Morgunblaðið - 19.12.2006, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 19.12.2006, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. DESEMBER 2006 41 ✝ Jón Jóhannssonfæddist í Kefla- vík 28. mars 1929 og bjó þar alla tíð. Hann lést á Heil- brigðisstofnun Suð- urnesja mánudag- inn 11. desember síðastliðinn. For- eldrar hans voru Jó- hann Gunnlaugur Guðjónsson, vél- stjóri og útgerðar- maður, f. 31.5. 1897, d. 26.7. 1980, og kona hans, Guðrún Pétursdóttir húsmóðir, f. 23.1. 1899, d. 22.9. 1984. Jón var yngst- ur fjögurra systkina. Hin eru Guð- jón, f. 8.3. 1923, d. 21.12. 1989, Pétur, f. 23.6. 1925, og Agnes, f. 19.1.1927. Eftirlifandi eiginkona Jóns er Jóna Magnea Sigurgísladóttir, f. 23.10. 1926 en þau voru gift í 56 ár. Foreldrar hennar voru Guð- mundur Sigurgísli Guðjónsson, f. 21.7. 1893, d. 5.7. 1933, og eigin- kona hans Stefanía Vilhjálms- dóttir, f. 29.3. 1902, d. 19.1. 1956. Börn Jóns og Jónu eru: 1) Stef- anía, f. 25.1. 1950, gift Pétri Sig- urðssyni, f. 2.2. 1948. Börn þeirra eru: a) Kolbrún Jóna, f. 24.2. 1968, gift Torfa Torfasyni, f. 21.7. 1966, og eiga þau börnin: 1) Andra Pét- hans er Elísa Guðnadóttir, f. 8.3. 1982. c) Sigurgeir Rúnar, f. 23.1. 1984, í sambúð með Jónu Maríu Jónsdóttur, f. 14.12. 1980. Sonur þeirra er Jón Rósmann, f. 28.7. 2005. d) Ingibjörg Ósk, f. 24.3. 1985, í sambúð með Þórarni Gunn- ari Birgissyni, f. 10.6. 1983. Jón ólst upp í Keflavík og að loknu hefðbundnu námi hóf hann sjósókn sem leiddi til þess að hann tók 1. stigs vélstjóranám á Þing- eyri árin 1947–48. Árin 1952–56 stundaði hann nám í rennismíði við Iðnskólann í Keflavík með starfsnámi við Dráttarbrautina í Keflavík sem hann lauk með sveinsprófi í greininni. Að iðnnámi loknu vann hann sem vélstjóri í frystihúsinu Snæ- felli í Keflavík 1955–59, á m/b Ólafi Magnússyni og m/b Ingiber Ólafssyni 1959–63. Vélstjóri hjá Ís- félagi Kvíkur 1963–65. Rennismið- ur hjá Vélsm. Njarðvíkur 1965–67. Árið 1968 tók hann 2. stigs vél- stjóranám í Rvík. Frá árinu 1967 og fram á árið 1998 starfaði hann samfleytt í 31 ár hjá Varnarliðinu á Keflavíkurflugvelli við eftirlit með kyndistöðvum á vegum Public Works. Jón var félagi í Iðnaðarmanna- félagi Suðurnesja og sat í stjórn lífeyrissjóðs I.S. frá stofnun 1974 og til þess dags er sjóðurinn var leystur upp 25 árum síðar. Útför Jóns verður gerð frá Keflavíkurkirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 14. ur, f. 16.10. 1990. 2) Stefaníu, f. 8.8. 1995. 3) Tinnu f. 7.4. 2003. b) Sigurður, f. 27.10. 1973, kvæntur Mas- syel Lizmett Peturs- son, f. 18.5. 1977 í Puerto Rico. c) Ró- bert Freyr, f. 15.1. 1983. 2) Guðbjörg, f. 9.10. 1951, gift Árna Þór Árnasyni, f. 31.8. 1951. Þeirra börn eru: a) Sandra Dögg, f. 19.9. 1976, gift Davíð Guðmunds- syni, f. 21.1. 1972. Þeirra börn eru Daníel Aron f. 18.8. 2002, og Hel- ena María, f. 5.5. 2005. b) Árni, f. 29.10. 1978, í sambúð með Hörpu Dögg Magnúsdóttur, f. 9.1. 1979, og eiga þau dótturina Töru Lóu, f. 20.11. 