Morgunblaðið - 19.12.2006, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 19.12.2006, Blaðsíða 20
20 ÞRIÐJUDAGUR 19. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson „Sletta“ Máttlausum höndum er slengt til ótt og títt þessi dægrin. Eftir Skapta Hallgrímsson skapti@mbl.is UPPÁTÆKI barna og unglinga eru margskonar; sumt kemst í tísku tímabundið en annað festir sig í sessi. Nú virðist í gangi á Akureyri „æði“ sem felst í því að „sletta hendi“ eins og það er kallað. Þykir flott, en er ekki mjög sniðugt að mati hjúkr- unarfræðings eins grunnskólans, sem varar við uppátækinu. Svo rammt kveður að í sumum tilfellum, að fingur fara úr liði án þess að krakkar geri sér grein fyrir því hvað er á seyði. Máttlausri hönd er sveiflað; Katr- ín Friðriksdóttir hjúkrunarfræðing- ur í Brekkuskóla lýsir uppátækinu þannig: „þau slengja henni eins og þau væru að slá úr klút. Við þetta heyrast smellir“. Katrín segir að í haust hafi borið á því að nemendur kvörtuðu við hana vegna liðverkja, en hún ekki áttað sig á því hvers kyns var fyrr en kennari við skólann sagði henni frá því hvernig krakkar slengdu hend- inni í tíma og ótíma, því ekki sögðu þau henni frá því og hafa líklega ekki tengt verkina við „slettuna“. Enda virki athæfið saklaust við fyrstu sýn. Enginn virðist vita hvaðan þetta uppátæki er ættað. Barn sem Morg- unblaðið spurði í gær hafði heyrt að „einhver frægur karl“ hefði gert þetta fyrst! Katrín segir þetta hafa byrjað í unglingadeildum í haust en hún viti að krakkar allt niður í 3. bekk séu komin með áverka á liði í höndum og úlnliðum. „Liðböndin slakna og bólgubreytingar verða í liðum. Börn- in verða laus í liðunum. Þegar svo er komið dunda þau við að toga sig úr liði og smella til baka,“ segir hún. „Afleiðingarnar eru alvarlegar þegar til lengri tíma er litið. Hæfni handar verður takmörkuð. Afl hand- ar minnkar og kalk sest síðar meir í liðina sem afleiðing af stöðugum bólgubreytingum.“ Vegna þess hefur hún viljað vekja athygli foreldra á uppátækinu og sendi þeim bréf. Starfssystir Katr- ínar í a.m.k. einum öðrum grunn- skóla bæjarins hefur nú einnig sent foreldrum það bréf. Katrín segir að þegar hendi sé slengt svona til mjög oft slakni á liðböndum, hún hafi séð krakka sem geti snúið allavega upp á fingurna og það þyki flott, að sögn. Þá smellur í liðunum og dæmi eru um að fingur fari úr liði án þess að krakkar geri sér í raun grein fyrir því. Fingurinn verði að vísu ein- kennilegur en með því að ýta á ákveðinn punkt fari hann aftur á sinn stað. „Sletta hendi“ þannig að fingur fara jafnvel úr liði Í HNOTSKURN »Nú virðist í gangi á Akur-eyri „æði“ sem felst í því að „sletta hendi“ eins og það er kallað. Þykir flott, en er ekki mjög sniðugt að mati hjúkrunarfræðings. » „Börnin verða laus í lið-unum. Þegar svo er komið dunda þau við að toga sig úr liði og smella til baka.“ Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson SEX verkalýðsfélög í Eyjafirði af- hentu á dögunum Mæðrastyrks- nefnd Akureyrar styrk að upphæð 965.000 kr. Björg Hansen Jóns- dóttir veitti styrknum viðtöku fyrir hönd Mæðrastyrksnefndarinnar. Í ávarpi við athöfnina lýsti Guð- mundur Ómar Guðmundsson, for- maður Félags byggingamanna Eyjafirði, þakklæti fyrir hönd fé- laganna sex fyrir þá gæfu að eiga að þær elskulegu konur sem í Mæðrastyrksnefndinni starfa og eru tilbúnar að leggja mikla vinnu af mörkum til þess að rétta hjálp- arhönd þeim sem á þurfa að halda til þess að geta búið sér og sínum gleðilega jólahátíð. Fyrsti úthlutunardagur nefnd- arinnar að þessu sinni var síðasti föstudagur. Björg Hansen segir að mikið hafi verið að gera hjá nefnd- inni og þörfin væri „mikil, of mikil“. Rétt er að vekja athygli á því að Mæðrastyrksnefnd Akureyrar að- stoðar fólk um allan Eyjafjörð og starfar allan ársins hring þótt mestu annirnar séu nú eins og jafn- an áður í kringum jólahátíðina. Þó svo að auglýstur sé ákveðinn tími til umsókna vegna aðstoðar fyrir jólin munu konurnar í Mæðrastyrks- nefndinni ekki neita fólki sem á að- stoð þarf að halda og hefur sam- band eftir auglýstan tíma. Félögin sem færðu nefndinni styrk í dag voru Eining-Iðja, Félag byggingamanna Eyjafirði, Félag málmiðnaðarmanna Akureyri, Fé- lag verslunar- og skrifstofufólks Akureyri og nágrennis, Sjómanna- félag Eyjafjarðar og Verkstjóra- félag Akureyrar og nágrennis. Myndin var tekin við afhend- inguna. Frá vinstri: Björn Snæ- björnsson, Konráð Alfreðsson, Há- kon Hákonarson, Björg Hansen, Guðmundur Ómar Guðmundsson og Úlfhildur Rögnvaldsdóttir. Eggert Jónsson, formaður Verk- stjórafélags Akureyrar, gat ekki verið viðstaddur afhendinguna. Milljón til Mæðra- styrksnefndar AUSTURLAND Seyðisfjörður | Annálar Fram- sóknarflokksins greina frá því að stofnskrá flokksins hafi verið undirrituð 16. desember 1916, en áður verið haldnir fundir á Austur- landi og Suðurlandi þar sem stofn- un flokksins var undirbúin. Framsóknarfélagið á Seyðisfirði sendi Morgunblaðinu eftirfarandi frásögn í tilefni af 90 ára afmæli Framsóknarflokksins. „Sagan segir að seint í nóvem- bermánuði 1916 gerðist það að all- margir þingmenn, sem voru á leið til þings, urðu að bíða nokkra daga vegna veðurs á Seyðisfirði eftir skipsferð. Fimm þessara þing- manna komu sér saman um að mynda nýjan þingflokk. Voru það þeir Sigurður Jónsson á Ystafelli, Sveinn Ólafsson í Firði, Jón Jóns- son á Hvanná, Þorsteinn M. Jóns- son og Einar Árnason á Eyrar- landi. Héldu þeir nokkra fundi á Seyðisfirði og ákváðu að stofna nýjan þingflokk. Þegar fimmmenningarnir, sem bundist höfðu samtökum á Seyðis- firði, voru stignir á land í Reykja- vík náðu þeir svo fljótt er þeir gátu samböndum við þá þingmenn sem þeim þóttu líklegastir til að ganga í þingflokk þann er þeir höfðu komið sér saman um að stofna og höfðu í raun stofnað á Seyðisfirði. Fyrsta bókaða fundargerð flokksins er frá 16. desember, en þann fund má með réttu lagi skoða sem framhaldsstofnfund. Flokkur- inn tók sér nafnið Framsóknar- flokkur. Með vísan í framanritað liggur fyrir að Framsóknarflokk- urinn fæddist á Seyðisfirði í nóv- embermánuði 1916. Nú þegar flokkurinn okkar er 90 ára þykir okkur rétt að minna á þessa stað- reynd um leið og við óskum honum til hamingju með tímamótin og þökkum honum fyrir dygga og trausta þjónustu fyrir íslenska þjóð í áraraðir. Megi heill og ham- ingja fylgja flokknum okkar og framsóknarmönnum um land allt í framtíðinni. Seyðisfirði 16. desember 2006.