Morgunblaðið - 19.12.2006, Blaðsíða 38
38 ÞRIÐJUDAGUR 19. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ Bergþór Jó-hannsson fædd-
ist í Goðdal á
Ströndum 11. des-
ember 1933. Hann
lést á hjartadeild
Landspítalans við
Hringbraut að
morgni 10. desem-
ber síðastliðins.
Foreldrar hans voru
Jóhann Kristmunds-
son bóndi í Goðdal,
f. 23. júlí 1906, d. 28.
febrúar 1953, og
kona hans Svanborg
Ingimundardóttir frá Svanshóli, f.
19. júlí 1913, d. 12. desember 1948.
Systkini Bergþórs eru Haukur, f.
25. janúar 1935, Erla, f. 29. janúar
1937, Svanhildur, f. 25. desember
1940, d. 17. desember 1948, og Ás-
dís, f. 19. ágúst 1946, d. 15. desem-
ber 1948.
Eiginkona Bergþórs er Dóra
Jakobsdóttir, grasafræðingur, f.
29. maí 1938. Hún er dóttir
hjónanna Jakobs Guðjohnsen, f.
23. janúar 1889, d. 11. október
1968, og Ellý Hedwig Guðjohnsen
(fædd Nowottnick), f. 3. mars
Bergþór varð stúdent frá
Menntaskólanum í Reykjavík
1954, lauk prófi í forspjallsvísind-
um frá Háskóla Íslands 1955,
fyrrihlutaprófi í líffræði frá Há-
skólanum í Göttingen í Þýskalandi
1959 og cand.rer.nat.-prófi frá
Óslóarháskóla 1964. Að námi
loknu réðst Bergþór til starfa hjá
Náttúrufræðistofnun Íslands.
Hann ferðaðist um áratuga skeið
víða um landið og safnaði mosum.
Hann fann og lýsti mörgum nýjum
tegundum íslenskra mosa. Árið
1989 hóf hann að rita Mosaflóru
Íslands sem kom út í 21 bindi hjá
Náttúrufræðistofnun en því verki
lauk hann 2003. Bergþór var
stundakennari við líffræðiskor
Háskóla Íslands í 21 ár frá 1968–
1989 og lagði þar grunn að
kennslu í líffræði lágplantna.
Hann var um skeið forseti
samtaka norrænna mosafræðinga,
sat í fyrstu stjórn Náttúrufræði-
stofnunar Íslands, var lengi í
stjórn Hins íslenska náttúrufræði-
félags og varaformaður um skeið.
Bergþór var sæmdur heiðurs-
doktorsnafnbót við raunvísinda-
deild Háskóla Íslands 8. septem-
ber 2000.
Útför Bergþórs verður gerð frá
Dómkirkjunni í Reykjavík í dag og
hefst athöfnin klukkan 15.
1903, d. 12. nóvem-
ber 1962. Dætur
Bergþórs og Dóru
eru: 1) Kolbrún, bók-
menntafræðingur og
blaðamaður, f. 25.
júlí 1957. 2) Bryn-
hildur, rekstrarhag-
fræðingur, f. 4. des-
ember 1958. Maður
hennar er Jens Ing-
ólfsson rekstrarhag-
fræðingur, f. 18. des-
ember 1953. Dætur
þeirra eru Auður
Ákadóttir, f. 12. apríl
1989, og Þóra Jensdóttir, f. 13.
október 1978. 3) Ásdís, kerfis-
fræðingur, f. 17. febrúar 1967.
Sonur hennar er Ólafur, f. 8. febr-
úar 1999. 4) Anna, tölvu- og kerfis-
fræðingur, f. 17. febrúar 1977.
Bergþór ólst upp í Goðdal. Hann
var við nám í Reykjaskóla í Hrúta-
firði ásamt Hauki bróður sínum,
þegar snjóflóð féll á bæinn hinn
12. desember 1948, en Erla systir
hans var þá í skóla í Asparvík. Í
flóðinu lést móðir hans og tvær
systur en faðir hans komst lífs af.
