Morgunblaðið - 19.12.2006, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 19.12.2006, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 345. TBL. 94. ÁRG. ÞRIÐJUDAGUR 19. DESEMBER 2006 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is ÚR RAFDÚETT Í ROKK ARNAR EGGERT RÆÐIR VIÐ KJARTAN F. ÓLAFSSON HLJÓMBORÐSLEIKARA Í AMPOP >> 48 5 dagar til jóla Metsölulisti Mbl. 14. des. 1. ÆVISÖGUR 4. prentun komin í verslanir 1. prentun uppseld 2. prentun uppseld 3. prentun uppseld 1. sæti „Litrík og vel skrifuð saga áhugaverðrar baráttukonu.“ Súsanna Svavarsdóttir, Fbl. Jerúsalem. AFP.| Ehud Olmert, for- sætisráðherra Ísraels, hvatti í gær til þess að stutt yrði við bakið á Mahmoud Abbas, forseta Palest- ínu, í deilum hans við Hamas. Ísr- aelar segjast þó ekki skipta sér af innbyrðis deilum Palestínumanna. „Ísrael á engan þátt í því sem er að gerast og öll afskipti af okkar hálfu myndu hafa neikvæð áhrif,“ sagði Shimon Peres aðstoðarforsætisráð- herra. Reuters Ísrael Ehud Olmert forsætisráð- herra styður hinn hófsama Mahmo- ud Abbas Palestínuforseta. Abbas fái stuðning  Efi um |31 AUGLJÓST er að vandað hafði verið til verks við fölsun mikils fjölda fimm þúsund króna seðla sem lög- reglan í Reykjavík lagði nýlega hald á. Meðal annars voru seðlarnir upphleyptir, auk þess sem reynt var að líkja eftir segulrönd ekta peningaseðla. Á myndinni sýna rannsóknarlögreglumenn fölsuðu seðlana. Morgunblaðið/Júlíus Vandað til verks við fölsunina Eftir Kristján Jónsson kjon@mbl.is MAÐUR sem talið er að hafi myrt fimm konur í Ipswich í Bretlandi er nú í haldi lögreglunnar. Er um að ræða 37 ára gamlan afgreiðslumann í stórmarkaði, Tom Stephens. Hann býr í þorpinu Trimley, nokkra kíló- metra frá Ipswich. Stephens sagðist í blaðaviðtali um helgina ekki hafa fjarvistarsannanir en hann væri samt óhræddur. „Ég veit að ég er sak- laus og ég er al- gerlega sann- færður um að ég verð ekki ákærð- ur,“ sagði hann. Öll fimm fórn- arlömb morðingj- ans voru vændis- konur en bannað er að selja sig í Bretlandi. Harriet Harman, ráðherra stjórnarskrár- mála í bresku ríkisstjórninni, gaf í skyn í gær að hún vildi að gert yrði refsivert að kaupa sér vændisþjón- ustu. Hún vísaði til þess að sá háttur væri hafður á í Svíþjóð. „Þeir styðja við bakið á ungum konum sem eiga við fíkniefnavanda að stríða og eru á annan hátt berskjaldaðar, þeir hafa gert það refsivert athæfi að kaupa sér kynlíf – þeir gera vændi ólöglegt með því að taka hart á kaupendun- um fremur en ungu konunum.“ Grunaður um raðmorðin Breska lögreglan handtekur 37 ára gamlan afgreiðslumann Tom Stephens  Meintur | 14 FIMM 19 ára einstaklingar voru í síðustu viku handteknir í tengslum við peningaföls- unarmál, en borið hafði á fölsuðum fimm þús. kr. peningaseðlum í umferð nú í desember. Við húsleit lagði lögreglan í Reykjavík hald á um 200 þús. kr. í fölsuðum fimm þús. kr. seðl- um auk búnaðar til fölsunar, þeirra á meðal tölvu, skanna og prentara. Einnig var lagt hald á nokkur grömm af ætluðu amfetamíni. Að sögn lögreglunnar náðust peningafals- ararnir vegna árvekni bensínafgreiðslu- manns, sem þótti peningaseðill sem hann fékk afhentan grunsamlegur og hringdi í lög- regluna sem handtók tvo pilta á staðnum. Við yfirheyrslu játaði annar þeirra peningaföls- unina og var í framhaldinu gerð húsleit heima