Morgunblaðið - 19.12.2006, Síða 1

Morgunblaðið - 19.12.2006, Síða 1
STOFNAÐ 1913 345. TBL. 94. ÁRG. ÞRIÐJUDAGUR 19. DESEMBER 2006 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is ÚR RAFDÚETT Í ROKK ARNAR EGGERT RÆÐIR VIÐ KJARTAN F. ÓLAFSSON HLJÓMBORÐSLEIKARA Í AMPOP >> 48 5 dagar til jóla Metsölulisti Mbl. 14. des. 1. ÆVISÖGUR 4. prentun komin í verslanir 1. prentun uppseld 2. prentun uppseld 3. prentun uppseld 1. sæti „Litrík og vel skrifuð saga áhugaverðrar baráttukonu.“ Súsanna Svavarsdóttir, Fbl. Jerúsalem. AFP.| Ehud Olmert, for- sætisráðherra Ísraels, hvatti í gær til þess að stutt yrði við bakið á Mahmoud Abbas, forseta Palest- ínu, í deilum hans við Hamas. Ísr- aelar segjast þó ekki skipta sér af innbyrðis deilum Palestínumanna. „Ísrael á engan þátt í því sem er að gerast og öll afskipti af okkar hálfu myndu hafa neikvæð áhrif,“ sagði Shimon Peres aðstoðarforsætisráð- herra. Reuters Ísrael Ehud Olmert forsætisráð- herra styður hinn hófsama Mahmo- ud Abbas Palestínuforseta. Abbas fái stuðning  Efi um |31 AUGLJÓST er að vandað hafði verið til verks við fölsun mikils fjölda fimm þúsund króna seðla sem lög- reglan í Reykjavík lagði nýlega hald á. Meðal annars voru seðlarnir upphleyptir, auk þess sem reynt var að líkja eftir segulrönd ekta peningaseðla. Á myndinni sýna rannsóknarlögreglumenn fölsuðu seðlana. Morgunblaðið/Júlíus Vandað til verks við fölsunina Eftir Kristján Jónsson kjon@mbl.is MAÐUR sem talið er að hafi myrt fimm konur í Ipswich í Bretlandi er nú í haldi lögreglunnar. Er um að ræða 37 ára gamlan afgreiðslumann í stórmarkaði, Tom Stephens. Hann býr í þorpinu Trimley, nokkra kíló- metra frá Ipswich. Stephens sagðist í blaðaviðtali um helgina ekki hafa fjarvistarsannanir en hann væri samt óhræddur. „Ég veit að ég er sak- laus og ég er al- gerlega sann- færður um að ég verð ekki ákærð- ur,“ sagði hann. Öll fimm fórn- arlömb morðingj- ans voru vændis- konur en bannað er að selja sig í Bretlandi. Harriet Harman, ráðherra stjórnarskrár- mála í bresku ríkisstjórninni, gaf í skyn í gær að hún vildi að gert yrði refsivert að kaupa sér vændisþjón- ustu. Hún vísaði til þess að sá háttur væri hafður á í Svíþjóð. „Þeir styðja við bakið á ungum konum sem eiga við fíkniefnavanda að stríða og eru á annan hátt berskjaldaðar, þeir hafa gert það refsivert athæfi að kaupa sér kynlíf – þeir gera vændi ólöglegt með því að taka hart á kaupendun- um fremur en ungu konunum.“ Grunaður um raðmorðin Breska lögreglan handtekur 37 ára gamlan afgreiðslumann Tom Stephens  Meintur | 14 FIMM 19 ára einstaklingar voru í síðustu viku handteknir í tengslum við peningaföls- unarmál, en borið hafði á fölsuðum fimm þús. kr. peningaseðlum í umferð nú í desember. Við húsleit lagði lögreglan í Reykjavík hald á um 200 þús. kr. í fölsuðum fimm þús. kr. seðl- um auk búnaðar til fölsunar, þeirra á meðal tölvu, skanna og prentara. Einnig var lagt hald á nokkur grömm af ætluðu amfetamíni. Að sögn lögreglunnar náðust peningafals- ararnir vegna árvekni bensínafgreiðslu- manns, sem þótti peningaseðill sem hann fékk afhentan grunsamlegur og hringdi í lög- regluna sem handtók tvo pilta á staðnum. Við yfirheyrslu játaði annar þeirra peningaföls- unina og var í framhaldinu gerð húsleit heima hjá honum, þar sem tveir piltar