Morgunblaðið - 19.12.2006, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 19.12.2006, Blaðsíða 44
44 ÞRIÐJUDAGUR 19. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Innilegar þakkir til ættingja, vina og allra sem sýndu okkur ómetanlega hlýju og samúð í gegnum veikindi, andlát og útför elskulegs eiginmanns míns, föður, tengdaföður og afa, KRISTINS GUÐMUNDSSONAR. Kirstín Benediktsdóttir, Rúnar Helgi Kristinsson, Ruth Jakobsdóttir, Petra Kristín Kristinsdóttir, Einar Guðni Þorsteinsson, Guðmundur Kristinn Kristinsson,Kristín Brynja Gústafsdóttir, Guðlaugur Guðjón Kristinsson, Sylvía Clothier Rúdolfsdóttir og barnabörn. ✝ Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, GUÐMUNDAR RAGNARS EINARSSONAR, Melgerði 21, Kópavogi. Guð blessi ykkur öll. Sigrún Magnúsdóttir, Sigurliði Guðmundsson, Ríkey Guðmundsdóttir, Katrín Guðmundsdóttir, Einar Guðmundsson, Guðrún Hallgrímsdóttir, Anna Þórdís Guðmundsdóttir, Jón Steinar Guðjónsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð, hlýju og vináttu við andlát og útför ást- kærrar móður okkar, tengdamóður og ömmu, GYÐU WAAGE ÓLAFSDÓTTUR. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki hjúkrunar- heimilisins Sunnuhlíðar fyrir alúð og góða umönnun. Hafsteinn Sæmundsson, Ágústa Gísladóttir, Eygló Ragnarsdóttir, Jörundur A. Jónsson, Unnur Ragnarsdóttir, Ragnar Jóhannesson, Jóhann Ragnarsson, Sigríður J. Waage, Gylfi Ragnarsson, Elín Benediktsdóttir, Valgerður Ragnarsdóttir, Pálmi Ragnarsson, Ragnhildur Óskarsdóttir, Gyða Ragnarsdóttir, Gunnlaugur Ragnarsson, Sigríður Svansdóttir, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn. Lokað eftir hádegi í dag vegna jarðarfarar BERGÞÓRS JÓHANNSSONAR grasafræðings. KONTAKT, Suðurlandsbraut 4. ✝ Bergþóra Víg-lundsdóttir fæddist í Reykjavík 3. janúar 1931. Hún lést 10. desem- ber á Landspít- alanum Fossvogi. Foreldrar hennar voru Víglundur Guðmundsson, f. 30. september 1905, d. 15. janúar 1987, og Margrét Grímsdóttir, f. 12. ágúst 1908, d. 19. desember 1999. Bergþóra átti fjögur systkin, Sigrúnu, Bryndísi, Jón og Björg- vin. Eiginmaður Bergþóru var Þórir Tryggvason, f. 26. septem- ber 1929, d. 14. janúar 1975. Börn þeirra eru: 1) Sólveig, f. 12. desember 1955, gift Jan Arneberg, f. 30. maí 1954. 2) Snorri, f. 7. febrúar 1959, giftur Önnu Snædísi Sigmarsdóttur, f. 12. febrúar 1962. Barnabörn eru Edda Jansdóttir Arneberg, f. 19. janúar 1981, í sam- búð með Jon Öy- stein Flink, Egill Jansson Arneberg, f. 10. desember 1982, Þóra Eir Jansdóttir Arne- berg, f. 4. júlí 1988, og Anna Sólveig Snorradóttir, f. 20. maí 1995. Lang- ömmubarn er Rebekka Flink Arneberg, f. 1. des- ember 2004. Bergþóra ólst upp í Reykjavík, lauk prófi frá Kvennaskólanum og starfaði hjá Samvinnutryggingum, Blindra- félaginu og Iðnskólanum í Reykjavík auk kennslu við Námsflokka Reykjavíkur. Árið 1998 flutti Bergþóra í Hafnar- fjörð en síðustu þrjú ár ævi sinnar dvaldi hún á Hrafnistu í Reykjavík. Bergþóra verður jarðsungin frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 11. Elsku mamma. Nú er komið að leiðarlokum