri 30% á rúmu ári snemma á þessum áratug án þess að nokkrum dytti í hug að halda því fram að þessi draumadís ESB-sinna sé „handónýt“ eins og nú er í tísku að segja um krónuna. Þeir sem harðastan áróður reka gegn krónunni mættu líka hafa í huga að aldrei í sögunni hafa út- lendir fjárfestar borið svo mikið traust til krónunnar sem nú á þessu ári því að þeir hafa fest fé sitt í skuldabréfum sem erlend fyrirtæki hafa gefið út í íslenskum krónum og nema nú um 300 millj- örðum króna (ýmist nefnd krónu- bréf eða jöklabréf). Enda þótt krónan félli í sumar létu þessir er- lendu fjárfestar eins og ekkert væri og lítil ókyrrð var merkj- anleg á þeim markaði. Þetta bend- ir nú ekki beinlínis til að krónan sé jafn „handónýt“ og sumir vilja vera láta. Í miðju moldviðrinu sem gengið hefur yfir íslensku krónuna kom hingað maður sem nefndur hefur verið „guðfaðir evrunnar“, Róbert A. Mundell. Hann lét þess getið í viðtali við Morgunblaðið, nokkrum dögum eftir að hann var gerður að heiðursdoktor í hagfræði við Há- skóla Íslands, að hann teldi „ekki ráðlegt fyrir Íslendinga að taka upp evru heldur eigi að notast við núverandi fyrirkomulag og sjá hvað setur“. (Mbl. 26/10/06) Ekki sáu Hjálmar Sveinsson dag- skrárgerðarmaður eða greinarhöf- undur Viðskiptablaðsins ástæðu til að geta þessa í umfjöllun sinni um krónuna og var þó þar á ferð sá sem ætti að vita hvað hann syng- ur. Það er tilgangslaust að skamma hitamælinn Ragnar Arnalds skrifar um ís- lensku krónuna » Gengi krónunnar erhitamælirinn sem sveiflast eftir aðstæðum í íslensku efnahagslífi. Ragnar Arnalds Höfundur er formaður Heimssýnar, hreyfingar sjálfstæðissinna í Evrópu- málum. Af hverju að bíða og bíða eftir stóra vinningnum þegar þú getur unnið fyrir öllu sem þig langar að eignast? Það eina sem þú þarft að gera er að bera út blöð í 1-3 tíma á dag. Besta aukavinna sem þú getur fundið og góð hreyfing í þokkabót! Hringdu núna og sæktu um í síma 569 1440 eða á mbl.is! Sæktu um blaðberastarf – alvörupeningar í boði! smáauglýsingar mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.