Morgunblaðið - 19.12.2006, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 19.12.2006, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. DESEMBER 2006 49 menning Hver var P.L. Travers? Auð-velda svarið við þeirrispurningu er að hún sé höf- undur Mary Poppins. Í nýlegri ævi- sögu um Travers kemur hinsvegar ýmislegt meira forvitnilegt í ljós um hinn ástralska rithöfund, sem fékkst bæði við leiklist, skáld- sögugerð, ljóðasmíð og áróðursgerð á 96 ára ævi sinni, svo fátt eitt sé nefnt. Einnig er þar fjallað um stormasöm samskipti hennar við Walt Disney sem þó leiddu af sér eina frægustu Disney-mynd allra tíma. Ævisagan nefnist Mary Poppins, She Wrote og er rituð af Valerie Lawson.    Pamela Lyndon Travers fæddistHelen Lyndon Goff í Maryboro- ugh í Queensland í Ástralíu árið 1899. Hún fluttist til Englands árið 1924 og markmiðið var sett á skrift- ir. Breytingin á nafni Travers kom í kjölfarið en henni þótti mikilvægt að ekki nafnið kæmi ekki upp um að hún væri kona. Reyndar er haft eft- ir Travers að það hafi verið von hennar að lesendur settu það ekki fyrir sig hver skrifaði bækur henn- ar, „karl, kona eða kengúra.“    Lawson ferðaðist víða við heim-ildaöflun fyrir ævisöguna. Ferðalagið, sem tók fjögur ár, hófst í Nýju Mexíkó þar sem Travers bjó um skeið. Þá lá leiðin til Wash- ington, þar sem Travers átti fund með Roosevelt Bandaríkjaforseta í síðari heimsstyrjöldinni, en hún vann um skeið á áróðursskrifstofu Bandaríkjastjórnar.    Fyrsta bókin um Mary Poppinskom út árið 1934 og sló sam- stundis í gegn. Bækurnar um barn- fóstruna fljúgandi urðu samtals 11 og komu út á löngu tímabili, sú fyrsta 1934 og sú síðasta árið 1988. Tíu árum eftir að fyrstu bæk- urnar komu út vöktu þær athygli Walt nokkurs Disney, sem fann eina bókanna á náttborði dóttur sinnar og hafði samstundis samband við út- gefanda bókanna með áform um að koma barnfóstrunni fljúgandi upp á hvíta tjaldið. Travers var þó einkar lítið spennt fyrir áformum Disney, sem þurfti að ganga á eftir henni allt til ársins 1960, þegar hún gaf loks leyfi til að kvikmynda söguna. Mary Poppins var svo frumsýnd árið 1964.    Nokkuð er fjallað um heldurstormasamt samband þeirra Travers og Disney í ævisögunni. Disney var farið að lengja svo mikið eftir kvikmyndaréttinum að sög- unum um Mary Poppins að hann féllst á að gefa Travers leyfi til að fylgjast með upptökum og segja sína skoðun á því sem fram fór. Travers mætti að sögn tvisvar á tökustað og leist hreint ekki vel á það sem fram fór, svo illa meira að segja að Disney treysti sér ekki til að hitta hana í heimsóknum hennar og sagðist „ekki þola alla þessa nei- kvæðni.“ Fram kemur í ævisögunni að Tra- vers hafi haft allt á hornum sér á meðan á gerð Mary Poppins stóð, og henni fannst starfsmenn hjá Disney fara heldur frjálslega með sögurnar sínar.    Travers samþykkti Julie And-rews í hlutverk barnfóstrunnar en fannst ekki mikið koma til Dick Van Dyke, sem fór með hlutverk sótarans Berts. Andrews hlaut með- al annars Óskarsverðlaun, Golden Globe og Bafta-verðlaun fyrir hlut- verk sitt í myndinni á meðan Van Dyke hefur nokkrum sinnum síðan verið sæmdur þeim vafasama heiðri að þykja eiga versta breska hreim- inn í kvikmyndasögunni. Þrátt fyrir allt mætti Travers á frumsýningu myndarinnar og sagði við Disney að hún væri „svosem ágæt“.    Það þarf vart að taka það fram að bækur Travers hófu að seljast sem aldrei fyrr í kjölfar myndarinnar og fyrstu sex sögurnar eru enn prent- aðar víða um heim. P.L. Travers lést árið 1996, 96 ára að aldri. Mary Poppins og baráttan við Disney Úr Mary Poppins „Julie Andrews hlaut meðal annars Óskarsverðlaun fyrir hlutverk sitt í myndinni á meðan Dick Van Dyke hefur [...] verið sæmdur þeim vafasama heiðri að þykja eiga versta breska hreiminn í kvikmyndasögunni.“ AF LISTUM Birta Björnsdóttir »Reyndar er haft eftirTravers að það hafi verið von hennar að les- endur settu það ekki fyrir sig hver skrifaði bækur hennar, „karl, kona eða kengúra.