2006. c) Agnes Þóra, f. 22.2. 1988. 3) Sigurgeir, f. 20.2. 1957, d. 27.9. 1983. 4) Jóhann Gunnar, f. 20.2. 1957, kvæntur Ástu Elínu Grétarsdóttur, f. 21.10. 1958. Þeirra börn eru: a) Jón, f. 17.8. 1979, kvæntur Eddu Guðrúnu Pálsdóttur. Dóttir þeirra er Emma, f. 4.3. 2005. b) Gunnar Þór, f. 10.5. 1982, í sambúð með Birg- ittu Vilbergsdóttur, f. 9.12. 1975. Sonur þeirra er Nói Sebastian, f. 27.5. 2005. Sonur Gunnars Þórs er Sindri Snær, f. 16.9. 2000. Móðir Fyrir ungan mann getur það verið erfitt að hitta tilvonandi tengdaföður sinn í fyrsta skipti. Allt of margar sögur og brandarar eru til um unga menn sem er stillt upp fyrir framan tilvonandi og þurfta að standast ein- hvers konar próf. Árið var 1975, 17. júní og dóttirin Guðbjörg átti að flytja fjallkonuræðuna í skemmti- garðinum í Keflavík. Ég hafði mikla þörf fyrir að koma og sjá og hlýða á þennan ræðuflutn- ing og lagði allt undir og mætti til þeirra Jónu og Jóns á Melteiginn. Jón tók mér vel og var hress eins og hann var allra jafna. Stressið hvarf í návist hans og eftir það urðum við fljótt góðir mátar. Hann var ekkert að skipta sér af hvernig við höfðum hlutina en lagði gott til ef eftir var leitað. Hann var lærður rennismiður og vélstjóri og annálaður handverksmaður og lét sig ekki muna um að flísaleggja baðið hátt og lágt í nýju íbúðinni okkar á Háteignum þannig að eftir var tekið. Jón byrjaði ungur til sjós og reri þá með föður sínum sem aldrei var kallaður annað en „Jói Blakk“, eða „Blakkurinn“ og var þekktur vél- stjóri og útgerðarmaður. Þar má meðal annarra telja Dux-bátana og náði Jón sér í vélstjóraréttindi vestur á Þingeyri á árunum 1947–48, en auk þess var Jón á bátunum Skíðblaðni og Nonna. Árin 1952–56 kom hann í land og hóf nám í rennismíði hjá Dráttarbraut Keflavíkur jafnframt því sem hann hóf húsbyggingu á framtíðarheimilinu. Að vera fjögur ár með hús í byggingu á þeim skömmtunartímum var bara eðlilegt. Að námi loknu var nokkurra ára stopp í landi við frystihúsið Snæfell en síðan aftur stefnt til sjávar og vél- stjórinn átti meðal annars farsælt samstarf við aflaklóna Óskar Ingi- bergsson á m/b Ólafi Magnússyni og síðar á m/b Ingiber Ólafssyni á ár- unum 1959–63. Árið 1959 var topp- árið þeirra en þá voru þeir hæstir á netaveiðum yfir landið á 58 tonna bát og einnig næsthæstir á síldveiðum yfir landið. 600 tonn af þorski í apr- ílmánuði þótti líka framúrskarandi gott á þeim tíma. Á Jónsmessu hinn 24. júní árið 1950 gekk Jón að eiga Jónu Magneu Sigurgísladóttur, f. 23.10. 1926, og bjuggu þau fyrst á Vesturbraut 3. Árið 1956 fluttu þau inn í fallegt hús á friðsælum og skjólgóðum stað á Melteigi 8, í nágrenni Keflavíkur- kirkju, og hafa búið þar síðan. Jón var mikið snyrtimenni og bíl- arnir hans voru alltaf tannburst- aþrifnir og oft mátti ég þola stríðni varðandi þrifnað á mínum bílum og stundum kom það fyrir að ég fékk að geyma bílinn í nokkra daga þegar ég brá mér til útlanda og þá var hann glansbónaður þegar ég kom til