Morgunblaðið - 19.12.2006, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 19.12.2006, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. DESEMBER 2006 37 ✝ Ástkær eiginmaður minn og besti vinur, faðir okkar, tengdafaðir og afi, GUÐLAUGUR B. ARNALDSSON, lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi fimmtu- daginn 14. desember síðastliðinn. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 20. desember kl. 13.00. Blóm og kransar afþakkaðir. Þeim, sem vilja minn- ast hans, er bent á Krabbameinsfélagið. Karlotta Kristjánsdóttir, Angantýr Björn Þórðarson, Guðbjörg María Guðlaugsdóttir, Kristján Elvar Guðlaugsson, tengdabörn og barnabörn. ✝ Elskuleg eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, ÁSTA GUÐRÍÐUR LÁRUSDÓTTIR, lést á Sólvangi í Hafnarfirði sunnudaginn 17. des- ember. Útför hennar fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju fimmtudaginn 21. desember kl. 13.00. Sérstakar þakkir viljum við færa starfsfólki deildar 3 á Sólvangi fyrir einstaklega góða umönnun og hlýtt viðmót. Eyjólfur Einarsson, Fríða Guðbjörg Eyjólfsdóttir, Guðmundur Þórðarson, Ágúst Finnsson, barnabörn og barnabarnabarn. ✝ Faðir minn, KARL HERMANN GUÐMUNDSSON frá Barði, Raufarhöfn, lést á Heilbrigðisstofnun Þingeyinga, Húsavík, laugardaginn 16. desem- ber. Útförin fer fram frá Raufarhafnarkirkju fimmtudaginn 28. desember kl. 14:00. Þeim sem vilja minnast hans er bent á líknarstofnanir. Fyrir hönd systkina og annarra vandamanna, Hörður Þór Karlsson. unin var mikil um borð. Sumir voru vanir „sveitamenn“, aðrir voru að fara í fyrsta sinn að heiman. En við vorum allir frekar mannalegir, því enginn var maður með mönnum á þessum ár- um nema hann færi í sveit. Fótbolta- færni var fórnað fyrir ævintýraferð í sveit. Þegar Esjan lagði að á Þingeyri skimaði ég spenntur eftir Guðbrandi, eða Brandi í Hólum, eins og hann var kallaður. Ég hafði séð hann nokkrum sinnum áður hjá ömmu á Þingeyri og þarna stóð hann á bryggjunni og var að bíða eftir mér. Ég fór þessa ferð með Esjunni fjór- um sinnum og fjórum sinnum beið Brandur eftir mér á bryggjunni. Hann var fóstri minn í fjögur sumur í Hólum. Ég var aðeins ellefu ára þegar ég fór fyrst í Hóla. En þrátt fyrir ungan aldur treysti Brandur mér fyrir fjöl- breyttum verkefnum. Hann treysti mér meðal annars fyrir því að vera mjólkurpóstur. Það starf var þá víð- ast hvar aflagt, þannig að ég var lík- lega með síðustu mjólkurpóstum á landinu. Á morgnana voru glerflöskur fyllt- ar með mjólk og settar í ullarsokk, sem síðan var komið fyrir á klifbera á hestinum Létti. Flöskunum var raðað eftir ákveðinni aðferð, þannig að klif- berinn hallaðist ekki á aðra hliðina. Síðan var farið sem leið lá til Þing- eyrar með mjólkina, sem var um fimm kílómetra leið. Þegar komið var í þorpið hengdi ég flöskurnar á dyra- húna viðskiptavinanna, eða húsmæð- urnar tóku við þeim og buðu mér oft upp á hressingu, t.d. mjólk og kleinu. Þetta voru indælir dagar, nærri því allir. Einu sinni lenti ég í slysi. Drossía úr Reykjavík ók á miklum hraða framhjá okkur Létti. Hesturinn fæld- ist og við ultum niður svonefnda sneiðinga og alla leið niður í fjöru. Ég hafði fest tauminn við dálkinn minn þannig að ég gat ekki losað mig frá hestinum og fylgdi ég því með í fall- inu. Afleiðingin var skrámaður strák- ur og blóðugur og mölbrotnar mjólk- urflöskur í ullarsokkum, en Léttir stóð upp ómeiddur. Ég tók þá ákvörð- un að færa eigendum sokkana sína með glerbrotunum í. Afleiðingin var sú að strákur sá sitt óvænna, stökk upp á hestinn og sló í. Nokkrar reiðar húsmæður fylgdu í kjölfarið. Brandur tók mér vel og gerði að sárum