Alls fórust þar sex manns.
Bergþór tengdafaðir minn er
látinn og við söknum hans mikið.
Hann hafði glímt við erfið veikindi
árum saman og margsinnis verið
hætt kominn. Þess vegna vorum við
kannski að vona að enn einu sinni
tækist Strandamanninum hið
ómögulega og myndi njóta vorsins í
nýja húsinu sem þau Dóra voru að
festa kaup á.
Eftir 35 ár á Hringbrautinni var
stiginn orðinn Bergþóri erfiður og
eftir mikla leit hafði Dóra loksins
fundið lítið og fallegt hús á einni hæð
í Vesturbænum. Þau fluttu þangað
eftir að Bergþór lagðist í síðasta
skipti inn á Landspítalann en hann
hafði fylgst með kaupunum og
flutningnum af áhuga og fengið að
skreppa heim í nýja húsið dagspart.
Ég fylgdist með honum skoða nýja
húsið og það fór ekki framhjá
neinum að hann var mjög ánægður
þegar hann hreiðraði um sig í
sófanum að skoðun lokinni.
Mér fannst Bergþór njóta sín best
úti í náttúrunni og það var gaman að
ferðast með honum um landið. Þau
hjónin vildu að vísu stoppa á
furðulegustu stöðum til að skoða
„ómerkilegustu“ plöntur og mér
fannst ég oft utanveltu þegar þau
krupu saman í hrókasamræðum um
hina og þessa fífla eða aðrar
tegundir sem þau höfðu
sameiginlega svo mikinn áhuga á.
En svo var haldið áfram og yfir
kaffibolla og sígarettu var rabbað
um heima og geima.
Í síðustu heimsókn Bergþórs á
æskuslóðir sl. sumar naut hann þess
að hitta gamla vini og sveitunga og
æskuminningar brutust fram, bæði
góðar og slæmar. Hann hafði ungur
verið sendur í skóla á Drangsnesi og
fundist það erfitt. Hann saknaði
mömmu sinnar og rétt fyrir jól hafði
hann strokið heim, laumast út eftir
að allir voru sofnaðir og gengið á
skíðum tugi kílómetra þar til hann
náði heim til sín snemma morguns.
Hann sýndi mér leiðina sem hann
fór. Þarna sneiddi hann hjá bæjum
og hérna fór hann yfir hálsinn. Það
var stilla og stjörnubjartur himinn
og aldrei hafði hann fyrr eða síðar
upplifað slíka fegurð. Pabbi hans tók
á móti honum á bæjarhlaðinu í
Goðdal því einhver hafði saknað
hans og hringt á undan honum.
Hann var ekki skammaður og fékk
að vera heima fram yfir jól.
Nokkrum árum seinna var hann
sendur ennþá lengra í skóla, á
Reykjaskóla í Hrútafirði, með Hauki
bróður sínum og þar fékk hann þær
fréttir að mamma og tvær systur
hefðu farist heima í snjóflóði. Eftir
það var hann nánast einstæðingur
og þurfti að bjargast á eigin spýtur.
Hann fetaði menntaveginn, í
menntaskóla og í háskóla, í
framhaldsnám til Þýskalands af því
að það var ódýrast og til Noregs af
því að þar var kennd mosafræði.
Stráknum sem hafði svo ungur
fengið áhuga á plöntunum í kringum
sig í Goðdal, skrifað fyrstu greinina í
Náttúrufræðinginn aðeins 13 ára,
tókst að láta drauminn rætast.
Þrítugur stóð hann fullmenntaður
og átti ekkert nema Dóru sína og
stelpurnar. Forsjónin leiddi hann þá
í óskastarfið í Náttúrufræðistofnun
þar sem hann gat eytt starfsævinni
við að rannsaka það sem hann hafði
mestan áhuga á og þar sem hann átti
ennþá sitt skrifborð þegar hann dó
tæplega 73 ára gamall. Hann var
kominn heim, eins og hann orðaði
það sjálfur.