og þú hefur fengið hvíld eftir erfið veikindi. Þegar við horfum til baka sjáum við konu gædda miklum kostum og hæfileikum. Við skildum það ábyggilega ekki áður fyrr en skiljum nú hve mikið þú lagðir á þig til þess að tryggja okkur örugga framtíð og góða menntun sem var þér mjög hugleikin. Að veita okkur tækifæri sem þú hefðir gjarnan viljað fá enda hafðir þú allt til að bera til þess að læra meira. Barnabörnin, ferðalög, tónlist og postulínsmálun voru þín aðal- áhugamál. Barnabörnunum fylgd- ist þú náið með og reyndir að hitta eins mikið og mögulegt var hvort sem þau bjuggu tímabundið í Nýju-Mexíko og Texas eða í Nor- egi og Hafnarfirði. Það var frábært hvað þú náðir að ferðast á und- anförnum 25 árum eða svo, þótt vissulega hefðir þú viljað hafa það enn meira. Um þig verður ekki fjallað án þess að minnast á postu- línsmálun sem var mikið áhugamál og síðar einnig vinna. Maður man eftir því hvernig kvöld eftir kvöld þú sast og málaðir, ósjaldan með Sigrúnu systur þinni. Og svo stig- magnaðist vinnan eftir því sem líða tók að jólum til þess að tryggja að allir fengju nú sitt, sem yfirleitt var ekkert smáræði. Það var dapurlegt að fylgjast með hvernig erfiður sjúkdómur tók smám saman völdin síðastliðin ár en jafn aðdáunarvert að sjá hvern- ig þú tókst á við það sjálf meðan þú hafðir til þess burði. Takk fyrir allt, Sólveig og Snorri. Elsku amma Begga, þú varst alltaf svo góð við mig og þú pass- aðir mig oft. Þú bannaðir mér að nota tennurnar þegar ég var að reyna að opna eitthvað með tönn- unum. Þú bjóst í sama húsi og við og ég fór oft í heimsókn til þín og þú gafst mér oft eitthvað þegar ég kom í heimsókn. Við fengum okkur oftast ristað brauð með marmelaði. Ég saknaði þín mikið þegar þú fluttir á Hrafnistu og þér fannst gaman þegar við komum í heim- sókn til þín. Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér. Nú hefur þú það miklu betra uppi á himnum með afa Þóri. Anna Sólveig. Við leggjum blómsveig á beðinn þinn og blessum þær liðnu stundir er lífið fagurt lék um sinn og ljúfir vinanna fundir en sorgin með tregatár á kinn hún tekur í hjartans undir. Við þökkum samfylgd á lífsins leið þar lýsandi stjörnur skína og birtan himneska björt og heið hún boðar náðina sína en Alfaðir blessar hvert ævinnar skeið og að eilífu minningu þína. (Vigdís Einarsdóttir.) Með þessum ljóðlínum viljum við kveðja okkar elskulegu bekkjar- systur, Bergþóru. Árin eru orðin mörg sem við höfum átt samleið, eða allt frá haustinu 1944 er við settumst í 1. bekk Kvennaskólans í Reykjavík. Eftir útskrift 1948 höf- um við trúfastlega haldið hópinn, glaðst saman á góðum stundum og syrgt á sorgar- og kveðjustundum. Í „Kvennó ’48 hópinn“ hafa stór skörð verið höggvin á síðustu ár- um. Frá upphafi þessarar aldar hafa nú fjórar látist. Eðlilega leita minningar á hug- ann við fráfall góðra vina, og við minnumst allra okkar góðu sam- verustunda á heimilum okkar. Þeg- ar svo árin færðust yfir, börnin voru vaxin úr grasi og farin að heiman og 40 ára útskriftarafmæli okkar nálgaðist, var ákveðið að fara í