mínum þegar heim var komið og ræddi at- burðinn og kom því svo til skila til við- skiptavinanna, sem voru óvenjulega góðir við mig í næstu ferð. Ég var mjólkurpóstur í þrjú sum- ur. Ég vann einnig öll algeng sveita- störf. Ég sló og hirti með Brandi. Hann treysti mér til allra verka. Hann kenndi mér að umgangast og nota dráttarvél og heyvinnuvélar auk þess að umgangast dýrin af virðingu. Guðbrandur í Hólum var alltaf með nýjustu tækin, þannig að hann var í fararbroddi í sveitinni þegar tækni- nýjungar voru annars vegar. Árin mín í Hólum voru góð og Brandur góður uppalandi. Hann kenndi mér að horfa fram í tímann og meta nýjungar. Hann kenndi mér einnig að þolinmæði og að vandvirkni borgar sig margfaldlega. Hjá honum lærði ég einnig að meta fjölmiðla, því þeir voru taldir merkilegir á þessum bæ og talið nauðsynlegt að fylgjast með landsmálum og heimsmálum. Það var fylgst jafn vel með aflatölum síldveiðibáta og nýjustu dægurlögun- um og auðvitað veðrinu. Brandur gerði það fram á síðasta dag, því að í Hólum er veðurathugunarstöð. Ég er Brandi þakklátur fyrir upp- eldið og að miðla til mín víðsýni og sjálfstæði og að það skiptir máli að liggja ekki á skoðunum sínum. Ættingjum og vinum sendi ég mín- ar innilegustu samúðarkveðjur. Ágúst Ragnarsson. Kveðja frá Veðurstofu Íslands Guðbrandur Stefánsson bóndi á Hólum í Dýrafirði hóf veðurathuganir fyrir Veðurstofuna sumarið 1983 og sinnti þeim til dauðadags. Raunar var hann að taka veðrið þegar kallið kom 8. desember sl. Alla tíð skilaði hann ágætum veðurathugunum og átti Veðurstofan góð samskipti við Guð- brand alla tíð. Fyrir þetta vill stofn- unin þakka um leið og aðstandendum hans eru sendar samúðarkveðjur. Magnús Jónsson. Elsku Brandur, það er ekki auðvelt að kveðja og átti ég enga von á að þú værir á leiðinni á annan stað, á sama tíma er líka sárt að hugsa til þess að vera án þín um jólin og áramótin en núna hef ég eignast enn einn vernd- arengilinn og því verður þú alltaf of- arlega í huga mér. Þú varst alltaf dug- legur að hvetja mig áfram í náminu og vona ég að þú verðir stoltur af því sem ég verð í framtíðinni. Það var skrítið að koma heim og hugsa til þess að þú ert ekki lengur hér. Það verður ekki meira spjall um daginn og veginn, þú kíkir ekki í kaffi á miðjum degi eða kemur í mat. Ég á endalausar minn- ingar um þig, alveg frá því að ég man eftir mér. Síðan ég var ársgömul hef ég verið nokkurs konar heimalningur í sveitinni og bara það að koma í gjaf- irnar, eða bara dunda hitt og þetta í sveitinni var alltaf vel nýttur tími. Ég man samt hvað það var mikið sport að fá að senda veðrið, þótt ekki væri nema slá inn nokkrar tölur og ýta á senda-hnappinn, þetta var toppurinn á sveitaferðunum. Ef ég færi að telja upp allar minn- ingarnar sem koma upp í hugann þeg- ar ég hugsa til baka væri þetta orðið efni í ritgerð því ég eyddi ekki litlum tíma í sveitinni. Það sem ég hef fram yfir systur mínar er það að hafa búið í sveitinni og þannig átt meiri tíma með þér og endalausar minningar, hvort sem var á meðan við vorum að byggja og ég var að vinna í sveitinni eða árin eftir að við fluttum til þín. Það er svo mikið allt í kringum mig sem minnir mig á þig, minningarnar munu lifa og ég mun varðveita minningar mínar um alla framtíð. Án þín hefði ég ef- laust ekki náð jafn langt og ég er að ná í náminu og lífinu og vil ég þakka þér fyrir það og allt sem þú hefur kennt mér í gegnum árin. Hvíl í friði og minning þín lifir í hjörtum okkar allra. Legg ég nú bæði líf og önd, ljúfi Jesús, í þína hönd, síðast þegar ég sofna fer sitji Guðs englar yfir mér. (Hallgr. Pét.) Hinsta kveðja. Guðrún