Morgunblaðið - 19.12.2006, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 19.12.2006, Blaðsíða 35
íhugunar fyrir stétt endurskoð- enda ef afstaða þeirra á að mót- ast af fjárhagslegu stöðu þeirra fremur en sannfæringunni um rétt og rangt. Verður hver end- urskoðandi að skoða fyrir sig hvort fjárhagslegir hagsmunir skuli ráða för fremur en réttar- farslegir hagsmunir sakborn- inga.  Ríkislögreglustjórinn hefur vísað allri gagnrýni á bug og klúður málsins er kennt sér- fræðingum sem jafnvel þiggja þóknun fyrir að verja sakborn- inga, dómendum við undir- og yfirrétt og alla aðra en starfs- menn ríkislögreglustjóraemb- ættisins. Hvergi er að finna gagnrýni á þá þrjá endurskoð- endur, sem lögðu „mat“ á störf Gunnars og lögðu þar með grunninn að sakarefnum sem Gunnar er saklaus af. Fullyrð- ingar eða dylgjur um annað eru rógburður enda er hver maður saklaus þar til sekt er sönnuð.  Þeir endurskoðendur sem ekki vildu koma að málinu í nýrri rannsókn liggja hins vegar undir ámæli um yfirhylmingu.  Það sætir furðu hve fús for- maður FLE er að taka á sig og félagsmenn FLE sök á því klúðri sem einkennt hefur vinnubrögð ríkislögreglu- stjóraembættisins. Spurt er hvort fjárhagsleg afkoma hafi haft áhrif á þessi sérkennilegu viðbrögð. Eins er spurt hvort endurskoðendur séu almennt sammála formanninum um að endurskoðendur ástundi yf- irhylmingar með kollegum sín- um og geri þannig ókleift að koma lögum yfir meinta brotamenn?  Ekki má gleyma því að við lok málsins hafði sá sem dró sér fé lokið afplánun refsingar sinnar fyrir hartnær tólf mánuðum og í stefndi tvö til þrjú ár í áframhaldandi máls- rekstri. Gat það hugsast að endurskoðendur hugsuðu sig um tvisvar áður en þeir tóku þátt í frekari aðför að kollega sínum? Má vera að hugsandi mönnum þætti nóg komið?  Óvönduð vinnubrögð endur- skoðenda við frumrannsókn málsins hafa óbeint leitt til brota á mannréttinda- sáttmála Evrópu og stjórn- arskránni að mati rík- issaksóknara. Þetta ætti að vera formanni FLE áhyggju- efni og til íhugunar fremur en meint feimni félagsmanna að leggja aðförinni lið.  Endurskoðendastéttinni virðist nú skipt í lið, með og á móti ríkislögreglustjóranum, og virðist embættinu hafa tekist að höggva að rótum þess sem endurskoðendur eiga að standa fyrir. Það er út af fyrir sig afar brýn spurn- ing fyrir endurskoðendur hvort rannsókn sakamála geti farið fram í verktöku eins og nú tíðkast í miklum mæli. Ríkislögreglustjóri rassskellir endurskoðendastéttina eins og hún leggur sig og formaður félags lög- giltra endurskoðenda kyssir á vöndinn. Jón Þ. Hilmarsson endurskoðandi.“ MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. DESEMBER 2006 35 STJÓRN BSRB samþykkti í síðustu viku ályktun sem er með þeim ólíkindum, að einsdæmi hlýtur að teljast. Þar er fagnað þeirri ákvörðun utanríkisráðherra að afhenda sýslumanninum á Keflavíkurflugvelli ör- yggisgæslu sem einkafyrirtæki hafa annast án útboðs frá og með næstu ára- mótum. BSRB segir ákvörðun utanrík- isráðherra í samræmi við stefnu samtak- anna um að „ … lög- gæsla og almenn ör- yggisgæsla eigi að vera á höndum op- inberra aðila.