Morgunblaðið - 19.12.2006, Side 53
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. DESEMBER 2006 53
dægradvöl
STAÐAN kom upp á rússneska meist-
aramótinu í Moskvu. Stórmeistarinn
Ernesto Inarkiev (2.628) hafði hvítt
gegn alþjóðlega meistaranum Ian
Nepomniachtchi (2.545). 34. Hxg7+!
Kxg7 35. Hg1+ svartur gafst upp enda
verður hann mát eftir 35. … Kf7 36.
Dg8+ Ke7 37. Hg7#. Sigurvegari
mótsins varð hinn 21 árs gamli stór-
meistari Evgeny Alekseev (2.639) en
hann vann Dmitry Jakovenko (2.671) í
einvígi um titilinn eftir þeir höfðu orðið
jafnir og efstir á mótinu með 7½ vinn-
ing af 11 mögulegum. Lokastaðan varð
að öðru leyti þessi: 3. Ernesto Inarkiev
(2.628) 7 v. 4. Peter Svidler (2.750) 6½
v. 5.–7. Sergei Rublevsky (2.688), Ildar
Khariullin (2.543) og Evgeny Tom-
ashevsky (2.595) 5½ v. 8.–10. Sergey
Grigorians (2.582), Ian Nepomni-
achtchi (2.545) og Denis Khismatullin
(2.583) 5 v. 11. Nikita Vitiugov (2.596)
3½ v. 12. Evgeniy Najer (2.648) 2½ v.
SKÁK
Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is
Hvítur á leik.
Uppsalir.
Norður
♠KD6
♥K864
♦G83
♣ÁDG
Vestur Austur
♠1076 ♠ÁG43
♥ÁG52 ♥107
♦76 ♦1042
♣7653 ♣K1098
Suður
♠982
♥D93
♦ÁKD95
♣42
Suður spilar 3G og fær út lauf.
Spil dagsins er frá alþjóðlega mótinu
í Uppsölum fyrr í mánuðinum, sem
sveit Þriggja frakka vann. Stefán Jóns-
son og Ísak Örn Sigursson voru í AV í
vörn gegn 3G. Stefán kom út með lauf
og Ísak fékk fyrsta slaginn á kónginn.
Sagnhafi á einfalt verk fyrir höndum ef
austur heldur áfram með laufið. Hann
spilar til dæmis hjarta á drottninguna.
Vestur drepur og hvort sem vestur spil-
ar hjarta um hæl eða laufi, nær vörnin
aldrei að skapa sér meira en fjóra slagi.
Ísak gerði sér grein fyrir því að lauf-
sóknin var of tímafrek og skipti yfir í
smáan spaða í öðrum slag. Tía Stefáns
þvingaði út drottninguna og þegar
sagnhafi læddist heim til að spila hjarta
að blindum, rauk Stefán upp með ásinn
og spilaði spaða í gegn: Einn niður.
BRIDS
Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is
Sudoku
Miðstig
Lausnir síðustu Sudoku
Lausn, ábendingar og tölvuforrit á www.sudoku.com
Frumstig Miðstig Efstastig
Frumstig
© Puzzles by Pappocom
Þrautin felst í því að fylla út í reitina
þannig að í hverjum 3x3-reit birtist
tölurnar 1-9. Það verður að gerast þannig
að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt
birti einnig tölurnar 1-9 og aldrei má
tvítaka neina tölu í röðinni.
Efstastig
Krossgáta
Lárétt | 1 fáni, 4 þoli,
7 mannsnafns, 8 ósætti,
9 þil að innan, 11 rómur,
13 geislahjúpurinn,
14 lands í Asíu, 15 hrygg-
dýr, 17 tala, 20 bókstaf-
ur, 22 flokk, 23 hreysið,
24 þekkja, 25 stílvopns.
Lóðrétt | 1 til sölu, 2 þátt-
taka, 3 eignir, 4 hjartan-
leg framkoma, 5 hreyfir,
6 glerið, 10 uxans,
12 blett, 13 kærleikur,
15 ný, 16 hlunnindin,
18 eyktamarkið, 19 hljóð-
færi, 20 dugnaður,
21 bátur.
Lausn síðustu krossgátu
Lárétt: 1 aftansöng, 8 útlæg, 9 nýtan, 10 ann, 11 arinn,
13 arður, 15 frosk, 18 gnótt, 21 aur, 22 guldu, 23 okinn,
24 afrakstur.
Lóðrétt: 2 fylki, 3 aggan, 4 sinna, 5 netið, 6 búta, 7 snær,
12 nes, 14 rún, 15 fúga, 16 oflof, 17 kauða, 18 groms,
19 ófimu, 20 tonn.
1
7
11
15
22
24
12
14
3
9
20
10
4
8
21
23
25
13
17
5
18
6
19
2
16
1 Bilun er í sæstreng milli Kanada,Danmerkur, Þýskalands og Bret-
lands með leggjum til Íslands og
Færeyja. Hvað kallast hann?
2 Unnið er að nýrri orðabók, þ.e. áíslensku annars vegar en á
hvaða tungumáli hins vegar?
3 Framsóknarflokkurinn fagnaði90 ára afmæli um helgina og
formaðurinn og varaformaðurinn
blésu á kerti afmæliskökunnar
ásamt ritara flokksins. Hver er ritar-
inn?
4 Norðmenn urðu Evrópumeistar-ar í handknattleik kvenna og
með þeim fagnaði íslenskur aðstoð-
arþjálfari liðsins. Hver er hann?
