Morgunblaðið - 19.12.2006, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 19.12.2006, Blaðsíða 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 19. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Eftir Ómar Friðriksson omfr@mbl.is ÞÓTT EKKI hafi átt sér stað stórar pólitískar vendingar í frumvarpi borgarstjórnarmeirihlutans að fjár- hagsáætlun Reykjavíkur hvað varð- ar starfsáætlanir einstakra mála- flokka hafa orðið umskipti í nokkrum mikilsverðum málum. Þar rís hæst mikil hækkun á gjald- skrám, sem er tvöfalt meiri en verð- bólguspá fyrir næsta ár og nið- urskurður á þeirri framlínuþjónustu sem borgin veitir í þjónustu- miðstöðvum úti í hverfum borg- arinnar. Þetta kom fram í máli Dags B. Eggertssonar, oddvita Samfylk- ingarinnar í borgarstjórn, á frétta- mannafundi í gær. Borgarstjórn- arflokkur Samfylkingarinnar kynnti þar breytingartillögur flokksins við fyrirliggjandi frumvarp að fjárhags- æáætlun borgarinnar. Borgarfulltrúar Samfylking- arinnar segja að fjárhagsáætlun meirihlutans geri ráð fyrir 90 millj- óna kr. niðurskurði í sex þjónustu- miðstöðvum borgarinnar. Leggjast þeir gegn niðurskurði í nærþjónustu við íbúa, sem m.a. muni koma niður á sálfræðiþjónustu í skólum, stuðn- ingi við fátæk börn og forvarn- arstarfi. „Þessi niðurskurður bitnar einkum á sálfræðiþjónustu í skólum, heimaþjónustu við aldraða og stuðn- ingi og þjónustu við fátæk börn og fjölskyldur,“ segja þeir. Leggur Samfylkingin til að þessari fjárhæð, 90 milljónum króna, verði þvert á móti varið til eflingar þjónustu í hverfum borgarinnar á þjónustu- miðstöðvum. Gamaldags biðstofupólitík Dagur segir að í tillögum meiri- hlutans komi fram að dregið verði úr sjálfstæði hverfanna, sem byggð hafi verið upp í samvinnu við íbúa o.fl., og þau verði nú vængstýfð. Styrkveitingar hverfaráðanna séu algerlega slegnar af og færðar undir borgarráð. „Það er verið að taka upp gamaldags biðstofupólitík þar sem menn eiga að sækja gull í greipar borgarstjóra ef þeir eiga erindi við borgina,“ segir Dagur. Í breytingartillögum Samfylking- arinnar er einnig lögð áhersla á að dregið verði úr miðstýringu og lagt til að styrkjafé hverfisráða verði aukið um eina milljón kr. á hvert ráð í stað niðurskurðar um sömu upp- hæð eins og fulltrúar Samfylking- arinnar segja að tillögur meirihlut- ans geri ráð fyrir. „Meirihlutinn skilur ekkert styrkjafé eftir úti í hverfunum og vængstýfir þar með hverfisráðin. Hins vegar er styrkja- fé borgarráðs meira en tvöfaldað, úr 45 milljónum í 98 milljónir milli ára. Samfylkingin leggur til að styrkja- liður borgarráðs verði óbreyttur milli ára, 45 milljónir, en þær 53 milljónir sem eftir standa leggur Samfylkingin til að skiptist þannig: 22 milljónir til hverfatengdra styrkja á vegum hverfaráða. 8 milljónir til stuðnings við stofn- un og rekstur íbúasamtaka í borg- inni. 10 milljónir til þjónustusamnings við Alþjóðahús vegna aukinnar þjón- ustu. 10 milljónir til stofnunar útibús Alþjóðahúss í austurhluta borg- arinnar. 3 milljónir til viðbótar við samn- ing borgarinnar við Tónlistarþró- unarmiðstöðina,“ segir í greinargerð með tillögum borgarstjórnarflokks Samfylkingarinnar. Að mati borgarfulltrúa Samfylk- ingarinnar munu fyrirhugaðar gjaldskrárhækkanir meirihlutans umfram verðlag nema allt að 110 milljónum kr. á næsta ári. Meðal breytingartillagna Samfylking- arinnar er tillaga um að borg- arstjórn samþykki engar verðhækk- anir. Þess í stað verði ráðum borgarinnar gert að halda gjald- skrám sínum innan marka verð- lagsþróunar eins og samþykktar leikreglur um fjárhagsáætlun geri ráð fyrir. Meirihlutinn ætlar ekki að lækka holræsagjaldið Fulltrúar Samfylkingarinnar vilja að áfram verði fylgt þeirri stefnu að lækka álagningarhlutfall fast- eignaskatta á íbúðarhúsnæði, sem fylgi almennu verðlagi. Leggja þeir til að sömu tilmælum verði beint til Orkuveitu Reykjavíkur sem inn- heimtir holræsagjald en á frétta- mannafundinum í gær var bent á að ekki væri gert ráð fyrir lækkun hol- ræsagjaldsins á næsta ári í fjárhags- áætlun borgarinnar. Samfylkingin vill einnig að gerð verði almenn 1% hagræðingarkrafa í rekstri