Morgunblaðið - 19.12.2006, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 19.12.2006, Blaðsíða 56
56 ÞRIÐJUDAGUR 19. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ eee SV, MBL BNA GEGN JOHN LENNON THE U.S. VS. JOHN LENNON TÓNLISTARMAÐUR. MANNÚÐARVINUR. ÞJÓÐARÓGN. "SNJÖLL OG BRÁÐFYNDIN!" eeee HJ, MBL FORSTJÓRI HEILA KLABBSINS WWW.HASKOLABIO.ISHAGATORGI • S. 530 1919 DÉJÁ VU kl. 6:15 - 9 - 10:30 B.i. 12 ára BOSS OF IT ALL kl. 5:50 - 8 - 10:10 THE U.S. VS. JOHN LENNON kl. 5:50 - 8 B.i. 12 ára SANTA CLAUSE 3 kl. 5:50 LEYFÐ THE NATIVITY STORY kl. 5:50 - 8 B.i. 7.ára MÝRIN kl. 8 - 10:10 B.i. 12.ára THE DEPARTED kl. 10:10 B.i. 16.ára FRÁ TONY SCOTT LEIKSTJÓRA "CRIMSON TIDE" DENZEL WASHINGTON VAL KILMER KVIKMYND EFTIR BALTASAR KORMÁK eeeee Jón Viðar – Ísafold Frá framleiðendum og eeee S.V. -MBL eeee V.J.V. TOPP5.IS GÓÐA SKEMMTUN! GLEÐILEG JÓL VIÐ PÖSSUM BÖRNIN Á MEÐAN ÞÚ VERSLAR Í KRINGLUNNI BÍÓPÖSSUN JÓNAS : SAGA UM ... m.ísl. tali kl. 14:45 LEYFÐ VALIANT m.ísl. tali kl. 13:00 LEYFÐ JÓNAS : SAGA UM ... m.ísl. tali kl. 18:30 LEYFÐ ÁSTRÍKUR & KLEÓPATRA m.ísl. tali kl. 16:40 LEYFÐ FRÁ JERRY BRUCKHEIMER (“PIRATES OF THE CARIBBEAN”) ÓBORGANLEG GRÍNMYND EFTIR LARS VON TRIER UM ÁREKSTRA ÍSLENDINGA OG DANA, ÞAR SEM FRIÐRIK ÞÓR OG BENEDIKT ERLINGS STELA SENUNNI. LEIÐIN TIL BETLEHEM BNA GEGN JOHN LENNON HINIR FRÁFÖLLNU JÓLASVEININN 3 FORSTJÓRI HEILA KLABBSINS ENDURUPPLIFUNIN árnað heilla ritstjorn@mbl.is Að stöðva verksmiðjuveiðar á loðnu til hrognatöku ÞAÐ varð svo minna um mótmæli og uppákomur vegna þessara nýhöfnu nánast frumbyggjaveiða á hval en sumir óttuðust. Nú er komið annað verkefni sem vert er að snúa sér að í stað hvalsins, það eru verksmiðju- veiðar á loðnu til hrognatöku, en þau eru ein af mikilvægustu undirstöð- unum í lífríkinu við strendur lands- ins. Það eru þessar veiðar sem skaða ímynd landsins meira meðal fræði- manna og hugsandi fólks erlendis en hvalveiðarnar. Hvers vegna er sand- sílið og skelfiskurinn að hverfa? Krí- an hætt að liggja á og sjófugli stöð- ugt að fækka? Á sama tíma og mörgum er orðið ljóst samhengi á milli þessara veiða og hnignunar lífríkisins við strendur landsins eru útgerðarfélög og bank- ar í óða önn að fjárfesta í rándýrum tæknivæddum verksmiðjum til að vinna loðnuhrognin. Eru þessar veiðar stundaðar með samþykki ís- lenskra sjávarlíffræðinga? Hvers vegna heyrist ekkert frá þeim? Eru þeir bara eins og fuglafræðingar þessa lands úti að aka. Nýjasta ákvörðunin ber þeim glöggt vitni, að friða hrafninn, loksins þegar þeir sem láta sig fuglalífið varða eru að sjá árangur erfiðis síns við að halda þessum ófögnuði niðri, þessum ná- skylda ættingja krákunnar sem flest samfélög vildu fegin hafa í lágmarki. Því má ekki hrafninum fækka sem öðrum fuglum? Hvað hefur æðar- fuglinum fækkað mikið síðastliðin 60 ár, mestu strandprýði og verðmæt- asta fugli landsins. Það þarf ekki að kosta í skipaflota og tæknivæddan útbúnað við að hirða eða vinna af- urðirnar af honum. Á að fórna æð- arfuglinum fyrir hrafn og skúm? Væri ekki nóg að hafa skúminn al- friðaðan suður á söndum þar sem fuglalífið er hvort eð er í lágmarki og mest af honum, hans svæði? Hvern- ig væri fuglalífinu komið ef ekki væru hetjur á borð við pabba minn, sem reis upp í vor eftir hálfsárs bar- áttu við eina kvalafyllstu tegund krabbameins og hóf að skjóta varg á flugi með haglabyssu, (hefur ekki kennt sér meins síðan), ekki vegna teknanna af dúninum sem fer minnkandi ár hvert, heldur til að verja fuglana sem sótt er að úr öllum áttum og nú síðast fæðuskorturinn í hafinu. Ásdís Arthúrsdóttir, háskólanemi. Silfureyrnalokkur týndist SILFUREYRNALOKKUR með bláum steini og silfurfjöðrum týndist 15. desember neðarlega á Laugavegi eða Óðinsgötu/Skólavörðustíg. Skil- vís finnandi vinsamlega hafi sam- band í síma 694 7899. velvakandi Svarað í síma 569 1100 frá kl. 