Morgunblaðið - 19.12.2006, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 19.12.2006, Blaðsíða 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 19. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskiptablað vidsk@mbl.is Umsjón Björn Jóhann Björns- son, bjb@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Sveinn Guðjónsson, svg@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók| Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Hulda Kristinsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Morgunblaðið í dag þriðjudagur 19. 12. 2006 íþróttir mbl.is Marta leikur sem atvinnumaður með ænska liðinu Umeå og var lykilleik- maður í landsliði Brasilíu sem vann il silfurverðlauna á ólympíuleikun- um í Aþenu árið 2004. Kristine Lilly rá Bandaríkjunum varð önnur í kjörinu en hún er 35 ára gömul og hefur leikið yfir 300 landsleiki – fleiri en nokkur annar leikmaður í knatt- pyrnusögunni. Renate Lingor frá Þýskalandi varð þriðja. „Ég vona að þessi viðurkenning verði til þess að kvennaknattspyrnan komist á hærri stall í heimalandi mínu og ég geti leikið sem atvinnu- maður með liði frá Brasilíu í nánustu ramtíð,“ sagði Marta m.a. í gær. Cannavaro er 33 ára gamall en hann sagði í gær að árið 2006 væri eitt það besta í lífi sínu. Zinedine Zidane frá Frakklandi varð annar í kjörinu og Ronaldinho frá Brasilíu og leikmaður Spánar og Evrópu- meistaraliðs Barcelona varð þriðji. Ronaldinho fékk þessa viðurkenn- ingu á undanförn- um tveimur ár- um. „Þetta er mikill heiður vegna þess að þetta hefur verið ótrúlegt keppnistímabil og afar ánægjulegt. Ég trúði því varla að nafn mitt yrði lesið upp þegar ég fékk mér sæti á milli þeirra Zi- nedine Zidane og Ronaldinho. Sam- keppnin er gríð- arlega hörð og ég er stoltur af að hafa fengið þessa viðurkenningu. Það er erfiðara fyrir varnarmenn að láta ljós sitt skína í samkeppni við leikmenn á borð við Zidane og Ronaldinho sem geta glatt áhorfendur með glæsileg- um sóknartilburðum,“ sagði Cannav- aro en hann lék með Juventus í heimalandi sínu áður en hann var seldur til Real Madrid. Roberto Car- los, varnarleikmaður Real Madrid og landsliðs Brasilíu, komst nálægt því að vera kjörinn leikmaður ársins 1995 hjá FIFA, fyrstur varnar- manna, en hann varð annar í kjörinu. Slíkt hið sama gerði ítalski landsliðs- maðurinn Paolo Maldini sem hefur leikið alla sína tíð með AC Milan í heimalandi sínu. Cannavaro braut ísinn Reuters Fögnuður Þórir Hergeirsson (til hægri) aðstoðarþjálfari norska kvennalandsliðinsins í handknattleik, fagnar Evrópumeistarattlinum ásamt Gro Hammerseng, fyrirliða, og lækninum Ola Sand. | Viðtal við Þóri á B3. MARTA frá Brasilíu og Fabio Can- navaro frá Ítalíu voru í gær kjörin em leikmenn ársins hjá Alþjóða- knattspyrnusambandinu, FIFA, en kjörinu var lýst í Zürich í Sviss. Þetta er þriðja árið í röð sem hin vítuga landsliðskona úr röðum Umeå frá Svíþjóð fær þessa við- urkenningu. Cannavaro, sem er fyrirliði heimsmeistaraliðs Ítalíu og Real Madrid á Spáni, er fyrsti varn- armaðurinn sem fær þessa við- urkenningu. Marta leikmaður ársins hjá FIFA Marta Fabio Cannavaro FORRÁÐAMENN norska knattspyrnuliðsins Lyn hrif- ust af Mývetningnum Baldri Sigurðssyni þegar hann var il reynslu hjá þeim fyrr í þessum mánuði. Torgeir Bjarmann, framkvæmdastjóri Lyn, sagði við Nettavisen í gær að félagið vildi fá hann aftur til sín eftir áramótin. Baldur, sem er 21 árs miðju- maður og uppalinn hjá Völ- ungi, hefur leikið tvö und- anfarin ár með Keflvíkingum og vakti mikla athygli með þeim síðasta sumar og þá var hann ennfremur fastamaður í 21 árs landsliði Íslands. Höfum slæma reynslu af samskiptum við Lyn „Hann stóð