Bergþór var vísindamaður sem
kollegar um allan heim litu upp til en
ekki mjög praktískur í daglegu lífi.
Vissulega tignaður af eiginkonu og
dætrum en hafði sig hvorki mikið í
frammi né sóttist eftir veraldlegum
gæðum. Hann var á vissan hátt
einrænn en hafði samt gaman af
góðum félagsskap og áhuga á mörgu
öðru en plöntunum sínum. Hann
fylgdist vel með þjóðmálum og var
lengi virkur í stjórnmálastarfi. Hann
var jafnaðarmaður af lífi og sál og
hafði gaman af að stríða einu dóttur
sinni sem var á öndverðum meiði í
pólitík. „Nú er framsókn í vondum
málum,“ sagði hann glettinn við
Brynhildi nokkrum dögum áður en
hann dó.
Bergþór var ekki afskiptasamur
fjölskyldufaðir en hann var stoltur af
dætrum sínum og barnabörnum,
fylgdist vel með og gladdist þegar
vel gekk. Stundum fannst honum
dæturnar ráðskast of mikið með
hann og ekki bætti úr skák þegar
dótturdóttirin Auður fór að hafa
sterkar skoðanir. Hann þurfti þó
ekki að byrsta sig mikið til að
kvennahópurinn róaðist. Litli
strákurinn Ólafur var erfiðari
viðureignar. Hann vafði afa um
fingur sér og þeir voru hinir mestu
mátar. Hittust nánast daglega þar til
Bergþór fór á spítalann og
strákurinn hlakkaði mikið til að fá
afa sinn aftur. „Þá skulum við halda
partý,“ sagði sá stutti nýlega við
mömmu sína.
Dóra, Kolbrún, Brynhildur, Ásdís,
Anna, Auður og Ólafur. Ég finn
mikið til með ykkur öllum.
Jens Ingólfsson.
Hann Bergþór frændi er borinn til
grafar í dag.
Bergþór var stóri bróðir hennar
mömmu. Maðurinn sem við bárum
alltaf ómælda virðingu fyrir. Hlýr,
hljóður og afskaplega mikill maður.
Ég varð þess heiðurs aðnjótandi
að fá að taka viðtal í Lesbók
Morgunblaðsins við Bergþór í tilefni
heiðursdoktorsnafnbótar sem hann
hlaut við Háskólann árið 2000. Hann
var lítið fyrir að hafa sig í frammi en
gaf þó litlu frænku suðið eftir. Við
sem lásum fræddumst ekki einungis
um störf Bergþórs sem eru okkur
dýrmæt heldur fengum við einnig að
líta inn í þann heim sem hann sýndi
sjaldan, hvernig var að vera fimmtán
ára unglingur og missa frá sér
fjölskylduna. Ég hef alltaf dáðst að
fólki eins og honum sem gefst ekki
upp þrátt fyrir mótlæti. Hetjur og
ekkert annað. Ég hitti Bergþór
síðast í október. Þá heimsóttum við
Freyr sonur minn þau hjónin, hann
og Dóru, á Hringbrautina. Enn var
baráttuviljinn í Bergþóri og mikið
dáðist ég að því hve auðvelt hann átti
með að tala um veikindi sín. Þau
hjónin tóku vel á móti okkur og ég
vissi innst inni að ég myndi ekki
hitta þennan einstaka mann aftur.
Þegar ég kvaddi hann þá hugsaði ég
um hve mikils við myndum sakna,
hve mikil viska færi með honum.