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is. 85ára af-mæli. Þóra Frímanns- dóttir, Túngötu 36, Siglufirði, er 85 ára í dag. Hún er að heim- an. Brúðkaup | Föstudaginn 15. des. sl. voru þau Ómar Árnason og Drífa Þór- arinsdóttir gefin saman í Grundar- kirkju af sér Hannesi Erni Blandon. Heimili þeirra er í Hrísey. Ljósmynd Myndrún/Rúnar Þór MORGUNBLAÐIÐ birtir tilkynningar um afmæli, brúðkaup, ættarmót og fleira lesendum sínum að kostnaðar- lausu. Tilkynningar þurfa að berast með tveggja daga fyrirvara virka daga og þriggja daga fyrirvara fyrir sunnu- dags- og mánudagsblað. Samþykki af- mælisbarns þarf að fylgja afmælis- tilkynningum og/eða nafn ábyrgðar- manns og símanúmer. Fólk getur hringt í síma 569-1100 eða sent á net- fangið ritstjorn@mbl.is. Hægt er að senda tilkynningar í gegn- um vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is – smella á reitinn Senda efni til Morgun- blaðsins – þá birtist valkosturinn Árn- að heilla ásamt frekari upplýsingum. Einnig er hægt að skrifa: Árnað heilla, Morgunblaðinu, Hádegismóum 2 110 Reykjavík. Víkverji er mikilláhugamaður um ketti og á nokkra slíka. Einn af þeim er dæmi- gerður íslenskur fjósa- köttur enda þótt önnur amma hans sé pers- nesk. Þetta er mikill útivistarköttur og er því í essinu sínu á sumrin. Hefur m.a. höggvið stórt skarð í smáfuglastofninn í ná- munda við heimili Vík- verja. Að sama skapi skólpleiðist kettinum veturinn. Lundin verð- ur þyngri með hverj- um vetrinum sem líður og svo alvar- legt hefur ástandið verið að undanförnu að hann hefur ítrekað reynt að svipta sig lífi. x x x Allt byrjaði þetta með því að blessaður kötturinn reyndi að drekkja sér í baðkarinu en var bjargað á elleftu stundu – þá kominn hálfur ofan í. Nokkrum dögum síðar reyndi hann að kveikja í sér. Bar rófuna upp að kertaljósi og stóð hún um stund í björtu báli. Athugull heim- ilismaður slökkti eldinn og varð kettinum ekki meint af. En sviða- lyktin var agaleg. Því næst tók Víkverji eftir því þegar hann steig út úr bílnum í heimkeyrslunni í myrkrinu eitt kvöldið að kötturinn lá þar marflatur örfáum sentimetrum frá öðru framhjólinu. Hafði hann ætlað að verða undir bílnum? x x x Hafi Víkverji framað þessu verið í vafa um áform kattar- ins tók næsta uppátæki af öll tvímæli. Víkverji kom þá að kettinum þar sem hann lá ofan á eldavélinni og beið örlaga sinna – pollrólegur. Nú síðast var kötturinn á ferð í vaskahúsinu, þar sem hann hafði leyst fuglsræfil upp í frumeindir sín- ar. Víkverji áttaði sig raunar ekki á þessari sjálfsvígstilraun fyrr en betri helmingurinn benti honum á að sennilega hefði kötturinn með þessu verið að reyna að næla sér í fugla- flensu. x x x Víkverji óttast að aumingja kött-urinn dragi ekki yfir þessa báru og er alvarlega að velta því fyrir sér að koma honum undir læknishendur – áður en það verður um seinan. víkverji skrifar | vikverji@mbl.is      dagbók MORGUNBLAÐIÐ, Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. SÍMI: 569 1100. SÍMBRÉF: ritstjórn: 569 1181, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 569 1118, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: ritstjorn@mbl.is, / Áskriftargjald 2.800 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 220 kr. eintakið mánudaga til laugardaga. Sunnudaga 350 kr. Í dag er þriðjudagur 19. desember, 353. dagur ársins 2006 Orð dagsins: En hann frelsar hinn bágstadda með bágindum hans og opnar eyru þeirra með þreng- ingunni. (Jobsbók 36, 15.) BBC hefur sagt að niðrandi orðsem Jeremy Clarkson þátta- stjórnandi lét falla í bílaþættinum Top Gear hafi hugsanlega móðgað áhorfendur og að ekki hefði átt að sjónvarpa þeim. Clarkson mun hafa tekið undir orð áhorfanda í sjón- varpssal um að bíll sem var verið að fjalla um væri „örlítið hommalegur.“ Clarkson tók undir það og sagði að bíllinn væri „very ginger beer sem þýðir „ákaflega engiferölslegur“ en „beer“ rímar við „queer“ þ.e. homma- legur. Kvörtunardeild BBC sagði að um- mæli Clarksons hefðu „ekkert rit- stjórnarlegt gildi“ og að stjórnendur Top Gear hefðu verið minntir á mik- ilvægi þess að forðast ummæli með áherslum á kynhneigð. Á vefsíðu BBC kemur fram að síð- ast liðinn ágúst voru áhorfendur Top Gear varaðir við því að grófir brand- arar myndu áfram verða hluti af þátt- unum. „Ögrandi athugasemdir“ hinna kaldhæðnu þáttastjórnenda ætti ekki að taka alvarlega, tilkynnti BBC eftir að hafa fengið 500 kvart- anir vegna þáttanna á hálfu ári.    Leikarinn Matt Damon hefur hvattakademíuna, sem kýs hverjir Fólk folk@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.