Morgunblaðið - 19.12.2006, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 19.12.2006, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. DESEMBER 2006 17 ÞÆTTIRNIR eru hlýir og skemmtilegir eins og Ásgeir sjálf- ur. Og áhugaverðir, af því að frá miklu er að segja. Bókin er nær 450 bls., sem er mikið afrek af svo gömlum manni, en Ásgeir lauk skriftunum nú í júlímánuði, nær 84 ára. Umbrot bókarinnar er smekk- legt. Hana prýðir fjöldi mynda úr einkasafni Ásgeirs, sumar af fjöl- skyldunni, sumar sögulegar og sumar bráðskemmtilegar eins og af Ásgeiri við trollspilið á Júpíter sumarið 1941, ungum og spengileg- um. Í upphafskafla bókarinnar fjallar Ásgeir um uppruna sinn, foreldra og æskuár. Móðurfor- eldrar hans, Helga Bjarnadóttir og Guðmundur Viborg, áttu fjögur börn og höfðu í hyggju að reisa sér hús á Ísafirði, en úr því gat ekki orðið á harðindaárunum undir lok 19. aldar. Þau voru á öndverðum meiði hvernig við skyldi brugðist. Helga vildi til Kanada, fór þangað og vegnaði vel, en Guðmundur sat eftir heima. Þetta eru merkileg ör- lög og merkileg saga. Föðurafi Ás- geirs var séra Magnús Andrésson á Gilsbakka af Langholtsætt. Ásgeiri þykir vænt um minningu afa síns og hefur ástæðu til. Séra Magnús var alþingismaður og bar mikið traust, hann aflaði sér þekkingar í læknisfræði og þóttu lyf hans duga vel, en aldrei vildi hann þiggja greiðslu fyrir læknisverk sín. Það var náið með þeim feðgum Pétri og séra Magnúsi. Ásgeir lýsir heimili foreldra sinna á Hólavelli af alúð og þeim sem þar voru nálægir. Hér eins og víðar skýtur Ásgeir inn smásögum og athugasemdum, sem gera frásögnina lifandi og dýpka skilning lesandans á atvikum eða persónum, sem um er fjallað. Ás- geir hefur frá mörgu að segja. Hann fer ungur í sveit upp í Borg- arfjörð og lendir þar í ýmsum æv- intýrum. Hann lærir að þekkja fuglana og hina margbrotnu nátt- úru Borgarfjarðar, undur Arn- arvatnsheiðar og er með föður sín- um í sumarbústað hans við Þverá. Hann kynnist eftirminnilegum per- sónum og allt verður honum að söguefni. Og að því kemur, að hann er sendur til séra Erlends Þórð- arsonar í Odda til undirbúnings fyrir inntökupróf í Menntaskólann. Hann fór norður á síld og var há- seti hjá Tryggva Ófeigssyni á togaranum Júpíter. Stefán Hörður Grímsson skáld var með honum síðasta síldarsumarið. Það var síld- arleysisárið 1946 og hafði sú reynsla djúp áhrif á Ásgeir eða eins og hann segir: „Það var auð- vitað erfitt fyrir marga þessara manna, sem bjuggu við ómegð, að koma heim með svo létta pyngju. Svo var óvíst um atvinnu eftir ver- tíðarlokin.“ Honum fannst sú stað- reynd viðsjárverð, að síldveiðarnar voru þyngstar á metunum varðandi öflun gjaldeyris. Flest eggin voru borin í sömu körfunni. Hann varð síðar baráttumaður fyrir stóriðnaði og stóriðju og kom þar við sögu. Samband Ásgeirs við föður sinn hefur verið mjög náið. Pétur Magn- ússon var meðal þeirra, sem mest- an svip settu á íslenskt þjóðlíf á fjórða áratugnum og fram undir miðja öldina, er hann lést fyrir ald- ur fram. Ævisaga hans hefur ekki verið skráð. Úr því bætir Ásgeir með minningarþáttum sínum, sem um leið eru holl upprifjun á þeim átökum, oft hörðu, sem hér urðu á fimmta áratugnum. Pétur Magnússon og Ólafur Thors voru mjög nánir og sóttu ráð hvor til annars. Það kemur víða fram. Ásgeir lýsir því skemmtilega, þegar