Söknuðurinn að getað ekki hringt í
hann til að fá svör við spurningum í
Trival Pursuit. Bergþór var
viskubrunnur og alltaf hringt í hann
ef einhver slík svör vantaði, hann var
stútfullur af fróðleik. Og einnig
finnst mér líka núna skrítin
tilhugsun að mamma mín eigi ekki
lengur þennan stóra bróður, að
pabbi geti ekki lengur tekið upp nýja
gsm-símann sinn til að spjalla við vin
sinn uppi í rúmi um alla heima og
geima. Þó Bergþór hafi verið mikið
veikur og sé án efa hvíldinni afar
feginn, þá saknar maður hans
einfaldlega mjög mikið. Ég gæti sagt
svo margt en ætla ekkert að gera
það. Ætla að láta öðrum það eftir en
við Ásdís dóttir hans höfum alltaf
verið góðar vinkonur og hún var sú
sem var alltaf með pabba sínum og
ég vil bara að hún viti að „stóra
frænka“ er hjá henni og þeim öllum í
dag í huganum. Ég veit að amma,
afi, Svanhildur og Ásdís sem þau
systkinin misstu í snjóflóðinu í
Goðdal hafa tekið vel á móti honum
hinum megin og án efa eru
fagnaðarfundir. Ég votta henni
Dóru sem var sterk við hlið hans
fram á síðasta dag og dætrunum og
fjölskyldum, mína dýpstu samúð.
Við söknum hans og hugsum til hans
með virðingu og þakklæti fyrir að
hafa fengið að kynnast honum.
Guð veri með ykkur öllum.
Hafdís Erla Bogadóttir.
Ég get ekki sagt að það hafi komið
mér á óvart þegar mamma hringdi í
mig að morgni sunnudags og sagði
mér að Bergþór frændi væri dáinn.
Ég hafði kvatt uppáhaldsfrænda
okkar systkina og bróður hennar
mömmu með kossi á ennið rúmum
mánuði fyrr á Landspítalanum í
Reykjavík. Ég fann það strax að
Bergþór vissi að hans tími væri að
koma en æðruleysi hans og
þrautseigja var einstök og mun
fylgja mér og efla við að takast á við
lífið að honum gengnum. Tárin sem
runnu niður kinnarnar þegar ég
gekk niður ganginn á Land-
spítalanum þennan dag voru tár
gleði og sorgar. Gleði yfir því að hafa
kynnst Bergþóri uppáhaldsfrænda
og sorg yfir því að þurfa að kveðja
svo kæran og dáðan vin og geta
ekkert annað. Bergþór var prófessor
í augum okkar systkina frá fyrstu
kynnum. Þegar við vorum lítil
töluðum við um hann af djúpri
lotningu en virðing og kærleikur
fyrir honum átti aðeins eftir að vaxa
með hverju ári sem leið. Mér er það
svo minnisstætt hvað ég var stoltur
og mér leið vel þegar ég fékk sem
lítill piltur að fara með frænda að
tína mosa uppi á Hálsum við
Djúpavog. Ég skoppaði í kringum
hann en hann safnaði mosa hægri
vinstri, ég skildi auðvitað ekki neitt í
neinu enda fannst mér þetta allt
vera sami grái mosinn en það var nú
ekki alveg, það uppgötvaði ég síðar.
Þegar ég fór að koma reglulega til
Reykjavíkur þá kíkti ég stundum til
hans niður í Náttúrufræðistofnun og
fljótt áttaði ég mig á því hvílíkt
þrekvirki hann var að vinna í sinni
fræðigrein og hversu mikill
vísindamaður hann í raun var. Þeir
voru margir kassarnir fullir af mosa
í kringum hann og lítið fannst mér
ganga á þá en þrátt fyrir það sagði
hann mér að þetta myndi hann ljúka
við að greina. Þegar ég spurði hann
hversu mikið væri eftir þá var hann
alltaf með svarið á hreinu og verkin
sín lauk hann við. Og hvað mér þótti
vænt um að ég skyldi vera á
póstlistanum hans þegar hann sendi
fræðibækur sínar út um hinn stóra
heim en ég held að það hafi nú samt
ekki allir fengið sínar bækur
áritaðar eins og frændi hans fyrir
austan. Nákvæm vinnubrögð
Bergþórs í orðum og myndum má
sjá í vísindaritum hans, fínlegar
hendur sem teiknuðu hinar ýmsu
tegundir mosa og þeim gaf hann
íslensk nöfn en þarna naut hann líka
dyggrar aðstoðar Dóru sinnar.