sig mjög vel á æfingunum með okkur. Það stóð til að hann yrði líka með okkur í þessari viku en hann þurfti að vera heima vegna skólaverkefnis. En við mun- um örugglega fá hann til okk- ar á ný eftir áramótin,“ sagði Bjarmann við Nettavisen. Rúnar V. Arnarson, for- maður knattspyrnudeildar Keflavíkur, sagði við Morg- unblaðið að þetta væru nýjar fréttir fyrir sig. „Forráða- menn Lyn hafa ekki haft neitt samband við okkur vegna Baldurs, eftir að hann fór til þeirra. Satt best að segja hlakka ég ekki til frekari við- ræðna við þá því við höfum slæma reynslu af samskiptum okkar við Lyn. Tveir leik- menn hafa farið til þeirra frá Keflavík, Stefán Gíslason og Jóhann B. Guðmundsson, og þeir reyndust erfiðir, leið- inlegir og ófagmannlegir í öll- um þeim samskiptum,“ sagði Rúnar. Baldur er samningsbund- inn Keflavík út tímabilið 2009 en hann gerði nýjan þriggja ára samning við félagið síð- asta föstudag, í stað samnings sem átti að renna út í árslok 2007. Baldur Sigurðsson Lyn-menn hrifnir af Baldri Sigurðssyni Eftir Víði Sigurðsson s@mbl.is HEIÐAR Helguson, lands- liðsframherji í knattspyrnu, skoraði fyrra mark enska úr- valsdeildarliðsins Fulham í gær í 2:1-sigri liðsins gegn Middlesbrough á Craven Cot- tage-vellinum í London. Heið- ar skoraði úr vítaspyrnu á 12. mínútu leiksins; hann notaði „vörumerki“ sitt er hann gekk rólega að boltanum og spyrnti laust en hnitmiðað neðst í hægra hornið. Mark Schwar- zer, landsliðsmarkvörður Ástrala, valdi rangt horn og var varnarlaus er boltinn rúll- aði yfir marklínuna. Banda- ríkjamaðurinn Brian McBride bætti við öðru marki heima- liðsins á 34. mínútu en Ástr- alinn Marki Viduka skoraði eina mark Boro á 74. mínútu. Þetta er þriðja mark Heiðars á leiktíðinni fyrir Fulham sem er nú í 11. sæti með 23 stig. Middlesbrough er með 17 stig í 17. sæti líkt og West Ham sem er í fallsæti. Heiðar skoraði í sigri Fulham íþróttir Sigfús og félagar í Ademar León leika um meistaradeildarsæti á Spáni >> 2 LEIKMAÐUR HJÁ DUISBURG TÍMABILIÐ HJÁ MARGRÉTI LÁRU VIÐARSDÓTTIR HEFST FYRIR ALVÖRU Í ÞÝSKALANDI Í JANÚAR >> 4 Yf ir l i t                                  ! " # $ %        &         '() * +,,,                         Í dag Sigmund 8 Daglegt líf 24/29 Staksteinar 8 Umræðan 32/35 Veður 51 Forystugrein 26 Úr verinu 12 Viðhorf 32 Viðskipti 13 Bréf 35 Erlent 14/15 Minningar 36/45 Akureyri 17 Dagbók 53/57 Austurland 20 Víkverji 56 Suðurnes 21 Velvakandi 56 Landið 21 Staður og stund 57 Menning 16/17 Ljósvakamiðlar 58 * * * Innlent  Sturla Böðvarsson samgöngu- ráðherra hyggst í dag kynna rík- isstjórninni tillögur starfshóps um öruggt varasamband fjarskipta við umheiminn. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins leggur hópurinn til að lagður verði nýr sæstrengur frá Íslandi til Skotlands eða Írlands og framkvæmdum ljúki 2008. » Miðopna  Straumur-Burðarás fjárfesting- arbanki mun frá og með næstu ára- mótum gera upp í evrum í stað ís- lensku krónunnar. Það þýðir jafnframt að eigið fé bankans verður fært yfir í evrur. Þetta var ákveðið á stjórnarfundi bankans í gær. » Forsíða  Lögreglan í Reykjavík lagði ný- verið hald á um 200 þúsund krónur í fimm þús. kr. seðlum auk búnaðar til fölsunar. Fimm 19 ára ungmenni voru handtekin í tengslum við pen- ingafölsunina. Rannsókn málsins er á lokastigi. Ekki er talið að ung- mennunum hafi tekist að koma nema örfáum seðlum í umferð. » Forsíða Erlent  Breska lögreglan hefur hand- tekið 37 ára gamlan mann, Tom Stephens, sem grunaður er um að hafa myrt fimm vændiskonur í Ips- wich á síðustu vikum. Hann neitaði í blaðaviðtali um helgina að hafa gert nokkuð af sér og sagðist þess fullviss að hann