þeir hittust fyrsta sinni um fermingaraldur, og fer á kostum, þegar hann lýsir forystuhæfileikum Ólafs. Pétur varð alþingismaður 1930, varaformaður Sjálfstæð- isflokksins 1937 og ráðherra í ný- sköpunarstjórninni 1944 til 1947, en var ófáanlegur til að setjast í sam- steypustjórn Stefáns Jóhanns Stef- ánssonar, sem þá tók við. Hann gat ekki hugsað sér að setjast í rík- isstjórn með öðrum en Ólafi Thors, enda hafði hann efasemdir um ár- angurinn af því stjórnarsamstarfi. Óhjákvæmilegt var að leiðrétta gengi krónunnar, en verslunarfrelsi og afnám hafta væri forsenda um- bóta. Pétur var ásamt Bjarna Benediktssyni helsti ráðunautur Ólafs Thors um lögfræðilegan og pólitískan undirbúning þess, að lýð- veldi skyldi endurreist á Þingvöll- um 17. júní 1944, en Sjálfstæð- isflokkurinn hafði alla forystu um þau mál. Það er í því ljósi eftirtekt- arvert, að þessir þrír nánu sam- starfsmenn gátu ekki komið sér saman um, hver yrði fyrsti forseti lýðveldisins. Pétur kaus Svein Björnsson, Ólafur Jón Sigurðsson og Bjarni skilaði auðu. Ásgeir birt- ir minnisblað til föður síns frá Sveini Björnssyni frá því í sept- ember 1946, sem lagt skyldi fram í ríkisráði. Þar fjallar Sveinn um vald forsetans og samskipti forseta við ríkisstjórn og Alþingi. Hann slær því föstu að með stjórn- arskránni frá 1944 sé vald forseta gert nokkru minna en konungs áð- ur. Og bætir við: „Af þessu leiðir að líkur fyrir því að forseti lýðveld- isins geti haft áhrif á ákvarðanir Alþingis eru enn minni en áður var um konung, þótt áður væri þetta mjög takmörkum bundið.“ Hér er ekki rúm til að rekja efni minn- isblaðsins frekar, en Ásgeir vekur athygli á, að Sveinn virðist nú gera minni kröfur um vald forsetanum til handa en hann hafði áður gert og segir, að „þessi afstaða Sveins hefur haft raunhæft og reyndar sögulegt gildi, sem sést á því að Vigdís Finnbogadóttir virðist styðj- ast við kenningar Sveins Björns- sonar er hún hafnaði áskorunum um að staðfesta ekki lögin um Evr- ópska efnahagssvæðið (EES)“. Af allt öðrum toga var sú ákvörðun Ólafs Ragnars Grímssonar að neita að staðfesta fjölmiðlalögin vorið 2004. Hér er ekki vettvangur til að rekja þá sögu. En ég fullyrði, að Íslendingar munu aldrei þola, að það fordæmi, sem þá var gefið, verði að venju. Ásgeir leiðir líkur að því, að etv. sé enginn áratugur Íslandssögunnar atburðarríkari en sá fimmti á 20. öld. Hæst ber stofnun lýðveldis, en hann nefnir líka uppbyggingu og nýskipan at- vinnuhátta, almannatryggingar o.fl. og að síðustu fjallar hann um nauð- syn þess að gera ráðstafanir til að vernda frelsi og sjálfstæði þjóð- arinnar. Hann rekur aðdragandann að hernámi Breta í maí 1940 fram á mitt ár 1941, þegar varnarsamn- ingur var gerður við Bandaríkin, og síðan áfram að stofnun Atlants- hafsbandalagins og atburðunum við alþingishúsið 30. mars 1949. Þessa atburði setur hann í alþjóðlegt samhengi og er þessi kafli bók- arinnar hverjum manni holl lesning og áminning. Sérstaklega áhrifa- mikil er lýsing hans á atburðunum við Alþingishúsið og aðdraganda þeirra. Loft var lævi blandið og ógn Sovétríkjanna vofði yfir frjáls- um þjóðum í Evrópu. Í svo stuttri umsögn eru engin tök á að gera minningarþáttum Ásgeirs Péturs- sonar þau skil, sem verðug væru. Frá barnæsku var hann handgeng- inn öllum helstu leiðtogum Sjálf- stæðisflokksins og