Morgunblaðið - 19.12.2006, Side 45
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. DESEMBER 2006 45
FYRIR einum áratug eða svo hélt
Taflfélagið Hellir sitt fyrsta jóla-
pakkamót og æ síðan hafa þessi mót
fyrir börn og unglinga á grunn-
skólaaldri verið á meðal fjölmenn-
ustu móta hvers árs. Að öðrum
ólöstuðum hafa Vigfús Óðinn Vig-
fússon og Gunnar Björnsson, núver-
andi formaður Hellis, staðið vaktina
í öll þessi ár og gert það af stakri
prýði. Í ár var engin undantekning
þar sem alls lagði 131 krakki leið
sína í Ráðhús Reykjavíkur til að
tefla fimm skákir og bítast um að fá
vegleg verðlaun en þess utan gátu
allir fengið jólapakka ef þeir yrðu
dregnir út í happdrætti.
Sem fyrr var keppt í fjórum ald-
ursflokkum. Sá elsti var fyrir þá
sem voru fæddir 1991-1993, sá næsti
frá 1994-1995 og næstyngsti frá
1996-1997 og sá yngsti fyrir þá sem
voru fæddir eftir árið 1997. Vil-
hjálmur Vilhjálmsson, borgarstjór-
inn í Reykjavík, setti mótið og lék
fyrsta leikinn í skák Huldu Mar-
grétar Sigurðardóttur og Ólafs Þórs
Davíðssonar. Hart og drengilega
var barist á mótinu og fylgdust for-
eldrar spenntir með gengi sinna
barna.
Þegar umferðunum fimm var lok-
ið varð staða efstu keppendanna
þessi:
Í flokki fæddra 1991-1993:
1.-2. Hjörvar Steinn Grétarsson og
Helgi Brynjarsson 4 v.
3. Daði Ómarsson 3½ v.
4.-7. Hallgerður Helga Þorsteinsdóttir,
Sverrir Þorgeirsson,
Paul Frigge og
Svanberg Már Pálsson 3 v.
Stúlknaverðlaun í flokknum fengu
Hallgerður Helga, Jóhanna Björg
Jóhannsdóttir og Tinna Kristín
Finnbogadóttir.
Í flokki fæddra 1994-1995:
1. Dagur Andri Friðgeirsson 5 v.
2. Brynjar Ísak Arnarsson 4½ v.
3.-7. Birta Össurardóttir,
Eiríkur Örn Brynjarsson,
Einar Ólafsson,
Geirþrúður Anna Guðmundsdóttir og
Páll Andrason 4 v.
Stefanía Bergljót Stefánsdóttir
var á meðal þeirra sem fengu 3½ v.
og hreppti hún því stúlknaverðlaun í
flokknum ásamt Birtu og Geirþrúði.
Í flokki fæddra 1996-1997:
1. Friðrik Þjálfi Stefánsson 5 v.
2.-6. Birkir Karl Sigurðsson,
Hrund Hauksdóttir,
Hafsteinn Björn Gunnarsson,
Dagur Kjartansson og
Dagur Ragnarsson 4 v.
Selma Líf Hlífarsdóttir, Hulda
Rún Finnbogadóttir, Heiðrún Ósk
Reginsdóttir og Gunnhildur Krist-
jánsdóttir fengu stúlknaverðlaun
ásamt Hrund Hauksdóttur.
Í flokki fæddra 1998 og yngri:
1. Skúli Guðmundsson 5 v.
2.-4. Oliver Aron Jóhannesson,
Patrekur Ragnarsson og
Kári Hrafn Guðmundsson 4 v.
5.-8. Askur Jóhannsson,
Magni Marelsson,
Benedikt Bjarnason og
Gabríel Orri Duret 3½ v.
Stúlknaverðlaun í flokknum fengu
Hildur Berglind Jóhannsdóttir, Elín
Sóley Hrafnkelsdóttir og Veronika
Magnúsdóttir.
Það er athyglisvert að af 131
keppanda voru 129 nemendur í
grunnskóla en einn er í menntaskóla
og einn í leikskóla! Frá einstökum
skólum voru nemendur úr Flata-
skóla í Garðabæ fjölmennastir en 13
krakkar þaðan tóku þátt. Í helstu
skákskólum landsins, Rimaskóla,
Salaskóla og Laugarlækjaskóla
voru 12 keppendur úr Grafarvog-
inum, 11 úr Kópavogi og 10 úr
Laugalæknum. Ánægjulegt var að
keppendur komu einnig utan að
landi, m.a. frá Laugarvatni og Borg-
arnesi.
Allur þessi skari af þátttakendum
og foreldrar þeirra biðu í eftirvænt-
ingu eftir því þegar dregið var í
happdrætti þar sem í boði voru góð-
ar gjafir sem höfðu verið gefnar af
fyrirtækjunum 365, Eddu útgáfu,
Jóa útherja, Leikbæ og Pennanum.