hjá honum, þar sem tveir piltar til viðbótar og stúlka voru handtekin. Að sögn lögreglunnar hafði hópnum aðeins tekist að koma örfáum seðlum í umferð. Samkvæmt 16. kafla almennra hegningar- laga skal hver sem falsar peninga í því skyni að koma þeim í umferð sem ósviknum gjald- eyri sæta fangelsi allt að 12 árum, en sá sem lætur af hendi peninga sem hann hefur grun um að séu falsaðir sæta allt að 2 ára fangelsi. Ungmenni handtekin Eftir Arnór Gísla Ólafsson arnorg@mbl.is STRAUMUR-BURÐARÁS fjár- festingarbanki mun frá og með næstu áramótum gera upp í evrum í stað íslensku krónunnar og verður þannig fyrsti íslenski bankinn sem gerir upp í erlendri mynt sem jafn- framt þýðir að eigið fé bankans verð- ur fært yfir í evrur. Þetta var ákveð- ið á stjórnarfundi bankans í gær. Friðrik Jóhannsson, forstjóri Straums-Burðaráss, segir tvær meginástæður búa að baki þessari ákvörðun. Í fyrsta lagi hafi bankinn náð því marki að vera með meira en helming tekna og eigna í erlendum myntum. Menn telji að færsla reikn- inga í evrum gefi gleggri mynd af starfseminni og endurspegli betur raunverulegu afkomu bankans og minnki um leið sveiflur, m.a. á eig- infjárhlutfalli bankans. Opnar fleiri möguleika „En við teljum líka að þetta opni meiri möguleika á því að laða er- lenda fjárfesta að bankanum. Þetta gefur okkur líka ákveðin tækifæri í sambandi við ytri vöxt. Ef við hefð- um t.d. áhuga á að sameinast erlendu fjármálafyrirtæki opnast frekari möguleikar á því að greiða fyrir með bréfum í bankanum. Þannig getur þessi breyting stutt við ytri vöxt bankans. Og við erum alltaf að skoða möguleika í þeim efnum.“ Friðrik leggur áherslu á að þessi ákvörðun sé tekin með langtímahagsmuni bankans og hluthafa hans í huga og ekki sé um að ræða stökkbreytingu þar sem bankinn hafi fyrir haft sér- stakt leyfi frá Seðlabanka Íslands til þess að vera með meira en 30% af eigin fé í erlendri mynt og hafi nýtt sér þá heimild. Aðspurður segir Friðrik að menn sjái fyrir sér að framtíðarvöxtur bankans verði að langmestu leyti á erlendum mörkuðum. „Evran er stærsti gjaldmiðill Norður-Evrópu sem er okkar markaðssvæði og því var eðlilegt að sú mynt væri valin.“ Straumur-Burðarás skipt- ir út krónunni fyrir evru Í HNOTSKURN » Nokkur íslensk fyrirtæki,eins og t.d. Össur, Marel og Bakkavör, gera upp í er- lendum myntum en Straumur- Burðarás er fyrsti íslenski bankinn sem það gerir. » Straumur-Burðarás hefurmarkað sér þá stefnu að vera leiðandi norrænn fjár- festingarbanki en með höf- uðstöðvar á Íslandi. Hlutfall íslensku krónunnar í við- skiptum bankans minnkar jafnt og þétt. KARDÍNÁLINN Tarcisio Bertone vonar að einhvern tíma verði stofn- að svo gott knattspyrnulið á vegum Páfagarðs að það geti keppt við bestu lið Ítalíu, að sögn breska rík- isútvarpsins, BBC. Bertone er sjálfur eitilharður stuðningsmaður Juventus. Þegar hann var erkibiskup í Genúa var hann oft fenginn í sjónvarpið til að tjá sig um leiki Sampdoria. Hann segir að í prestaskólum og kaþ- ólskum æskulýðsfélögum um alla Ítalíu sé fjöldi knattspyrnumanna sem myndu vilja klæðast hvítum og gulum litum Páfagarðs. Páfagarður er hins vegar sjálf- stætt ríki og því spurning hvaða er- indi liðið ætti í ítölsku deildina. Og myndi það leika á sunnudögum? Víti á páfann? ♦♦♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.