Morgunblaðið - 19.12.2006, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 19.12.2006, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. DESEMBER 2006 11 KERTALJÓS 4 teg. Einstök vinargjöf, fyrir allan aldur. Verð aðeins kr. 1.650.- KRINGLUNNI FALLEG www.tk.is JÓLAGJÖF gæða postulín ÚTSALA - ÚTSALA Jólagjöfina færðu hjá okkur með 40-80% afslætti Opnunartími fyrir jól Virka daga frá kl. 10.00-18.00 Laugardaga frá kl. 10.00-16.00 Lokað á Þorláksmessu Síðumúla 13 108 Reykjavík Sími 568 2870 www.friendtex.is Dæmi um verð: Áður Nú Vafin túnika 4.700 2.300 Úlpa 7.600 2.900 Kúrekastígvél 6.700 2.900 Pils 5.400 1.500 Stór skyrta 5.300 1.990 Herrabolur 3.200 1.600 Peysa 6.900 2.900 Mikið úrval af eldri fatnaði á 990 kr. Nú 2 fyrir 1 Eftir Elvu Björk Sverrisdóttur og Silju Björk Huldudóttur ENGINN þeirra tæplega 60 flug- umferðarstjóra, sem ekki hafa ráðið sig til Flugstoða ohf., nýs opinbers hlutafélags sem tekur til starfa um áramótin, nýtti sér sjötta frestinn sem þeim var veittur til þess að ráða sig til starfa hjá félaginu, en frestur- inn rann út klukkan 14 í gærdag. „Við munum bregðast við þessu á viðeigandi hátt og gera þær ráðstaf- anir sem þarf til að innanlandsflugi verði haldið áfram sem og flugi milli Íslands og annarra landa,“ segir Þorgeir Pálsson, flugmálastjóri og verðandi forstjóri Flugstoða ohf. Aðspurður hvað slíkar breytingar feli í sér segir Þorgeir ljóst að þjón- ustustigið muni breytast um ára- mótin og ekki vera jafn sveigjanlegt og það er í dag. „Það þýðir að menn fá ekki jafn sveigjanlegar flugleiðir eða flughæðir og þeir fá í dag, en að sjálfsögðu verður flugöryggið áfram tryggt,“ segir Þorgeir og tekur fram að þetta muni fela í sér einhverja óhagkvæmni fyrir flugfélög. Að sögn Þorgeirs verður unnið að því að auka þjónustustigið aftur í framtíðinni. Spurður hvort það sé hægt án þess að fjölga flugumferðarstjórum svar- ar Þorgeir því neitandi. Spurður hvort til greina komi að semja við erlenda aðila um að taka að sér flugumferðarstjórnina í ís- lenskri flughelgi segir Þorgeir að slíkt sé ekki inni í myndinni. „Okkar markmið hefur alltaf verið og er að halda þessari þjónustu hér í landi.“ Tekur hann þó fram að hugað verði að auknu samstarfi við erlenda aðila. Spurður hvort til greina komi að ráða erlenda flugumferðarstjóra til starfa hérlendis segist Þorgeir ekki geta svarað því á þessari stundu, en tekur fram að verið sé að skoða alla möguleika í þessum efnum. Loftur Jóhannsson, formaður Fé- lags íslenskra flugumferðarstjóra, segist telja þá hugmynd að færa ís- lenska flugumferðarstjórn til ná- grannaríkjanna fáránlega. Verði af slíku sé farið „gjörsamlega á svig við yfirlýstan tilgang laganna um að stofna þetta hlutafélag sem var að passa að þessir aðilar, sem þeir ætla nú að fara að semja við, fengju ekki svæðið“. Svo virðist sem menn séu fremur reiðubúnir til þess að semja við erlenda aðila en við eigið starfs- fólk. Ef til vill hafi í raun „alltaf verið stefnt að því að láta þessi stóru fyrir- tæki í kring taka við flugumferðar- stjórninni á íslenska flugstjórnar- svæðinu“. Fá stuðning að utan Loftur bendir á að veltan í ís- lenskri flugumferðarþjónustu sé sennilega um þrír milljarðar á ári, ef bæði er talið úthafssvæðið og flug- stjórnarsvæðið hér innanlands. Það sé ótrúlegt að það eigi að „henda þremur milljörðum út í hafsauga og öllu sem fylgir, öllum hliðargeir- unum sem fylgja þessari starfsemi, bara til þess að gera ekki kjara- samning við flugumferðarstjóra“, segir Loftur. Af hálfu flugumferðar- stjóra snúist málið um kjör. Það snú- ist um lífeyrisréttindi og líka um breytingar á túlkun ákveðinna at- riða í kjarasamningum, en flug- umferðarstjórar fara m.a. fram á að ákvæði í kjarasamningnum um vaktaálag, sem þeir fá ekki í dag, verði virkjað. Að sögn Lofts hafa íslenskir flug- umferðarstjórar sett sig í samband við félaga sína erlendis vegna máls- ins og segir hann að þar eigi þeir vís- an stuðning ef á þurfi að halda. Ekki inni í myndinni að færa þjónustuna úr landi Morgunblaðið/Brynjar Gauti Óleyst Enn er óljóst hvernig