yrði ekki ákærður. Mað- urinn segist hafa þekkt allar kon- urnar og ekki hafa neinar fjarvist- arsannanir. » Forsíða  Norður-Kóreumenn krefjast þess að öllum viðskiptaþvingunum gagnvart landinu verði aflétt, fyrr muni þeir ekki láta af kjarnorku- tilraunum sínum. Viðræður N- Kóreumanna og Bandaríkjamanna hófust í gær en Bandaríkjamenn sögðust vera að missa þolinmæðina yfir kröfugerð N-Kóreumanna. » 15  Notað var tíu sinnum meira af geislavirku Póloni 210 en þurfti til að myrða Alexander Lítvínenkó í London á dögunum og efnið mun hafa kostað sem svarar nær 700 milljónum króna. » 15  Múslímar í ríkjum Evrópusam- bandsins sæta vaxandi fordómum sem birtast með ýmsum hætti, þeim er meðal annars mismunað í hús- næðis- og atvinnumálum. Kemur þetta fram í nýrri skýrslu Evr- ópskrar eftirlitsstofnunar með ras- isma og útlendingahatri, EUMC. » 14  Robert Gates tók í gær við emb- ætti sem nýr varnarmálaráðherra Bandaríkjanna. Hann var yfirmaður leyniþjónustunnar, CIA, á árunum 1991–1993. » 14 JÓNÍNA Bjartmarz, umhverfisráð- herra, átti fund með Jóni Gunnari Ottóssyni, forstöðumanni Náttúru- fræðistofnunar, í gærmorgun þar sem farið var yfir húsnæðismál stofnunarinnar, sem er í bráða- birgðahúsnæði og hefur verið um áratugaskeið, en eins og komið hefur fram í fréttum hafa ítrekað orðið skemmdir á gripum í eigu stofnunar- innar. Umhverfisráðherra hyggst ræða málefni stofnunarinnar á fundi ríkisstjórnarinnar í dag. Jónína sagði í samtali við Morg- unblaðið að ætlunin væri að taka upp málið á fundi ríkisstjórnarinnar. „Ég fundaði með forstöðumanni Nátt- úrufræðistofnunar í dag (í gær), þar sem við fórum yfir ástandið á þessu húsnæði í ljósi þeirra óhappa og tjóna sem hafa orðið og síðan vorum við að fara yfir þá húsnæðisþörf sem þessi söfn hafa,“ sagði Jónína. Fram kom að um er að ræða hús- næði undir þrenns konar starfsemi, þ.e. sýningarsafn náttúrugripa, vís- inda- og fræðasafn og starfsemi stofnunarinnar sjálfrar. Stofnunin og þessi starfsemi er í bráðbirgða- húsnæði á nokkrum stöðum á land- inu, en samkvæmt frumvarpi að safnalögum sem lagt hefur verið fram á Alþingi mun sýningarsafnið heyra undir menntamálaráðherra, eins og önnur söfn þegar það er orðið að lögum. Húsnæðismál Náttúrufræði- stofnunar rædd Í bráðabirgðahúsnæði áratugum saman Eftir Steinunni Ásmundsdóttur steinunn@mbl.is VINNA við steypusprautun var stöðvuð í aðrennslisgöngum Kára- hnjúkavirkjunar á laugardag vegna slysa. Í gær tóku eftirlitsmenn Vinnueftirlits ríkisins út verkferla í göngunum og er allt öryggiskerfi virkjunarframkvæmdarinnar í end- urskoðun. Impregilo heldur nú ör- yggisfundi með starfsmönnum á öll- um vinnustöðum virkjunarinnar. Vinna hefst á ný í göngunum þegar framkvæmda- og öryggiseftirlit virkjunarinnar, VIJV og Vinnueft- irlitið hafa gefið grænt ljós á það. Slys við virkjunarframkvæmdina hafa verið fjölmörg að undanförnu, þar af nokkur mjög alvarleg og fjög- ur banaslys orðið frá upphafi henn- ar. „Búið er að halda marga öryggis- fundi með starfsmönnum á svæð- inu,“ sagði Oddur Friðriksson, yf- irtrúnaðarmaður við Kárahnjúkavirkjun, í samtali við Morgunblaðið í gærdag. „Menn eru að vinna í að koma skilaboðunum á framfæri. Í gær voru haldnir örygg- isfundir í göngunum með verka- mönnunum og verkstjórum á þeirra vinnustöðum, þar sem farið var yfir hættur og hvernig eigi að standa að öryggisráðstöfunum. Þetta er upp- hafið að stórátaki sem felst í að efla öryggisvitundina.