Fyrir utan að geta fengið helstu
jólabækurnar í ár gátu vinningshaf-
ar í happdrættinu fengið áskriftir að
Stöð 2 og Sýn, geisladiska, bolta,
töfl og skáktölvur. Allir fóru glaðir
út í desemberhúmið að happdrætt-
inu loknu þar sem við útganginn
biðu þátttakenda nammipokar frá
Góu.
Nánari upplýsingar um mótið og
myndir af því er að finna á heima-
síðu Hellis, www.hellir.com.
Vel heppnað jólapakkamót Hellis
Einbeiting Ákveðnog kapp skein úr andliti keppenda í
yngsta aldursflokki mótsins.
Setning Vilhjálmur Vilhjálmsson, borgarstjóri, lék
fyrsta leiknum á jólapakkamótinu.
Helgi Áss Grétarsson
daggi@internet.is
SKÁK
Ráðhús Reykjavíkur
JÓLAPAKKAMÓT TAFLFÉLAGSINS HELLIS
17. desember 2006
✝ Fríða Gísla-dóttir fæddist
21. janúar 1924.
Hún andaðist á
dvalar- og hjúkr-
unarheimilinu
Grund 4. desember
síðastliðinn. For-
eldrar hennar voru
Gísli Jónsson
vagnasmiður og
Guðrún Magnús-
dóttir húsfreyja.
Systkini Fríðu eru
Ragnheiður, f.
1922, d. 1985,
Magnús Björgvin, f. 1925, d.
2003, Marín Guðrún, f. 1929, d.
1994, Arnfríður, f. 1932, d. 2003
og Hrafnkell Henry, f. 1937.
Eiginmaður Fríðu er Bene-
dikt Antonsson, f. 12. febrúar
1922. Sonur þeirra er Gísli, f.
1947, kvæntur Evu Maríu
Gunnarsdóttur, f.
1949. Börn þeirra
eru: 1) Davíð Bene-
dikt, f. 1969, maki
Brynhildur Þor-
geirsdóttir, f. 1970,
börn þeirra Eva
Björk, f. 1994, Þor-
geir Bjarki, f.
1996, Anna Lára, f.
2000 og Benedikt
Arnar, f. 2003. 2)
María, f. 1974
maki Einar Krist-
inn Hjaltested, f.
1970, börn þeirra
Hrefna María, f. 1996, Hrafn-
hildur, f. 2001 og Karólína, f.
2002.
Fríða var hárgreiðslumeistari
að mennt.
Fríða verður jarðsungin frá
Dómkirkjunni í dag og hefst at-
höfnin klukkan 13.
Fríða tengdamóðir mín var alltaf
kölluð Stella.
Hún var einstaklega lagleg og
stórglæsileg kona. Önnur í röðinni af
sex systkinum. Hún hafði á orði fyrir
stuttu að hún bara skildi ekki hvern-
ig mamma hennar fór að því vera
alltaf svona róleg og æsa sig aldrei
við þennan stóra fjöruga barnahóp.
Enda var þar á ferðinni einstaklega
ósérhlífið og duglegt gæðablóð. Guð-
rún og Gísli áttu heima með börnum
sínum á Frakkastíg 12. Vagnasmiðja
Kristins, þar sem húsbóndinn starf-
aði, var áföst húsinu og því mikill
gestagangur á bernskuheimilinu.
Frakkastígurinn hefur verið mikið
menningarheimili og talaði Stella oft
um bernskuárin þar. Allir þekktu
alla og lífið var ljúft. Það var spilað,
sungið og teflt. Systkinin skottuðust
um bæinn og gengu í Austurbæjar-
skóla. Jafnvel var veðrið betra á
þessum árum en það er hjá okkur nú.
Lífið var einfalt og gleði yfir stóru og
smáu. Nýir skór voru jafnvel svo
mikill gleðigjafi að þeir og gleðin við
að eignast þá vakti enn ánægju tug-
um ára seinna. Bernskuárin voru
Stellu kær.
Stella giftist Benedikt 6. febrúar
1947 og fæddist Gísli sama ár á
Frakkastígnum.
Þau fluttu á Hrefnugötu, en
byggðu sér síðan hús í Breiðholti
síns tíma, Smáíbúðarhverfinu, að
Bakkagerði 19, en þar reistu þau sér
stórglæsilegt hús árið 1952. Hverfið
reyndist litlu fjölskyldunni vel. Ná-
grannar urðu vinir og litlir strákar í
Breiðagerðisskóla bundust órjúfan-
legum vinaböndum.