flugumferðarstjórn á íslenska flugstjórnarsvæðinu verður háttað eftir áramótin. Í HNOTSKURN »Um 60 flugumferðarstjórarhafa ekki ráðið sig til starfa hjá Flugstoðum, nýju opinberu hlutafélagi, sem tekur til starfa um áramót. »Að sögn verðandi forstjóraFlugstoða ohf. verður þjón- ustustiginu í íslenskri flughelgi breytt um áramótin með þeim af- leiðingum að ekki fást jafnsveigj- anlegar flugleiðir og áður. »Stefnt er að því að auka sam-starfið við erlenda aðila. Skortur á flugumferð- arstjórum til starfa hjá Flugstoðum leiðir til breytinga á þjónustu- stiginu. Að sögn flug- málastjóra er ekki inni í myndinni að færa þjón- ustuna alfarið úr landi.                                FJÖGUR til átta heimili á Kjalar- nesi urðu síma- og netsambandslaus í kjölfar umferðarslyss seint á föstu- dagskvöld. Þá missti ökumaður stjórn á bifreið sinni með þeim af- leiðingum að hún hafnaði utan vegar og á símakassa. Viðgerð Símans á símakassanum hófst í gær og var lokið um miðjan dag. Íbúi sem Morgunblaðið hafði sam- band við sagðist hafa hringt í Símann á laugardagsmorgun vegna málsins en fengið þau svör að þar væri verið að bíða og sjá hversu margir kvört- uðu. Síðdegis sama dag hringdi íbú- inn aftur og var því þá svarað að að- eins fjórir hefðu kvartað yfir símasambandsleysi og því yrði ekk- ert að gert fyrr en eftir helgi. Auk þess gæfi Síminn sér alltaf þrjá til fimm daga til slíkra viðgerða. Gröfur og vinnuflokk þurfti Eva Magnúsdóttir, upplýsinga- fulltrúi Símans, segir að á laugar- dagskvöldið hafi kvartanir farið að berast Símanum vegna málsins en samband í heimasíma hafi rofnað á 4–8 heimilum. Bilunin hafi verið þess eðlis að þurft hafi „gröfur og vinnu- flokk til þess að gera við“. Eva segir að hefði viðgerðin verið minna mál og mögulegt fyrir þann sem var á bil- anavakt á laugardagskvöldið að ljúka henni hefði strax verið gert við. Hún bætir við að þegar bilanir verði sé ástandið ávallt metið. Ekki nógu margir kvörtuðu Eftir Silju Björk Huldudóttur silja@mbl.is STARFSMENN þjónustu- og rekstrarsviðs Reykjavíkurborgar sjá ástæðu til þess að brýna fyrir eldri borgurum að hleypa ekki ætl- uðum starfsmönnum þjónustumið- stöðva borgarinnar inn í húsakynni sín nema þeir framvísi starfs- mannakorti með nafni og mynd. Að sögn Sigtryggs Jónssonar, framkvæmdastjóra þjónustumið- stöðvar Miðborgar og Hlíða, er til- efni þessa uppákoma sem varð um síðustu helgi þegar eldri kona í miðborginni varð fyrir þeirri óskemmtilegu reynslu að ókunnug- ur gestur bankaði upp á hjá henni og þóttist vera frá félagsþjónust- unni. Segir hann konunni ekki hafa orðið meint af heimsókninni, en hún hafði sjálf samband við lög- regluna í framhaldinu. Aðspurður sagðist hann ekki vita hvort búið væri að kæra atvikið. Fulltrúar koma aldrei fyrirvaralaust í heimsókn Að sögn Sigtryggs hefur þjón- ustumiðstöð Laugardals- og Háa- leitis boðið upp á svokallaðar skipulagðar heimsóknir til aldraðra frá því í haust. Þannig hefur íbúum 80 ára og eldri, sem ekki eru með þjónustu á vegum borgarinnar, bréfleiðis verið boðið upp á kynn- ingu á þjónustu Reykjavíkurborg- ar. Hafni viðkomandi ekki kynn- ingunni fær hann heimsókn frá fulltrúa þjónustumiðstöðvarinnar skömmu síðar samkvæmt sam- komulagi beggja aðila. „Okkur grunar að einhver hafi komist yfir slíkt bréf og ákveðið að misnota það með þessum hætti,“ segir Sig- tryggur og leggur áherslu á að sér- fræðingar á vegum þjónustumið- stöðvanna fari aldrei í heimsóknir til aldraðra borgarbúa fyrirvara- laust, ávallt sé haft samband áður símleiðis þar sem samið er um tímasetningu heimsóknar og nafn þess sem fari í heimsóknina gefið upp fyrirfram. „Allt okkar starfsfólk sem fer í slíkar heimsóknir er síðan með kennikort merkt Reykjavíkurborg ásamt nafni og mynd.“ Aðspurður hvort borist hafi ábendingar eða kvartanir um önnur sambærileg tilfelli segist Sigtryggur ekki hafa heyrt af því. Óvænt heimsókn Hvetja eldri borgara til þess að krefjast þess að sjá starfs- mannakort starfsmanna þjónustumiðstöðva borgarinnar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.