Morgunblaðið - 19.12.2006, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 19.12.2006, Blaðsíða 26
daglegt líf 26 ÞRIÐJUDAGUR 19. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ Hjálpræðisherinn býðursennilega til stærstumatarveislu landsins áaðfangadagskvöld en á því helga kvöldi leggja leið sína um 150 manns í Herkastalann og fagna fæðingu frelsarans. „Suma sjáum við aðeins í þetta eina sinn á ári hverju. Það er fjöldi fólks í sam- félaginu sem á enga fjölskyldu eða er af einhverjum ástæðum ekki í samskiptum við fjölskyldu sína og þeir koma margir hingað ár eftir ár. Borðhaldið hér á aðfangadagskvöld er hluti af þeirra jólahaldi,“ segir Anne Marie Reinholdtsen, majór í Hjálpræðishernum. „Aðrir eiga tímabundið um sárt að binda og leita til okkar og að sjálfsögðu skjótum við yfir þá skjólshúsi. Við vísum eng- um á dyr en það er oft þröngt setið þetta kvöld í Herkastalanum,“ segir hún og brosir. Hjálpræðisherinn er alþjóðleg ev- angelísk hreyfing og hluti af hinni al- mennu kirkju. Anne Marie segir boðskapinn byggjast á Biblíunni. „Þjónustan er knúin af kærleika til Guðs. Verkefni hersins er að boða fagnaðarerindið um Jesú Krist og mæta í hans nafni mannlegri neyð án þess að mismuna fólki.“ Snorri Þór Snorrason segist vera til vitnis um það. „Hjálpræðisherinn hefur gert svo gífurlega mikið fyrir mig. Ég kynntist samfélaginu í hernum fyrir nokkrum árum þegar ég hafði gengið í gegnum mikla erf- iðleika og raunar glatað lífslöng- uninni. Hér upplifði ég óskilyrtan kærleika, trú, samheldni, vinskap og væntumþykju fólks og hef síðan þá verið samherji. Ég á Hjálpræð- ishernum mikið að þakka.“ Í sama streng tekur Gísli Már Helgason sem hefur verið hvorki meira né minna en 33 ár í hernum. „Ég var sjúklingur á Kleppsspítala þegar ég fyrst kynnist hernum og síðar bjó ég á vistheimilinu Bjargi sem Hjálpræðisherinn hefur átt og rekið síðan 1968 en það er heimili fyrir geðfatlaða. Starfið í Hjálpræð- ishernum hefur gefið mér ró, þar er stórt og gott heimili,“ segir hann og brosir. Undir það tekur Jón Brynjar Jónsson sem nýlega var vígður sem samherji. „Hér er gott fólk og her- inn er orðinn stór hluti af lífi mínu.“ Og í desember er nóg að gera því þá er fjáröflunarstarfið fyrir starf- semina í fullum gangi. „Við erum með söfnunarkassa bæði í Kringl- unni og Smáralind og þar er hann Kare okkar Morken, sem margir kannast við og hingað kemur nú frá Noregi á hverju ári í desember til þessa verkefnis, í fullum herskrúða að selja Herópið. Það gefum við út tvisvar á ári en ágóði af sölu þess rennur einnig til hjálparstarfsins. Þá fara tekjur af gistiheimilinu, sem við rekum hér við Kirkjustrætið, og af fatamarkaði Hjálpræðishersins til þess að hjálpa þeim sem til okkar leita, en auk þess styðja okkur og styrkja fjölmörg fyrirtæki í hjálp- arstarfinu, t.d. með matargjöfum,“ segir hin norska Anne Marie sem hefur búið hér með hléum í rúma þrjá áratugi og talar lýtalausa ís- lensku. „Ég bjó síðast hér á landi í kringum 1990 og hef verið hér núna í rúm þrjú ár. Mér finnst sem fleiri leiti nú aðstoðar Hjálpræðishersins en áður og að bilið á milli ríkra og fá- tækra í samfélaginu hafi á þessu tímabili breikkað. Bæði ríkidæmið og fátæktin er miklu greinilegri en áður. Fátækt er vissulega afstæð en það er að mörgu leyti erfiðara að vera fátækur í ríku landi en í fá- tæku.“ Á aðfangadagskvöld munu jóla- ljósin enn einu sinnu verða tendruð í herkastalanum og ólíkir ein- staklingar sameinast í fallegri kvöld- máltíð sem svo sannarlega er í anda Jesú Krists og kærleikans. Það er ótrúlegt hverju 50–100 manna her hjálpræðis fær áorkað. Morgunblaðið/Árni Sæberg Samheldin Jón Brynjar, Snorri, Kim, Anne Marie og Gísli Már eru m.a. að undirbúa stóra veislu í Herkastalanum á aðfangadagskvöld.. Herinn sameinar fólk á aðfangadagskvöld Yfirforingi Anne Marie er majór í hernum og hefur helgað líf sitt á fullorðinsárum starfinu. Hann er eini herinn sem eftir er á Íslandi og starf- ar bæði í sátt við Guð og menn. Hermenn Hjálp- ræðishersins og sam- herjar hans taka heldur ekki þátt í stríði nema því eilífa – að reyna að gera þennan heim betri og hjálpa sínum minnstu bræðrum og systrum. Unnur H. Jóhannsdóttir fór í heimsókn í Herkastalann. Hermaður Gísli Már hefur verið í hernum í 33 ár. “Ég var hermaður þar til fyrir fjórum árum að ég ákvað vegna versnandi heilsu að verða samherji því þeirri stöðu fylgja minni skyldur.“ Hjálpræðisherinn Mætir mann- legri neyð í nafni Jésú Krists. TENGLAR ..................................................... www.herinn.is Á laugardag var gamnast meðþað í bundnu máli að Davíð Hjálmar Haraldsson hefði falið sig undir borði þegar Hallmundur Kristinsson trésmiður vann í sama húsi. Kristján Eiríksson leggur út af því og leitar í smiðju Davíðs frá Fagraskógi: Hann fann það gegnum svefninn að einhver ruddist inn með ópi og hamar sinn og vissi það var smiður með smíðatólin stinn. Hann út um húsið óð svo ærðust menn og fljóð og barði börnin góð – meðan orti hann undir borði öll sín bestu ljóð. Hálfdan Ármann Björnsson, Hlégarði, orti: Þennan kveðskap meta má, margur verður glaður. Skemmtilega skjótast á skáld og timburmaður. Rúnari Kristjánssyni á Skagaströnd þykir lítið jólalegt um að litast í veröldinni: Í heiminum er stöðugt stríð, stungið fólk og skotið. Sífellt þrengt að svöngum lýð, sérhvert lögmál brotið. Magnar þunga mannkyns raun misréttið í öllu. Jafnvel íslensk ofurlaun ýta á hættubjöllu! VÍSNAHORN Af skáldi og timburmanni pebl@mbl.is Klapparstíg 44 - sími 562 3614 Walkers jólavara í fallegum umbúðum Smjörkex Mince Pies Enskur jólabúðingur Ensk jólakaka Kr. 1900 Kr. 995 Kr. 1300 Frá kr. 450 Frá kr . 495 Opið kl. 10-22 alla daga til jóla
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.