til viðbótar og stúlka voru handtekin. Að sögn lögreglunnar hafði hópnum aðeins tekist að koma örfáum seðlum í umferð. Samkvæmt 16. kafla almennra hegningar- laga skal hver sem falsar peninga í því skyni að koma þeim í umferð sem ósviknum gjald- eyri sæta fangelsi allt að 12 árum, en sá sem lætur af hendi peninga sem hann hefur grun um að séu falsaðir sæta allt að 2 ára fangelsi. Ungmenni handtekin Eftir Arnór Gísla Ólafsson arnorg@mbl.is STRAUMUR-BURÐARÁS fjár- festingarbanki mun frá og með næstu áramótum gera upp í evrum í stað íslensku krónunnar og verður þannig fyrsti íslenski bankinn sem gerir upp í erlendri mynt sem jafn- framt þýðir að eigið fé bankans verð- ur fært yfir í evrur. Þetta var ákveð- ið á stjórnarfundi bankans í gær. Friðrik Jóhannsson, forstjóri Straums-Burðaráss, segir tvær meginástæður búa að baki þessari ákvörðun. Í fyrsta lagi hafi bankinn náð því marki að vera með meira en helming tekna og eigna í erlendum myntum. Menn telji að færsla reikn- inga í evrum gefi gleggri mynd af starfseminni og endurspegli betur raunverulegu afkomu bankans og minnki um leið sveiflur, m.a. á eig- infjárhlutfalli bankans. Opnar fleiri möguleika „En við teljum líka að þetta opni meiri möguleika á því að laða er- lenda fjárfesta að bankanum. Þetta gefur okkur líka ákveðin tækifæri í sambandi við ytri vöxt. Ef við hefð- um t.d. áhuga á að sameinast erlendu fjármálafyrirtæki opnast frekari möguleikar á því að greiða fyrir með bréfum í bankanum. Þannig getur þessi breyting stutt við ytri vöxt bankans. Og við erum alltaf að skoða möguleika í þeim efnum.“ Friðrik leggur áherslu á að þessi ákvörðun sé tekin með langtímahagsmuni bankans og hluthafa hans í huga og ekki sé um að ræða stökkbreytingu þar sem bankinn hafi fyrir haft sér- stakt leyfi frá Seðlabanka Íslands til þess að vera með meira en 30% af eigin fé í erlendri mynt og hafi nýtt sér þá heimild. Aðspurður segir Friðrik að menn sjái fyrir sér að framtíðarvöxtur bankans verði að langmestu leyti á erlendum mörkuðum. „Evran er stærsti gjaldmiðill Norður-Evrópu sem er okkar markaðssvæði og því var eðlilegt að sú mynt væri valin.“ Straumur-Burðarás skipt- ir út krónunni fyrir evru Í HNOTSKURN » Nokkur íslensk fyrirtæki,eins og t.d. Össur, Marel og Bakkavör, gera upp í er- lendum myntum en Straumur- Burðarás er fyrsti íslenski bankinn sem það gerir. » Straumur-Burðarás hefurmarkað sér þá stefnu að vera leiðandi norrænn fjár- festingarbanki en með höf- uðstöðvar á Íslandi. Hlutfall íslensku krónunnar í við- skiptum bankans minnkar jafnt og þétt. KARDÍNÁLINN Tarcisio Bertone vonar að einhvern tíma verði stofn- að svo gott knattspyrnulið á vegum Páfagarðs að það geti keppt við bestu lið Ítalíu, að sögn breska rík- isútvarpsins, BBC. Bertone er sjálfur eitilharður stuðningsmaður Juventus. Þegar hann var erkibiskup í Genúa var hann oft fenginn í sjónvarpið til að tjá sig um leiki Sampdoria. Hann segir að í prestaskólum og kaþ- ólskum æskulýðsfélögum um alla Ítalíu sé fjöldi knattspyrnumanna sem myndu vilja klæðast hvítum og gulum litum Páfagarðs. Páfagarður er hins vegar sjálf- stætt ríki og því spurning hvaða er- indi liðið ætti í ítölsku deildina. Og myndi það leika á sunnudögum? Víti á páfann? ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.