baka. Hann sá líka um allt viðhald á húsinu þeirra og saman áttu þau Jóna fal- legan garð. Þau var alltaf gott að heimsækja og barnabörnin sóttu í afa sinn. Hann gaf mikið af sér og þau fengu afaknús sem fólst í sterk- legu, hlýju faðmlagi og þremur snöggum kossum á munninn. Barna- börnin eru tíu og barnabarnabörnin önnur tíu, þannig að alls 24 einstak- lingar rekja kyn sitt til þeirra Jóns og Jónu. Árið 1967 söðlaði Jón um og hóf starf hjá viðhaldsdeild Varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli. Þar var hann í 31 ár við góðan orðstír og hlaut við- urkenningar fyrir. Hann lét af störf- um sökum aldurs árið 1998. Jón tók þátt í störfum Iðnaðar- mannafélags Suðurnesja og sat í stjórn lífeyrissjóðs I.S. frá stofnun 1974 til þess dags að hann var leystur upp 25 árum síðar. Lífeyrismál voru honum mjög hugleikin og alveg fram á það síðasta var hann tilbúinn að ræða óréttlæti í lífeyrismálum aldr- aðra. Hann var fyrst of fremst sjómaður í húð og hár og fylgdist vel með í greininni eftir að hann kom í land og hafði ákveðnar og sterkar skoðanir á sjávarútvegi og kvótamálum. Það má segja að hann hafi endurlifað sjó- mennskuna í gegnum strákana en þau hjón eignuðust efnilega sjómenn þá Jóhann Gunnar sem gerir út bát- inn Mugg frá Suðurnesjum ásamt sonum sínum og heitir fyrirtæki þeirra því frumlega nafni „Jói Blakk“ og Sigurgeir sem drukknaði árið 1983. Þá var Pétur tengdasonur Jóns líka með bátinn Ebbu um nokkurra ára bil og tengdasonur Péturs, Torfi, gerir út bátinn Didda. Jón átti það til að hringja út á sjó og forvitnast um aflann þegar hann vissi að þeir væru á leið til lands. Einhvern tíma ætlaði ég að reyna að æsa karlinn upp og þóttist vera voða sár að hann hringdi aldrei í mig í heildsöluna í Reykjavík til að spyrja um sölu dagsins. Hann sneri bara út úr, og fannst þetta ekki sambærilegt. En viti menn, daginn eftir var hringt í eina skiptið og spurt hvernig salan hefði verið. Einnig kom hann oft á bryggjuna til að fá aflafréttir og spjalla. Fyrir um einu og hálfu ári fékk Jón heilablóðfall sem hann náði sér aldrei af og fylgdu því miklar breyt- ingar á högum hjónanna. Þessir síðustu mánuðir hafa verið erfiðir fyrir Jónu, tengdamóður mína, sem hjúkraði honum fyrst heima en dvaldi síðan hjá honum nokkrar stundir á hverjum degi á spítalanum. Að sjá lífsförunautinn berjast svona en geta lítið gert tekur á. Fram á það síðasta ætlaði hann alltaf að koma heim aftur, þrátt fyrir að missa þrótt með hverjum degi. Það voru sjaldan nein batamerki og æðrulaus mætti hún til að sitja hjá honum og halda í höndina, hjálpa honum að drekka eða borða og reyna að gera honum lífið bærilegra. Á þessari stundu á hún alla okkar samúð og vissan um það að Jóni líði nú betur gerir lífið og framtíðina auðveldari. Við fjölskyldan og ættingjar stöndum við bakið á henni í þessari miklu sorg. Árni Þór Árnason. Elsku afi minn. Þú keyrðir mér upp á flugvöll þeg- ar ég flutti út til Kaupmannahafnar því að þú áttir svo