“ Undir þetta rita þau Þorvaldur Jóhannsson, Jónas Hallgrímsson, Jóhann Hansson, Þórdís Bergs- dóttir, Sigurður Jónsson, Vilhjálm- ur Jónsson, Sigurður Ormar Sig- urðsson, Ingibjörg Svanbergs- dóttir, Sigurður Eyjólfsson, Vil- hjálmur Hjálmarsson, Páll Vil- hjálmsson, Jóhann Jónsson, Sigríður Stefánsdóttir og Friðrik Aðalbergsson. Ályktað um mikilvægasta samgöngumálefnið Þá gera forystumenn flokksins á Seyðisfirði svofellda ályktun: „Framsóknarfélag Seyðisfjarð- ar skorar hér með á bæjarstjórn Seyðisfjarðar og alþingismenn kjördæmisins að taka nú upp þráð- inn að nýju varðandi jarðganga- gerð frá Eskifirði gegnum Norð- fjörð, Mjóafjörð og Seyðisfjörð til Fljótsdalshéraðs, til að skapa sam- félagslega heild á Austurlandi. Ekki verður lengur unað við þá kyrrstöðu sem ríkt hefur varðandi þetta mikilvæga verkefni. Vísað er til ótal ályktana og sam- þykkta sem gerðar hafa verið á undanförnum áratugum varðandi þetta mikilvægasta samgöngu- málefni Austurlands og landsins alls.“ Nú er því spurning hvort Fram- sókn þarf að endurrita sögu sína að hluta með tilliti til upphafsins. Fimm veðurtepptir þingmenn ákváðu að stofna nýjan þingflokk Framsóknarflokkurinn varð til á Seyðisfirði árið 1916 Morgunblaðið/Sverrir Elstur og yngst Vilhjálmur Hjálmarsson 92 ára og Guðrún Sif Gísla- dóttir 16 ára voru meðal þingfulltrúa á flokksþingi Framsóknar í haust. Í HNOTSKURN »Fimm þingmenn sem veð-urtepptir voru á Seyðisfirði í nóvember árið 1916 ákváðu að mynda nýjan þingflokk og heldur Framsóknarfélag Seyð- isfjarðar því fram að þar hafi flokkurinn því verið stofnaður. »Því hafi verið um fram-haldsstofnfund að ræða 16. desember 1916. »Framsóknarfélagið áSeyðisfirði skorar á bæjar- stjórn Seyðisfjarðar og þing- menn kjördæmisins að taka upp þráðinn varðandi jarð- gangagerð á Mið-Austurlandi. Höfn | Héraðsfréttablaðinu Eystrahorni verður dreift endurgjaldslaust inn á öll 814 heimili Austur-Skaftafellssýslu frá og með áramótum og því hætt að selja það í áskrift og lausasölu. Útgefendur blaðsins segja þessa kú- vendingu gerða til að mæta þeim breyt- ingum sem orðið hafi í fjölmiðlaheiminum undanfarin ár, með auknu framboði á hverskonar ókeypis efni. Einnig sé verið að svara kalli auglýsenda um aukna dreif- ingu blaðsins, en Íslandspóstur mun sjá um hana. Ekki er gert ráð fyrir breytingum á út- liti eða efnistökum blaðsins. Það verður aðgengilegt á Netinu áfram. Eystrahorn kom fyrst út árið 1983. Eystrahorni dreift frítt á nýju ári Höfn | Í tilefni 60 ára afmælis Skinneyjar- Þinganess hf. hefur fé- lagið áhuga á að koma að byggingu knatt- spyrnuhúss á Höfn með a.m.k. 60 milljóna króna framlagi. Á laugardag afhenti Gunnar Ásgeirs- son, stjórnarformaður Skinneyjar-Þinganess hf., Árna Rúnari Þor- valdssyni, forseta bæjarstjórnar, bréf þar að lútandi. Í bréfinu kemur fram að stjórn félagsins hafi rætt um að í tilefni afmælisins væri við hæfi að leggja fjármuni til uppbygg- ingar mannvirkja sem efldu samfélagið. Rætt hefur verið í kjölfar þessa um að Sveitarfélagið Hornafjörður og Skinney- Þinganes taki nú höndum saman og byggi knattspyrnuhús í líkingu við það sem reist var við Kaplakrika í Hafnarfirði, m.a. til afnota fyrir knattspyrnufélag bæjarins. Vilja gefa a.m.k. 60 milljónir í knattspyrnuhús Íshokkí Á Óslands- tjörninni við Höfn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.