Morgunblaðið - 19.12.2006, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 19.12.2006, Blaðsíða 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 19. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR                                                                                                                       !"   #" $%  & $      ' %!"  #" %  $      # "   #" % $    # ( % )% '"  *             #+ ,  -.# #+ ,  -.#  #+ ,  -.#             !"    #" %% $%/  & $      , ! !    $!    $ "   $ ! !  01                  !  !   !   " ! VAFI leikur á því hvort lög um skiptaverðmæti og greiðslumiðlun innan sjávarútvegsins standast gagnvart 74. grein stjórnarskrárinn- ar. Mögulegar úrbætur fela meðal annars í sér afnám greiðsluskyldu. Þetta er niðurstaða skýrslu starfs- hóps á vegum forsætisráðuneytisins. Starfshópnum var komið á fót í kjölfar álits umboðsmanns Alþingis þar sem fram kom að verulegur vafi léki á því hvort tilhögun 6. og 8. gr. laga nr. 24/1986 um skiptaverðmæti og greiðslumiðlun innan sjávarút- vegsins uppfyllti kröfur 74. gr. stjórnarskrárinnar um félagafrelsi. Í skýrslunni er fjallað um hvaða úr- bætur þurfi hugsanlega að gera á löggjöf í kjölfar álits umboðsmanns varðandi greiðslumiðlun í sjávarút- vegi, búnaðargjald og trygginga- gjald. Á aðalfundi LÍÚ sem haldinn var í október 2005 var ályktað um greiðslumiðlun innan sjávarútvegs- ins. Þar var samþykkt að beina því til stjórnvalda að lög nr. 24/1986 um skiptaverðmæti og greiðslumiðlun innan sjávarútvegsins og lög nr. 17/ 1976 um greiðslu vátryggingarið- gjalda fiskiskipa verði felld úr gildi. Samkvæmt lögunum er hluti af afla- verðmæti smábáta og fiskiskipa tek- inn til sérstakrar greiðslumiðlunar innan sjávarútvegsins og renna gjöldin til eftirtalinna félagasam- taka: Landssambands smábátaeigenda, Sjómannasambands Íslands, Alþýðusam- bands Austfjarða, Al- þýðusambands Vest- fjarða, Farmanna- og fiskimannasambands Íslands, Vélstjóra- félags Íslands og Landssambands ís- lenskra útvegsmanna og standa að hluta til undir rekstri þeirra. Starfshópurinn telur mögulegar úr- bætur vera að af- nema greiðslu- skyldu, bjóða upp á að einstakir aðilar geti vikið sér und- an greiðslu eða kveða í lögum á um verkefni í þágu almannahagsmuna auk opinbers eftirlits með því hvern- ig fjármunum er varið. Friðrik J. Arngrímsson, fram- kvæmdastjóri LÍÚ, segir að þessi lög séu barn síns tíma og orðin úrelt. Félagasamtökin eigi einfaldlega sjálf að innheimta félagsgjöld sín. Því eigi að fella þessa greiðslumiðlun úr gildi. Talið hæpið að lög um greiðslumiðlun standist Morgunblaðið/ÞÖK Veiðar Fiskinum landað í Grímsey. Fé til rekstrar Landssambands smábátaeigenda kemur meðal ann- ars úr greiðslumiðluninni innan sjávarútvegsins. Eftir Hjört Gíslason hjgi@mbl.is ÚR VERINU AF SAMTÖLUM við talsmenn flugfélaganna og helstu ferðaskrifstofa má ráða að enginn samdráttur sé í sölu utanlandsferða þrátt fyrir tal um minnkandi þenslu eða óhagstætt gengi. Ef eitthvað er færist það mjög í vöxt að Íslendingar yfirgefi heimili sín yfir jól og áramót og haldi suður til hlýrri landa. Tölu- verður hópur á einnig pantaðar skíðaferðir til Evrópu en sökum snjóleysis er óvissa um suma áfangastaði. Þá kemur ásókn um jólin í nýja staði eins