stóran bíl. Ég man eftir að hafa kvatt þig, alltaf 3 kossar. Svo viku eftir flutningana hringdi pabbi og sagði mér að þú hefðir veikst. Ég hugsaði til þín á hverjum degi. Svo kom ég loksins heim og heimsótti þig og ömmu alla daga. Sagði þér frá lífinu í Kaupmannahöfn og fleira. Þú spáðir svo mikið í park- etið sem þið ætluðuð að kaupa og spurðir mig alltaf hvort Tóti væri nokkuð búinn að gleyma því. Okkur fannst það alltaf jafn skemmtilegt. Um leið og pabbi lét mig vita að það væri komið að þínum síðustu dögum þá pakkaði ég strax ofan í tösku og kom heim daginn eftir. Þeg- ar ég kom heim varstu farinn. Farinn upp til himna. Ég veit að þér líður vel þar. Við hugsum öll um þig og við munum hugsa vel um ömmu. Ég mun sakna þín rosalega mikið og mun allt- af hafa þig efst í huga. Takk fyrir alla skemmtilegu tímana sem við áttum saman. Minnisstæðustu tímarnir eru t.d. þegar ég gisti hjá ykkur ömmu og greiddi hárið þitt heilu kvöld- stundirnar, fór og keypti lottómiða fyrir þig, þegar þú kenndir mér að gera bindishnút og allir rúntarnir okkar saman, bryggju-, ís- og Suð- urnesja-rúntarnir. Þessu mun ég aldrei gleyma og öllu hinu sem við brölluðum saman. Ég elska þig, afi minn, og ég mun ávallt sakna þín. Guð geymi þig. Þín Ingibjörg Ósk Jóhannsdóttir. Við kveðjum þig með söknuði, elsku afi, þú varst okkur mjög kær og munt alltaf eiga stað í hjarta okk- ar. Það var alltaf gott að tala við þig og gaman að hitta þig. Við munum aldrei gleyma þér og minnumst þess alltaf þegar þú fórst í hanskahólfið á bílnum og náðir í grænan ópal handa okkur og kom það aldrei fyrir að hann var ekki til. Það var alltaf gam- an að koma til ykkar ömmu niður á Melteig. Við minnumst þess þegar við byrjuðum að slá garðinn fyrir þig og það var ekki alveg sama hvernig það var gert, en þú varst nú fljótur að kenna okkur hvernig átti að gera það almennilega. Okkur þótti vænt um það hvað þú hafðir mikinn áhuga fyr- ir sjómennsku okkar. Hittir þú nán- ast alltaf á okkur þegar við vorum að landa í Sandgerði, þó þú vissir ekkert hvenær við kæmum í land, alltaf var jafn gaman að heyra í þér þegar þú hringdir í okkur út á sjó og vildir fá aflafréttir. Þú fylgdist vel með okkur bræðr- unum og varst alltaf duglegur að kíkja á okkur og athuga hvort ekki gengi allt vel og ef okkur vantaði hjálp varstu alltaf tilbúinn til að veita hana. En núna, elsku afi okkar, ertu kominn til Guðs og veit ég að þú vak- ir og fylgist með okkur og sendum við þér þrjá kossa, alveg eins og þú kysstir okkur alltaf. Sigurgeir Rúnar Jóhannsson og Jón Jóhannsson. Við systkinin fjögur ólumst upp í Duus-húsinu í Keflavík okkar bernskuár. Þegar Jón bróðir var 7 ára, fluttum við að Brunnstíg 3, í hús Þórunnar og Þórarins Brynjólfsson- ar, og þar bjó fjölskyldan okkar í 5 ár. Eftir það áttum við heima á Vest- urbraut 3, í húsi sem pabbi lét byggja. Mamma og pabbi áttu þar heima, þar til þau fóru á Hrafnistu. Nonni bróðir minn var mér kær bróðir. Mér hefur alltaf fundist