borgarinnar í stað nið- urskurðar og hagræðingar í þjón- ustu við börn, fjölskyldur og aldr- aða. „Í því skyni að stuðla að markviss- um vinnubrögðum leggur Samfylk- ingin til stofnun þverpólitískrar nefndar til að fara yfir möguleika til hagræðingar líkt og tillaga var gerð um í borgarráði á síðasta kjör- tímabili. Miðað við hagræðing- arkröfu upp á 1% af „öðrum rekstr- arkostnaði“ mun verkefnið skila 215 milljónum,“ segir í tillögum Sam- fylkingarinnar. Meirihlutinn hækkar gjöld og vængstýfir hverfaþjónustuna Borgarfulltrúar Sam- fylkingarinnar gagn- rýna meirihlutann í borgarstjórn fyrir nið- urskurð á nærþjónustu við íbúa. Þeir kynntu í gær breytingartillögur við fjárhagsáætlunina. Morgunblaðið/Ómar Tillögur kynntar Borgarstjórnarflokkur Samfylkingarinnar kynnti breyt- ingartillögur við fjárhagsáætlun borgarinnar í Ráðhúsi Reykjavíkur í gær. Í HNOTSKURN »Samfylkingin vill að hafinverði frumhönnun á Öskjuhlíðargöngum og stokkalausn á Miklubraut samhliða umhverfismati á Sundagöngum. »Hætt verði við að kljúfamenntasvið og menntaráð í tvennt. »Stofnuð verði félög umuppbyggingu í Vatnsmýri og við Elliðaárvog. HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hefur sýknað Bónusverslun af kröfu fyrrverandi starfsmanns vegna slyss árið 2000 er hann datt á hálu gólfi verslunar í Spönginni. Maðurinn vildi fá viðurkenndan bótarétt og byggði á því að rekja mætti slysið til ófullnægjandi og hættulegrar vinnuaðstöðu þar sem gólfið hefði verið nýbónað og blautt í upphafi vinnudags. Að mati dóms- ins var það ekki saknæmt að þrífa gólf verslunarinnar þó að starfs- menn væru að mæta til vinnu. Mað- urinn hefði sjálfur upplýst að gólfið hefði verið blautt og ekki væri sannað að það hefði verið vegna bóns. Að mati dómsins var um óhapp að ræða og maðurinn hefði sjálfur verið fullfær um að meta slysahættuna. Sigrún Guðmundsdóttir héraðs- dómari dæmdi málið. Þormóður Skorri Steingrímsson hdl. flutti málið fyrir manninn og Kristín Ed- wald hrl. fyrir stefnda Bónus og tryggingafélag. Bónus sýknaður HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hefur hafnað kröfu upp á níu millj- ónir kr. um að tryggingafélag greiði út líftryggingu, sem karlmaður keypti árið 1995, en maðurinn varð bráðkvaddur á síðasta ári. Að mati dómsins gaf maðurinn ekki réttar upplýsingar um heilsufar sitt þegar hann keypti trygginguna. Hann sótti um líftryggingu í september 1995 og svaraði þá m.a. neitandi spurningum á umsóknareyðublaði um hvort hann reykti eða hefði reykt að staðaldri síðustu 12 mánuði og hvort hann hefði fengið hjarta- eða æðasjúk- dóma og háan blóðþrýsting. Gögn sýndu að hann hefði fengið krans- æðastíflu og verið stórreykingamað- ur fram að því. Sigurður H. Stefáns- son héraðsdómari dæmdi málið. Árni Hrafn Gunnarsson hdl. flutti málið fyrir ekkju mannsins og Grímur Sig- urðarson hdl. fyrir stefnda, trygg- ingafélagið. Líftrygging ekki greidd ♦♦♦ LÍTIÐ hefur snjóað í fjöllum í Evr- ópu að undanförnu og hefur á mörgum evrópskum skíðastöðum verið ákveðið að opna seinna en vant er vegna hins hlýja veðurs. Fjölmargir Íslendingar fara ár hvert í skíðaferðir til landa á borð við Sviss, Austurríki og Ítalíu en ferðatímabilið er einkum í janúar og febrúar. Þorvaldur Sverrisson, markaðs- stjóri hjá Úrvali-Útsýn, segir að um 1.500 manns fari á skíði ár hvert á vegum ferðaskrifstofunnar en hún bjóði ferðir til Austurríkis og Ítalíu. Ein jólaferð verði farin í ár og ekki þurfi að fresta henni, snjórinn muni duga til. „Við bara krossum putta og vonum að það snjói,“ segir hann um snjóleysið á evrópskum skíða- stöðum. Hvað janúar- og febr- úarferðirnar varðar bendir hann á að enn séu nokkrar vikur til stefnu. „Við vonum það besta og erum ekki farin á taugum yfir þessu,“ segir Þorvaldur og bætir við að skíða- ferðir séu venjulega mjög fljótar að seljast upp. Snjóleysi Mikið snjóleysi er á skíðasvæðum á meginlandi Evrópu. Í dag er því tilgangslaust að leggja á sig löng ferðalög til að komast á skíði. „Vonum að það snjói“ Snjóleysið á evrópskum skíðasvæðum gæti sett strik í reikninginn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.