“ Um opinbera stjórnsýslu gildi ákveðinn lagarammi til að tryggja almannahag og í sam- ræmi við það séu gerðar strangar kröfur til opinberra embættis- manna á sviði löggæslu varðandi fagmennsku, menntun og hæfni. Síðan er bent á að það sé meg- inmarkmið einkarekinna fyr- irtækja að skila hagnaði og hætt sé við að slík sjónarmið ráði för við reksturinn. Það geti í þessu tilviki haft áhrif á öryggi þeirra borgara sem um Leifsstöð fara hverju sinni. Það er með eindæmum hversu langt BSRB leyfir sér að seilast í hagsmunagæslu sinni og hversu ósvífinn tilvitnuð samþykkt, sem birt er á vefsíðu samtakanna, er. Þarna er í fyrsta lagi gengið gegn opinberri útvistunarstefnu rík- isins sem umbjóðendur samtak- anna eiga að vinna eftir og má finna á vefsíðu fjármálaráðuneyt- isins, en í henni er sú skylda lögð á herðar stjórnenda ráðuneyta, ríkisstofnana og fyrirtækja, að setja sér markmið um útvistun fyrir árslok 2006 og að kanna ætíð hvort hægt sé að kaupa hag- kvæmari og betri þjónustu á al- mennum markaði en að setja sjálf upp slíka starfsemi. Þetta á jafnt við þjónustu í þágu eigin rekstr- ar eða þjónustu sem veitt er al- menningi og fyrirtækjum. Þarna er stjórn BSRB því með stefnu sem er algjörlega öndverð stefnu íslenska ríkisins, sem hlýtur að teljast umhugsunarefni. Varðandi þá aðdróttun sem felst í sam- þykktinni um að fag- mennska, menntun og hæfni opinberra starfsmanna sé meiri en starfs- manna í einkafyr- irtækjunum sem hafa annast skimun farþega og handfar- angurs í Leifsstöð og reyndar áður einnig annast örygg- isgæslu, þá er þetta frekleg móðgun og ósvífni. Umræddir starfsmenn hafa far- ið í gegn um sömu skimun við ráðningu og hlotið nákvæmlega sömu menntun og þjálfun eins og starfsmenn á vegum sýslumanns- ins, enda eru þeir starfsmenn ekki lögreglumenn heldur sér- stakir öryggisverðir. Þetta vita allir sem þekkja til þessara mála og það er fátítt að menn leyfi sér nánast að halda því fram að lög- un og innræti opinberra starfs- manna geri þá hæfari til ákveð- inna starfa en bræður þeirra og systur sem vinna í einkafyr- irtækjum. Síðasta atriðið í hinni einstæðu ályktun stjórnar BSRB kórónar síðan verkið. Þar í felst sú mót- sögn að hagnaðarvon einkafyr- irtækja ráði för við reksturinn og geti í umræddu tilviki haft nei- kvæð áhrif á öryggi flugfarþega í Leifsstöð. Einkafyrirtækin eru ætíð undir smásjá á samkeppn- ismarkaði og verða að sanna sig til að hljóta verkefni. Það liggur fyrir að kostnaður umræddrar þjónustu á farþega sem einkafyr- irtækin veittu hefur verið rúmum 40% lægri en sú sama þjónusta sem sýslumaður veitti kostaði. Í þessu tilviki var þess vænst að umrædd þjónusta væri boðin út í samræmi við útvistunarstefnu rík- isins og til þess að afla bestrar þjónustu fyrir hagkvæmasta verð. Þar sem stjórn BSRB virðist ekki þekkja til útboðsmála og eft- irfylgni þá má upplýsa að í útboðs- skilmálum er það verk skilgreint sem bjóða skal í og gerð grein fyr- ir mælanlegum árangri og eftirliti með því að sá árangur náist. Þrír úttektaraðilar, innlendir og alþjóð- legir, hafa við úttekt á störfum einkafyrirtækjanna, sem hafa ann- ast öryggisgæslu í Leifsstöð, veitt þeim bestu einkunn og betri ein- kunn en starfsmönnum sýslu- manns. Þetta svarar líka aðdrótt- unum stjórnar BSRB um hæfi starfsmanna