að ég muni eftir því, þegar ég sá hann ný- fæddan. Ég fékk að fara að rúminu hennar mömmu. Þar sat Oddný ljós- móðir og var að baða hann. Frá þeirri stundu hélt ég að ég ætti hann og bæri svolitla ábyrgð á honum. Árin okkar í Duus-húsinu eru okk- ur krökkunum mjög minnisstæð. Leiksvæðið var Duus-túnið, Bergið, Grófin, fjaran og bryggjurnar. Það var mikið veitt við miðbæjarbryggj- una. Alltaf var nóg að gera. Árin liðu og við tókumst á við lífið. Nonni bróðir minn fór að gera hosur sínar grænar fyrir henni Jónu Sig- urgísladóttur, vinkonu minni og eignaðist með henni 4 börn. Nú eiga þau Jón og Jóna fallegan hóp afkom- enda. Ástkær eiginkona mín, Agnes, kveður sinn elskaða bróður. Þeirra samband var einkar náið, eins og öll samskipti innan fjölskyldunnar. Jón mágur tók mér vel, eins og allt það ágæta fólk, þegar ég birtist við hlið Agnesar fyrir meira en 50 árum síð- an. Jón Jóhannsson var ætíð hinn ágætasti mágur. Þess má geta að þegar ég og fjölskyldan kynntumst betur, kom í ljós að bróðir Jóhanns tengdaföður hóf störf í fjölskyldufyr- irtæki mínu, Timburversluninni Völ- undi, árið sem ég fæddist, þ.e. 1925. Þetta tengdi böndin, en tengslin við Svarfaðardalinn voru ávallt sterk. En síðan hófst samvinnan og lögðu þar allir sig fram. Þegar ég kom inn í fjölskylduna, voru allir aðilar búnir að koma sér fyrir, nema Jón og Jóna. Nú þurftu þau að byggja sér sitt hús, sem þau og gerðu, að Melteigi 8. Þá leitaði Jón til mín í Völund til aðstoð- ar. Var það sérstakur og ánægjuleg- ur tími þegar leyst voru öll vandamál á sem bestan máta. Síðan voru kynni okkar hjóna og Jóns og Jónu hin ánægjulegustu. Börn þeirra og okkar ólust upp sem góðir ættingjar og vinir og hafa þau fjölskyldubönd verið þau nánustu innan hópsins. Nú hugsum við til Jónu og afkom- endanna allra með innilegri samúð og hluttekningu og óskum Jónu, Stefaníu, Gullu og Jóhanni og öllu þeirra fólki allrar blessunar um ókomin ár. Agnes og Haraldur. Jón Jóhannsson Minningarkort 535 1825 www.hjarta.is 5351800 Lokað Skrifstofur Náttúrufræðistofnunar Íslands, Hlemmi 3, Reykjavík, og á Borgum við Norðurslóð á Akureyri, verða lokaðar eftir hádegi í dag, þriðjudaginn 19. desember, vegna útfarar BERGÞÓRS JÓHANNSSONAR. ✝ Elsku hjartans mamma okkar, MARLAUG EINARSDÓTTIR, Hjallabraut 43, Hafnarfirði, lést á St. Jósefsspítala sunnudaginn 17. desember. Útför hennar fer fram frá Fossvogskirkju föstudag- inn 22. desember kl. 13.00. Fyrir hönd aðstandenda, Sigríður Þórsdóttir og Rósa Guðný Þórsdóttir. ✝ Elskuleg systir mín, mágkona, frænka okkar og vinkona, JÓHANNA MARGRÉT ÁRNADÓTTIR, Blesugróf 29, Reykjavík, lést á heimili sínu laugardaginn 16. desember. Útförin fer fram frá Bústaðakirkju fimmtudaginn 21. desember kl. 13.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hennar er bent á Styrktarfélag vangefinna. Helgi H. Árnason, Bryndís Þorsteinsdóttir, systkinabörn og heimilisfólkið í Blesugróf 29.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.