og Kúbu sölufólki á ferðaskrif- stofum verulega á óvart. Ferðatíminn er misjafn um hátíðirnar. Fjölmargir eru burtu bæði jól og áramót en aðrir velja aðra hvora hátíðina, eða hreinlega skella sér í vikuferð í sólina fyrir jólin og koma kaffibrúnir og afslappaðir heim á Þor- láksmessu, beint í skötuna! Eftir því sem næst verður komist eru Kan- aríeyjar vinsælasti dvalarstaður Íslendinga sem undanfarin jól. Gróflega áætlað má telja að fram yfir áramót fari þangað um þrjú þús- und Íslendingar og í heildina verði um fjögur þúsund manns á faraldsfæti í leiguflugi á vegum ferðaskrifstofanna. Er þá ótalinn sá fjöldi sem fer á eigin vegum í áætlunarferð- um með flugfélögunum. Icelandair áætlar að fljúga með um þrjú þúsund manns í þessum tilgangi og Iceland Express eitthvað svipað. Ferðaþyrstir Íslendingar skipta því um tíu þúsundum næstu vikurnar. Enn örlar ekki á samdrætti Þorvaldur Sverrisson, markaðsstjóri Úr- vals-Útsýnar, segir ferðaskrifstofuna selja flestar ferðir til Tenerife og Gran Canaria á Kanaríeyjum. Þar verði væntanlega hátt í 1.700 manns á þeirra vegum yfir jólin; 850– 950 á Kanarí og 650–750 á Tenerife. Margir komi heim milli jóla og nýárs en álíka margir, eða á fjórða hundrað manns, verði á þessum stöðum yfir áramót. Inni í þessum tölum eru farþegar Úrvals-Útsýnar, Sumarferða og Plúsferða en ferðaskrifstofurnar eru í eigu sama aðila. Þorvaldur bendir á að áður fyrr hafi Gran Canaria verið langvinsælasti áfangastaður- inn yfir vetrartímann en nú sé Tenerife ekki síður vinsæll. Íslendinga þyrstir ekki eingöngu í sólar- geisla um hátíðirnar, þeir sækja einnig í skíðabrekkurnar í Evrópu. Hjá Úrvali-Útsýn er ásóknin mest til Ítalíu, þangað eiga um 100 manns pantað far. Þorvaldur segir skíðaferð- irnar vinsælastar frá miðjum janúar og fram í mars. „Síðasta ár var algjört metár, ekki bara hjá okkur heldur í bransanum yfir höfuð. Enn finnum við ekki fyrir neinum samdrætti, sem er í raun skrítið miðað við að gengið var hag- stætt fyrri part síðasta árs, þegar flestir keyptu. Á þessu ári hafa orðið nokkrar kostn- aðarhækkanir og ekki sama birta yfir í efna- hagsmálum. Þau áhrif sem við jafnvel reikn- uðum með hafa ekki enn komið fram. Íslendingar eru einfaldlega orðnir ferðaglað- ari, þeir fara oftar út og þá styttra í einu,“ segir Þorvaldur. Hann segir þá breytingu hafa átt sér stað á síðari árum að allir aldurshópar leggist í ferðalög á þessum árstíma, ekki eingöngu miðaldra fólk og þaðan af eldra heldur einnig ungt fjölskyldufólk. Ferðavenjur hafa einnig breyst, að sögn Þorvaldar. Áður hafi fólk t.d. gert meira af því að taka með sér margskon- ar mat og meðlæti sem tilheyri jólahátíðinni á Íslandi. „Nú fara sumir ekki með eina ein- ustu dós af grænum baunum og kippa sér ekkert upp við að erfitt geti reynst að finna rauðkál á Kanaríeyjum,“ segir hann og hlær. Um 3.000 með Heimsferðum Þyri Gunnarsdóttir, sölustjóri Heimsferða, segir að strax í haust hafi flestar ferðir um jól og áramót verið uppseldar. Aukning frá síð- asta ári sé vel merkjanleg. Flestir fari til Gran Canaria en einnig á nýjan áfangastað á Kanaríeyjum, Fuerteventura. Þá séu margir bókaðir til Kúbu yfir jól og áramót, sem einn- ig er nýr áfangastaður. „Ásóknin til Kúbu kom okkur skemmtilega á óvart,“ segir Þyri. Henni finnst það áberandi um þessi jól að heilu stórfjölskyldurnar fari eitthvað saman út, alveg upp í 20 manna hópar. „Það virðist sem allir séu tilbúnir að rífa sig upp og halda jólin einhvers staðar annars staðar,“ segir Þyri, sem tekur undir með Þorvaldi hjá Úr- vali-Útsýn að ferðavenjur Íslendinga hafi töluvert breyst á síðustu árum. Heimsferðir hafa einnig verið að selja skíðaferðir til Austurríkis og Þyri segir góð- an hóp Íslendinga ætla að renna sér á skíðum um áramót. Séu allir áfangastaðir taldir með telur hún að Heimsferðir sendi tæplega þrjú þúsund Íslendinga til útlanda yfir hátíðarnar. Straumurinn í allar áttir Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, segir Íslendinga vera á faralds- fæti sem aldrei fyrr, straumurinn liggi í allar áttir. Framboð á flugferðum nú sé svipað og fyrir ári en eftirspurnin mjög mikil. „Í áætlunarfluginu okkar fáum við að sjálf- sögðu Íslendinga sem búsettir eru erlendis heim í stórum stíl um hátíðarnar um leið og við flytum fólk héðan og út,“ segir Guðjón en félagið áætlar að um þrjú þúsund manns fari utan í vélum þess til að vera erlendis um jól og áramót. Félagið eigi ekki sundurliðaða farþegalista en líklegast fari flestir í heim- sókn til ættingja í borgum næst okkur, eins og í London og höfuðborgum Norður- landanna. Mikill fjöldi sé einnig að fara til Orlando á Flórída, en þeir séu væntanlega „annars konar“ ferðamenn, þ.e. á leið í sól- arfrí. Þá séu margir útlendingar, sem starfa á Íslandi tímabundið, á leið í jólafrí. Mikil ferðajól Matthías Imsland, framkvæmdastjóri Ice- land Express, segir að nær allar vélar félags- ins séu fullbókaðar yfir jól og áramót, einkum á leiðunum til London og Kaupmannahafnar. Verið sé að útvega vélar til viðbótar til að mæta mikilli eftirspurn. Einnig sé vel bókað til áfangastaða eins og Alicante á Spáni, Berl- ínar og Frankfurt í Þýskalandi. „Þetta verða mikil ferðajól. Það er alveg ljóst að Íslendingar ferðast mun meira núna en þeir gerðu áður og þá allt árið um kring. Jólin eru þar engin undantekning á. Fólk fer oft á ári og það er orðið jafn sjálfsagt að skreppa til Kaupmannahafnar og til Akur- eyrar,“ segir Matthías og bendir á að það kosti fólk orðið svipað að fljúga milli Reykja- víkur og Akureyrar og með vélum Iceland Express frá Keflavík til Kaupmannahafnar. Á þessu geti orðið breyting þegar Iceland Express helli sér í samkeppni í innanlands- fluginu. Talandi um innanlandsflugið er ekki ein- göngu ferðahugur á Íslendingum til útlanda heldur ferðast þeir einnig töluvert innan- lands um hátíðarnar, þá fyrst og fremst til að heimsækja ættingja og vini eða dvelja í róleg- heitum í orlofshúsum yfir hátíðarnar. Hann á því ekki alltaf lengur við textinn í hinu hug- ljúfa jólalagi ,,Ég verð heima um jólin.“ Íslendingar flykkjast í sólina Sífellt fleiri Íslendingar kjósa að dvelja í útlöndum yfir jól og ára- mót. Björn Jóhann Björnsson komst að því að nær uppbókað er í allar ferðir. Enn má þó t.d. komast til Kúbu. Morgunblaðið/Ómar Kanarí Vinsælasti áfangastaður Íslendinga um hátíðarnar er sem fyrr Kanaríeyjar en þangað eiga um þrjú þúsund manns pantað far á vegum ferðaskrifstofanna yfir jól og áramót. bjb@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.