Fyrir stuttu á Grund, þegar ég var
í heimsókn, leit hún svona sposk eins
og henni var einni lagið á skóna mína
og sagði: „En hvað þú ert í fallegum
skóm, eru þeir nýir? Voða ertu fín er
þetta nýtt?“ Þótt hún segði fátt ann-
að. Hún dáðist alltaf að því sem við
vorum í en var nægjusöm sjálf,
keypti sér mjög sjaldan eitthvað og
fór afskaplega vel með allt enda er
Bakkagerði nákvæmlega eins núna
eins og það var fyrir 39 árum þegar
ég kom þangað fyrst.
Tíminn líður hratt. Það eru 39 ár
síðan ég hitti Stellu fyrst í Bakka-
gerði. Ég þá bálskotin í einkasyn-
inum Gísla.
Stella og Benni tóku mér vel eins
og þeim var einum lagið og ári síðar
þegar við Gísli trúlofuðum okkur og
komum stolt inn í Bakkagerði að
sýna hringana gáfu Stella og Benni
mér hring. Þetta kom okkur hjóna-
leysunum mjög á óvart en táknrænt
eftir á að hyggja, þarna bundumst
við ég, Gísli, Stella og Benni órjúf-
anlegum böndum, ég skildi það ekki
þá. Ég skil það núna.
Þegar ég kom inn í fjölskylduna er
amma Gunna orðin ekkja. Gísli, faðir
Stellu, lést fyrir aldur fram, rúmlega
fimmtugur að aldri. Stella og Benni,
BeSte, hafa alltaf verið órjúfanlegt
hugtak, gert allt saman, súrt og
sætt. Þau bjuggu í Bakkagerðinu
alla sína hjúskapartíð utan eins árs
þegar þau, ásamt Gísla, bjuggu í
Þýskalandi. Fyrir þá utanlandsferð
var heimilishundurinn Bella aflífað-
ur, Bella, skemmtilegt samkrull
nafna þeirra.
Þegar ég kynnist Stellu og Benna
ferðuðust þau vítt og breitt um land-
ið vegna vinnu Benna eða á vegum
Lions-hreyfingarinnar, spiluðu
bridge, flugu og sigldu til útlanda.
Maja systir var heimsótt til Dan-
merkur og síðar til Spánar – en
heima í Bakkagerði var þó alltaf best
að vera. Stella var alltaf mjög heima-
kær og jókst það með árunum.
Heima er best.
Stella og Benni í fallega húsinu
sínu í Bakkagerði – Stella í eldhúsinu
að syngja og raula við undirleik
Benna sem situr við píanóið niðri í
stofu, spilar Fúsa, Jón Múla, gamla
slagara eða fallegt lag sem hann er
nýbúinn að heyra. Það er mjög góð
stemning og gjarnan kaka í ofninum.
Allt hreint og pússað. Allt á sínum
stað í litla húsinu, skondin skot og
lúmsk kímnigáfa, málin rædd. Við
komin í heimsókn með krakkana.
Garðurinn til fyrirmyndar enda
hafði hún mjög gaman að vera í garð-
inum og hefur garðurinn þeirra
Benna alltaf verið augnayndi. Fugl-
unum gefið á veturna og var fugla-
mergðin oft mikil í garðinum þess
vegna.
Stella átti við mjög erfið veikindi
að stríða síðastliðin þrjú ár.
Rúmlega eitt ár dvaldist hún á
Grund, á Frúargangi. Þar andaðist
hún í faðmi fjölskyldunnar og við
fuglasöng á glugga. Henni leið eins
vel þar og hægt var miðað við hennar
veikindi. Henni var hjúkrað af mikilli
alúð og nærgætni og vil ég þakka
starfsfólki á Grund sérstaklega fyrir
elskulegheitin, þolinmæðina og hlýju
við hana og okkur fjölskylduna. Ég
kveð elskulega tengdamóður mína
með söknuði og þakka fyrir sam-
fylgdina. Þakka allt sem hún gaf
mér. Stella var orðin þreytt og hvíld-
inni fegin.
Eva María.
Amma Stella og afi Benni, Bakka-
gerði.
Þetta er okkar æska, þessi orð eru
samtvinnuð okkar lífi og vekja upp
ljúfar minningar. Í eldhúsinu er
amma að spjalla við okkur, hnyttin
tilsvör, málin rædd og ekki legið á
skoðunum. Í stofunni situr afi og
spilar á píanóið, einn eða fjórhent
með okkur. Úti í garði er rabarbari
nagaður eða spilaður fótbolti við
pabba og eftir sveskjugrautinn er
keppni um hver er með flesta steina.
Við pössum okkur að detta ekki í
tröppunni og borðum ótæpilega mik-
ið af ís. Við erum víst orðin fullorðin
en amma manns er alltaf amma
manns og góðu stundirnar verða
manni kærari með árunum. Það var
alltaf gott að koma til ömmu og afa í
Bakkagerði, ein, með mömmu og
pabba eða hin síðari ár með okkar
börnum.
