Morgunblaðið - 19.12.2006, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 19.12.2006, Blaðsíða 48
|þriðjudagur|19. 12. 2006| mbl.is staðurstund Að mati Heiðu Jóhannsdóttur er Deja Vu frumleg mynd, en um leið eins og allar aðrar lögguspennumyndir. » 57 dómur Birta Björnsdóttir fjallar um P.L. Travers, höfund Mary Poppins, en hún lenti í deilum við Disney. » 49 af listum Matt Damon segir að Martin Scorsese eigi skilið að fá Ósk- arsverðlaun, en þau yrðu hans fyrstu, ótrúlegt en satt. » 56 fólk Jónas Sen brá sér á kórtónleika Vox feminae í Hallgrímskirkju og segir að um frábæra tónleika hafi verið að ræða. » 50 tónlist Nýlega var tekinn saman listi yfir verstu jólamyndir allra tíma og þar trónir ríkisstjórinn í Kaliforníu á toppnum. » 52 kvikmyndir Eftir Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is AMPOP hefur þróast úr því að vera tilraunakenndur rafdúett yfir í að vera framsækið popp/rokk-tríó á fjórum plötum. Sail to the Moon er nýjasta varðan á þessu ferðalagi, þar sem glúrnum lagasmíðum er pakkað inn í eitt það glæsilegasta umslag sem ég hef lengi séð. Kjartan F. Ólafsson, hljómborðsleikari sveit- arinnar og meginlagasmiður ásamt Birgi Hilmarssyni, settist niður í eldhúsinu mínu og ræddi við mig um plötuna. Tekið upp í Heita pottinum Kjartan segir að vinna við plötuna hafi í raun byrjað þegar þeir félagar voru að leggja lokahönd á My Delu- sions sem út kom í fyrra og þannig hafi lagið „Gets me down“, sem nú er í spilun, átt að fara þar inn en það hafi þótt of „úthverft“ fyrir þá plötu, sem var meira dul og einræn. „Ég myndi segja að Sail to the Moon sé opið verk, og fjölbreyttari en það sem við höfum verið að gera áður. Við ákváðum að stýra frá því að end- urtaka okkur, og komum alveg „hreinir“ að þessari vinnu.“ Með- limir Ampop voru út um allar jarðir síðasta haust; Kjartan í London, Birgir í Skotlandi þar sem hann er enn og Jón Geir Jóhannsson, trym- bill, á Íslandi. „Við hittumst þó alltaf reglulega í gegnum tónleika sem við vorum að halda; í Sviss, Frakklandi og Pól- landi t.d.. Þetta er orðið miklu meira band en það var, sjálfstraustið í þeim efnum hefur vaxið mikið og það flæði er að skila sér inn í lögin. Fyrir mitt leyti var ég upptekinn af smáat- riðum í hljóðvinnslu hér áður fyrr, en nú er ég mun áhugasamari um „lagið“ sem slíkt og ferlið sem lýtur að því að semja.“ Platan var tekin upp í Heita potti Flís tríósins og Finns Hákonarsonar í lok sumars, en undirbúningur fyrir upptökur fór m.a. fram í Skálholti og á Seyðisfirði, í kringum listahátíðina L.U.N.G.A. „Eftirvinnslan er þó alltaf mikil í okkar tilfelli og ég verð að nefna þátt Arnars Helga (Plat) í þeirri vinnu, en hann stýrði með okkur upptök- unum. Í hljóðverinu má segja að Arnar sé fjórði Ampopparinn, en hann vann einnig náið með okkur við gerð My Delusions.“ Ekkert ákveðið erlendis Segja má að ákveðin skil hafi orðið hjá Ampop með My Delusions, fyrri plöturnar tvær, Made for Market (2002) og Nature is not a Virgin (2000) voru til muna rafrænni en tvær þær nýjustu. Kjartan kann litl- ar skýringar á þessu, aðrar en þær að tónlistaráhugi þeirra félaga hafi breyst að einhverju leyti með tím- anum. Spilamennska á tónleikum hafi þá haft sín áhrif, sumt af því sem þeir voru að gera í upphafi lagði sig illa að slíkum flutningi en sem tríó séu þeir að ná æ betri tökum á lifandi flutningi og það hafi m.a. breytt því hvernig lagasmíðarnar eru hugsaðar. Sail to the Moon er gefin út af Senu hérlendis en ekkert hefur verið ákveðið með útgáfu erlendis segir Kjartan. Ampop hafa þó náð eyrum útlendinga í gegnum tíðina, og tit- illag My Delusions var spilað nokkuð í breska ríkisútvarpinu. Sveitin fer nú utan í byrjun næsta árs, og mun leika á tónleikum bæði í New York og L.A. „Ég hef góða tilfinningu fyrir þessu öllu saman,“ segir Kjartan. „Ég og Biggi erum nokkurs konar fóstbræður, erum búnir að stússast í þessu síðan við vorum táningar. Við erum allir þrír mjög vinnusamir að ég tel og ekki vantar áhugann, sem er jafn mikill í dag og hann var í upp- hafi.“ Stílhreinir „Við ákváðum að stýra frá því að endurtaka okkur, og komum alveg „hreinir“ að þessari vinnu,“ segir Kjartan. Lögin fyrst og fremst Hljómsveitin Ampop hlaut nýliðaverðlaun á Íslensku tónlistarverð- laununum í fyrra þrátt fyrir að hafa verið starfandi um alllangt skeið. Arnar Eggert Thoroddsen bauð Kjartani F. Ólafssyni hljómborðsleikara Am- pop í eldhússpjall þar sem eitt og annað mús- íktengt bar á góma. MOZART-tónleikar Camerarctica hafa verið fastur liður í aðven- tuhátíðinni í yfir áratug og þykir mörgum ómissandi að fá að setj- ast inn í kyrrðina og kertaljósin á síðustu dögum hennar og heyra Camerarctica leika ljúfa tónlist. Á þessu ári hefur verið haldið upp á að 250 ár eru liðin frá fæðingu Wolfgangs Amadeusar Mozart. Af því tilefni leikur Camerarctica á upprunahljóðfæri eins og þau sem tíðkuðust á klassíska tímanum. Á efnisskránni er eitt frægasta kammerverk Mozarts, Kvartett fyrir flautu og strengi í D-dúr, Adagio fyrir klarinett og strengi og Tríó fyrir strengi, einnig eftir Mozart. Einnig verður leikinn Kvartett fyrir klarinett og strengi eftir samtímamann Mozarts, Karl Stamitz. Fyrstu tónleikarnir verða í Hafnarfjarðarkirkju miðvikudag- inn 20. desember og hefjast klukkan 21. Næstu tónleikar eru í Kópavogskirkju fimmtudaginn 21. desember og loks leikur Camer- arctica í Dómkirkjunni í Reykja- vík föstudagskvöldið 22. desem- ber. Tónleikarnir eru klukkustundar langir og hefjast allir klukkan 21. Camerarctica skipa þau Hall- fríður Ólafsdóttir flautuleikari, Ármann Helgason klarinettuleik- ari, Hildigunnur Halldórsdóttir fiðluleikari, Svava Bernharðs- dóttir lágfiðluleikari og Sigurður Halldórsson sellóleikari. Aðgöngumiðar eru seldir við innganginn, nemendur og eldri borgarar fá afslátt og ókeypis er fyrir börn. Árlegir kertaljósatón- leikar Camerarctica Hátíð Camerarctica hyggst að þessu sinni leika á upprunahljóðfæri á tón- leikunum í tilefni að 250 ára dánarafmæli Wolfgangs Amadesu Mozart.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.