Bergþór hafði ekki hátt um afrek sín
heldur vann þau á sinn eina og sanna
hátt og allar þær heiðursviðurkenn-
ingar sem hann hlaut frá öðrum
vísindamönnum hérlendis og
erlendis vissu ekki nema fáir um.
Já, við fundum vel, ættleggurinn
hans fyrir austan, að við vorum
honum jafn dýrmæt og hann var
okkur, fjölskylduböndin voru svo
sterk. Ég hef oft hugsað til þess
hversu mikið var lagt á systkinin
þrjú, Bergþór, Hauk og móður mína
Erlu, sem eftir stóðu ásamt afa
Jóhanni eftir snjóflóðið í Goðdal 12.
desember árið 1948, þar sem þau
misstu móður sína, Svanborgu
ömmu mína, og litlu systur sínar
Svanhildi og Ásdísi. Á þeim tíma var
ekkert til sem hét áfallahjálp og í
raun óskiljanlegt fyrir okkur í dag
hvernig þessi ungu systkini náðu að
vinna sig í gegnum lífið en það gerðu
þau og hafa gert með svo ótrúlega
miklum sóma. Og mörg símtölin átti
ég við Bergþór þar sem ég fann svo
vel fyrir því hversu vænt honum
þótti um mömmu og okkur öll sem
vorum hluti af fjölskyldunni hans.
En tár sorgar sem kitluðu
augnhvarmana og féllu sína leið á
gangi Landspítalans voru tár
vináttu, virðingar og kærleika til
vinar. Hugur okkar er í dag hjá
Bergþóri og fjölskyldu hans, við
munum svo sannarlega sakna hans
en þann söknuð munum við mýkja
með öllum þeim góðu minningum
sem við eigum um einstakan frænda
sem við vorum svo lánsöm að eiga
sem kæran vin og elskum svo heitt.
Þær ljúfu minningar um Bergþór
frænda munum við geyma í hjörtum
okkar alla tíð.
Þinn systursonur,
Ómar Bogason.
Nú hefur Bergþór orðið að gefa
eftir í ótrúlega langri og stríðri
veikindabaráttu.
Af þeim 30 árum sem við Dóra,
eiginkona Bergþórs, höfum verið
vinkonur hygg ég að við Bergþór
höfum þekkst að einhverju ráði í 20
ár, og nánar eftir því sem á leið.
Hann var ekki opinskár maður og
fannst sjálfsagt ekki ástæða til að
gefa sig á tal við manneskju sem
hafði hvorki vit né þekkingu á
mosum eða háplöntum, jafnvel talið
slíkt vera tímasóun. Ekki held ég þó
að hann hafi amast við vinskap
okkar Dóru.
Ég veitti því athygli að þegar leið
að kosningum, hvort sem var til
sveitarstjórna eða Alþingis, varð
Bergþór fúsari til viðræðna. Hann
átti það til að heilsa að fyrra bragði
úti á götu og með tímanum skapaðist
sú venja að við ræddum málin í síma
á kosninganótt. Ekki vorum við
alltaf sammála, en höfðum held ég
bæði gaman af þeim rökræðum.
Eitt sinn fórum við Dóra saman til
Menorku með enskum áhuga-
mannahópi um fugla og gróður. Á
kvöldin, eftir gönguferðir dagsins,
var sest niður og bar blómafólkið þá
saman bækur sínar um plöntufundi
dagsins. Bretarnir voru yfir sig
hrifnir af kunnáttu Dóru og hæfni
við að flokka jurtirnar. Ég sagði
Bergþóri frá þessu og sagðist að
sjálfsögðu ekki hafa vit á því hvort
Bretarnir væru dómbærir um þetta.
