Morgunblaðið - 19.12.2006, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 19.12.2006, Blaðsíða 27
Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn úr bæjarlífinu MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. DESEMBER 2006 27 Gangið úr skugga um að undirlag kerta sé og kertaskreytinga óbrennanlegt Munið að slökkva á kertunum i l Slökkvilið Höfuðborgar- svæðisins Mikið rót hefur verið í bæjarlífinu á Selfossi undanfarnar vikur eftir að meirihlutasamstarf í bæj- arstjórninni fór út um þúfur. Tals- menn listanna sem þar slitu sam- stafi eru ekki alveg á einu máli um það hvað það var sem gerði að verkum að upp úr slitnaði, en þó má merkja að það hafi verið skipulagsmál sem vógu þungt. Hafa ásakanir gengið á víxl og ýmis orð verið sögð sem betur hefði ekki verið og aðdróttanir hafðar uppi um óeðlileg tengsl bæjarstjórn- armanna við aðila í viðskiptum, allt gert til þess að vekja tortryggni. Þessi umræða hef- ur ekki verið sann- færandi og alls ekki bæjarstjórninni til sóma. Niðurstaða hennar er samt ein- föld, það voru greinilega ekki heilindi á milli sam- starfsaðilanna, þeir treystu greinilega ekki hvor öðrum. Eigi gott samstarf að takast þarf að ríkja traust á milli forystumanna og þeir þurfa að geta talast við af heilindum og vera tilbúnir að virða skoðanir og áherslur samstarfsaðilans. Fyrst og fremst þurfa aðilar að vera ákveðnir í því að komast að sam- eiginlegri niðurstöðu í þeim mál- um sem snerta hag sveitarfé- lagsins og íbúa þess. Til þess eru þeir kosnir og þeim ber að hafa hag heildarinnar í huga án þess þó að ganga á svig við réttindi íbú- anna þegar stór mál eins og skipu- lagsmál koma til umfjöllunar og afgreiðslu.    Íbúar á Selfossi, í Árborg allri og nágrannasveitarfélögum bíða þess með óþreyju að ríkisstjórnin og samgönguráðherra kveði upp úr með það hvort Suðurlandsveg- urinn milli Reykjavíkur og Selfoss verði tvöfaldaður og lýstur. Það er mikil áhersla lögð á það að náð verði fram sem fullkomnustu ör- yggi á veginum. Í dag verður kveikt á lýsingu í kringum minn- ingarkrossana við Kögunarhól. Þeir minna vegfarendur á hættuna sem vegfarendur eru í þegar þeir fara um Suðurlandsveg og minna þá á að aka varlega. Krossarnir minna líka á nauðsyn þess að ná fram fullkomnu öryggi á Suður- landsvegi sem öðrum vegum. Við getum ekki sætt okkur við allar þær fórnir sem verða í umferðinni og getum því teygt okkur langt til þess að ná því markmiði að tryggja örugga umferð.    Aðventan er tími íhugunar en um leið er á þessum tíma mikið kapp- hlaup í kringum hin efnislegu gæði og allir hamast við að kaupa og hlaupa til þess að gera allt klárt fyrir helgina miklu. Það er samt alltaf svo að hinn eini sanni jólafriður er í hjarta hvers og eins og nauðsynlegt fyrir fólk að finna þann frið. Það eru líka sannindi að mesta glíma hvers og eins er glím- an við sjálfan sig, langanir og þrár. Það er því eftirsóknarvert markmið að verða sáttur við sjálf- an sig og sínar gjörðir í eigin þágu og annarra.    Sælla er að gefa en þiggja. Þessi orð bera í sér mikil sann- indi, einkum þegar þess er minnst að gjafir þurfa ekki alltaf að vera efnislegar. Í þessari síðustu viku aðventunnar er rétt að hvetja fólk til að gefa af sér á þann hátt sem hverjum og einum er tamast og hann er sáttur við, til þeirra sem þurfa á því að halda. Bestu jóla- kveðjur eru sendar héðan frá Sel- fossi með góðum jólaóskum. ÁRBORG Sigurður Jónsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.