“ Verkamennirnir hafa áhyggjur Oddur segir öryggisfundina munu fara fram á öllum verkstöðum virkj- unarinnar og litið sé á allt svæðið sem áhættusvæði. „Ég sé ekki aðra aðferð betri til að ná utan um ástandið. Impregilo hefur brugðist vel við og sýnir ábyrgð í að taka mjög fast á þessu núna. Ég hef sjálf- ur farið út á svæðið og rætt við verkamenn og þeir hafa jafnmiklar áhyggjur og við og vilja taka sig á. Við stöndum í nákvæmlega sama stríði núna og löggæslan; 30 bana- slys hafa orðið á þjóðvegum landsins á árinu og fólk að leggja sig fram um að upplýsa, vara við og setja upp skilti. Við erum í þessari stöðu núna en bara á öðrum vettvangi. Það hef- ur riðið yfir okkur slysaalda og verið er að reyna að grípa inn í og stöðva þá öldu.“ Ljósmynd/Stefán Halldórsson Stórátak í öryggismálum Í HNOTSKURN »Vinna við styrkingu að-rennslisganga liggur niðri uns Vinnueftirlit og fram- kvæmdaeftirlit við Kára- hnjúkavirkjun telur öryggi starfsmanna á verkstað full- nægjandi. » Impregilo heldur nú ör-yggisfundi á öllum verk- stöðum sínum, með verk- stjórum og öðrum starfsmönnum. »Verkamenn Impregilohafa áhyggjur af þeirri slysaöldu sem riðið hefur yfir á virkjunarsvæðinu undan- farnar vikur og mánuði. Glæfralegt Þessir menn unnu í fyrradag línulausir í tréstiga á snarbröttum vegg Kárahnjúkastíflu. GRÉTAR Már Sigurðsson, ráðu- neytisstjóri utanríkisráðuneytisins, segir að undirtektir Dana hafi verið jákvæðari en búizt var við fyrirfram er danskir og íslenzkir embættis- menn hittust í Kaupmannahöfn í gærmorgun til að ræða möguleika á samstarfi ríkjanna í varnar- og ör- yggismálum. „Þessar viðræður komust að mínu mati á jákvætt spor. Við fundum vel að Danirnir vilja halda áfram að tala saman,“ sagði Grétar Már í samtali við Morgunblaðið eftir fundinn. „Það var ákveðið að halda annan fund í byrjun febrúar og halda áfram að skilgreina hvað við getum gert.“ Grétar segir að íslenzku embættis- mennirnir hafi afhent Dönum ýmis gögn sem þeir muni vinna úr fyrir næsta fund. Samstarf um eftirlit í lofti Meðal þess sem rætt var um voru möguleikar á samstarfi um eftirlit úr lofti. „Það var farið yfir það og Danir bentu á að flugvélar þeirra færu oft hér um,“ segir Grétar. „Annars hafa þeir áhuga á hugmyndum um víð- tækara samstarf en eingöngu það sem snýr að vörnum Íslands, til dæmis í alþjóðlegum verkefnum á borð við friðargæzlu.“ Norskir embættismenn komu til landsins í gærkvöldi og fengu þá kynningu á starfsemi ýmissa stofn- ana á sviði löggæzlu og öryggismála, þar á meðal Landhelgisgæzlunnar, ríkislögreglustjóra, sýslumannsins á Keflavíkurflugvelli, Ratsjárstofnun- ar og Íslenzku friðargæzlunnar. Í dag verður eiginlegur viðræðufund- ur, auk þess sem Norðmennirnir skoða öryggissvæðið á Keflavíkur- flugvelli. Jákvæðar undirtektir Dana í varnarmálum Viðræðum um aukið samstarf haldið áfram í febrúar „ÞAÐ vaknar auðvitað spurningin: hvert var tilefni þess að dómsmálaráðuneytið óskaði eftir heimild til hlerunar á síma Alþýðusambandsins árið 1961?“ segir Grétar Þorsteinsson, forseti ASÍ. Eins og fram kom í Morgunblaðinu í gær telur ASÍ að svar þjóðskjalavarð- ar um hvort og þá hvenær símar ASÍ hafi verið hler- aðir, skv. gögnum í vörslu safnsins, veki fleiri spurn- ingar en það svarar. Grétar bendir einnig á að engar tímatakmarkanir voru settar í heimildinni sem veitt var til hlerunar. „Því veltir maður því fyrir sér hvort þarna hafi verið um næstu vikur og mánuði að ræða eða eitthvert lengra tímabil.“ Hann segir að ASÍ ætli að fylgjast með framvindu málsins og doka við eftir niðurstöðum sérstakrar nefndar Alþingis áður en ákvarðanir verði teknar um næstu skref. Stóra spurningin sé sú á hvern hátt Alþýðu- sambandið hafi verið í þeirri stöðu að það hafi verið tal- ið ógna öryggi ríkisins á árinu 1961. Hvert var tilefni hlerunar á síma ASÍ?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.