utanlandsferð. Vínarborg varð fyrir valinu. Ógleymanleg er sú ferð okkur öllum. Ferðasjóður var stofnaður og farið var í fjórar aðrar utanlandsferðir sem við nut- um vel og minningarnar eru okkur dýrmætar. Við höfum átt tvær listakonur í hópnum. Gullsmið sem hefur hann- að og smíðað einstaka gripi til gjafa á tugaafmælum okkar. Hin er Bergþóra sem var einstök lista- kona í postulínsmálun, enda var hún kennari í þeirri listgrein í mörg ár. 60 ára afmælin fóru að nálgast og við safnað í gjafasjóð í nokkur ár. Leitað var til Bergþóru um handmálaðar skrautnælur og stóð ekki á viðbrögðum, og allar eigum við þetta fallega skraut. Áratug síðar var enn leitað til Beggu og urðu undurfagrir hand- málaðir kertastjakar fyrir valinu. Þeir gripir bera listrænum hæfi- leikum hennar vitni á heimilum okkar. Aldrei vildi Begga heyra minnst á greiðslu fyrir þessar gjaf- ir okkar. Begga var tryggur og góður fé- lagi, samviskusöm, hnyttin, einlæg og hafði góða nærveru. Fyrir nokkrum árum tjáði hún okkur að rannsókn er hún hafði farið í hefði leitt í ljós byrjun á Alzheimerseinkennum. Þetta varð okkur áfall og ekki síður er hún nokkrum árum seinna varð að fara á slíka deild á Hrafnistu. Það var ósk okkar allra að hún yrði á samverustundum okkar eins lengi og mögulegt væri. Við trúð- um því að hún nyti þessara stunda og ekki síst er umræður snerust um „gömlu góðu árin“. Smám sam- an ágerðist sjúkdómurinn og þar kom að þessar ferðir af heimilinu urðu henni of erfiðar. Nú er erf- iðum sjúkdómsferli lokið og Begga okkar er öll. Við bekkjarsysturnar þökkum henni langa samfylgd og ljúfar og góðar endurminningar, og sendum börnum hennar Snorra og Sólveigu svo og fjölskyldum þeirra okkar innilegustu samúðarkveðjur. Blessuð sé minning Bergþóru Víglundsdóttur. F.h. bekkjarsystra Gréta Bachmann. Elskuleg tengdamóðir mín, Bergþóra, er nú farin frá okkur, og ég veit að hún er í góðum höndum og laus við alla þreytu og þjáningu. Við áttum góðar stundir saman og bjuggum undir sama þaki í nokkur ár eða þangað til þú fluttir á Hrafnistu í Reykjavík. Það hefur alltaf verið gaman að fylgjast með dugnaði þínum, hvort sem var til vinnu, ferðalaga eða njóta menn- ingar og lista. Postulínsmálun var þér afar kær, enda finnst varla betri fagmanneskja í því heldur en þú, Begga mín. Þegar jólin tóku að nálgast sast þú langt fram eftir kvöldi við að mála jólapostulín handa öllum í fjölskyldunni. Eftir 20 ára kynni er ég því rík af fal- legu skrauti frá þér og mun ég njóta þess að eiga minninguna um þig þegar ég höndla hvern hlut til skreytinga. Að hafa þig hjá okkur í húsinu voru mikil forréttindi, dóttur okkar fannst gott að geta leitað til þín eftir skóla, fá smá kex og spjalla. Ekki man ég hversu oft þú sast hjá henni á kvöldin meðan við hjónin kláruðum síðustu golfholurnar við Hvaleyrina. Það má því með sanni segja að þú hafir komið víða við í allri þinni hjálpsemi. En nú er komið að leiðarlokum. Ég þakka þér fyrir allt Begga mín, þú varst mikil heiðurskona. Hvíl í friði. Þín tengdadóttir Anna Snædís. Kveðja frá samstarfsmönnum við Iðnskólann