Bergþór efaðist hvorki um hæfni
konu sinnar né um dómgreind Breta
og var stoltur af.
Þeir sem hafa ferðast um Strandir
og séð hrikalega fegurð þeirra á
fögrum sumardögum undrast
hvernig hægt var að búa þar að
vetrarlagi. Í kjölfar ferðar minnar
þangað töluðum við Bergþór
stundum um Strandirnar. Auðheyrt
var að hann bar sterkar taugar til
æskustöðvanna, þrátt fyrir harm-
leikinn í Goðdal forðum.
Mig langar lýsa yfir þakklæti fyrir
að hafa fengið að kynnast Bergþóri,
hreinskiptnari og heilsteyptari
maður held ég að hafi verið
vandfundinn.
Þórdís.
Einn af merkustu náttúrufræð-
ingum sem Ísland hefur alið er
látinn. Bergþór Jóhannsson mosa-
fræðingur lést 10. desember sl. eftir
erfið veikindi. Hans er og verður
sárt saknað á Náttúrufræðistofnun
Íslands þar sem hann starfaði um 40
ára skeið.
Eftir að hann lét af starfi við
stofnunina fyrir aldurssakir í lok
ársins 2003 vann hann áfram að
rannsóknum sínum þar á meðan
heilsan leyfði. Halldór Laxness sagði
einhverntíma að þeir menn sem
vinna verk sín vel, hver í sínum
verkahring, þeim eigi þjóðin orðstír
sinn og heiður að þakka. Bergþór er
einn þeirra manna sem þjóðin
stendur í þakkarskuld við. Hans
skerfur til þekkingar á náttúru
landsins er ómetanlegur og hann
skilur eftir sig djúp og merkileg spor
í sögu náttúrurannsókna á Íslandi á
síðustu öld.
Bergþór fæddist í Goðdal á
Ströndum árið 1933 og lifði
barnæsku sína þar á hefðbundnu
íslensku sveitaheimili sem taldi
ellefu þegar mest var. Í Goðdal var
ullin kembd, spunnið á rokka og
hrosshárið fléttað. Þar léku
krakkarnir sér að legg og skel og
hjálpuðu til við búskapinn. Á kvöldin
var útvarpið aðalskemmtunin og vel
var fylgst með fréttum. Og síðar
fóru að koma alls kyns tæki, hesta-
sláttuvél, súgþurrkunartæki og
traktor, sem vöktu takmarkaðan
áhuga hjá Bergþóri.
Hugur þessa feimna stráks laut að
sauðfjárbúskap, blómum, fuglum og
alls kyns smádýrum. Hann átti
Flóru Íslands, 2. útgáfuna frá 1924,
og notaði hana til að greina plöntur í
fjölbreyttum gróðri Goðdals og
Stranda. Hann safnaði plöntum og
greindi þær og fór að finna
sjaldgæfar tegundir og plöntur sem
ekki höfðu áður fundist á Íslandi og
ekki minnkaði áhugi drengsins við
það. Hann tók eftir fléttum og
mosum en hafði engin tök á að
nafngreina þau fyrirbæri.
Fyrstu grein sína um grasafræði,
„Flórulisti af Ströndum“, skrifaði
Bergþór í Náttúrufræðinginn 1946,
rétt þrettán ára gamall, þannig að
snemma beygðist krókurinn.
Þótt Goðdalur væri afskekktur
komu oft þangað gestir og faðir
Bergþórs var mikill áhugamaður um
félagsmál, stjórnmál, menningar-
mál, íþróttamál og ræktunarmál.
Jóhann var einnig, að sögn Berg-
þórs, harðduglegur og kröfuharður
til sín og sinna afkomenda.
Barnæskan í Goðdal hefur áreiðan-
lega sett mark á Bergþór og átt þátt
í að móta hann til framtíðar.
Bergþór Jóhannsson