“ birta@mbl.is gæti tengst jafnri hrynjandi þegar hljómar eru brotnir, en mörg lag- anna byggja á brotnum hljómum. Endurtekningin leikur einnig mik- ilvægt hlutverk; sama hljómnum er oft haldið í marga takta svo að maður tekur andköf þegar breyting verður, hversu smávægileg sem hún kann að vera. Þrátt fyrir það eru flest lögin innan við fjórar mínútur og í raun mjög þægileg áheyrnar, hvorki þung né langdregin. Galdurinn býr í því að lögin eru einhvernveginn stærri en maður sjálfur, hugurinn víkkar út í hið óendanlega þegar maður lygnir aug- unum aftur og hljómsveit Skúla sér um að skreyta tómarúmið með alls- kyns hljóðum. Skúli sjálfur er bassa- leikari að nafninu til en á Seríu leikur hann á gítar, bassa, dobro, orgel og slide-gítar og nýtur fulltingis fjölda flytjenda sem syngja, spila á strengi, klarínettur, og allskyns annað dót. Upptakan er eins og í þoku, hljóm- urinn er hvorki neitt gríðarlega nærri manni né í fjarska, heldur er SKÚLI Sverrisson hefur alið mann- inn í New York síðastliðin ár en heiðrað Íslendinga með spila- mennsku sinni á tónleikum Til- raunaeldhússins og Blonde Red- head svo dæmi séu tekin. Nafn hans er oftar en ekki tengt jaðardjasssen- unni og það er líkast til þess vegna sem Sería er merkt sem „jazz“ í Gracenote gagnagrunninum á Net- inu. Sá sem hefur hins vegar hlustað á Seríu veit að platan á lítið skylt við þá stefnu. Sería er einhver óvenjulegasta plata sem undirritaður hefur heyrt á þessu ári. Það er ekki vegna þess að hún er svo skrítin eða tormelt, heldur vegna þess að mér dettur hreinlega ekkert í hug sem líkist þessari músík í fljótu bragði, og þó er tónlistin ekki beinlínis framandleg. Barokktónlist skýtur upp í hugann án þess að ég geti beinlínis fært rök fyrir því; það hann dulúðugur og hlýr. Ef ég á velja eitthvað úr, þá þykja mér „Binding Garden,“ „Summer Star Water“ og „Nineteen Centuries“ einna best, en platan er mjög jöfn að gæðum út í gegn. Ólöf Arnalds syngur í þrem laganna og gerir það ótrúlega vel, maður spyr sig hvers vegna hún hafi ekki verið meira áberandi sem söng- kona hingað til, en mér skilst að hún vinni að eigin plötu um þessar mund- ir. Ég veit að þessi dómur er upp- fullur af skrítnum lýsingarorðum sem virka kannski ekki alveg á tón- list, en hvernig lýsir maður plötu sem sækir að öllum skynfærunum og hljómar í raun og veru eins og mynd- list? Það er kannski ekki barokk- tónlist sem sækir á mig eftir allt sam- an, heldur dulúðin sem býr í myndlist Caravaggios. Hér, eins og þar, gerist eitthvað magnað á skilunum milli ljóss og skugga sem er erfitt að orða en stórfenglegt að upplifa. Sótt að skynfærunum TÓNLIST Geisladiskur Öll lög eru eftir Skúla Sverrisson, hann nýtur aðstoðar Amedeo Pace í „Seríu.“ Textar eru eftir Ólöfu Arnalds, nema text- inn við „One Night of Swords“ sem er eft- ir Laurie Anderson og byggður á Borges. Flytjendur eru Skúli Sverrisson, Hilmar Jensson, Jóhann Jóhannsson, Hildur Guðnadóttir, Ólöf Arnalds, Anthony Burr, Amedeo Pace, Eyvind Kang, Laurie And- erson, Peter Scherer og Ted Reichman. Skúli Sverrisson og Anthony Burr tóku upp, en Gunnar Tynes tók upp „Seríu“ og „Sungið ég gæti“ og Orri Jónsson tók up „Vaktir þú.“ Anthony Burr hljóðblandaði og Doug Henderson hljómjafnaði. karls- sonwilker inc. hannaði umslag. 12 tónar gefa út. 13 lög, 55:32. Skúli Sverrisson – Sería  Atli Bollason MYNDDISKUR Bubba Morthens, 06.06.06, fór yfir 5.000 eintaka markið í síðustu viku og er nú orð- inn langsöluhæsti tónlistarmynd- diskur sem komið hefur út á Ís- landi. Samkvæmt fréttatilkynningu sem barst frá Senu segir að ef fram haldi sem horfi, sé ekki ólíklegt að Bubbi rjúfi 10.000 eintaka múrinn. Samhliða mynddiska-útgáfunni kom út geislaplata sem inniheldur sömu tónleika en örlítið annað lagaval. Ekki er árangurinn af verri endanum þar, því sú plata nálgast 5.000 eintaka sölu sem kemur henni í hóp rúmlega 30 platna Bubba í gegnum tíðina sem hafa náð þeim árangri. Enginn íslenskur tónlist- amaður hefur náð þessum ár- angri. Á Þorláks- messu verður Bubbi með sína árlegu tónleika á NASA og verða þeir sendir beint út á Bylgjunni. Annan í jólum eru svo aftur tónleikar með Bubba á NASA. Allar nánari upplýsingar er að finna á www.nasa.is og www.prime.is. Bubbi slær Íslandsmet Bubbi Morthens Nóatúni 4 · Sími 520 3000 www.sminor.is Ryksugur frá Siemens í 100 ár Afmælisryksugan Ryksuga VS 08G2422 Mjög öflug: 2400 W. Jólaverð: 26.900 kr. stgr. Ryksuga VS 01E1800 Létt og lipur. 1800 W. Jólaverð: 8.900 kr. stgr. A T A R N A / S T ÍN A M . / F ÍT
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.