í Reykjavík Við eldri starfsmenn Iðnskólans í Reykjavík minnumst Bergþóru Víglundsdóttur með virðingu og þakklæti. Hún hóf störf við skólann 1975 sem launafulltrúi og starfaði þar samfellt í nær aldarfjórðung. Fyrri hluta starfstímabils henn- ar var skólinn að hluta rekinn í samvinnu ríkis og Reykjavíkur- borgar og í því samstarfi voru ósjaldan hnökrar sem höfðu í för með sér ýmsan misskilning í launa- málum og stundum seinkun á laun- um. Það kom sér því vel hvað Berg- þóra var róleg og yfirveguð við sín störf, alltaf jarðbundin, góðhjörtuð og traust. Hún brosti stundum góðlátlega þegar við yngri og óþol- inmóðari kennararnir vorum að æsa okkur út af smámunum en leitaði svo allra leiða til að leysa vanda okkar. Á þeim tæpa aldarfjórðungi sem Bergþóra starfaði við skólann urðu miklar breytingar á starfsemi og allri skipulagningu skólans, starfs- mönnum fjölgaði verulega en í öllu því umróti sem fylgdi breytingun- um var Bergþóra Víglundsdóttir fastur punktur í tilverunni í skól- anum. Áður en Bergþóra hóf störf við skólann vann hún hjá Blindrafélag- inu og um langa hríð sinnti hún sjálfboðaliðastarfi í þágu þess fé- lags og var óbeinn tengiliður milli sjóndapurra nemenda og skólans. Þessu starfi sinnti hún af áhuga og ósérhlífni. Hún var mjög listræn, skartgrip- ir og málaðir postulínshlutir frá henni voru sérlega fallegir og eft- irsóttir. Um árabil kenndi hún postulínsmálun við Námsflokka Reykjavíkur við góðan orðstír. Einnig hafði hún mikinn áhuga á tónlist, einkum sígildri, og sótti tónleika víða um heim enda mjög áhugasöm um ferðalög. Bergþóra stundaði þessi hugðarefni eftir að hún lét af störfum. Við samstarfsmenn hennar og vinir við Iðnskólann kveðjum Bergþóru með þökk fyrir góðu stundirnar og samveruna og send- um fjölskyldu hennar okkar inni- legustu samúðarkveðjur. Bergþóra Víglundsdóttir Elsku mamma. Nú eru tveir mánuðir síð- an þú yfirgafst þetta jarðlíf til að sinna mikilvægari verkefn- um annars staðar. Þó að söknuðurinn geti stundum verið óbærilegur þá veit ég að þú ert á betri stað. Minning þín lifir björt í hjarta mér því að það var aðeins ein ósk sem að ég átti og það varst þú, enda hefði ég aldrei getað hugsað mér betri móður né vinkonu. Þær eru svo góðar stundirnar sem að við áttum saman. Mig langaði bara að skrifa þér nokkur orð svona í tilefni dagsins, en Ósk Hilmarsdóttir ✝ Ósk Hilmars-dóttir fæddist í Reykjavík 19. des- ember 1952. Hún lést á heimili sínu 21. október síðast- liðinn og var útför hennar gerð í kyrr- þey. í dag áttu afmæli, til hamingju mamma, fjögurra ára hefðir þú sagt, því að á fimm- tugsafmælinu þínu, varst þú endurfædd. Gráttu ekki af því að ég er dáin. Ég er innra með þér alltaf. Þú hefur röddina. Hún er í þér Hana getur þú heyrt þegar þú vilt. Þú hefur andlitið, líkamann. Ég er í þér. Þú getur séð mig fyrir þér þegar þú vilt. Allt sem er eftir af mér er innra með þér. Þannig erum við alltaf saman. (Barbo Lindgren) Með söknuð og virðingu í hjarta. Sjáumst síðar, mamma. Þín einlæg, Brynja.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.