náinn samstarfs- maður og vinur Bjarna Benediktssonar og Geirs Hall- grímssonar og mætti nefna fleiri til sögunnar eins og Eyjólf Konráð Jónsson og Pétur Ottesen. Af þess- um sökum víkur frásögn hans að mörgum helstu deilu- og umbóta- málum á síðustu öld og varpar ljósi á persónuleika þeirra, sem þar koma við sögu. En minningarþættirnir eru líka þroskasaga Ásgeirs sjálfs sem stjórnmálamanns, embættismanns og fjölskyldumanns. Atvikin hög- uðu því svo, að hann haslaði sér völl í Vesturlandskjördæmi, þangað sem hann sótti uppruna sinn, og stóð við þá ákvörðun, þótt á hann væri sótt að færa sig til Reykjavík- ur. Þegar hann lítur til baka ber frásögnin þess vott, að hann var gæfumaður í sínu lífi. Hlýir og skemmtilegir eins og Ásgeir sjálfur Ásgeir Pétursson BÆKUR Minningaþættir Eftir Ásgeir Pétursson, Almenna bókafélagið, 2006, 448 bls. Haustlitir Halldór Blöndal Laugavegur 182 • 4. hæð • 105 Rvk Fax 533 4811 • midborg@midborg.is Sími 533 4800 Björn Þorri hdl., lögg. fast.sali, Karl Georg hrl., lögg. fast.sali, Þorlákur Ómar lögg. fastsali. Björn Þorri hdl., lögg. fast.sali Brandur Gunnarss. sölumaður Karl Georg hrl., lögg. fast.sali Bergþóra skrifstofustjóri Perla ritari Þórunn ritari Þorlákur Ómar lögg. fast.sali, sölustjóri Guðbjarni hdl., lögg. fast.sali Magnús sölumaður Víkurhvarf 2.862 fm 2ja hæða heil húseign við Víkurhvarf í Kópavogi auk millilofts. Gert er ráð fyrir að á 1. hæðinni verði verslunar- og þjónusturými og á annarri hæðinni verður skrifstofu- og lagerrými. Húsið, sem stendur í halla, er með aðkomu að framan á 1. hæðinni en aðkomu að aftan á 2. hæðinni. Húsið er steinsteypt og verður klætt að utan með álklæðningu. 8038. Víkurhvarf 7.273,7 fm heil húseign við Víkurhvarf í Kópavogi, „Hvarfahverfi“, bygging ætl- uð fyrir þjónustu og verslun. Húsið er glæsilegt, teiknað af Kristni Ragnarssyni arkitekt. Traustur byggingaraðili (ÁF-hús). Glæsilegt útsýni og mikið auglýsinga- gildi er úr húsinu. Hverfið er í mikilli uppbyggingu. Lóð er 10.500 fm. Nánari upplýsingar á skrifstofu Miðborgar. Hverfisgata 701 fm atvinnuhúsnæði á jarð- hæð með sérinngangi og inn- keyrsluhurðum. Aðkoma er bæði inn af bílastæði bakvið húsið og um sameiginlegan inngang frá Hverfisgötu. Hús- næðið getur nýst í einu lagi eða í hlutum. Milliveggir eru léttir og auðvelt að fjarlægja. Laugavegur 621,5 fm verslunarhæð sem skiptist í 361,9 fm verslunar- húsnæði og 259,6 fm lagerhús- næði í kjallara. Um er að ræða hornrými á jarðhæð með miklu auglýsingagildi og framtíðar- möguleika. 7169. Laugavegur 276,2 fm hús á þremur hæðum við Laugaveg. Eignin skiptist í tvö verslunarpláss, iðnaðar- pláss og tvær íbúðir. Eign sem býður upp á mikla möguleika. Nánari upplýsingar á skrifstofu Miðborgar. 7004. Álfabakki – Mjódd Glæsilegt 373,6 fm versl- unarrými í Mjóddinni í Reykjavík. Húsnæðið sk. í 145,5 fm lagerrými í kjallara og 228,1 fm verslunarrými. Á efri hæð er verslunarrými og skrifstofurými. Seljandi mun gera leigusamn. við kaupanda. Nán. uppl. á skrifstofu Miðborgar. 7836. Atvinnuhúsnæði - Við seljum atvinnuhúsnæði Vegna mikillar sölu á atvinnuhúsnæði vantar allar stærðir og gerðir eigna á söluskrá okkar. Sérstaklega höfum við kaupendur að öllum stærðum og gerðum atvinnuhúsnæðis í traustri leigu. Staðgreiðsla í boði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.