Við kveðjum ömmu Stellu með
þakklæti fyrir alla velvild, umhyggju
og ástúð í garð okkar og barna okk-
ar.
Við munum hana alltaf og munum
henni aldrei gleyma. Í huga okkar á
hún nú heima.
„We’ll meet again,
don’t know where,
don’t know when,
but I know we’ll meet again
some sunny day.“
Davíð og María.
Fríða Gísladóttir Stúfur, Stubbur,
Kertasníkir og Spila-
gægir efstir hjá BK
Síðasta spilakvöld ársins hjá
Bridsfélagi Kópavogs var jólatví-
menningur í léttum anda.
Röð efstu para í AV:
Stúfur – Stubbur 220
Freyja Sveinsd. – Sigríður Möller 185
Georg Sverriss. – Ragnar Jónsson 183
Brynjar Bragason – Örn Eyjólfss. 179
NS.
Kertasníkir – Spilagægir 220
Gísli Tryggvason – Leifur Kristjánss. 184
Elín Jóhannsd. – Hertha Þorsteinsd. 179
Jón St. Ingólfss. – Þorsteinn Berg 175
Jólasveinarnir létu sig hverfa
strax að lokinni spilamennsku, enda
annríkt hjá þeim um þessar mundir,
en þrjú hæstu pörin á eftir þeim
fengu glaðning sem K. Karlsson
heildverzlun gaf.
Þeir rauðklæddu minna á aðra
jólasveina, þá Steina Berg og Jenna,
sem létu sig líka hverfa eftir að hafa
unnið Bergplasttvímenninginn í
haust og eftirlétu næstu pörum verð-
launaféð, sem þeir gáfu sjálfir.
Spilamennska hefst að nýju eftir
áramót hinn 4. janúar.
Við í BK óskum öllum bridsurum
landsins gleðilegra jóla og farsæls
komandi spilaárs, ekki sízt umsjón-
armanni Bridsþáttar Morgunblaðs-
ins, sem við jafnframt þökkum fyrir
gott samstarf á árinu.
Frá Hreppamönnum
Hausttvímenningi 2006 lauk í síð-
ustu viku og er hægt að segja að
sannarlega hafi verið hart barist og
ekki séð fyrir um úrslit fyrr en í síð-
asta spili. Það fór svo að lokum að
Margrét hótelstjóri og Bjarni, fyrr-
verandi skólastjóri, stóðu uppi sem
sigurvegarar.
Efstu pör urðu þessi.
Margrét Runólfsd. – Bjarni H. Ansnes 479
Viðar Gunngeirss. – Gunnar Marteinss. 479
Ingibj. Steindórsd. – Loftur Þorsteinss. 467
Magnús Gunnlss. – Pétur Skarphéðinss. 462
Guðni Þór Guðmss. – Helgi Guðmss. 459
Karl Gunnlss. – Jóhannes Sigmundsson 453
Næsta keppni er topp sextán en
síðan verður tekið til við tvenndar-
keppni eftir áramót.
Bridsdeild FEB í Reykjavík
Tvímenningskeppni spiluð í Ás-
garði, Stangarhyl, fimmtud. 14.12.
Spilað var á 15 borðum. Meðalskor
312 stig.
Árangur N-S
Gísli Víglundss. – Oliver Kristóferss. 369
Sigurður Pálss. – Eysteinn Einarsson 366
Bragi Björnss. – Albert Þorsteinsson 348
Árangur A-V
Björn E. Péturss. – Gísli Hafliðason 385
Oddur Jónss. – Katarínus Jónsson 381
Halla Ólafsd. – Hilmar Valdimarsson 366
Næsti spiladagur hjá bridsdeild
FEB verður fimmtud. 4. jan. 2007.
Frá eldri borgurum
í Hafnarfirði
Föstudaginn 15. des. var spilað á
12 borðum. Meðalskor var 216.
Úrslit urðu þessi í N/S
Sæmundur Björnss. – Albert Þorsteinss. 245
Rafn Kristjánss. – Oliver Kristóferss. 240
Ragnar Björnss. – Gísli Víglundsson 239
Magnús Oddss. – Magnús Halldórsson 235
A/V
Knútur Björnsson – Elín Björnsd. 258
Bragi V. Björnss. – Guðrún Gestsd. 250
Hera Guðjónsd.– Þorvaldur Þorgrímss. 231
Björn Björnss. – Haukur Guðmundss. 227
Verðlaunaafhending fyrir stiga-
keppnina fer fram miðvikudaginn 20.
desember.
BRIDS
Umsjón Arnór G.
Ragnarsson| norir@mbl.is
Skólavörðustíg 21, Reykjavík
sími 551 4050
Glæsileg
brúðarrúmföt
í úrvali