Ásta. Elsku Brandur (einsog þú varst ætíð kallaður). Þú kvaddir snöggt og mjög óvænt. Við sitjum hérna eftir svo tóm, enda var þetta ekkert sem við sáum fyrir. Þegar við hugsum til baka sjáum við þó að svona átti þetta að vera enda hefðirðu aldrei unað þér á sjúkrahúsi veikur, þú áttir heima í Hólum alla tíð og þar fékkstu að kveðja. Þú kvart- aðir aldrei sama, hve slappur þú varst. Ef við höfðum orð á því þá sagðir þú að þetta væri bara leti. Þú varst svo glaður þegar við flutt- umst í Hóla, þú komst í morgunkaffi og startaðir nýjum degi með okkur, rosalega er skrítið að hafa þig ekki hér. Minningarnar eru margar í hjarta okkar enda þú stór partur af okkar lífi, svo stór að ekki verður í það skarð fyllt. Minningarnar í hjörtum okkar lifa um ókomna tíð. Þessi jól verða tóm- leg. Hjartans þakkir fyrir allt sem þú hefur gjört og kennt okkur, staðið með okkur og verið hluti af fjölskyldu okkar, við og börn okkar erum ríkari fyrir að hafa kynnst þér. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guð sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir all og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem) Guð geymi þig, elsku vinur, við kveðjum þig með sorg og söknuði. Friðbert, Ásta og Haukur Jón. Elsku Brandur. Þegar símhring- ingin kom vissi ég nákvæmlega hvað hafði gerst. Það var eins og einhver stæði hjá mér og væri að undirbúa mig fyrir þessi tíðindi, undirbúa og allavega veita mér styrk enda þurfti ég á honum að halda. Það er svo margs að minnast, margar góðar stundir, enda þú stór partur af mínu lífi frá blautu barns- beini. Þegar ég hugsa til baka kemur margt upp í hugann, eitt mesta sport- ið var að vera komin nógu snemma út eftir til að komast í mjólkurferðina um hádegið með þér. Völdum við því oft að gista bara, vöknuðum svo eld snemma í yndislegu veðri, fengum okkur morgunmat og fórum svo með kýrnar þegar þú varst búinn að mjólka. Svo var hægt að fara með mjólkina á brúsum til Þingeyringa. Eins minnist ég þess að við vorum alltaf að reyna að búa til flottari og betri koll fyrir þig að mjólka á. Þeir voru nú ekki allir nothæfir en þú leyfðir okkur að njóta okkar og leið- beindir eftir þörfum. Eins minnist ég þess að þegar ég var að byrja að læra að baka þá fékk ég greiðan aðgang að eldhúsinu þínu. Kemur þá upp í hug- ann pönnukökubaksturinn minn. Ekki gastu sett út á pönnukökurnar þó hver þeirra væri á þykkt við tvær skonsur, nei, þú talaðir bara um að núna þyrftirðu ekki að borða eins margar. Er þetta alveg lýsandi fyrir þig að setja ekki út á heldur einblína á kostina. Hef ég tekið þetta gildi með mér út í lífið. Þú ert nú horfinn á braut og hrygg- ir það mig að börn mín muni ekki verða þeirrar gæfu aðnjótandi í lif- anda lífi að kynnast þér. Er það þó nokkur huggun að þín hinsta hvíla skuli vera rétt hjá syni mínum og veit ég að nú er enn ein góð sál að gæta hans fyrir mig. Þín verður minnst um ókomna tíð í hjarta mínu. Blessuð sértu sveitin mín sumar, vetur, ár og daga. Engið, fjöllin, áin þín, yndislega sveitin mín. Heilla mig og heim til sín huga minn úr fjarlægð draga. Blessuð sértu sveitin mín, sumar, vetur, ár og daga. Yndislega ættarjörð, ástarkveðju heyr þú mína, þakkarklökkva kveðjugjörð, kveð ég líf þitt, móðir jörð. Móðir bæði mild og hörð, mig þú tak í arma þína. Yndislega ættarjörð, ástarkveðju heyr þú mína. (Sig. Jónsson frá Arnarvatni) Guð geymi þig um alla tíð. Hulda Hrönn og fjölskylda. ✝ Anna Halldórs-dóttir fæddist á Tréstöðum í Glæsi- bæjarhreppi 26. nóvember 1908. Hún andaðist á dvalarheimilinu Hlíð 10. desember síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Kristjana Gunnars- dóttir frá Hamri á Þelamörk, f. 10.2. 