Morgunblaðið - 19.12.2006, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 19.12.2006, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. DESEMBER 2006 15 Eftir Davíð Loga Sigurðsson david@mbl.is STJÓRNVÖLD í Norður-Kóreu segja að það komi ekki til greina að þau láti af kjarnorkutilraunum sín- um fyrr en öllum viðskiptaþving- unum gegn landinu hefur verið af- létt. Bandarísk stjórnvöld segjast hins vegar vera að missa þolinmæð- ina með Norður-Kóreumönnum en hinir síðarnefndu settu fram ýmsar kröfur við upphaf viðræðna um kjarnorkuáætlun þeirra í Peking í Kína í gær. Norður-Kórea hefur í rúmt ár neitað að eiga fund með fulltrúum Bandaríkjastjórnar vegna viðskipta- þvingana þeirra og því sætir fund- urinn í Peking nokkrum tíðindum. Ekki ríkti þó mikil bjartsýni á að árangur næð- ist. Norður-Kóreu- menn sögðu við upphaf fundarins í gær að þeir myndu leggja aukið kapp á kjarnorkutilraun- ir sínar ef kröfum þeirra yrði ekki mætt. Þeir vilja að komið sé fram við þá sem jafningja Bandaríkja- stjórnar, enda hafi þeir sannað með kjarnorkutilraunum sínum í október að þeir búi yfir kjarnorkuvopnum. Viðræður þurfi því í framtíðinni að snúast um fækkun kjarnorkuvopna í veröldinni almennt, en ekki aðeins um þeirra tilraunir. Og stjórnvöld í Norður-Kóreu vilja að þeim verði fenginn kjarnaofn til framleiðslu raforku. Bandarískir embættismenn segja hins vegar að ekki komi til greina að Norður-Kórea verði við- urkennd sem kjarnorkuríki. Þolinmæðin á þrotum Norður-Kóreumenn eru að vísu þekktir fyrir að taka mjög harða af- stöðu í viðræðum en Christopher Hill, aðalsendimaður Bandaríkj- anna, lýsti mikilli óánægju með framgöngu Norður-Kóreumanna er hann ræddi við fréttamenn í Peking í gær. Sagði hann að þolinmæði Bandaríkjamanna væri senn á þrot- um, stjórnvöld í Pyongyang yrðu að hætta að storka umheiminum. Krefjast þess að viðskipta- þvingunum verði aflétt Christopher Hill lögreglan viti ekki hvers vegna svo stór skammtur af pólóníum 210 var notaður en hún rannsakar nú hvort efnið var selt á svarta markaðnum. Lögreglan telur að annaðhvort hafi svo stór skammtur verið notaður viljandi til að auðvelda breskum vís- indamönnum rannsóknina og senda út sterk skilaboð eða að gerð hafi verið mistök. Kovtún yfirheyrður á ný Starfsmaður bresku leynilögregl- unnar sagði í gær að það væri ekki hægt að kaupa svo mikið magn af BRESKA lögregl- an telur að geisla- virka efnið pólóní- um 210 sem notað var til að myrða Alexander Lítv- ínenkó hafi kostað tæplega 700 millj- ónir króna. Niður- stöður úr fyrstu rannsóknum á líki Lítvínenkós hafa leitt í ljós að tífalt minni skammtur hefði dugað til að myrða hann. Breska blaðið The Times segir að efninu á Netinu eða að stela því af rannsóknarstofu án þess að vekja grunsemdir. Hann sagði að trúlegt væri að efnið væri úr kjarnorkuveri eða frá ákaflega vel tengdum svarta- markaðsbraskara. Fram kom í rússneskum fjölmiðl- um í gær að Dimitrí Kovtún, lykil- vitni í málinu, hefði verið kallaður til yfirheyrslna á ný. Sagði Kovtún, sem nú er til meðferðar vegna geisla- mengunar á sjúkrahúsi í Moskvu, að hann hefði verið spurður í þaula á fundi með rússneskum saksóknurum og breskum lögreglumönnum í gær. Tífalt meira magn en þurfti Alexander Lítvínenkó ALLAR skrifstofur Rauða hálfmán- ans í Bagdad í Írak voru lokaðar í gær vegna gíslatöku á að- alskrifstofu samtakanna í borginni í fyrradag, en vopnaðir mannræn- ingjar rændu þá um 30 manns. Mun um helmingi síðar hafa verið sleppt, en hinn helmingurinn var enn í haldi. Alls starfa um 1.000 manns á vegum Rauða hálfmánans, sem er hluti hinna alþjóðlegu Rauða krosssamtaka, í Írak. Á myndinni sést kona ganga framhjá skrifstofum Rauða hálfmánans í Bagdad en einn ættingja hennar var meðal þeirra sem rænt var. AP Lokað vegna gíslatöku E N N E M M / S ÍA / N M 2 4 8 6 6 Dregi› 24. desember 2006 Vertu með og styrktu gott málefni! skattfrjálsir vinningar að verðmæti 186 22.875.000 kr. Glæsilegir vinningar: KIA Sorento Ver›mæti 3.475.000 kr. Bifrei› e›a grei›sla upp í íbú›. Ver›mæti 1.000.000 kr. Úttektir hjá fer›askrifstofu e›a verslun. Hver a› ver›mæti 100.000 kr. 184 Fjöldi útgefinna mi›a: 137.000 Uppl‡singar um vinningsnúmer í símum 540 1918 (símsvari) og 540 1900 og á heimasí›unni www.krabbameinsfelagid.is/happ www.krabb.isKrabbameinsfélagsins
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.