einkafyrirtækjanna. SVÞ hafa krafið utanrík- isráðherra um skýringar á því að umrædd verkefni voru ekki boðin út heldur afhent sýslumanni frá næstu áramótum. Þetta er and- stætt útvistunarstefnu ríkisins, óhagsýni í ríkisrekstri og slæm framkoma við fyrirtæki sem hafa skilað góðu verki. SVÞ hljóta líka, fyrir hönd þeirra starfsmanna og fyrirtækja sem hafa annast örygg- isgæsluna í Leifsstöð og alls al- mennings, að krefja BSRB um af- sökunarbeiðni og minna enn og aftur á að útvistunarstefna ríkisins er sú stefna sem vinna á eftir – ekki stefna BSRB. Að lokum þetta: Einkafyrirtæki annast ör- yggisgæslu á flestum flugvöllum í Evrópu og nær öllum sem flogið er til frá Íslandi. Það segir sína sögu, ekki satt? Ósvífin hagsmuna- gæsla BSRB Sigurður Jónsson skrifar um öryggisgæslu í Leifsstöð » Þetta er andstætt út-vistunarstefnu rík- isins, óhagsýni í rík- isrekstri og slæm framkoma við fyrirtæki sem hafa skilað góðu verki. Sigurður Jónsson Höfundur er framkvæmdastjóri SVÞ-Samtaka verslunar og þjónustu HAUKUR Þorvalds- son, áhugamaður um bættan hag krabba- meinssjúkra, fjallar í Morgunblaðinu 18.12. sl. um grein mína „Um þjónustumiðstöð, brjóstakrabbamein og brjóstakrabbameins- leit“ er birtist í sama blaði 11.12. sl. Af skrif- um Hauks er greinilegt að hann hefur litla þekkingu á forvarn- arstarfi og blandar því saman við meðferð krabbameinssjúkra, sem eru tveir ólíkir og aðskildir hlutir. Þetta er ekki fyrsta grein Hauks um starf- semi Krabbameins- félagsins (KÍ) og Land- spítala – háskólasjúkrahúss (LSH). Upphaf skrifa hans tengdist gjaldtöku LSH af krabbameins- sjúkum en þar sem hann taldi sig ekki fá nægan stuðning frá KÍ hafa greinar hans síðan beinst gegn KÍ. Skrif Hauks um leit- arstarf KÍ hafa einkennst af vanþekk- ingu og rangfærslum og hefur lítt gagnast að svara hon- um þar sem slíkt hefur ætíð leitt til fleiri greina með sömu rangfærslum og áður. Haukur minnir mig á atvik er ég upplifði í New York fyrir fáum árum. Ég var þar staddur á veitingastað ásamt fleirum, er við sáum allt í einu að mús skaust yfir gólfið og á milli borða. Okkur brá vitanlega og kölluðum á þjóninn, sem sýndi lítil svipbrigði, en sagði ró- lega „this is a free co- untry“. Það er eins með Hauk, við búum í frjálsu landi og verðum að sætta okkur við að sumir fara afar frjáls- lega með staðreyndir mála. Að lokum óska ég Hauki gleðilegra jóla og góðra áramóta og vona að hann vanmeti það ekki þótt ég láti það vera að svara fleiri greinum frá hans hendi um starfsemi Leit- arstöðvar KÍ. Vegna greinar Hauks Þorvaldssonar Kristján Sigurðsson gerir athugasemd við grein Hauks Þorvaldssonar Kristján Sigurðsson » Skrif Hauksum leit- arstarf KÍ hafa einkennst af vanþekkingu og rangfærslum og hefur lítt gagnast að svara honum þar sem slíkt hefur ætíð leitt til fleiri greina með sömu rang- færslum … Höfundur er doktor í krabbameins- lækningum og lýðheilsu og er sviðs- stjóri leitarsviðs Krabbameinsfélags- ins. Sagt var: Þá væri fulldjúpt í árina tekið. RÉTT VÆRI: Þá væri fulldjúpt tekið í árinni. (Þarna er í ekki forsetning, heldur atviksorð: Árinni væri tekið full- djúpt í.) Gætum tungunnar ókeypis smáauglýsingar mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.