1877, d. 5.4. 1927, og Halldór Árna- son, f. 18.4. 1879, d. 28.7. 1969. Anna var næstelst í sjö systkina hópi og er elsta syst- irin Margrét ein enn á lífi, hin voru Stefán, Halldór, Kristín, Árni og Gunnar. Anna giftist 21.10. 1939 Matthíasi Jónssyni frá Rútsstöðum í Eyjafirði, f. 11.11. 1915, d. 8.5. 1963. Hann stundaði lengst af sjómennsku. Þau eignuðust fjögur börn, þau eru: 1) Kolbrún, f. 1.7. 1935, fyrri maki Njáll Hermannsson og seinni maki Daði Steinn Krist- jánsson, báðir látn- ir, hún á tvær dæt- ur. 2) Guðný, f. 21.1. 1940, maki Jó- hann Sigvaldason. 3) Jón, f. 8.5. 1943, maki Kristbjörg Gunnarsdóttir, þau eiga fjögur börn. 4) Halldór, f. 8.7. 1949, hann á þrjá syni. Langömmu- börn Önnu eru 19 talsins. Þar sem móðir Önnu dó frá ungum börnum kom það í hlut föður hennar og elstu systkina að sjá um búið á Tréstöðum og starfaði Anna þar fram á fullorðinsár. Eftir að hún stofnaði fjölskyldu var hún heimavinnandi húsmóðir þar til börn hennar komust á legg, en þá hóf hún störf hjá skógerðinni Ið- unni og vann þar það sem eftir var starfsævinnar. Útför Önnu verður gerð frá Höfðakapellu á Akureyri í dag og hefst athöfnin klukkan 13. Mig langar með nokkrum orðum að minnast ömmu minnar Önnu Hall- dórsdóttur, en hún hlaut kærkomna hvíld 10. desember síðastliðinn 98 ára að aldri. Amma var frekar lokuð kona, hún talaði nær aldrei um uppvöxt sinn eða hjónabandsár sín með afa, sem lést langt fyrir aldur fram. Hún var ekki að bera tilfinningar sínar á torg frekar en svo margir af hennar kyn- slóð. Amma hafði hins vegar skoðanir á hlutunum og lét þær oft í ljós. Hún var einnig nokkur húmoristi og eftir því sem ég varð eldri lærði ég betur að skilja húmorinn hennar, en hann var jafnan frekar kaldhæðinn. Amma hafði gaman af því að hafa sig til og lagði mikinn metnað í að líta vel út og koma vel fyrir. Hún hafði gaman af því að dansa og fór gjarnan á sam- komur til að hitta fólk og dansa á meðan aldur og heilsa leyfðu. Amma lagði ekki bara metnað í að koma sjálf vel fyrir, hún vildi einnig að sitt fólk gerði slíkt hið sama. Ég man eftir því sem ungur drengur að ömmu var mikið í mun að við bræð- urnir værum stilltir og prúðir. Eftir á að hyggja höfum við sennilega sjaldn- ar verið óþægari en einmitt þegar amma kom í heimsókn. Heilmikla virðingu bar maður nú samt fyrir ömmu og er mér það minnisstætt þegar við bræður fórum í mat til ömmu að gikksháttinn skildi maður eftir heima og minntist ekki á það einu orði að þennan mat væri maður ekki vanur að borða. Það var ömmu mikið kappsmál að hennar fólk gengi menntaveginn. Henni létti því þegar ákvörðun um hvað maður vildi læra lá fyrir. Sjálf var amma mín ekki starfsmenntuð og vann allt sitt líf verkamannavinnu, sem ég hygg að henni hafi þótt miður. Þegar ég fór að koma ásamt konu minni í heimsókn til ömmu fengum við að njóta gestrisni hennar. Hún vildi að við gerðum boð á undan heim- sóknum okkar þar sem hún vildi hafa tíma til að hafa sig til og eiga eitthvað upp á að bjóða. Á þessum tíma reykt- um við bæði og amma hélt fast í þann sið að vilja bjóða okkur upp á sígar- ettur. Amma var kona sem var gagnrýn- in, bæði á menn og málefni. Hún bar hag sinna nánustu fyrir brjósti og var dugleg að fylgjast með spyrja út í hagi afkomenda sinna. Hún hafði mikið dálæti á langömmubörnum sín- um og þótti afskaplega gaman að fá að sjá þau ásamt öðrum ættingjum. Ég vil koma sérstöku þakklæti til starfsfólks á dvalarheimilinu Hlíð fyr- ir góða umönnun. Megi amma mín hvíla í friði. Gunnar Jónsson. Anna Halldórsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.