Svör við spurningum gærdagsins:
1. Veðráttan undanfarið hefur valdið mikl-
um uppblæsti sunnanlands. Hver er land-
græðslustjóri? Svar: Sveinn Runólfsson.
2. Ísólfur Gylfi Pálmason sveitarstjóri ætl-
ar ekki að bjóða sig fram til þings að nýju.
Hvar er hann sveitarstjóri? Svar: Hruna-
mannahreppi. 3. Sannað þykir að Díana
prinsessa hafi látist af slysförum. Hver er
talin orsök slyssins? Svar: Ölvun öku-
mannsins. 4. Helen Mirren er tilnefnd til 3
verðlauna á Golden Globe fyrir leik sinn,
m.a. á tveimur drottningum. Hverjar eru
þær? Svar: Elísabet I. og Elísabet II.
Spurt er …
ritstjorn@mbl.is
EITT magnaðasta málverk myndlistarsögunn-
ar heitir „Garður hins jarðneska unaðar“ og var
málað af Hieronymus Bosch í upphafi 16. aldar.
Þetta er þrískipt altaristafla (triptych). Fyrsti
hlutinn dregur mynd af Adam og Evu og upp-
runalegu syndinni í paradís. Fyrir miðju er svo
unaðsgarðurinn þar sem aragrúi af nöktum
nautnaseggjum baðar sig í ávöxtum jarðar (af
syndsamlegri ánægju) og þriðji hlutinn sýnir
svo syndgarana hljóta „makleg málagjöld“ í
helvíti þar sem þeir eru að eilífu kvaldir af djöfl-
um og púkum. Bosch málaði nokkrar altaris-
töflur sem enduðu á kvalafullum hryllingi í víti,
en „Garður hins jarðneska unaðar“ er sú þekkt-
asta. Eitt sem fræðimenn hafa velt fyrir sér
varðandi þetta málverk Bosch eru efnistökin,
en áferðin er grófgerðari en tíðkaðist í þá daga
þar sem slétt yfirborð átti að fela alla mannlega
viðkomu í málverki. Bosch faldi ekki mannlega
viðkomu sem í sjálfu sér rímar við umfjöllunar-
efnið sem snýst um freistingar og syndir holds-
ins en ekki upphafinn guðdóm og því rökrétt að
hafa málverkið áþreifanlegt eða holdlegt.
Ómar Stefánsson, sem margir þekkja sem
meðlim hljómsveitarinnar Inferno 5 (Víti 5), á
margt sammerkt með Hieronymus Bosch.
Hann hefur löngum unnið olíumálverk þar sem
efniskenndin er áþreifanleg eða holdleg og á
sýningu hans sem nú stendur yfir í Listhúsi
Ófeigs sé ég ekki betur en að umfjöllunarefnið
sé einhverskonar helvíti. Hann málar innrásir,
stríð, aftökustaði og ýmiss konar subbugang
sem hann færir í fremur furðulegan myndheim.
Fígúrur virðast oft lekandi og skvapholda,
margar hverjar ekki mannlegar, kannski djöfl-
ar, og stundum greinir maður ekki fígúrur frá
formum, enda sumar þeirra innfallnar eða
sokknar í efnið. Víti eins og Ómar sýnir er ekki
biblíulegt líkt og hjá Bosch heldur virkar það
sem helvíti á jörðu. Að því gefnu er mér hugsað
til hugmynda þýska spámannsins og dulspek-
ingsins Jakobs Lorbers (1800–1864) um að
heimurinn hafi í fyrstu verið eingöngu til á and-
legu sviði sem er samtvinnað guðdómnum, eða
allt þangað til hópur andlegra vera (engla) hafi
viljað ná yfirráðum með þeim afleiðingum að
þær urðu aðskildar þessu andlega sviði og þar
með hafi efnisheimurinn orðið til. Hinn fallni
engill hefur síðan tækifæri til að hljóta upp-
reisn æru lúti hann vilja Guðs af öllu hjarta.
Annars þjáist hann að eilífu í efni. Samkvæmt
Lorber er mannkynið afsprengi þessa falls.
Í málverkum Ómars virkar efnið einmitt sem
þjáning eða dragbítur þeirra sem búa í því. Það
er slepjulegt og yfirgengilegt og eftir því sem
myndirnar eru stærri og meira ofhlaðnar form-
um og fígúrum, því betur nær hann að skapa
þetta öngþveiti sem er, fyrir mitt leyti, áhrifa-
mest við málverk listamannsins. Í smáum
myndum nær hann ekki slíkum áhrifum. Hins
vegar leynist í myndunum svartur húmor,
hvort sem þær eru stórar eða smáar, sem gam-
an er að skoða. En Ómar sækir fígúrasjón sína í
heim teiknimyndasagna. Myndröðin „Nakinn
hádegisverður“ er t.d. meinfyndin og ósmekk-
leg. Engu að síður eru það 3–4 stærstu mál-
verkin sem bera uppi sýninguna og því spurn-
ing hvort ekki sé kominn tími á umfangsmeiri
sýningu frá listamanninum hér á landi.
Jón B.K. Ransu
Syndir holdsins
MYNDLIST
Listhús Ófeigs
Opið á verslunartíma. Sýningin stendur til áramóta.
Aðgangur ókeypis.
Ómar Stefánsson
Morgunblaðið/ÞÖK
Hugleiðsla „Í málverkum Ómars virkar efnið sem þjáning eða dragbítur þeirra sem búa í því.“